Morgunblaðið - 24.07.2005, Qupperneq 44
44 SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Sumarkvöld við
orgelið í
Hallgrímskirkju
24. júlí kl. 20.00:
Nýsjálenski
orgelsnillingurinn Nigel
Potts leikur fjölbreytta
orgeltónlist.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar,
Laugarnestanga 70, 105 Rvk.
www.lso.is - lso@lso.is
Þriðjudagstónleikar
26. júlí kl. 20:30
Duo Landon
Hlíf Sigurjónsdóttir og
Hjörleifur Valsson
fiðluleikarar
flytja fiðludúó eftir
Béla Bartók
Í dag 24/7 kl. 14 uppselt
4. sýn. þri. 26/7 kl. 19 sæti laus
6. sýn. lau. 06/8 kl. 19 sæti laus
ÞAÐ er í tísku að vera Íslendingur í
útrás. Fyrirtæki fjárfesta í gríð og
erg úti í heimi og varla líður dagur
án þess að fréttir berist af enn meiri
útbreiðslu íslenskra athafnamanna.
Valgeir Þorvaldsson, fram-
kvæmdastjóri Vesturfarasetursins á
Hofsósi, lætur ekki sitt eftir liggja í
þessum málum því nú er hafinn
undirbúningur á nýstárlegri útrás
sem byggist á hugviti og þekkingu á
sviði menningartengdrar ferðaþjón-
ustu.
Í bígerð er að setja upp Vest-
urfarasetur í norska bænum Stryn
að fyrirmynd íslenska setursins á
Hofsósi og til að kynna sér starf-
semina kom til Íslands 50 manna
sendinefnd frá Noregi.
Valgeir segir forsvarsmenn bæj-
arfélagsins í Stryn hafa frétt af ís-
lensku starfseminni frá bróður
hans, Sigurði Þorvaldssyni, sem býr
í Noregi og svo hafi farið að þeir
komu til að kanna aðstæður. Í fram-
haldinu barst formlegt erindi frá
Stryn þess efnis að Valgeir setti
upp Vesturfarasetur þar í bæ.
Verkfærið smíðað á Hofsósi
En af hverju Stryn?
„Stryn er ótrúlega mikill ferða-
mannabær og þar fara í gegn um
800 þúsund ferðamenn árlega,“ út-
skýrir Valgeir. „Það fór gríðarlegur
fjöldi Norðmanna til Ameríku á sín-
um tíma, eitthvað í kringum ein
milljón og frá Stryn fóru um 3.000
manns. Bærinn hefur í raun allt til
að bera fyrir þetta verkefni, nátt-
úrufegurðin er mikil og fólkið gott.
Þarna er líka margt fólk sem á
skyldmenni í Ameríku og heldur
tengsl þangað.“
Það er sama hugmyndafræðin
sem liggur að baki í báðum löndum.
Íslendingar og Norðmenn fóru
meira og minna á sömu svæðin í
Ameríku og Valgeir segir að í mörg-
um tilfellum sé um afkomendur
sama fólksins að ræða, bæði Íslend-
inga og Norðmenn sem stofnuðu
fjölskyldu vestra.
Og mun Norðmönnum þá nýtast
þessi hugmyndafræði vel?
„Já, við styttum mjög leiðina fyrir
þá því segja má að við höfum smíð-
að verkfærið til að meðhöndla við-
fangsefnið. Það er hægt að líkja
þessu við að setja upp verksmiðju.
Við gátum ekki keypt neinar vélar
heldur þurftum að smíða þær sjálf,“
segir Valgeir.
„Forsvarsmennirnir frá Stryn
sáu hve mikil vinna hefur verið unn-
in á Hofsósi síðastliðin tíu ár og
þeim fannst auðvitað eftirsókn-
arvert að losna við hana.“
Valgeir og hans starfsfólk hafa
ákveðna þekkingu á þessum mark-
aði og hafa stofnað til sambanda
sem nýtast Norðmönnum vel.
„Þetta er ákveðið vináttuverkefni
milli þjóðanna og það er mjög gam-
an að því. Það eru engar líkur á að
við lendum í samkeppni því íslen-
skættað fólk frá Ameríku kemur til
Íslands og norskættaðir fara til
Noregs,“ útskýrir Valgeir.
Vinnuferlið á fullum krafti
Nú þegar hefur verið farin vett-
vangskönnunarferð til Stryn. Norð-
menn eru komnir með afrakstur
þeirrar ferðar í hendurnar og vinna
nú að fjármögnun og skipulags-
vinnu.
Árni Páll Jóhannsson, leik-
myndagerðarmaður, og Þröstur
Skúli Valgeirsson, sonur Valgeirs,
fóru með honum til Noregs í könn-
unarleiðangurinn og þeir munu,
ásamt öðrum, taka virkan þátt í
þeirri miklu vinnu sem framundan
er.
Á næstu vikum verður undirrit-
aður samningur á milli aðilanna sem
að verkefninu standa og stefnt er að
opnun Vesturfaraseturs vorið 2007.
Búið er að ráðstafa gamla ráðhús-
inu í Stryn undir verkefnið en það
er staðsett í miðjum bænum með
veglegu torgi fyrir framan.
Hvernig verður vinnuferlið?
„Ég mun hafa yfirumsjón með
verkefninu en það er mikið af góðu
fólki sem vinnur að þessu,“ segir
Valgeir. „Það eru auðvitað ákveðin
atriði sem Norðmenn þurfa að læra,
t.d. varðandi fjármögnun og skipu-
lag, svo að hinu nýja setri vegni vel
í framtíðinni. Reynsla okkar hér
ætti að verða þeim mikilvægt vega-
nesti. Þó að uppbyggingin sé í
grundvallaratriðum sú sama hefur
hvor staður sín séreinkenni. Norð-
menn hafa haldið ágætlega utan um
söguna og við munum hafa aðgang
að frábæru fólki í þeim efnum. Ég
trúi því að hægt verði að setja upp
bæði skemmtilega og fræðandi sýn-
ingu.“
Hugmynd sem hentar víða
Væri hægt að nýta þessa hug-
myndafræði annars staðar í heim-
inum?
„Ég held að það sé alveg ný hug-
mynd að selja þekkingu og hugvit í
menningartengdri ferðamennsku úr
landi og það er ekkert sem segir að
ekki sé hægt að gera þetta í fleiri
löndum. Fólk frá tuttugu Evr-
ópulöndum fór til Ameríku í ein-
hverjum mæli um aldamótin 1900
og á flestum þeim stöðum hvíla
sömu meginrökin að baki.“
Það er ljóst að afkomendur fólks,
sem fór til Vesturheims, hefur
áhuga á að komast til upprunalands
síns og Valgeir telur nauðsynlegt að
veita því fólki þjónustu. Hann nefnir
sem dæmi Pólland, en þaðan fór
gríðarlegur fjöldi, og telur að það
væri spennandi að fara þangað með
hugmyndafræðina.
„Írar hafa náð langt í þessum
geira, hafa ákveðna sérstöðu og eru
búnir að leggja mikla rækt við
menningartengda ferðamennsku.
Fjöldi Bandaríkjamanna fer þangað
að leita uppruna síns,“ útskýrir Val-
geir.
Hann segir mikla áskorun að
lokka þann stóra hóp ferðamanna
sem til Stryn kemur inn í Vest-
urfarahúsið því þeir sem þar fara
um eru ekki einungis fólk af norsk-
um ættum frá Ameríku heldur
ferðamenn alls staðar að úr heim-
inum.
Nú í ágúst fer Valgeir til Noregs
með bandarískri konu, sem mun
vinna að fjáröflun fyrir norska Vest-
urfarasetrið í Ameríku en lykilatriði
segir hann vera að vinna með fólki
sem þekkir vel inn á markaðinn.
Áhugi almennra fjárfesta á þessum
málum er ekki mikill og um er að
ræða tiltölulega lítinn hóp fólks sem
á mikla peninga.
„Vesturfarasetrið á Hofsósi hefur
náð ágætis árangri í öflun styrkja
en auðvitað er þetta alltaf ákveðinn
slagur,“ segir Valgeir. „Þetta er
merkilegt að því leyti að við erum
að vinna með heila heimsálfu og það
er mjög dýrt að þjónusta svona
stórt svæði.“
Gangandi gagnabanki
Í sumar, líkt og síðustu fjögur
sumur, er vestur-íslenski sagn- og
ættfræðingurinn Nelson Gerrard
staddur á Hofsósi en hann er sá
maður sem hefur langmestu þekk-
ingu á íslenskum ættum í Ameríku.
„Hann er gangandi gagnabanki
og man íslenskar ættir út og suður
og hvernig þær tengjast inn til Am-
eríku,“ lýsir Valgeir. „Við gefum
fólki kost á því að hitta hann hér hjá
okkur í sumar og fyrir þá sem leita
að skyldmennum í Ameríku er hann
algjör fjársjóður.“
Gerrard hannaði og safnaði meðal
annars efni í sýninguna Þögul leift-
ur, sem opnuð var á Vesturfarasetr-
inu í fyrravor, þar sem sýndar eru
400 ljósmyndir af Íslendingum sem
teknar voru í Ameríku fyrir alda-
mótin 1900.
Árlega heimsækja 10–12 þúsund
manns setrið á Hofsósi og þar af
kemur mikið af fólki að vestan. Ís-
lendingar hafa einnig mikinn áhuga
og Valgeir telur það vera í tísku að
leita skyldmenna sinna í Ameríku
og á Íslandi.
Var eins mikill áhugi fyrir tíu ár-
um?
„Þegar við byrjuðum var sagt að
þessi áhugi væri ekki lengur til
staðar. Það væru bara nokkrir
gamlir karlar og kerlingar í Am-
eríku sem nenntu að hugsa um
þessi mál, en sú var ekki raunin,“
segir Valgeir. „Nú þurfum við svo
að rækta áhuga næstu kynslóða.“
Stórt sögulegt svæði
Vesturfarasetrið á Hofsósi vinnur
eftir ákveðnu svæðisskipulagi enda
Norður-Ameríka ansi stór.
Árið 2000 var opnuð sýning um
Utah, Norður-Dakóta var viðfangs-
efni sýningar sem var opnuð 2002
og nú er verið að undirbúa sýningu
frá Bresku-Kólumbíu.
„Áður en yfir lýkur vonast ég til
að búið verði að fara um alla Norð-
ur-Ameríku með skipulögðum hætti
og tína saman heimildir um Íslend-
inga sem fóru vestur,“ segir Val-
geir. „Þetta er örugglega 100 ára
vinna – ef vel gengur.“
Saga Vesturfara í Ameríku er
mjög mikil og þangað ferðaðist fólk
frá ýmsum löndum í von um betra
líf. Vesturfarasetrið er mikilvæg
menningaruppbót fyrir Ísland og
verður það án efa líka fyrir Norð-
menn. Í framtíðinni er svo aldrei að
vita nema menningarfrömuðurinn
Valgeir Þorvaldsson muni kynna
fleiri þjóðum þessa skemmtilegu
menningartengdu hugmyndafræði.
Útrás | Íslenskt hugvit og þekking til Noregs
„Við höfum smíðað verkfærið til
að meðhöndla viðfangsefnið“
Ráðhúsið í Stryn, þar sem Vesturfarasetur þeirra Norðmanna verður opnað næsta sumar.
Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur
valaosk@mbl.is