Morgunblaðið - 24.07.2005, Page 46

Morgunblaðið - 24.07.2005, Page 46
46 SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ H ljómstveitin The Mag- ic Numbers er skipuð tvennum systkinum, þeim Romeo og Mich- ele Stodart og Sean og Angela Gannon. Sveitin gaf fyrr í sumar út sína fyrstu breiðskífu, sam- nefnda hljómsveitinni, og hefur hún fengið lofsamlega dóma víða um heim. Platan var á dögunum tilnefnd ásamt 11 öðrum til Mercury- verðlaunanna, en þau eru af mörgum talin virtustu verðlaun sem veitt eru í popptónlist í Bretlandi. The Magic Numbers þeysast nú heimshorna á milli og halda tónleika, en það þykir þeim að eigin sögn afar gaman. Þegar blaðamaður náði tali af Michele Stodart var hún þreytuleg og rám í röddinni. Stíf tónleika- ferðalög undanfarna mánuði eru ef til vill farin að segja til sín. „Fyrir utan smáþreytu hef ég það annars mjög fínt,“ fullvissar hún blaðamann um. Nú hafið þið fengið mjög góða dóma fyrir ykkar fyrstu plötu, er það ekki bara tóm hamingja? „Jú, og það hefur verið alveg frá- bært að fylgja henni eftir. Fólk er farið að þekkja lögin á tónleikum með okkur og er tilbúið að syngja með sem er mjög gaman.“ Skipta viðtökurnar miklu máli, semjið þið fyrir ykkur sjálf eða með áheyrendur í huga? „Maður þarf auðvitað að vera 100 prósent ánægður með þá tónlist sem maður er að gera til að hafa ánægju af því að deila henni með öðrum. Já- kvæð gagnrýni og umfjöllun hefur auðvitað hjálpað okkur mjög mikið, fleiri mæta á tónleika með okkur og hlusta á tónlistina okkar og það er það sem við stefnum að auðvitað.“ Urðu óvart hljómsveit The Magic Numbers hafa spilað saman í nær tvö ár. Fjórmenning- arnir hittust fyrst þegar Stodart- systkinin fluttust til London en áður höfðu þau alist upp í Trinidad og einnig búið í New York í fimm ár. „Við vorum öll skólasystkini og við Angela urðum mjög góðar vinkonur. Það var þó löngu áður en okkur datt nokkurn tíma í hug að verða hljóm- sveit,“ segir Michelle um fyrstu við- kynningu þeirra af Gannon- systkinunum. „Hljómsveitin varð svo eiginlega bara til óvart. Við fór- um að æfa saman og það gekk svona rosalega vel. Eftir sex mánuði í stúd- íói var þetta farið að hljóma vel hjá okkur.“ En skyldi það ekki hafa nein áhrif á samvinnu hljómsveitarinnar að hún er mönnum tvennum systk- inum? „Þetta er allt mjög jarðbundið hjá okkur og við höldum hvert öðru á rétta sporinu,“ segir Michelle. Innst inni viljum við öll það sama, verða besta hljómsveit sem við mögulega getum og gera tónlist sem við erum fullkomlega ánægð með. Verandi öll með sama markmið gengur þetta ansi vel hjá okkur. Við erum auðvitað alls ekki alltaf sammála og það getur verið kostur að vera systkini, við segjum alltaf það sem okkur býr í brjósti svo andrúmsloftið hreinsast fljótt.“ The Magic Numbers gáfu út smá- skífuna Hymn For Her síðasta haust í mjög takmörkuðu upplagi, einungis 500 eintökum. Þau rokseldust þó og platan vakti talsverða athygli og spil- un. Hvers vegna ætli sveitin hafi beðið í heilt ár eftir að gefa út breið- skífu eftir að hafa kvatt sér hljóðs svo eftir var tekið? „Við vildum senda frá okkur plötu sem við yrðum fullkomlega ánægð með,“ svarar Michelle af bragði. „Við vildum því taka okkar tíma og gefa hverju lagi fyrir sig allan þann tíma sem það þurfti til að verða sem best í flutningi. Fólk sem hafði áhuga á tónlistinni okkar endaði á að þurfa bíða nokkuð lengi eftir plötunni og á móti vildum við reyna að gera hana sem besta, bæði fyrir okkur og þau.“ Michelle segir þau fjórmenninga mikla fullkomnunarsinna í tónlist- arsköpun sinni. „Ef það er eitthvert minnsta atriði sem við erum ekki fullkomlega ánægð með í lögunum okkar gerum við þau aftur og aftur þar til við erum ánægð. Annars myndi það trufla okkur það sem eftir væri að hafa gef- ið út eitthvað sem okkur finnst vera hálfklárað,“ segir hún. Endalaust tónleikaferðalag Eins og áður sagði hefur sveitin verið iðin við kolann þegar kemur að spilamennsku undanfarin misseri. „Við erum eiginlega búin að vera á tónleikaferðalagi síðan við fjögur urðum hljómsveitin The Magic Numbers,“ segir Michelle og hlær. „Það er samt gaman og mér finnst mjög gaman að koma fram og spila.“ Auk spilagleðinnar má eflaust líka rekja annríki sveitarinnar til hversu bóngóðir liðsmenn eru við fyr- irspurnum um að koma fram. „Ég held að hver sem er geti feng- ið okkur til að spila hvar sem er,“ fullyrðir Michelle. „Það þyrfti að vera við mjög sérstakar aðstæður sem við myndum hafna boði um að koma fram.“ Blaðamaður stenst ekki mátið við þessa yfirlýsingu og spyr hvort það megi ekki bjóða þeim að koma til Ís- lands og spila við tækifæri. „Já, það er aldrei að vita nema við gerum það einhvern tíma,“ segir Michelle. Tónlistin í blóðinu Michelle segir þau systkinin hafa alist upp við tónlist frá blautu barns- beini. „Mamma okkar syngur allan dag- inn og hefur gert það frá því við fæddumst. Hún hefur verið dugleg að halda tónlist að okkur og það er tvímælalaust henni að þakka hvað við störfum við í dag,“ segir hún. „Hún kom kannski óafvitandi rytmanum inn í blóðið í okkur og það hefur ekki enn tekist að losa okkur við hann.“ The Magic Numbers var valin ein af efnilegustu hljómsveitum ársins í byrjun árs hjá BBC. Finnið þið fyrir einhverri pressu um að ganga vel við tilnefningar að þessi tagi? „Nei, mér hefur aldrei fundist neinn eða neitt utanaðkomandi vera með neina pressu á að okkur gangi vel. Ég held að pressan komi fyrst og fremst frá okkur sjálfum,“ segir Michelle. „Við reynum að vera sú hljómsveit sem við erum stolt og ánægð að vera í. Öll umfjöllun um okkur hefur þó verið jákvæð meira eða minna og það ber okkur að vera þakklát fyrir, það er alls ekki sjálf- gefið. Það er ótrúlega gaman þegar vel gengur þó það sé það síðasta sem við erum að hugsa um þegar við semjum tónlistina okkar.“ Tónlist | Hljómsveitin The Magic Numbers „Spilum fyrir hvern sem er, hvar sem er“ Michelle og Romeo Stodart og Sean og Angela Gannon: The Magic Numbers. Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Sýnd kl. 8 B.i 16 ára kl. 10.40 Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40 B.i 16 ÁRA H.L. MBL -H.L. MBL- . .      Ekki missa af einni skemmtilegustu mynd sumarsins.  Sýnd kl 6, 8 og 10 B.i 16 ÁRA Sýnd kl. 8 B.i 14 ÁRA Sýnd kl. 2 og 4 BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT! K&F XFM H.L. - MBL. Frá framleiðanda Texas Chainsaw Massacre Kemur magnaðasta hrollvekja ársins! Fór beint á toppinn í USA Byggt á sannri sögu I N N R Á S I N E R H A F I N ! T O M C R U I S E MYND EFTIR Steven spielberg  Sýnd kl. 5.45 -Blaðið-S.V, MBL  -KVIKMYNDIR.IS  -Ó.Ö.H, DV  -Ó.H.T, RÁS 2    -Þ.Þ. FBL  -Blaðið T.V. kvikmyndir.is  BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT!   Sýnd kl. 5.45 B.i 14 ára Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.20 Þorir þú í bíó? Frá framleiðanda Texas Chainsaw Massacre Kemur magnaðasta hrollvekja ársins! Fór beint á toppinn í USA Sýnd kl. 4 og 10.20 B.i 16 ára Byggt á sannri sögu EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 13.30 Sími 564 0000 i l l. . kl. 3, 5.30 og 8 Sýnd kl. 3, 5.30, 8, 10.30 SKEMMTILEGASTA STÓRMYND SUMARSINS. FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Nú eru það fangarnir gegn vörðunum! SKEMMTILEGASTA STÓRMYND SUMARSINS. FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Nú eru það fangarnir gegn vörðunum! . . Þorir þú í bíó? TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400KR. ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU Sýnd kl. 2 og 4 SÍÐUS TU SÝ NING AR Sýnd kl. 2 og 10.20 B.i 10 ÁRA TILBOÐ400 KR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.