Morgunblaðið - 24.07.2005, Page 48
48 SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ ER nauðsynlegur þáttur í lífi
hvers ungs manns að hafa á ein-
hverju tímabili verið reiður. Af þess-
ari plötu að dæma get ég mér þess
til að hljómsveitin Pan sé á því tíma-
skeiði, þegar hugleiðingar um rétt-
læti, ranglæti og önnur siðferðisleg
álitamál, leita hvað sterkast á hug-
ann – með til-
heyrandi sand-
roki og ást á
þungu rokki.
Upphafslag Virg-
ins „Look, listen,
kneel, pray“ er nokkuð dæmigert
fyrir þessa plötu; mörgum stefnum
er att saman og áhrifa margra
hljómsveita má greina á þeim þrem-
ur mínútum sem lagið lifir. Allur
hljóðfæraleikur á plötunni er prýði-
legur og Halldór Arnar Guðnason
söngvari sýnir að þar fer mjög fram-
bærilegur rokksöngvari á ferð. Text-
arnir eru flestir í þunglyndari kant-
inum og yfirleitt á nokkuð góðri
ensku, þó þeir höfði ekki beinlínis til
undirritaðs.
Gítarleikur er yfirleitt yfirveg-
aður og traustvekjandi en það væri
kannski ofsögum sagt að kalla hann
frumlegan. Bassaleik og hljóm-
borðsleik er hvergi ábótavant en
bassahljómurinn er í sumum lögum
helst til máttlaus.
Það skemmtilegasta við þessa
plötu er kannski hversu augljós hún
er í tilvitnunum sínum til áhrifavalda
og hversu hispurlaus hún er í stefnu-
breytingum, bæði innan laganna og
á milli þeirra. Það er ljóst að mikill
metnaður hefur farið í gerð hennar
og raddsetningarnar og marglaga
gítarleikurinn benda til þess að hún
hafi ekki verið gerð í snarhasti. Hins
vegar hefði í sumum lögum mátt
endurskoða einstaka trommuleik og
söngvers.
Þessi plata fellur sjálfsagt hörðum
rokkaðdáendum í geð en með tíð,
tíma og annarri plötu, ætti Pan að
geta höfðað til enn stærri hóps.
Óspjallað rokk
TÓNLIST
Geisladiskur
Pan eru Halldór Örn Guðnason: söngur og
gítar, Gunnar Þór Pálsson: hljómborð,
raddir og gítar, Björgvin Benediktsson: á
gítar, Guðbjartur Karl Reynisson: bassa
og Garðar Borgþórsson: trommur og
raddir. Lög eftir Pan, textar eftir Halldór
Örn Guðnason. Hljóðritað í Panlandi af
Gunna Who og Pan. Pan gefur út.
Pan – Virgins Höskuldur Ólafsson
SÖNGKONAN Emilíana Torrini
hélt tónleika fyrir fullu húsi á
skemmtistaðnum Nasa síðastliðið
fimmtudagskvöld. Tónleikarnir
voru þeir fyrstu af fimm sem söng-
konan heldur hér á landi á viku
tímabili.
Nú um helgina lá leið hennar út
á land, til Bolungavíkur, á Borg-
arfjörð eystra og á Akureyri auk
þess sem hún heldur tónleika í Frí-
kirkjunni 26. júlí.
Tónleikarnir á Nasa voru þeir
fyrstu sem Emilíana hefur haldið
hér á landi í langan tíma og áhorf-
endur því eftirvæntingfullir. Það
var ekki annað að sjá en að gestir
kynnu vel að meta það sem fyrir þá
var leikið og sungið og fóru hinir
sáttustu út í sumarnóttina.
Leikurinn hefst á Nasa
Emilíana Torrini söng af mikilli innlifun.
Morgunblaðið/Þorkell
Tónlist | Tónleikar Emilíönu Torrini
Fréttir á SMS
Létt og skemmtileg rómantísk gamanmynd með Óskarsverðlaunaleikkonunni, Kim Basinger
og hinum kynþokkafulla John Corbett úr “Sex and the City þáttunum.”
tt til r tí r r l l i i, i i r
i f ll r tt r t it tt .
Nýjasti teiknimyndasmellurinn frá höfundum og framleiðendum „Shrek“ og „Sharktale“
Ekki missa af einni skemmtilegustu mynd sumarsins.Sýnd með ensku tali.
THE PERFECT MAN kl. 12 - 2.30 - 4.30 - 6.30 - 8.30 - 10.30
MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 12 - 2.30 - 4.30 - 6.30
ELVIS HAS LEFT THE BUILDING kl. 4.30 - 8.30 - 10.30
WHO´S YOUR DADDY kl. 6.30 - 8.30 - 10.30 B.i. 14 ára.
SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 2.30
með ensku tali
B.i. 16 ára.
B.i. 16 ára.
B.i.14
B.i. 12
B.i. 12
-KVIKMYNDIR.IS
-KVIKMYNDIR.IS
KRINGLAN
DARK WATER kl. 5.50 - 8 og 10.15 b.i. 12
Madagascar enskt tal kl. 6 - 8 og 10
Elvis has left the building kl. 8 og 10
Batman Begins kl. 6 og 8.30 b.i. 12
Voksne Mennesker kl. 5.45
-S.V. Mbl.
-Steinunn/
Blaðið
Sýnd bæði
með íslensku
og ensku tali.
Nýjasti teiknimyndasmellurinn frá höfundum og framleiðendum „Shrek“ og „Sharktale“
Ekki missa af einni skemmtilegustu mynd sumarsins.Sýnd bæði með íslensku og ensku tali.
-S.V. Mbl.
-Steinunn/
Blaðið
MEÐ ÓSKARSVERÐLAUNAHAFANUM
JENNIFER CONNELLY
MAGNAÐUR OG SÁLFRÆÐILEGUR DRAUGATRYLLIR FRÁ
MEISTARALEIKSTJÓRANUM WALTER SALLES (MOTORCYCLE DIARIES)
MAGNAÐUR OG SÁLFRÆÐILEGUR DRAUGATRYLLIR
FRÁ MEISTARALEIKSTJÓRANUM WALTER SALLES (MOTORCYCLE DIARIES)
SUMAR RÁÐGÁTUR BORGAR SIG
EKKI AÐ UPPLÝSA
SUMA RÁÐGÁTUR BORGAR
SIG EKKI AÐ UPPLÝSA
HÁDEGISBÍÓ 400 KR. MIÐAVERÐ Á A
-KVIKMYNDIR.IS