Morgunblaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 231. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Ástarsamband
bíls og manns
Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við
Seann William Scott | Menning
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350
Bagdad. AP, AFP. | Samningamenn súnní-
araba eru harðir í afstöðu sinni til draga að
nýrri stjórnarskrá Íraks. Vilja þeir ekki að
hugtakið sambandsstjórnarstefna komi
nokkurs staðar fram í stjórnarskránni,
næsta þjóðkjörna þingi verði gefinn kostur
á að taka málið upp aftur.
Sjítar og Kúrdar hafa samþykkt að fresta
því að koma á sambandsstjórnarstefnu
fram yfir kosningar um miðjan desember,
en krefjast þess þó að á hana verði minnst í
stjórnarskrárdrögunum.
Tillaga súnnítanna kveður þó á um að
„hvergi verði minnst á umdæmi eða um-
dæmisstjórnir“. Óttast þeir að sam-
bandsstjórnarstefna í Írak leiði ekki aðeins
til þess að komið verði á fót miklu sjíta-ríki í
suðurhluta landsins, heldur ýti það undir
óskir Kúrda um að fá að stækka umdæmi
sitt í norðurhlutanum, þar sem olíufram-
leiðsla fer að mestu fram. Óttast súnnítar að
þetta yrði til þess að þeir fengju ekki að
njóta olíuauðsins í norðri eða suðri.
1.000 föngum sleppt
Talsmenn bandaríska hersins tilkynntu í
gær að 1.000 föngum, að langmestu leyti
súnnítum, hefði undanfarna þrjá daga verið
sleppt úr Abu Ghraib-fangelsinu í Írak.
Höfðu flestir þeirra verið marga mánuði í
fangelsinu án þess að þeim hefði verið birt
ákæra. Leiða margir að því líkur að þetta sé
gert til að blíðka súnnítana eftir að sjítar og
Kúrdar slitu viðræðum við þá og sögðust
ætla að leggja stjórnarskrárdrögin fyrir
þingið í dag þrátt fyrir mótmæli súnníta.
Ákvörðun sjíta og Kúrda er mikið reið-
arslag fyrir bandarísk stjórnvöld, sem hafa
lýst því yfir að þátttaka súnníta í stjórn-
arskrárferlinu sé gríðarlega mikilvæg. Sjá
þau það sem leið til að tæla þá frá því að
halda uppreisn sinni til streitu.
Súnnítar
halda fast
við sitt
KNAPAR sjást hér sitja asna sína á árlegum
asnakappreiðum í eyðimörk í Turpan, sem er í
norðvesturhluta Kína. Ár hvert gleðjast Turp-
anar og halda Vínberjahátíðina með glæsi-
brag, en asnakappreiðarnar hafa lengi verið
órjúfanlegur hluti af henni.
Reuters
Geysast áfram á fótfráum ösnum
HARALDUR Briem, smitsjúk-
dómalæknir hjá Landlæknisemb-
ættinu, telur Íslendinga ekki þurfa
að hafa sérstakar áhyggjur vegna
fuglaflensunnar sem geisað hefur í
Asíu undanfarin misseri, og hefur
nú borist vestur til Evrópuhluta
Rússlands. Í Asíu hafa 62 menn
látist til þessa úr fuglaflensunni,
sem fyrst kom upp í Suður-Kóreu
síðla árs 2003.
Reiknað er með að fuglaflensan
berist með farfuglum vestur að
Svartahafi strax í næsta mánuði,
en sérfræðingar á vegum Evrópu-
sambandsins (ESB) telja engu að
síður óhætt að hafa kjúklinga og
annan fiðurfénað utandyra í lönd-
um álfunnar.
Debby Reynolds, yfirmaður
dýralækningamála hjá ESB, segir
það skoðun sérfræðinganna, sem
hittust á föstudag, að ekki væri
ástæða til þess að setja almennt
bann við því að halda fiðurfénað ut-
andyra. „Hættan á því að fugla-
flensan breiðist út til Evrópu með
farfuglum frá Rússlandi, er fremur
lítil,“ sagði hún eftir fundinn.
Umfang flensunnar sem hér um
ræðir, og kom fyrst upp í Suður-
Kóreu 2003, er mun meira en áður
þekkist; bæði hafa fleiri dýr smit-
ast en áður og á stærra svæði. Til
þessa hafa alls um 150 milljónir
fugla drepist úr veikinni eða verið
slátrað í því skyni að hefta út-
breiðslu hennar, skv. upplýsingum
á heimasíðu WHO, Alþjóða heil-
brigðismálastofnunarinnar.
WHO telur talsverða hættu á
heimsfaraldri, en hins vegar sé
ómögulegt að spá um það hvenær
slíkur faraldur geti hafist og
hversu alvarlegur hann yrði. Þar
segir að gripið hafi verið til allra
mögulegra aðgerða gegn slíkum
faraldri, nema að því leyti að ekki
sé til mótefni gegn því ef að við
stökkbreytingu yrði til nýtt af-
brigði veirunnar sem smitast
myndi manna á milli.
„Menn fylgjast mjög vel með
gangi mála og um leið og talið er að
einhver hættumerki séu á ferðinni
verður gripið til ráðstafana eins og
hægt er. Við stöndum mun betur
að vígi nú en áður vegna þess hve
vel við getum fylgst með þróuninni
og ég tel enga ástæðu fyrir okkur
að hafa sérstakar áhyggjur af
þessu,“ segir Haraldur Briem.
Reiknað með að fuglaflensan berist vestur að
Svartahafi með farfuglum í næsta mánuði
Ekki ástæða til að
hafa áhyggjur hér
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Dregur úr ótta við | 16
Reuters
Los Angeles. AP. | Hugsanlegt
er, að bráðlega verði skylt í
Kaliforníu að láta sérstaka
viðvörun fylgja frönskum
kartöflum og kartöfluflögum.
Er þess krafist í máli, sem
Bill Lockyer, dómsmálaráð-
herra ríkisins, hefur höfðað
gegn níu skyndibitakeðjum
og framleiðendum slíkra mat-
væla.
Lockyer fer fram á, að
McDonald’s, Burger King,
Wendy’s, Frito Lay og fleiri
fyrirtæki vari viðskiptavini
sína við því, að í frönskum
kartöflum og kartöfluflögum
geti verið akrýlamíð, sem
sumir telja, að sé krabba-
meinsvaldandi.
Akrýlamíð myndast í mat-
vælum við mikinn hita, ekki
síst djúpsteikingu, og hafa
sumar rannsóknir sýnt, að
efnið getur valdið krabba-
meini, en í öðrum hefur ekki
tekist að sýna fram á þau
tengsl. Er þetta nú til sér-
stakrar skoðunar hjá banda-
ríska matvælaeftirlitinu. Vill
Lockyer að almenningi verði
gerð grein fyrir hættunni.
Varað við
frönskum
kartöflum
BRETAR ætla að taka höndum saman við
önnur ríki gegn Bandaríkjastjórn, sem virð-
ist vilja kasta burt flestum þeim hornstein-
um, sem starfsemi Sameinuðu þjóðanna
hefur hingað til byggst á,
meðal annars baráttunni
gegn fátækt.
Kom þetta fram í
breska dagblaðinu The
Guardian í gær en það
hafði eftir talsmanni
breska utanríkisráðu-
neytisins, að breska
stjórnin og Evrópusam-
bandið, sem Bretar stýra
um þessar mundir,
styddu þær „metnaðarfullu umbótatillög-
ur“, sem Kofi Annan, framkvæmdastjóri
SÞ, mun leggja fram í allsherjarþinginu í
næsta mánuði.
Sagði hann, að alls ekki mætti hvika frá
fyrri samþykktum, til dæmis G8-fundarins í
Gleneagles í júlí og Þúsaldarfundar SÞ fyrir
rúmum fimm árum.
John Bolton, hinn nýi sendiherra Banda-
ríkjanna hjá SÞ, hefur lagt fram 750 breyt-
ingartillögur við umbótatillögur Annans og
verða þær ræddar á allsherjarþinginu 14.–
16. september.
Blair gegn
Bush hjá SÞ
John Bolton
♦♦♦
Tímaritið og Atvinna í dag
Tímaritið | Þeir rufu þögnina Ægilega fín, hún Solveig mín Töffari
kvikmyndasögunnar Bröndótt stundarbrjálæði Kaktusinn frá Kalah-
arí Líkamsrækt og hollusta Atvinna | Smekkfullt blað af auglýsingum