Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 28.08.2005, Síða 2

Morgunblaðið - 28.08.2005, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HALDA FAST VIÐ SITT Samningamenn súnní-araba eru harðir í afstöðu sinni til draga að nýrri stjórnarskrá Íraks. Vilja þeir ekki að hugtakið sambandsstjórn- arstefna komi nokkurs staðar fram í stjórnarskránni, næsta þjóðkjörna þingi verði gefinn kostur á að taka málið upp aftur. Sjítar og Kúrdar hafa samþykkt að fresta því að koma á sambands- stjórnarstefnu fram yfir kosningar um miðjan desember, en krefjast þess þó að á hana verði minnst í stjórnarskrárdrögunum. Ekki ástæða til að óttast Haraldur Briem, smitsjúkdóma- læknir hjá Landlæknisembættinu, segir að Íslendingar þurfi ekki að hafa sérstakar áhyggjur vegna fuglaflensunnar sem geisað hefur í Asíu undanfarin misseri og hefur nú borist vestur til Evrópuhluta Rúss- lands. Hann segir að íslensk heil- brigðisyfirvöld fylgist vel með þróun mála og um leið og hættumerki verði á ferðinni verði gripið til ráð- stafana. Hættulegur innflutningur Brennisteinssýra er mjög hættu- leg í flutningi, að sögn Jakobs Krist- inssonar, dósents í eiturefnafræði við Háskóla Íslands. Lithái var tek- inn á Keflavíkurflugvelli á mánudag með tvær flöskur af brennisteins- sýru. Jakob segir efnið ætandi; það éti sig t.d. í gegnum málma og ál en við það ferli myndast eiturgufur. Litháinn var með flöskurnar í hand- farangri og ljóst að stórhættulegt var að flytja efnið til landsins með þeim hætti, að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli. Brennisteinssýra er mikið notuð í iðnaði hér á landi og er efnið t.d. í öllum bílarafgeymum, en sérstakt leyfi þarf til að flytja efnið til lands- ins. Þá er það meginuppistaðan í svonefndum stíflueyði sem fæst m.a. í flestum byggingavöruverslunum. Alvarlega slösuð Kona liggur alvarlega slösuð á gjörgæsludeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss, eftir að eldur kom upp í húsnæði hennar á laugardags- morgun. Slökkviliðsmenn björguðu henni úr húsinu eftir að hafa fundið hana meðvitundarlausa á gólfinu. Samkvæmt upplýsingum frá LSH hlaut konan brunasár auk reykeitr- unar. Sjö aðrir íbúar hússins kom- ust af sjálfsdáðum úr húsinu. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Minningar 42/46 Ummæli vikunnar12 Hugvekja 42 Veiði 23 Myndasögur 48 Sjónspegill 28/29 Dagbók 48/52 Hugsað upphátt 29 Víkverji 48 Menning 30/31, 52/61 Staður og stund 52 Forystugrein 32 Leikhús 52 Reykjavíkurbréf 32 Bíó 58/61 Umræðan 34/39 Sjónvarp 62 Bréf 34/37 Staksteinar 63 Auðlesið efni 41 Veður 63 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is HINN heimsþekkti bandaríski hljóðfærasmiður Stewart Spector er staddur hér á landi. Hann kom fær- andi hendi, því hann gaf Pálma Gunnarssyni tónlistarmanni nýjan og glæsilegan rafmagnsbassa. Pálmi þakkaði fyrir sig með því að bjóða Spector í laxveiði en þeir eiga það sameiginlegt að vera miklir áhuga- menn um fluguveiði. Pálmi hefur átt Spector-bassa í um 20 ár og notað hann mikið í gegnum tíðina, ekki síst í hljóðverum. Gamli bassinn er hins vegar farinn að láta á sjá og Pálmi var því farinn að huga að því að fá sér nýjan og hafði rætt það við Andrés Helgason í Tónastöðinni. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti þá Pálma, Andrés og Spector í veiði- húsinu við Reykjadalsá í S-Þing- eyjarsýslu og fékk þar að heyra af þessu máli. Andrés, sem einnig er mikill áhugamaður um fluguveiði, hafði milligöngu um komu þessa bandaríska gests til landsins en hann hefur verslað með hljóðfæri frá Spector og kannaðist við hann. „Ég var að spjalla við karlinn á hljóð- færasýningu erlendis og þar kom fram þessi mikli áhugi hans á flugu- veiði og að hann hefði átt sér þann draum lengi að komast í veiði á Ís- landi. Ég sagði honum frá því að Pálmi, sem ætti 20 ára gamlan Spector-bassa, væri farinn að huga að því að fá sér nýjan og jafnframt að hann væri mikil veiðiáhugamað- ur. Einnig benti ég honum á að skoða vefsíðu Pálma, þar sem hann fjallar mikið um veiði, þannig að það má segja að fluguveiðin hafi sam- einað þá félaga,“ sagði Andrés. Spector átti varla orð til þess að lýsa þeirri upplifun að vera nú loks- ins kominn í veiði á Íslandi en hann hefur stundað fluguveiði víða um heim. Pálmi var hins vegar í skýj- unum yfir nýja bassanum og sagðist aldrei hafa séð jafn fallegt hljóðfæri. „Þessi gripur á eftir að fylgja mér um ókomin ár. Nú getur sá gamli fengið smá hjúkrun en hann á eftir að fylgja mér áfram.“ Pálmi sagðist margoft hafa reynt að skipta um bassa í gegnum tíðina en það hafi ekki virkað og hann alltaf farið á þann gamla rauða. „Hann hefur reynst mér hreint ótrúlega vel og þau eru ófá lögin sem hafa verið spil- uð á hann.“ Spector kom til vikudvalar á Ís- landi sl. fimmtudag og ætlar hann að nota tímann til þess að veiða með Pálma í Reykjadalsá og víðar. „Ég vona að við getum veitt upp á hvern einasta dag,“ sagði Spector og hann sagðist jafnframt hlakka til að heyra Pálma spila á nýja bassann. Honum fannst ekki síður merkilegt að heyra að gamli bassinn skyldi hafa verið þetta lengi í notkun. „Það var kom- inn tími á að Pálmi fengi nýjan bassa. Þessi nýi er mjög frábrugðinn þeim gamla en hann á eftir að njóta þess að spila á hann, jafnvel næstu 20 árin.“ Bassinn er af gerðinni Spector NS 2A, smíðaður úr hlyni og hannaður af Ned Steinberger, vini Spectors, en hefur þróast í áranna rás. Smíðaði fyrsta bassann í svefnherberginu heima Stewart Spector er enginn ný- græðingur í hljóðfæraframleiðslu. Hann smíðaði sinn fyrsta bassa í svefnherberginu heima hjá sér í New York árið 1974 og stofnaði sitt eigið fyrirtæki tveimur árum síðar og byrjaði smátt. Hann rekur nú hljóðfæraverkstæði rétt við bæinn Woodstock um 100 mílur norður af New York og einnig verkstæði í Tékklandi, Kóreu og Kína og smíðar einnig gítara. Spector leikur sjálfur á hljóðfæri, gítar, píanó og bassa og spilar í hljómsveit með nokkrum vin- um sínum. „Ég er ekki góður tónlistarmaður en finnst það mikil forréttindi að geta lifað í tónlistarheimum á þann hátt sem ég hef gert undanfarna áratugi. Eitt það besta við tónlistar- iðnaðinn er að hann er alþjóðlegur, ég hef því átt þess kost að heim- sækja fjölmörg lönd, hitta yndislegt fólk og eignast fjölmarga vini. Það er heldur ekkert eins ánægjulegt og að vita af ánægðum viðskiptavinum,“ segir Spector. Keypti gamla bassann í Rín Pálmi keypti gamla bassann í versluninni Rín í Reykjavík fyrir um 20 árum. „Það kom sending til lands- ins, annar vegar Spector-bassar frá Bandaríkjunum og hins vegar frá Kóreu, sem voru ódýrari. Ég prófaði þá alla en féll fyrir þessum frá Kór- eu, því hann passaði mér alveg. Ég fékk þessa sömu tilfinningu þegar ég prófaði nýja bassann,“ sagði Pálmi Gunnarsson. Stewart Spector færði Pálma Gunnarssyni nýjan bassa að gjöf Fluguveiðin sameinaði þá félaga á bökkum Reykjadalsár Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is Morgunblaðið/Kristján Pálmi með nýja bassann sinn og Spector með þann gamla rauða í veiðihúsinu við Reykjadalsá. JÓN Loftsson, skógræktarstjóri, segir að trjágróður hafi komið mjög vel út í sumar. „Það er gaman að vera skógræktarstjóri núna,“ segir Jón og spurður um hvort sumarið sé betra en undanfarin ár segir hann svo vera. „Fyrir norðan og austan hafa síðustu fjögur ár verið mikil maðkaár, sem er óvenjulangt tímabil,“ segir Jón. „Skógurinn er hins vegar nánast hreinn núna, eins og við köllum það, og lítur afskaplega vel út. Vöxtur er með mesta lagi.“ Aðspurður hvort kuldi í byrjun sumars hafi ekki haft áhrif á trjágróður segir hann að þrátt fyrir að kuldi hafi verið nokkur í byrjun sumars hafi hitastig aðeins farið niður undir frostmark og tré þoli það. „Í fyrra fengum við tíu stiga frost eftir að skógurinn var sprunginn og það er hræðilegt,“ segir Jón. „Þá er skógurinn í raun bara að ná sér það sem eftir lifir sum- ars. Það gerðist ekki núna.“ Næsta sumar lofar góðu Jón segir maðk hafa verið lítinn um allt land og að skordýraplágur síðustu ára hafi ekki látið á sér kræla í sumar. Hann segir vöxt nokkuð mismunandi bæði eftir tegundum og landshlutum, til dæmis eftir því hvernig væta hafi verið, en segir skóg fyrir austan til dæmis sjaldan hafa verið fallegri. „Lerki kemur mjög vel út hér á Fljótsdalshéraði, enda er það ein af okkar aðaltegundum,“ segir Jón. „Sitkagreni fyrir vestan hefur líka margt hátt í eins metra árssprota og þá ganga hlutirnir hratt fyrir sig. Það er almennt hægt að segja að það sé mjög góður vöxtur í trjám um land allt.“ Vöxtur barrtrjáa tekur að nokkru leyti mið af ár- ferði árið á undan og segir Jón að næsta sumar lofi góðu. „Brumið sem er að verða til þessa dagana segir nokkuð um hvernig þetta verður næsta sumar,“ segir Jón. „Þetta er endalaus ánægja og hefur ekki verið svona jafngott í langan tíma ef litið er á landið í heild sinni.“ Jón Loftsson segir góða trjásprettu um allt land „Gaman að vera skógrækt- arstjóri núna“ Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson BOLLI Thoroddsen, formaður Heimdallar, segir meiri líkur en minni á því að hann gefi kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Hann hafi starfað með borgarstjórn- arflokknum og hafi áhuga á mál- efnum borgarinnar. Hann kveðst þó í samtali við Morgunblaðið vilja bíða með end- anlega yfirlýsingu fram yfir aðal- fund Heimdallar sem haldinn verður innan tíðar. Hann hyggist þar sækj- ast eftir endurkjöri sem formaður félagsins. Heillavænlegra sé að há ekki stríð á tvennum vígstöðvum. Líkur á framboði Bolla Thoroddsen LÖGREGLAN í Keflavík kærði fjóra ökumenn fyrir hraðakstur á Skóla- vegi í Keflavík í vikunni. Í götunni er 30 km hámarkshraði vegna grunn- skóla sem þar eru staðsettir og hef- ur lögreglan verið með strangt eft- irlit þar nú í byrjun skólaársins. Sá sem hraðast ók var tekinn á 70 km hraða og á yfir höfði sér ökuleyfis- sviptingu og 30 þúsund kr. sekt. Lögreglan í Keflavík segist munu fylgjast grannt með því að ökumenn virði reglur um hámarkshraða í kringum skóla og víðar í bænum. Hraðakstur við skóla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.