Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 28.08.2005, Side 4

Morgunblaðið - 28.08.2005, Side 4
4 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.urvalutsyn.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 93 40 08 /2 00 5 Krít og Santorini 5.—19. sept. og 19. sept.—3. okt. Örfá sæti laus í hinar vinsælu ferðir Friðriks á vit mínóskrar menningar. Beint flug til Krítar og dvalið á Helios allan tímann, utan 2ja nátta á Santorini og einnar nætur í Matala. Ógleymanleg upplifun með Friðriki G. Friðrikssyni. 157.880*kr. Verð frá: á mann m.v. 2 í stúdíói á Helios í 2 vikur. Innif.: Flug, gisting án morgunv. á Krít og með morgunv. á Santorini. 11 kvöldverðir, sigling til og frá Santorini, allur akstur, kynnisferðir og íslensk fararstjórn. Tryggðu þér bestu kjörin og bókaðu strax. Friðrik G. Friðriksson. „FÓLK hefur verið að upplifa æv- intýri í allt sumar í Þverá og Kjarrá,“ segir Jón Ólafsson, einn leigutaka árinnar. Í vikunni var slegið veiðimetið frá 1979, en þá veiddust 3.558 laxar. Þverá – Kjarrá er í dag aflahæsta á lands- ins á einhverju besta lax- veiðisumri í manna minnum. Nú hafa veiðst hátt í 3.700 laxar á báðum svæðum árinnar en veitt er með 14 stöngum, sjö á hvoru svæði. Óhætt er að segja að gríðargóð veiði hafi verið í Kjarrá síðustu daga, og mok á köflum, og einnig allgóð veiði í Þverá. Holl sem lauk veiðum í Kjarrá á hádegi á föstudag veiddi 95 laxa við erf- iðar aðstæður. Frost var á næt- urnar og norðan rok, mikið vatn og skolað. Mikið er af laxi á öllum svæðum árinnar en hvað gjöf- ulustu svæðin eru ýmsir strengir á Gilsbakkaeyrum. Í kuldanum voru laxarnir einkum að taka þungar túpur sem veiddar voru djúpt og einnig glöptust margir af Sunray Shadow. Hollið þar á undan naut betra veðurs og veiddi 144 laxa. Hafa einstakar stangir verið að ná á fjórða tug laxa á þremur dögum. Eingöngu er veitt með flugu í Þverá – Kjarrá. „Enginn bjóst við veiði sem þessari í sumar, þótt við hefðum verið bjartsýnir,“ sagði Jón. „Þetta er rannsóknarefni fyrir einhverja fiskifræðinga.“ Veiðin er nærri þrefalt meiri en í fyrra en meðaltalsveiði síðustu 20 ára er um 1.900 laxar. Jón bætti við að enginn hefði haldbærar skýr- ingar á reiðum höndum, þótt hann gerði ráð fyrir að að ein- hverju leyti mætti þakka mildum vetrum að undanförnu. Síðustu fjögur ár hefðu margir veiðimenn haft orð á því að mikið væri af seiðum í ánni, sérstaklega efri hlutanum, Kjarrá, þar sem upp- eldisstöðvarnar virðast einkum vera. Kjarrá er sjálfbær í seiðabú- skapnum, engum seiðum er sleppt í ána. Jón segir það hafa verið reynt um tíma en það hafi ekki haft neitt að segja. Náttúran sér vel um sjálfa sig Mjög áþekk veiði hefur verið í þessum tveim svæðum árinnar síðustu áratugi, kannski hefur munað að 100 löxum við lok sum- ars, en að þessu sinni hafa veiðst um 600 löxum meira í Kjarrá; á föstudag höfðu veiðimenn haft hendur á 2.139 löxum á svæðinu. Ekki er ólíklegt að með sama áframhaldi veiðist yfir 4.000 laxar í Þverá – Kjarrá í sumar, en veitt er í Kjarrá til 5. september og í Þverá nokkuð lengur, eða til 15. Veiðimetið slegið í Þverá – Kjarrá Morgunblaðið/Einar Falur Guðmundur Guðjónsson tekst á við vænan lax í Mið-Rauðabergi á efsta svæði Kjarrár fyrir helgi. Gríðargóð veiði hefur verið í Þverá – Kjarrá í allt sumar og er gamla veiðimetið frá 1979 fallið, en þá veiddust 3.558 laxar. Nú nálgast veiðin 3.700 laxa og enn á eftir að veiða í ánum í september. Ævintýraleg veiði á enda- sprettinum STANGVEIÐI „ÞAÐ voru miklu fremur verðleikar Stefáns Jóns [Hafstein] en gallar hans sem stjórnmálamanns sem ollu því að á skrifstofu þáverandi utan- ríkisráðherra réðst að hann varð ekki fyrir valinu sem eftirmaður Þórólfs [Árnason- ar],“ skrifar Össur Skarphéðinsson, þingmaður og fyrrverandi for- maður Samfylkingarinnar, á heima- síðu sína í gær, laugardag. „Fram- sóknarflokkurinn vildi einfaldlega ekki taka þá áhættu að í Ráðhúsinu yxi enn á ný upp hugsanlegur hers- höfðingi úr liði Samfylkingarinnar. Þetta er nú sannleikurinn í því máli og enginn veit það betur en fyrrver- andi formaður Samfylkingarinnar.“ Össur fjallar í pistlinum um þá ákvörðun Stefáns Jóns að lýsa yfir framboði í fyrsta sæti á lista Samfylk- ingarinnar í komandi borgarstjórnar- kosningum. Hann átelur þar jafn- framt Steinunni V. Óskarsdóttur borgarstjóra fyrir að segja við Rík- isútvarpið að framboðið komi sér ekki á óvart því Stefán Jón sé lengi búinn að ganga með borgarstjórann í mag- anum. Össur segir m.a. að það sé of- ureðlilegt að Stefán Jón vilji láta reyna á styrk sinn með lýðræðisleg- um hætti „og síst ástæða til að tala niður til hans af þeim sökum,“ skrifar Össur. Össur Skarphéðinsson Framsókn vildi ekki Stefán Jón GUÐRÚN Ebba Ólafsdóttir, fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í Borgarráði og Menntaráði, telur víst að samþykkt Borgarráðs frá því á fimmtudaginn um að falla frá hækkunum á leikskólagjöldum, nái jafnt til hækkana sem þegar hafi tekið gildi og þeirra sem áttu að bresta á í september næstkomandi. Morgunblaðið greindi frá því í gær að vafi léki á að samþykktin næði til hækkana sem þegar hafa tekið gildi, enda segir í tillögu Al- freðs Þorsteinssonar sem Borgarráð sam- þykkti á fimmtudaginn, að „fallið verði frá fyrirhuguðum breytingum á gjaldskránni, sem koma eiga til framkvæmda 1. september nk.“. Taka þarf af öll tvímæli „Ég tel að ekki sé spurning að menn voru að samþykkja að falla frá bæði hækkunum sem hafa tekið gildi og hækk- unum sem áttu að koma til framkvæmda í september,“ segir Guðrún Ebba. „Við lögðum fram bókun á fundinum þar sem við fögnum því að þeir sjái að sér og taki undir til- lögu okkar og það var enginn sem mótmælti því.“ Tillaga sjálfstæðismanna, sem Guðrún Ebba vísar í, er síðan í apríl og fól hún í sér að fallið yrði frá hækkunum á leikskólagjöldum sem R-listinn samþykkti fjórum mán- uðum fyrr. Þeirri tillögu var á sínum tíma vísað til Mennta- ráðs en umræðu og afgreiðslu frestað. Alfreð lagði síðar til tillögu sína sem nú hefur verið samþykkt. „Mér finnst því mjög alvarlegt, og líka komið aftan að okkur, ef í ljós kemur að samþykktin nái ekki til hækkana sem þegar hafa tekið gildi,“ segir Guðrún Ebba. „Þetta orðalag í tillögunni er hins vegar auðvitað klaufalegt og það þarf að skýra línurnar og taka af öll tvímæli á næstu dögum.“ Breytingar á gjaldskrá leikskólanna, sem leikskólaráð samþykkti í október á síðasta ári, fólu í sér að einn af þrem- ur gjaldflokkum yrði felldur niður og þar með áttu for- eldrar þar sem annar aðilinn er í námi að fylgja gjaldskrá sem gildir almennt um hjón og sambúðarfólk. Að sögn Hrefnu Lindar Ásgeirsdóttur, sem situr í stjórn Stúdentaráðs og hagsmunanefnd ráðsins, áttu leikskóla- gjöld barna hjá foreldrum þar sem annar aðilinn er í námi að hækka alls um 7.380 krónur á mánuði að meðaltali mið- að við eitt barn á framfærslu. Þetta myndi fela í sér að út- gjöld þessa hóps hækkuðu um 81.180 krónur á ári, en það nemur hátt í mánaðar framfærslu námsmanns í hjóna- bandi hjá LÍN. Efast ekki um að fallið hafi verið frá hækkunum Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart LÖGREGLUNNI í Keflavík var til- kynnt um að neyðarblys hefði sést á lofti út af Vogum um eittleytið aðfara- nótt laugardags. Svo virðist sem blys- inu hafi verið skotið frá hafnarsvæð- inu í Vogum en einnig barst til- kynning um blysið frá Sandgerði. Könnun lögreglu leiddi í ljós að ekki hefði verið tilkynnt um skip eða báta sem var saknað og var ekki ljóst af hálfu lögreglu hver skaut upp blysinu. Neyðarblys í Vogum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.