Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 28.08.2005, Side 17

Morgunblaðið - 28.08.2005, Side 17
hjá okkur herji flensa einungis á fólk að vetrarlagi. „Menn fylgjast mjög vel með gangi mála og um leið og talið er að einhver hættumerki séu á ferðinni verður gripið til ráðstafana eins og hægt er. Við stöndum mun betur að vígi nú en áður vegna þess hve vel við getum fylgst með þróuninni og ég tel enga ástæðu fyrir okkur til þess að hafa sérstakar áhyggjur af þessu,“ sagði Haraldur Briem. Hann bendir á að fuglaflensa, eins og sú sem nú geisar í Asíu og borist hefur til Evrópuhluta Rússlands, hafi komið upp undanfarna áratugi og fuglar drepist vegna þess, t.d. á Vesturlöndum. Sjúkdómurinn sé hins vegar tiltölulega nýr af nálinni í Suðaustur-Asíu. „Hér í Evrópu er hægt að stöðva útbreiðslu veirunnar með því að slátra fugli, sem nánast eingöngu er ræktaður í stórum iðn- fyrirtækjum, en í Asíu er nálægð fólks og dýra miklu meiri. Þar er al- gengt að menn, svín, gæsir og endur séu í einni bendu.“ Geta lært af mistökunum Sérfræðingar á þessu sviði telja Evrópubúa geta komið í veg fyrir þau mistök sem urðu þess valdandi að H5N1 veiran festi rætur í ali- fuglastofnum Asíu á sínum tíma, en engu að síður geti hætta verið á heimsfaraldri. Að sögn Financial Times í vikunni er talið að flestir þeirra 112 manna, sem sýkst hafa af veirunni í Asíu síð- an 2003, hafi smitast beint frá sýkt- um fuglum. Það sem sérfræðingar óttast mest, skv. frásögn blaðsins, er að stökkbreyting verði á veirunni; líklegast er að það yrði með þeim hætti að skepna, líklegast svín eins og Haraldur Briem benti á, smitaðist bæði af fuglaflensu og inflúensu sem herjar á mannskepnuna, og þannig yrði til nýtt afbrigði sem ekkert mót- efni væri til við. Valdhafar víða um lönd undirbúa nú hvernig bregðast skuli við flens- unni, en WHO telur bestu leiðina til þess að koma í veg fyrir faraldur sé að útrýma fuglaflensu úr alifuglum. Með árvekni og góðu eftirliti séu miklar líkur á því að hægt verði að koma í veg fyrir að flensan berist í alifugla í Vestur-Evrópu. Ástandið í álfunni sé einfaldlega allt annað en í þeim hlutum Asíu, þar sem flensan kom fyrst upp. Þar hafi menn ann- aðhvort ekki áttað sig á hættunni eða hreinlega kært sig kollótta. „Þegar horft er til baka er ljóst að meginvandamálið í Asíu var hversu seint fréttist [af fuglaflensunni], hversu ógegnsætt kerfið er og hversu illa svæðið er búið undir óvænt áföll eins og þetta,“ hafði Fin- ancial Times eftir Hans Wagner, sérfræðingi hjá Matvæla- og land- búnaðarstofnun Sameinuðu þjóð- anna, FAO, en hann starfar í Bang- kok í Taílandi. Yfirvöld þar í landi þvertóku fyrir að þarlendir alifuglar væru sýktir, allt þar til fyrsti mað- urinn lést úr fuglaflensu síðla jan- úarmánaðar í fyrra. Þegar stjórnvöld í Taílandi og öðr- um Asíuríkjum viðurkenndu loks að vandinn færi fyrir hendi hafði veiran þegar breiðst út til stórra svæða þar sem milljónir bænda rækta alifugla. „Það var tilkynnt allt of seint [um fuglaflensuna], og þegar það var gert var orðið of seint að snúa þróun- inni við,“ hefur blaðið eftir Peter Cordingley, talsmanni WHO í Man- ila á Filippseyjum. Þrátt fyrir að þegar hafi 150 millj- ón fuglar drepist eða verið slátrað hafa stjórnvöld í Asíuríkjum enn ekki náð tökum á vandamálinu og ekki virðist hafa tekist að gera fólki grein fyrir því hve vandinn er alvar- legur, t.d. hve hættulegt er að slátra fuglum með þeim hætti sem lengi hefur tíðkast á svæðinu. Í Evrópu fer alifuglarækt ein- göngu fram innandyra, í kirfilega einangruðu húsnæði. „Ástandið þar er allt annað en í Asíu,“ segir Wagner. „Hér [í Asíu] er aðalvandinn fólginn í því að beina litlum og meðalstórum framleiðend- um inn á réttar brautir og sú stað- reynd að nánast er ómögulegt að koma á almennilegu eftirliti. Í Vest- ur- Evrópu er þessi framleiðsla nán- ast eingöngu í höndum stórra fyr- irtækja þar sem öryggið er sett á oddinn.“ Þrátt fyrir að aðeins sé vitað um fáein dæmi þess að fólk hafi smitast af fuglaflensunni í Asíu á síðustu mánuðum býst WHO við því að til- fellum fjölgi þegar kólnar í veðri með haustinu. Og þó Evrópubúar verði að vera á varðbergi, segir Cordingley, talsmaður WHO á Filippseyjum sem áður var vitnað í, að það yrði mjög slæmt „ef hugsanleg ógnun við Evr- ópu verður til þess að dregur úr at- hygli og fjármagni til þess að vinna bug á raunverulega vandamálinu í Asíu.“ faraldur skapti@mbl.is Reuters Verkamenn búa sig undir að slátra fugli í síðasta mánuði, þar sem veiran fannst í kjúklingum í grennd við heimili þriggja Indónesa sem létust af völdum hennar. ’Það var tilkynnt alltof seint um fugla- flensuna, og þegar það var gert var orð- ið of seint að snúa þróuninni við.‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 17 www.urvalutsyn.is ÍS L E N S K A A U G L † S IN G A S T O FA N /S IA .I S U R V 2 9 3 3 0 0 8 /2 0 0 5 49.900 kr. í viku* 59.900 kr. í tvær vikur* Sumartilboð í september! Bókaðu strax á www.urvalutsyn.is Gríptu tækifærið og bókaðu strax glæsilega gististaði Úrvals-Útsýnar á frábæru verði í haust. Lengdu sumarið og njóttu sólar í september! * Netverð á mann, óháð fjölda áfanga- eða gististaða, þó ekki færri en tveir í gistingu. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.