Morgunblaðið - 28.08.2005, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 21
starfi við félagsþjónustuna á
hverjum stað. Þá eru haldin svo-
kölluð „opin hús“ kirkjunum þar
sem boðið er m.a. upp á leikfimi,
föndur, fræðslu, helgistundir, bibl-
íulestra, söng, mat og kaffi. „Með-
al annars hefur verið efnt til
skemmtilegra heimsókna yngstu
kynslóða til þeirra, sem eldri eru
og dveljast á öldrunarstofnunum.
Í kirkjum eru haldnir reglulegir
AA og Al-anon fundir og vinsæl
Alfa-námskeið þar sem fólk hittist
vikulega og fer yfir grundvall-
bygging og afþreying
Morgunblaðið/Jim Smart
Sigurður Flosason
saxófónleikari.
Gunnar Gunnarsson, organisti
í Laugarneskirkju.
ÞAÐ ER nóg að gera hjá sr. Jó-
hönnu Sigmarsdóttur en hún starf-
ar sem prestur í fimm sóknum,
heldur utan um sumarbúðir kirkj-
unnar á Eiðum og er starfandi pró-
fastur í Múlaprófastsdæmi.
Jóhanna er prestur í Eiða-
prestakalli sem er nokkuð víð-
feðmt og nær yfir fimm sóknir
með samtals hátt í 500 sókn-
arbörnum. Hún reynir að messa
reglulega í öllum þeim fimm
kirkjum sem eru í prestakallinu og
segir nauðsynlegt að eiga góðan
bíl og hafa gaman af að keyra.
Jóhanna segir það hafa verið
mikla gæfu að þegar hún og Lára
G. Oddsdóttir, prestur í Valþjófs-
staðarprestakalli, hófu störf hafi
strax í upphafi tekist gott sam-
starf við sr.Vigfús Ingvar Ingvars-
son í Vallanesprestakalli sem þjón-
ar m.a. á Egilsstöðum. Þetta
samstarf hafi þau þrjú svo þróað
enn frekar og það sé afskaplega
mikilvægt. Jóhönnu finnst margt
spennandi vera að gerast innan
þjóðkirkjunnar sem gaman sé að fá
að taka þátt í. Fræðslustarfið er
henni ofarlega í huga og sem
dæmi um það sem verið er að
gera á þeim vettvangi sýnir hún
mér kver sem guðfeðgin fá afhent
við skírn og Bænabók barnanna
sem er nýútgefin.
Hluti af starfi hennar er að
halda utan um sumarbúðir kirkj-
unnar á Eiðum ár hvert. Þær
starfa í um fimm vikur á hverju
sumri og er nú nýlokið. Hátt í 200
börn víða af Austurlandi komu í
sumarbúðirnar að þessu sinni sem
er heldur meira en í fyrra. Starfið í
sumarbúðunum skiptist í leik og
fræðslu, hver hópur dvelur í tæpa
viku og segir Jóhanna að vel hafi
gengið í sumar.
Ásamt samstarfsprestum sínum
í næstu prestaköllum hefur Jó-
hanna reynt að koma til móts við
þá sem dvelja eystra við virkj-
unarframkvæmdir á hálendinu. Hún
hefur ásamt sr. Láru heimsótt fólk
á vinnusvæðinu við Kárahnjúka
eftir að slys og áföll hafa orðið, en
frá upphafi framkvæmdanna hafi
Egilsstaðakirkja staðið þessu fólki
opin. Þar hafi allnokkrar kaþólskar
guðsþjónustur verið haldnar, enda
flestir starfsmennirnir kaþólskir, en
prestur hafi þá komið frá Akureyri.
Í framtíðinni langar Jóhönnu að sjá
samstarf presta á svæðinu og
sóknarbarna þeirra eflast ennþá
frekar. Það hafi skilað miklu en enn
sé þar óunnið verk, sérstaklega í
fræðslumálum. Hún sér Egilsstaða-
kirkju fyrir sér sem Héraðskirkju
og starfsmiðstöð fyrir svæðið í
framtíðinni. Þar sem Jóhanna
þjónar í fimm kirkjum stenst ég
ekki mátið að spyrja hana hvar sé
skemmtilegast að messa? Það eru
þó ekki kirkjurnar heldur fólkið
sem er henni efst í huga ef marka
má svarið. Maður gerir ekki upp á
milli barnanna sinna og ennþá síð-
ur sóknarbarnanna sinna!
Sumarbúðir og áfallahjálp
Séra Jóhanna Sigmarsdóttir, prestur í fimm sóknum Eiða-
prestakalls og starfandi prófastur í Múlaprófastsdæmi, sagði
Ásgrími Inga Arngrímssyni að samstarf við presta í nær-
liggjandi sóknum væri mikilvægt í kirkjustarfinu.
Sr. Jóhanna Sigmarsdóttir fyrir framan Eiðakirkju.
Í FRAMTÍÐARSÝN, sem Þjóðkirkjan
hefur markað sér, segir: „Þjóð-
kirkjan er lifandi og kröftug hreyf-
ing fólks, sem á samleið í trúnni á
Guð sem Jesús Kristur birtir og
boðar. Þjóð kirkjan er sýnilegt, lit-
ríkt og vaxandi samfélag, sem vek-
ur og nærir kristna trúariðkun og
andlegt líf. Þjóðkirkjan er vett-
vangur samtals í þjóðfélaginu um
þýðingarmikil málefni í ljósi krist-
innar trúar og siðferðis. Þjóðkirkjan
virkjar fólk í starfi sínu og eflir það
til þjónustu við Guð og náungann.“
Í ljósi þessa hefur Þjóðkirkjan
verið að sækja fram og sinnir nú
orðið fjölmörgum félagslegum verk-
efnum í öllum aldurshópum utan
fastra skylduverkefna, sem fela í
sér messuhald, uppfræðslu og sál-
gæslu.
„Kröftug
hreyfing fólks“