Morgunblaðið - 28.08.2005, Side 24
24 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
A
ð höndla tíðarand-
ann og breyting-
ar á honum er
eins og að halda í
kvöldroðann eftir
að sólin er sezt.
Það sem við héld-
um að við hefðum
tök á gengur okkur úr greipum. Þeg-
ar menn gera úttekt á tíðaranda í nú-
tímanum og bera saman við, til að
mynda árin um miðja síðustu öld, er
eins víst að þeir sem eru nógu gamlir
til að hafa næga yfirsýn, séu ekki
lengur nægilega klárir í kollinum, eða
þá hitt að þeir sem yngri eru og oftast
með lengri skólagöngu að baki, byggi
sínar niðurstöður á áliti annarra. Í
Lesbók Morgunblaðsins birtist fyrir
nokkrum árum greinaflokkur um tíð-
arandann eftir fræðimenn og prófess-
ora, og ég las hann samvizkusamlega.
Margt var þar spaklega sagt. En þeg-
ar hinir spakvitru höfðu sagt skoðun
sína og maður reyndi að átta sig, varð
reynslan, hvað mig snerti, sú að ég
mundi ekki eftir neinu sérstöku.
Ég ætla mér ekki þá dul að reyna
að útskýra breytingar á tíðaranda á
síðustu áratugum. Heildarmyndin af
því næst aldrei. En með einstöku
dæmum má sýna framá einhverjar af
þeim breytingum sem orðið hafa.
Að heilsa og kveðja
Tíðarandinn birtist til að mynda í
því hvernig fólk heilsast og kveður.
Erlendir ferðamenn á 19. öld hafa
lýst því, og þótti það sérkennilegt, að
Íslendingar heilsuðust þá alltaf með
kossi. Það fór mikill tími í það við
kirkju að fólkið kyssti ekki bara
prestinn, heldur kysstust allir í söfn-
uðinum. Að messu lokinni kysstust
síðan allir aftur. Þessi venja hafði tek-
ið breytingum þegar kom framá 20.
öld, og kom þá í staðinn að allir heils-
uðust mjög hátíðlega með handa-
bandi. Líklega hefur einhvern tímann
orðið einskonar uppreisn gegn því að
kyssa alla, jafnt kunnuga sem
ókunnuga. Ungt fólk þess tíma, sem
nú er orðið gamalt, tók þá svo ein-
dregna afstöðu gegn því að heilsa
með kossi að það heilsaði ekki einu
sinni foreldrum sínum eða systkinum
á þann hátt.
En þetta gerðist ekki samtímis alls
staðar og ég man eftir bónda úr
Laugardal sem flutti austur í Bisk-
upstungur þar sem þessi breyting
hafði þá átt sér stað. Bóndinn heilsaði
nágrönnum sínum í Tungunum æv-
inlega að hætti hins nýja tíðaranda
með handabandi, en ef hann brá sér
vestur yfir Brúará og hitti Laugdæl-
inga, heilsaði hann þeim með kossi
eins og þar tíðkaðist þá enn.
Ég upplifði það sem breytingu á
tíðaranda á stríðsárunum síðari þeg-
ar fólk hætti að heilsa með handa-
bandi og fór að „kasta kveðju“ eins og
það var kallað. Maður einn sem ég
þekkti vel hafði búið í Reykjavík á
stríðsárunum, en flutti síðan austur í
Biskupstungur og fór að búa þar.
Vakti þá talsverða athygli að hann
kastaði bara kveðju á fólk, hvar sem
hann kom, jafnvel foreldrum sínum
heilsaði hann þannig. Hann sagði
bara „sælt veri fólkið“ á sinn glað-
beitta hátt og lét það duga. Mörgum
þótti þetta samt afar snubbótt kveðja
og ég held að hún hafi aldrei fengið al-
mennt fylgi. Líklega voru mjólkurbíl-
stjórinn og áætlunarbílstjórinn þeir
einu sem alltaf var heilsað þannig.
Þetta kann að hafa verið eitthvað
breytilegt eftir landshlutum; til að
mynda sagði mér Húnvetningur að
þar í sveit kysstust allir um og fyrir
1950, nema hvað menn heilsuðu
prestinum með handabandi.
Ég upplifi breyttan tíðaranda
núna, og jafnvel á síðustu áratugum, í
því að það hefur gengið í endurlífgun
lífdaganna að heilsast með kossi eða
faðmlagi. En að sjálfsögðu gerir fólk
greinarmun á því hver á í hlut. Mér
finnst nú loksins að þetta hafi færzt í
eðlilegt horf frá því að vera ögn vand-
ræðalegt. Maður kastar ef til vill
kveðju á þá sem maður hittir oftar en
einu sinni á dag eða einhvern ótiltek-
inn fjölda, sem til dæmis mætir sam-
an á fund. En handabandið er ennþá í
fullu gildi og sumum, ekki sízt alþing-
ismönnum, þykir vissara að ganga á
röðina og heilsa öllum á fjölmennum
fundi með handabandi. Þar við hefur
bæzt að fólk heilsar nánum ættingj-
um og vinum með faðmlagi, kossi eða
„knúsi“. Í því eins og mörgu öðru hef-
ur kvenþjóðin forystu og enn sem
komið er virðast karlar öllu tregari til
að taka upp þetta kveðjuform.
Er tíðarandinn tilbúinn?
Þetta kann að virðast skrýtin
spurning; tíðarandinn er vitaskuld
alltaf tilbúinn með því að eitthvað í
umhverfinu leiðir af sér breyttan
hugsunarhátt. Það gerist ómeðvitað,
en er hugsanlegt að hægt sé með
brellum áróðursmeistara að hafa
veruleg áhrif þar á?
Því minnist ég á þetta að einhvers-
konar áherzlubreyting kann að hafa
orðið á skopskyni eða húmor lands-
manna. Ég velti fyrir mér hvort það
hafi gerzt „afþvíbara“ eða hvort sú
áherzlubreyting hafi beinlínis verið
búin til í fjölmiðlum og á auglýsinga-
stofum. Hér á ég við þá sífellt auknu
tilhneigingu í auglýsingum og
skemmtiþáttum að tefla fram því sem
áður var kölluð aulafyndni. Ég verð
ekki var við aukningu á þessari
fyndni hjá fólki almennt, en ímynd-
arsmiðir, auglýsingahönnuðir og
sumir svokallaðir skemmtikraftar
reyna þetta mjög. Augljóst er að ég á
þar við sjónvarpsþætti eins og Tví-
höfða, Svínasúpuna, Strákana og
fleira af sama tagi; oftast með sama
fólkinu. Sama fólk með samskonar
aulafyndni er síðan notað í auglýsing-
ar og verður jafnvel „andlit“ stórra
fyrirtækja.
Nýlega var gerð úttekt á þessu fyr-
irbæri í Lesbókargrein og þar var
niðurstaðan sú að eftirspurnin væri
fyrir hendi og að þetta væri nú orðinn
viðtekinn hluti af íslenzkum húmor.
Aulafyndni er eins og nafnið gefur til
kynna, aulaleg, og þar er gert út á þá
hugmynd að heimska sé sniðug. Ég
hef ekkert sérstaklega á móti Strák-
unum; einn þeirra er líklega alvöru
húmoristi, en í heild þykir mér þessi
framleiðsla skelfilega leiðinleg. Alveg
skil ég að þeir reyni að gera sér mat
úr því að einhver hluti af markaðnum
kallar á þetta, en síður er skiljanlegt
þegar forráðamenn virðulegs fyrir-
tækis eins og Símans gera Strákana
að einskonar andliti fyrirtækisins.
Inni á þjónustustöðvum Símans verð-
ur ekki þverfótað fyrir stækkuðum
myndum af þeim, lúðalegum og hálf-
berum. Ég get aðeins sagt fyrir sjálf-
an mig að þetta verkar einungis nei-
kvætt og líklega alveg þveröfugt við
það sem ætlunin er. Mér finnst að
Brynjólfur og Rannveig skuldi okkur
skýringu á því hversvegna þau telja
ímynd aulans svona frábæra.
Það er svo annað mál að Íslend-
ingum hefur alla tíð verið margt bet-
ur gefið en fínlegt skopskyn, sem til
að mynda einkennir bæði danskan og
enskan húmor og getur birzt í lúmsk-
SJÓNARHÓLAR OG SJÓNARMIÐ 2
Tíðarandinn er skrýtin
Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson
Gömul og af sér gengin útihús í Hraunholtum, innst í Hnappadal. Í baksýn er Oddastaðavatn. Því miður hefur íbúðarhús Magnúsar Sumarliða verið jafnað við jörðu;
húsið sem hann reiddi þúsund hestburði af möl í til að láta draum sinn rætast.
Eitt sinn var til siðs að erf-
iða í vinnunni, en nú er púl-
að í líkamsræktarstöðvum.
Eitt sinn heilsuðust allir
með kossi, en síðan hélt
handabandið innreið sína.
Og hvaðan kemur skyndi-
lega aulafyndnin? Gísli Sig-
urðsson fjallar um síbreyti-
legan tíðarandann.
Uppi við hlíð Fagraskógarfjalls, á bak við Barnaborgarhraun, sem hér sést, er
eyðijörðin Syðri-Skógar, þar sem Magnús bóndi Hallbjörnsson ók allri möl langa
leið í hjólbörum til þess að geta byggt sitt hús.
Afskekkt jörð og þó miðsvæðis í Hnappadal. Íbúðarhúsið á Syðri-Rauðamel stendur eitt á þessari jörð. Túninu er haldið í
ræktun og slegið þó að hér sé ekki búskapur. Uppi á hraunbrúninni sést Ytri-Rauðamelskúla.
’Það er svo annaðmál að Íslend-
ingum hefur alla
tíð verið margt
betur gefið en fín-
legt skopskyn.‘