Morgunblaðið - 28.08.2005, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Ö
rlögin höguðu
því þannig að
ég fæddist í
Brighton á
Englandi,“ seg-
ir Hilmar Foss
og horfir á mig
í gegnum gler-
augun í nýrri skrifstofu sinni í Garða-
stræti 34 í Reykjavík. Væri þetta í
skáldsögu mætti kalla fæðingu Hilm-
ars í Englandi „vísun“ örlaganna, –
Hilmar hefur starfað sem löggiltur
dómtúlkur og þýðandi á enska tungu
í nær 60 ár og starfaði fyrir bresk yf-
irvöld sem aðstoðarmaður Péturs
Benediktssonar í „fastanefndinni“,
sem sá um málefni tengd Íslandi í
London á stríðsárunum. Dvölin í
stríðshrjáðri stórborginni varð hon-
um eldskírn í ýmsu tilliti.
Hilmar er þekktur miðbæjarmað-
ur í Reykjavík og honum finnst að
eigin sögn hann beinlínis vera horfinn
úr skarkala miðborgarlífsins hér í
Garðastræti, kominn úr húsakynnum
sínum í Hafnarstræti 11, þar sem
hann rak skrifstofu í 58 ár og hingað í
„kyrrðina“, eins og hann orðar það.
Vel byggt og vandað hús
„Móðir mín, Elísabet Lára Krist-
jánsdóttir Foss, byggði húsið Hafn-
arstræti 11 árið 1929, fjórar hæðir,
vel byggt og vandað og þar hefur
fjöldi fyrirtækja verið með starfsemi
sína í áranna rás, – á fyrstu árunum
var rafvirkjabúð á neðstu hæð og þar
rak móðir mín einnig lífstykkjabúð.
Hún sérhæfði sig í að sauma lífstykki
og var við nám sitt í Bretlandi þegar
ég fæddist. Faðir minn var ágætis-
maðurinn Magnús Scheving Thor-
steinsson. Foreldrar mínir voru ekki
gift og þegar við mamma komum frá
Bretlandi fórum við til afa míns
Kristjáns Jónssonar fyrrverandi Ís-
landsráðherra og háyfirdómara, þar
sem við áttum heimili fyrstu æviár
mín eða þar til hann dó 1926.
Móðir mín hafði verið gift áður
ágætum manni sem bar ættarnafnið
Foss og fékk ég nafn hans við skírn.
Sú skírn var síðasta prestverk
Jóns Þorkelssonar dómkirkjuprests.
Eina systur átti ég sammæðra og
fjögur systkini af föðurnum.“
Eftir lát afa síns ólst Hilmar upp
hjá móður sinni í Hafnarstræti 11.
„Frændi minn Jón Þórarinsson var
nánast jafnaldri minn, munaði fjórum
mánuðum, við ólumst upp nánast eins
og tvíburar. Jón varð síðar apótekari
í Iðunnarapóteki en hann lést 1975,
aðeins 55 ára að aldri. Við, eins og
mjög margir Reykjavíkurdrengir,
tókum þátt í kirkjulegu starfi hjá
séra Friðrik Friðrikssyni og varð ég
síðar einskonar ritari hans þegar
hann var orðinn blindur á sínum efri
árum.
Starfaði á stríðsárum í London
Ég stundað nám í gagnfræðaskóla
Reykvíkinga, einn vetur í Mennta-
skólanum í Reykjavík og tvo vetur í
Verslunarskóla Íslands. Í september
1938 fór ég til systur minnar sem var
gift í London og fór í skóla þar til að
undirbúa mig fyrir nám við London
School of Economics, þar sem ég
hugðist leggja stund á hagfræði og
stjórnmálafræði.
Þetta voru undarlegir tímar, allir
óttuðust stríð en forystumenn töldu
sig hafa samið við Hitler um varn-
arlínu við Karpatafjöll. Allt reyndist
blekking og stríðið skall á 1939 þegar
Þjóðverjar réðust á Pólland.
Hinn ágæti skóli sem ég ætlaði í
var lokaður vegna styrjaldarinnar.
Íslensk viðskiptasendinefnd var í
Lundúnum haustið 1939 en náði ekki
samningum utan það að sett var á
stofn fastanefnd til að ráða fram úr
einstökum málum. Sveinn Björnsson
var sendinefndarformaður, hann og
frændi minn Haraldur Guðmunds-
son, þá forseti sameinaðs þings, leit-
uðu að vinnu fyrir mig, þar sem skól-
inn var ekki starfandi, og í framhaldi
af því var ég boðaður á fund í húsa-
kynnum skólans, sem ég hugðist
sækja. Þar var þá þegar rekið stríðs-
viðskiptaráðuneyti. Þar var ég ráðinn
af Bretum með 200 punda árslaunum
án eftirlaunaréttinda í starf og lán-
aður af ráðuneytisins hálfu Pétri
Benediktssyni, fulltrúa íslenska
nefndarhlutans, sem þá var að opna
skrifstofu að 14 Ryder Street, í húsi
Charity Commission. Um þetta sagði
Pétur í viðtali við Morgunblaðið 1969,
skömmu áður en hann andaðist:
„Bretarnir áttu að sjá okkur fyrir
húsnæði og var mér og aðstoðar-
manni mínum Hilmari Foss, holað
niður í húsakynnum þar sem fá-
tækrafulltrúar Lundúnaborgar höfðu
áður ráðið ríkjum.“
9. apríl 1940 hernámu Þjóðverjar
Danmörku og daginn eftir kom
skeyti frá Íslandi til Péturs um að
hann væri skipaður sendifulltrúi til
bráðabirgða og varð skrifstofan við
Ryderstræti því sendiráð án starfs-
liðs eða viðunandi húsnæðis. Bryn-
hildur Sörensen var ráðin til skrif-
stofustarfa og fluttum við þrjú í
heldur veglegri aðstöðu í sama húsi.
Nokkru síðar flutti breski flugher-
inn með starfsemi í húsið og var það
þá girt af með gaddavírsrúllum og
vopnaðir verðir settir við innganginn.
Þetta var erfitt ástand og nokkru síð-
ar fékkst húsnæði í sendiráðshverf-
inu Belgravia. Tók Pétur á leigu hús-
ið 6 West Eaton Place með öllum
húsbúnaði, en eigandi þess hvarf til
herþjónustu í Miðausturlöndum.
Með hernáminu breyttust verkefnin
Að morgni 10. maí 1940 heyrði ég í
útvarpsfréttum að breskar hersveitir
hefðu gengið á land í Reykjavík. Ég
varð afskaplega feginn að Þjóðverjar
urðu ekki fyrri til. Með hernámi
Breta á Íslandi breyttust verkefni
okkar og urðu viðameiri.“
14. ágúst 1941 birtist viðtal við
Hilmar Foss í Morgunblaðinu:
„Menn venjast loftárásum, verða
forlagatrúar og láta hávaðann og
sprengjulætin ekkert á sig fá,“ segir
Hilmar og segir þar með í stórum
dráttum hvernig það var að vera í
loftárásarhættu Lundúnaborgar.
Hilmar kveður þennan tíma enn
vera sér ofarlega í minni. „Ekki síður
eru mér hin nánu samskipti við Pétur
Benediktsson minnisstæð, það var
fátt sem raskaði ró hans undir þess-
um óvenjulegu kringumstæðum.
Hann hafði mikið sálarþrek og tók
óhikað erfiðar ákvarðanir án þess að
hafa möguleika á að ráðfæra sig við
eldri og reyndari menn. Þegar hlé
varð á störfum okkar sátum við
gjarna tveir á tali, þennan stórbrotna
eymdarvetur, þegar dauði og djöful-
gangur voru allajafna á næsta leyti
og svo margur ókunnugur átti um
sárt að binda, mátti glögglega finna
hvernig hjarta hans sló. Í samfélagi
við þennan góðvin minn öðlaðist ég
staðfestu þess, sem ég hef jafnan síð-
an talið mikilvægast,“ segir Hilmar.
Brann rétt fyrir jól 1941
Þótt Þjóðverjar hefðu orðið of sein-
ir að hernema Ísland komust skyld-
menni Hilmars eigi að síður í mikla
lífshættu rétt fyrir jólin 1941.
„Þá brann hús móður minnar og
var hún og systursynir mínir auk
fleira fólks í mikilli lífshættu um
tíma,“ segir Hilmar.
24. desember 1941 segir Morgun-
blaðið svo frá þessum mikla bruna:
„Húsið, sem kviknaði í, var 4 hæða
steinhús, vandað að gerð. En eldur-
inn sem þar geisaði, fór um stofuhæð-
ina, snerti ekki nema stiga og stiga-
ganga á næstu tveim hæðum, en
seildist upp á þakhæð og eyddi þar
öllum innanstokksmunum og var
hætt komið, að þar brynni fólk inni.“
Í fréttinni er rakið hvernig eldur-
inn kviknaði af logandi sígarettu sem
fleygt var í ruslið og breiddi sig út
með örskotshraða, þrátt fyrir að frú
Elísabet reyndi í upphafi að stöðva
úrbreiðslu hans. Undir eins og logaði
upp úr ruslakörfunni náði eldurinn í
pappírssnið og gervisilki í lífstykkja-
vinnustofunni og þá blossaði upp
mikið bál.
Með naumindum tókst að bjarga
móður Hilmars, frændum hans og
öðru fólki með aðstoð íslenskra og
breskra slökkviliðsmanna.
Breyttir tímar og hjónaband
Hilmar kom heim frá Bretlandi
með mótorbátnum Helga frá Vest-
mannaeyjum til þess að aðstoða móð-
ur sína í þeim hremmingum sem af
brunanum leiddi.
„Þórarinn móðurbróðir minn og
Mammonsdýrkun mikil
en manngildið minna
Í 58 ár hafði Hilmar Foss
skrifstofu sína í húsi sem
móðir hans byggði í Hafn-
arstræti 11. Nú hefur hann
flutt sig um set, upp í
„kyrrðina“ í Garðastræti 34.
Hann segir Guðrúnu
Guðlaugsdóttur frá at-
hyglisverðum ferli sínum í
Bretlandi og sem þýðandi
og dómtúlkur í miðbæ
Reykjavíkur.
Morgunblaðið/Eyþór
Hilmar Foss er kominn úr ys og þys miðborgarinnar eftir að hann færði skrifstofu sína í Garðastræti 34.
Morgunblaðið/Jim Smart
Feðgarnir Hilmar F. Foss verslunarrekandi og Hilmar Foss, dómtúlkur og skjala-
þýðandi, á skrifstofu Hilmars í Hafnarstræti 11.