Morgunblaðið - 28.08.2005, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hvernig heilsast?
Glæsilegur blaðauki um heilsu og hollan lífsstíl fylgir
Morgunblaðinu laugardaginn 3. september
Meðal efnis er líkamsrækt, heilsufæði, jógaiðkun, betri
svefn, sykurlaust mataræði, leiðir til að hætta að reykja,
mikilvægi slökunar og margt fleira.
Auglýsendur! Pantið fyrir
kl. 12 miðvikudaginn 31. ágúst
Allar nánari upplýsingar
veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105 eða
kata@mbl.is
Ö
rtröðin á Heathrow
flugvelli þegar ég
hélt frá Lundúnum
var eðlilega stórum
meiri en á Reykja-
víkurflugvelli og
vegalengdirnar
sömuleiðis, allt að fimmtán til tuttugu
mínútna gangur að sumum brottfar-
arhliðum. Hins vegar var flugferðin
til Kaupmannahafnar með þægilegra
móti, sætin rúmgóð og á skjánum gat
maður fylgst með flugleiðinni frá upp-
hafi til enda.
Allir sem leggja land undir fót
munu kannast við hugtakið andi stað-
anna, Genius Loci, og vissulega eru
umskiptin mikil þegar komið er frá
einhverri stórborg Evrópu til Kaup-
mannahafn-
ar. Bæði hef-
ur borgin
sinn sérstaka
þokka og
kominn
þangað finn-
ur margur landinn ekki svo lítið fyrir
uppruna sínum, úr mörgum kimanum
andar íslensk saga.
Þeirri kennd megum við síst við að
glata, væri ígildi þess að hafna fortíð-
inni og um leið jarðarskikanum sem
norrænir standa á, viturlegast að vera
hér í góðu sambandi og þá ekki síst á
sviðum er hreifa við hugaraflinu.
– Danir enn með allt á útopnu varð-
andi H.C Andersen. Ævintýraskáldið
krufið í bak og fyrir, allir þræðir lífs
hans og sjálfs raktir upp í samræmi
við núið, einkalíf hans og ástarbrími
mæta síður en svo afgangi. Áhuginn á
þessari hlið hans hefur að sjálfsögðu
ratað til Ameríku og þannig hefur rit-
höfundur nokkur, Jackie Wulkenlag-
er að nafni, fundið hjá sér hvöt til að
brjóta heilann um þessi atriði í ævi-
sögu Andersens, sem hún er höf-
undur að. Gengur meira að segja út
frá því að kynlífsþarfir hans hafi verið
náskyldar framúrstefnukynslóð dags-
ins! Þá hafa menn ekki síður rakið
upp alla sjúkdóma sem hann gekk
með andlega sem líkamlega, bæði
skjalfesta og meinta, og hér ekki ver-
ið að skafa af hlutunum, getspekin
sömuleiðis á fullu.
Auðvitað hefur margt mjögspennandi komið fram ogmargar læsilegar bækurgefnar út. Tvær frumlegar
urðu á vegi mínum að þessu sinni: „Et
godt Humor“ eftir Jørgen Schrøder,
sem fjallar um H.C. Andersen meðal
vina og ekki vina undir grænni torfu í
Assistens kirkjugarðinum og er
byggð á dagbókum skáldsins. Garð-
inn elskaði skáldið, heimsótti oft og er
grafinn þar. Kemur beint og óbeint í
kjölfarið af annarri bók eftir sama
höfund, „Historier fra Assistens“,
nokkurs konar menningarsögu í
myndum og út kom ári fyrr. Hún
vakti mikla athygli og fékk svo góðar
viðtökur að hún var svo til ófáanleg og
höfundurinn fékk þá hugmynd að
skrifa aðra og nú tileinkaða H.C.
Andersen. Báðar vel skrifaðar og á
köflum hreinn skemmtilestur enda
danski húmorinn alltaf skammt und-
an. Að hinni bókinni, sem nefnist
„H.C. Andersen svarer Neruda“,
stóðu stofnun Pablo Neruda (1974)
og Isabel Allende (2005), sem jafn-
framt skrifar formála, en Johannes
Møllehave og Karsten Eskildsen rit-
stýrðu (2005). Gengur bókin út á að
tengja saman tvo heima og tvö tíma-
bil, tefla saman tveim bókmennta-
heimum og tvennskonar rökræðu og
lífsheimspeki og er að sjálfsögðu
hrein ímyndun, fiktion. Afmælisárið
hefur á marga veru leyst eitt og ann-
að uppbyggjandi úr læðingi en óskilj-
anleg mistök hafa líka átt sér stað líkt
og þegar hátíðarnefndin reyndi ein-
hverra hluta vegna að tryggja sér
heimsfræga amerískra skemmti-
krafta úr dægurmenningariðnaðinum
á afmælishátíðina, sem þó einn af öðr-
um gengu úr skaftinu. Nældi á síð-
ustu stundu í Tinu Turner, sem tróð
upp í smástund og tók litla milljón
dollara fyrir viðvikið!
Óumbeðinn skerfur Chilebúa er
sýnu menningarlegri og öllu meira í
anda skáldsins sem trúlega hefði lagt
á bráðan flótta undan hávaðanum og
látunum í kringum amerísku dívuna.
Einneginn má telja hinn forvitnilega
gjörning: „Alt dandser, tro mit Ord,“
sem hófst í Thorvaldsensafninu á út-
mánuðum ólíkt meir í takt við það.
Sýningin opnaði þarnæst í sölum
Listasafns Fjónar í Óðinsvéum og
verður þar fram til 31. október. Legg-
ur verkið út af söngtexta Andersens
frá 1832: „Spil lystig paa Violin,/ Alt
dandser, tro mit Ord!/ Se, Jorden
rundt om Solen/ Og Maanen om vor
Jord;/ Vi dandse med hinanden,/ Selv
Hjerter vil afsted,/ Og faae vi lidt i
Panden,/ Saa dandser Stuen med.“
Enginn áhugasamur um æv-intýraskáldið má svo látasýninguna „Et eventyrligliv“ í Friðriksborgarhöll
fram hjá sér fara auk þess sem það er
jafnan ævintýri að sækja sjálfa höll-
ina heim. Þá býður Thorvaldsensafnið
upp á litla sýningu á dagbókum
skáldsins og Nicolai Kirke slær um
sig með innsetningunni: „H.C. And-
ersen – En Livsverden“ og fékk til
liðs við sig heimslistamenn eins og
Ilya og Emiliu Kabakov ásamt Jos-
eph Kossuth, en eitthvað hefur fram-
kvæmdin farið fyrir ofan garð og neð-
an hjá borgarbúum því salirnir voru
galtómir er mig bar að, listnjótendur
líkast til fullsaddir af innsetningum á
þeim stað í bili.
Af viðburðum á sýningavettvangi
ótengdum Andersen er gnótt í borg-
inni, þannig er Ríkislistasafnið með
stóran gjörning á safneign sinn í nýju
álmunni sem hlotið hefur nafnið
„Highlights“. Tilefnið er að sú gamla
er lokuð vegna endurnýjunar á
bruna- og öryggiskerfinu og hafa
menn tekið til bragðs að sópa lista-
verkunum úr sölum hennar inn í þá
nýju. Frá rjáfri niður á gólf og um alla
veggi, svona líkt og tíðkaðist fyrir
hundrað árum og meir! Fram-
kvæmdin hafði að nokkru farið
framhjá mér þar sem ég var í þeim
mæli gagntekinn af sýningunni H.C.
Andersen og Róm, þá ég var þar síð-
ast. Afar lærdómsríkt að fá andrúmið
í Róm frá tímum Thorvaldsens og
gullaldarmálaranna dönsku beint
framan í sig; Genius Loci.
Upphengingar sem þessi voru eitur
í beinum módernista á seinni helm-
ingi fyrri aldar en eru að hluta aftur
komnar í móð, „cool“ eins og ungir
orða það, jafnvel á núlistasöfnum eins
og MoMA, þó seint í þeim mæli sem í
þessu tilviki. Mér til stórrar furðu
leiddi framkvæmdin sitthvað í ljós
sem ég hafði ekki tekið eins vel eftir
áður, skynjaði jafnframt að sama átti
við um fleiri meðal þeirra óvenju
mörgu gesta sem reikuðu um salina
daginn þann. Satt að segja næsta auð-
velt að snúa sig úr hálsliðinum á
staðnum, einstaka gestur hafði þó
verið svo forsjáll að taka með sér kíki!
Áberandi hvað Ejnar Nielsen (1872–
1956) tók sig vel út í þessu kraðaki, en
hann var lærimeistari Jóns Eng-
ilberts á Akademíunni í Höfn á sínum
tíma, listupplagið þó allt annað. Hin
dapurlegu viðföng Nielsens þykja
gera list hans fráhrindandi, en um er
að ræða afar áhrifamikla heimild um
ástandið á tímunum, þá svo margur
var að veslast upp úr tæringu og ekk-
ert framundan nema vonleysi og
dauði. Um framúrskarandi vel máluð
og djúphugsuð málverk er að ræða
svo naumast var betur gert á Norð-
urlöndum þegar málarinn var upp á
sitt besta.
Þá ber að nefna kynningu á verkum
franska arkitektsins Jean Nouvels á
Lousiana, en hann sigraði í sam-
keppni um nýja tónleikahöll Danska
ríkisútvarpsins í Ørestaden og þykir
tillaga hans með eindæmum glæsileg.
Menn stóðu frammi fyrir arkitektúr á
heimsvísu eins og það var orðað af
dómnefndinni, sem telur að þetta
muni verða athyglisverðasta bygging
Kaupmannahöfn
Útsýni yfir Hólminn efst úr turni „Vor Frelsers Kirke“, en þangað álpaðist greinarhöfundur óforvarendis.
Himnaskífan frá Nebra, Sachsen-Anhalt, í Mið-Þýska-
landi. Sól, máni, stjörnur og goðsöguleg fley.
Ameríski rithöfundurinn Jackie Wulkenlager hefur
skrifað opinskáa ævisögu um H.C. Andersen, þar sem hún
brýtur heilann um kynlíf hans sem hún álítur eiga sitthvað
sameiginlegt með seinni tíma framúrstefnukynslóðum. Frá
sýningu á teikningu ungra skopteiknara í Svarta demant-
inum í tilefni árs H.C.Andersens, höfundur Bent Eskestad.
SJÓNSPEGILL
Bragi
Ásgeirsson
bragi@internet.is