Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 29 í Kaupmannahöfn, hönnuð af erlend- um arkitekt í 200 ár. Þeir sem áhuga hafa á húsagerðarlist ættu svo ekki að láta sýninguna um turnana: „Dream of Tower“ í Arkitektasafninu að Strandgötu 27 framhjá sér fara, hún er konfekt fyrir augað. Hin vel hannaða og skilvirka bók sem fæst á staðnum um sögu háhýsa frá upphafi vega fram á daginn í dag er frábær viðbót. Við austurenda götunnar áNorður-Atlantshafs-bryggju eru færeyskirlistamenn að reyna að sanna sig í núlistum. Árleg kynning á ungum framsæknum hönnuðum stendur yfir í hönnunarsafninu í ná- grenni hornsins á H.C. Andersen Boulevard og Stormgade, og sem fyrr vekja hugmyndir þeirra um hjálpartæki fyrir sjúka og fatlaða óskipta athygli, einkum sérhönnuð bifreið sem í einu og öllu er hugsuð fyrir fólk í hjólastól. Framúrskarandi sýning á verkum fuglamálaranna Johannes Larsens (1867-1961) og hins sænska Bruno Liljefors (1860-1939) hefur staðið yfir á Örkinni í Ishøj frá 28. maí og lýkur 11. september. Þeir kunnu sitt fag til fullnustu og höfðu hæfileikana til að bregða í þá veru upp yndisþokka- fullum myndheimi kringum allt fiðrað í lofti, láði og legi að betur hefur trauðla verið gert á Norðurlöndum. Báðir skotveiðimenn sem þekktu myndefni sín og atferli fugla eins og best gerist. Danir hafa loks eignast safn yfir 400 ára sögu gyðinga í Danmörku en þeir reyndust allt frá dögum Krist- jáns fjórða umburðarlyndari í þeirra garð en aðrar þjóðir álfunnar og hafa notið góðs af. Safnið er staðsett undir gamla lestrarsal Konunglegu bók- hlöðunnar, arkitektinn enginn annar en hinn heimsþekkti Daniel Liebes- kind, sem hannaði verðlaunatillöguna að skýjakljúfnum sem rísa mun úr rústum Tvíburaturnanna í New York og Gyðingasafnið í Berlín svo eitt- hvað sé nefnt. Sem vænta má er fag- lega að verki staðið og fellur innrétt- ingin meistaralega að hinni gömlu. Síðasta sýningin sem ég skoðaði og lyfti mér í háar hæðir var nýopnuð í Þjóðminjasafninu og ber hið lýsandi nafn: Himmelskiven og Solvognen, / Goðsagnaheimur bronsaldar. Um er að ræða Himnaskífuna frá Nebra í Sachsen-Anhalt, Mið-Þýskalandi, Sólvagninn frá Trundholm, heims- fræði og sólguði. Sólina og stjörnu- fræði. Hinn óvænti fundur Himna- skífunnar í Nebra 2002, rúmum hundrað árum eftir að bóndi nokkur sem var að plægja akur sinn rakst á Sólvagninn úti í mýri í Odsherred í Danmörku, hefur leitt margt nýtt og óvænt í ljós og vakið upp margar spurningar sem enn er verið að vinna úr. Himnaskífan staðfestir að menn vissu öllu meira um gang himintungla en álitið hefur verið, og hún gefur dýpri innsýn en áður inn í samfélag og hugarheim forfeðranna. Einhvern tíma heyrði ég sögu af metnaðargjörnum stjórn-málamanni sem mjög var í mun að heilla hugsanlegakjósendur í dreifbýliskjördæmi þar sem hann var aðbjóða sig fram til setu á Alþingi í fyrsta sinn. Sagan var áþá leið að hann hefði ferðast milli bæja ásamt aðstoð- armanni sínum og innt fólk eftir því hvað það teldi helst skorta til að bæta lífskjörin í sveitinni, en aðstoðarmaðurinn festi atriðin svo jafnharðan á blað. Margir nefndu vegabætur, ræsagerð, brúarsmíð, viðbyggingu við gamla skólahúsið og fleira í þeim dúr. Á einum bænum í dalnum varð á vegi stjórnmálafrömuðarins roskinn kjósandi sem taldi að það væri nú eiginlega bara allt ósköp indælt þarna inni á milli fjallanna, og ekkert sérstakt sem vanhag- aði um, enda sitjandi þingmenn mestu sóma- menn og útvegagóðir. Þegar frambjóðandinn gekk á hann um einhverjar óskir, sagði hann eftir langa mæðu með blik í auga að ef hann ætti að láta sér detta eitthvað í hug til frekari þæginda þá væri það auðvitað alvöru- flugvöllur niðri við ána upp á að skjótast suð- ur. Hláturinn kraumaði í skrifaranum, en þingmannsefnið sneri sér ábúðarfullt að honum og sagði: „Skrifaðu flugvöll“. Mér varð hugsað til þessarar sögu á dögunum þegar menn ruku enn einu sinni í blöðin með þá dómadagsvitleysu að vilja byggja nýj- an Reykjavíkurflugvöll, steinsnar frá þeim gamla, á svokölluðum Lönguskerjum. Þegar maður heyrir hugmyndir af þessu tagi þá fær maður það á tilfinninguna að það séu hagsmunir verktakafyr- irtækja sem stýri ekki aðeins umræðunni, heldur líka fjárfesting- arstefnu stjórnvalda. Auðvitað er endalaus fjármokstur í stór- framkvæmdir frábær kostur frá þeim sjónarhóli. Núverandi Reykjavíkurflugvöllur er vitaskuld á förum eftir ein- hver ár og það blasir við að eðlilegustu viðbrögðin hljóta að vera frekari uppbygging flugmannvirkja í Keflavík og ekki síður upp- bygging samgangna þangað frá höfuðborginni. Í því samhengi er vert að hafa til hliðsjónar samgöngurnar milli Gardemoen- flugvallar og miðbæjar Oslóborgar, þar sem um hliðstæða vega- lengd er að ræða, sem flestir fara á tuttugu mínútum í lest. Þjóð sem hefur hvorki efni á að byggja tónlistarhús, framleiða leikið sjónvarpsefni á eigin tungumáli né viðhalda helstu örygg- istækjum íslenskra sjómanna en finnst sjálfsagt að byggja stóra, nýja flugvelli hvern um annan þveran á sama landsvæði þarf sann- arlega að hugsa sinn gang. Í gegnum árin hefur verið hlegið að fyrrnefndri sögu af metn- aðargjarna þingmannsefninu. Kannski er sú tíð að renna upp að slík saga veki ekki hlátur lengur, heldur fremur aðdáun á framsýni og stórhug stjórnmálaskörungsins. Skrifaðu flugvöll á Lönguskerjum HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson Borgarveisla í haust Heimsferðir bjóða flug til margra fallegustu og eftirsóttustu borga Evrópu í haust. Kauptu flugsæti eða flug og gistingu á einstökum kjörum - skelltu þér í borgarveislu og upplifðu fegurð og stemningu einstakra borga. Munið Mastercard ferðaávísunina Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Kíktu með í veisluna áður en allt selst upp! Frá kr. 31.190 Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli í 3 nætur, mánud.-fimmtud., 7. nóv., með 8.000 kr. bókunarafslætti. Prag 29. sept. • 3. okt. • 6. okt. 10. okt. • 13. okt. • 17. okt. 7. nóv. • 10. nóv. • 14. nóv. 17. nóv. • 21. nóv. Frá kr. 33.190 Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli í 3 nætur, mánud.-fimmtud., 17. okt., með 8.000 kr. bókunarafslætti. Búdapest 2. okt. • 6. okt. • 10. okt. 13. okt. • 17. okt. • 20. okt. 24. okt. • 27. okt. • 31. okt. Frá kr. 49.990 Flug, skattar og gisting í tvíbýli í 4 nætur á Hotel Wyspianski 10. nóv. Netverð á mann. Kraká 20. okt. • 3. nóv. 10. nóv. - aukaflug Frá kr. 51.190 Flug, skattar og gisting í tvíbýli í 4 nætur á Hotel Wilhelmshof 29. sept. Netverð á mann. Vín 29. sept. • 3. nóv. Frá kr. 51.190 Flug, skattar og gisting í tvíbýli í 3 nætur á Hotel City. Netverð á mann. Ljubljana 24. nóv. Frá kr. 29.990 Flugsæti með sköttum, tilboð 3. okt. með heimflugi 9. okt. Netverð á mann. Barcelona 30. sept. • 3. okt. • 9. okt. 20. okt. • 23. okt. • 27. okt. 31. okt. • 3. nóv. *Uppselt er í ferðir sem strikað er yfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.