Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN , NÝ EIGN Á SKRÁ Bakkakot í landi Hólms í Reykjavík Undirrituðum hefur ver- ið falið að afla tilboða í eignina Bakkakot í landi Hólms ofan við Reykja- vík (ca 5 mínútna akstur frá Árbæjarhverfi). Um er að ræða erfðaleigu- samning um ca 0,7 ha lands og standa á því 92 fm íbúðarhús, byggt 1958 og 132 fm fjárhús, byggt árið 1950. Húsin þarfnast viðhalds. Nánari upplýsingar veitir undirrit- aður á skrifstofutíma. Pétur Kristinsson hdl., löggiltur fasteigna- og skipasali, sími 438 1199, fax 438 1152, netfang pk@simnet.is Heimasíða fasteignasölu, www.fasteignsnae.is Fasteigna- og skipasala Snæfellsness, Aðalgötu 2, 2. hæð, 340 Stykkishólmi, sími 438 1199, fax 438 1152 • Heimasíða: www.fasteignsnae.is Pétur Kristinsson hdl., löggiltur fasteigna- og skipasali. Látraströnd - Seltjarnarnesi Mjög fallegt og afar vel staðsett 252 fm einbýlishús með 28,4 fm innbyggð- um bílskúr. Á aðalhæð eru m.a. stórt hol með ofanbirtu, 3 rúmgóð herbergi, stórar og bjartar stofur með útgangi á verönd til suðurs, eldhús með miklum innréttingum og góðum borðkrók og flísalagt baðherb. auk gestaw.c. auk herbergis og þvottaherbergis í kjallara. Verðlaunalóð með fjölda trjáa og plantna. Hellulögð verönd og viðarverönd. Verð 70,0 millj. Básbryggja Glæsilegt 234 fm raðhús á fjórum hæðum með 39 fm innb. tvöf. bílskúr í Bryggjuhverfinu. Húsið er allt innréttað á afar vandaðan og smekklegan hátt og skiptist m.a. í stórt rými, sem í eru eldhús og borðstofa, rúmgott bað- herb. með hornbaðkari með nuddi auk tveggja snyrtinga, stóra stofu og fjögur herb. auk fataherbergis. Húsið stendur á sjávarkambinum, álklætt að utan og nýtur mikils útsýnis. Stór við- arverönd til suðvesturs og flísalagðar svalir út af hjónaherbergi. Verð 42,9 millj. Suðurgata - Hafnarfirði Nýkomið í sölu fallegt 232 fm einbýlis- hús, sem er kjallari og tvær hæðir ásamt 22,0 fm sérstæðum bílskúr. Eignin skiptist m.a. í eldhús með góð- um innréttingum, borðstofu og setu- stofu með arni, flísalagt baðherbergi auk gestaw.c. og fjölda herbergja. Geymsluris. Gler og gluggar endurnýj- aðir að mestu. Vel staðsett eign, mikil veðursæld. Gott útsýni af efri hæð yfir höfnina. Falleg, afgirt ræktuð lóð. Stutt í skóla, sundlaug og þjónustu. Arkitekt: Einar Sveinsson. Verð 53,0 millj. Miðborgin - efri sérhæð - 5 sérbílastæði Mjög falleg 227 fm efri sérhæð í hjarta miðborgarinnar ásamt 5 sérbílastæð- um á lóð. Hæðin skiptist m.a. í stofu, borðstofu, rúmgott eldhús, fjögur her- bergi og stórt flísalagt baðherbergi auk gestaw.c. Mikil lofthæð, stórar svalir til suðurs og fallegt útsýni úr stofum. Arinn í íbúð og innfelld lýsing í öllum loftum. Hús nýmálað að utan. Verð 55,0 millj. Skaftahlíð- efri hæð með bílskúr Falleg og björt 122 fm 5 herb. efri hæð ásamt 28 fm bílskúr í Hlíðunum. Hæðin skiptist í forstofu, gesta- w.c./þvottaherb., samliggjandi rúm- góðar og bjartar stofur, eldhús með borðaðstöðu, 3 herbergi og baðher- bergi. Tvennar svalir í austur og suð- vestur. Sérgeymsla í kjallara. Hiti í hellulögðu plani fyrir framan hús. Laus fljótlega. Verð 30,5 millj Þórðarsveigur- 4ra herb. endaíbúð Glæsileg 4ra herb. endaíbúð á 2. hæð auk sérstæðis í bílageymslu. Íbúðin skiptist í 3 herbergi, eldhús, stofu, baðherbergi, þvottaherbergi og for- stofu og er öll innréttuð á vandaðan máta með innréttingum og gólfefnum úr ljósum viði. Stórar flísalagðar suð- ursvalir út af stofu. Verð 23,9 millj. EINBÝLISHÚS Í ÁSAHVERFI, GARÐABÆ, ÓSKAST Óskum eftir stóru einbýlishúsi fyrir traustan kaupanda með góðu útsýni í Ásahverfi í Garðabæ. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Suðurlandsbraut - Til leigu Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Jarðhæð sem er samtals 856 fm en mögulegt er að skipta henni upp í ca. 545 og 311 fm. Mjög góð sameign í snyrtilegu lyftuhúsi. Húsnæðið uppfyllir allar kröfur um nútíma skrifstofurekstur. Hentar vel fyrir hvers konar þjónustu og/eða verslun. Góð aðkoma og næg bílastæði. Húsið er mjög vel staðsett og á áberandi stað. Eigandi er Landsafl sem er sérhæft fasteignafélag. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson, sími 588 4477 eða 822 8242 www.landsafl.is SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali FORNHAGI 11 - LAUS STRAX OPIÐ HÚS milli kl. 14 og 16 Björt og lítið niðurg. 86 fm 3ja-4ra herbergja endaíbúð í kjallara í mikið standsettu fjölbýli á mjög góðum stað á Högunum. 2-3 herbergi, rúmgóð stofa, eldhús og baðher- bergi. Geymsla innan íbúðar. Húsið hefur verið mikið endurnýjað m.a. þak og klætt á 3 hliðar. ÍBÚÐIN ER LAUS STRAX. Verð 16,7 millj. Sólrún sýnir íbúðina í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. GUNNARSBRAUT 40 NEÐRI SÉRHÆÐ OG BÍLSKÚR OPIÐ HÚS milli kl. 14 og 16 Falleg 106 fm neðri sérhæð í þríbýli (miðhæð) auk 25 fm bílskúrs (sam- tals 131 fm) á einum besta stað í Norðurmýrinni í Reykjavík. Íbúðin skiptist í: Anddyri, hol, tvö góð her- bergi, eldhús með borðkrók, rúm- góða og bjarta stofu og flísalagt baðherbergi. Parket og flísar á gólf- um. Góð eign á mjög eftirsóttum stað. LAUS TIL AFHENDINGAR FLJÓTLEGA. Verð 25,9 millj. Áslaug Nanna sýnir íbúðina í dag sunnudag frá kl. 14 - 16 BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞEGAR upp koma deilur eru oft tvær eða fleiri hliðar á því máli og vil ég á engan hátt gera lítið úr skoðunum fólks vegna þessa máls eða tala með og á móti. Ég hafði ekki sett mig mikið inn í deiluna en mætti á báða fundina sem haldnir voru og fór með opnum huga á fyrri fundinn og hugðist fræðast um mál- ið eins og kostur væri en fannst ég vera fastur inni í einhvers konar farsa sem virtist engan enda ætla að taka. Báðir þessir fundir fóru ágætlega fram en ég hnaut þó um það á síðari fundinum að mér fannst fundarstjórinn greinilega vera með ákveðna skoðun á þessu máli og ávítaði hún þá sem töluðu á móti einum deiluaðilanum, sóknarprest- inum í Garðabæ, og fannst mér hún koma illa fram og verða sér til ákveðinnar minnkunar í mínum augum. Einhverjir í salnum virtust kætast við þetta, en mér var ekki skemmt. Fundarstjórinn gerði eng- ar athugasemdir við frammíköll og skrípalæti og fannst mér sú fram- koma ekki vera þeirra málstað til framdráttar. Fundarstjórinn skrifar grein í Velvakanda 18. ágúst sl. þar sem hún er að gagnrýna grein sem „Sóknarbarn í Garðabæ“ hafði skrifað einhverju áður og var sá að- ili meðal annars að gagnrýna fund- arstjórnina eins og ég vil gera nú, en ástæða þess að ég vil skrifa þessa grein nú er sú að fundarstjór- inn fer ekki með rétt mál í greininni sinni en þar segir hún að tæplega 300 manns hafi mætt á fundinn og er það ekki rétt en ég gerði laus- lega talningu þar sem ég sat og taldi ég aðeins rétt um 150 manns og finnst mér rétt að leiðrétta það. Annað sem ég vil gagnrýna varð- andi fundarstjórnina er að ákveðin ályktun var sögð hafa verið sam- þykkt, en það er ekki alls kostar rétt því að ályktunin var aldrei bor- in undir atkvæði heldur fór fram það sem oft er kallað „rússnesk kosning“ því að lófatak hluta fund- armanna var látið duga sem sam- þykki fundarins en ekki handaupp- réttingar. Ég sem fundarmaður klappaði ekki og hefði ekki rétt upp hönd ef kosið hefði verið en hrein- lega þorði ekki að tala á móti þessu á fundinum. Eftir fyrri fundinn var ég á báðum áttum um það með hverjum ég myndi taka afstöðu vegna þessa máls en eftir seinni fundinn má segja að ég hafi snúist frekar á sveif með þeim sem eru ekki með honum. Ég verð síðan að segja að ég tek ofan fyrir organist- anum og ritara sóknarnefndar að þora að standa upp á fundinum og segja frá hlutunum eins og málin horfðu fyrir þeim. Þau eru að mínu áliti menn fundarins og voru mál- efnaleg og rökföst. Mér finnst stein- inn taka úr þegar fundarstjórinn fer með ósannindi í grein sinni og hlýt að velta því fyrir mér hver seg- ir satt og hver ekki. Ég viðurkenni það fúslega að ég þori ekki að koma fram undir nafni í þessari grein en í svona viðkvæmu máli er betra að standa utan við heldur en að koma fram sem ákveðin persóna, og vona ég að fólk virði það við mig. Sem sóknarbarn í Garðasókn vona ég að þessar deilur fari að taka enda þannig að safnaðarstarf í Garða- sókn geti gengið eðlilega. Af gefnu tilefni þá vil ég taka það fram að ég er ekki sá sem skrifaði grein undir nafninu „Sóknarbarn í Garðabæ“. GÍSLI B. ÍVARSSON, Garðaflöt 5, 210 Garðabæ. Deilumál í Garðasókn Frá Gísla B. Ívarssyni, sóknarbarni í Garðasókn Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.