Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Til sýnis sunnudag og mánudag milli kl. 19 og 21 glæsileg 4-5 herb. íbúð á 3ju hæð (efstu) í vönduðu litlu fjölbýlishúsi. Íbúðin er fullbúin á vandaðan hátt. 3 rúmgóð svefnherbergi. Rúmgott eldhús og stofa með útgengi á suðursvalir. Vandað flísalagt baðherbergi með baðkari og sturtuklefa. Stutt í skóla og alla þjónustu, læknamiðstöð o.fl. Parket. Íbúðin er laus fljótlega. Guðrún Árný og Jens á bjöllu. Verð 24,9 m. Lautasmári 22 Opið hús, sunnudag og mánudag, frá kl. 19-21 Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 DÍSARÁS 16 – RAÐHÚS OPIÐ HÚS MILLI KL .14 og 16 Gott endaraðhús á 2 hæðum ásamt rúmgóðum tvöföldum bílskúr innst í botnlanga á góðum stað í Seláshverfi. Á neðri hæð; fremri forstofa, hol, gestasnyrting, stofa með arni, borðstofa, eldhús með borðkrók og þar innaf þvottahús með útgengi í garð. Vandaður stigi til efri hæðar þar sem nú eru 5-6 herbergi og flísalagt baðherbergi. Tvennar flísalagðar svalir. Geymsluris. Innréttingar og innihurðir eru af eldri en vand- aðri gerð. Bílskúrinn er tvöfaldur með gluggum. Grónir garðar báðum megin húss. Staðsetning er frábær, ofarlega í Elliðaárdalnum. Öll þjónusta er í göngufæri, s.s. grunnskóli, leikskólar, sundlaug, íþróttir, verslanir, heilsugæsla, bankar o.fl. Þetta er fjölskylduvæn og vönduð eign sem ber öll merki um gott viðhald í gegnum tíðina. Verð 42,9 millj. Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 RÉTTARHOLTSVEGUR 77 – RAÐHÚS OPIÐ HÚS MILLI KL. 14 OG 17 109 fm talsvert endurnýjað raðhús á 3 hæðum. Aðalinngangur í húsið er á miðhæð sem skiptist í flísalagða forstofu, hol, eldhús með borðkrók og stofu með útgengi í suðurgarð. Á efri hæð eru 3 góð svefnherbergi og flísalagt baðherbergi. Í kjallara er vinnuherbergi og þvottahús. Húsið er mikið endurnýjað m.a. nýlega gert við þak, gler og glugga, skolplagnir o.fl. Verð 24,8 millj. ESKIHLÍÐ - OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAGINN 28. ÁGÚST MILLI KL. 15:00-17:00 Falleg sérhæð við Eskihlíð í Reykjavík ásamt bílskúr. Eignin er samtals 132 fm, þar af er bílskúr 32 fm. Komið er inn í forstofu, flísar á gólfi, inn af forstofu er barnaherbergi með parketi á gólfi, einnig er skápur í herbergi. Gengið er úr forstofu í hol, parket er á gólfi, skápur er í holi. Stofa og borðstofa með parketi. Sjónvarps- stofa með parketi á gólfi. Gengið er út á vestursvalir úr stofu. Ann- að barnaherbergi innaf holi og er það með dúk á gólfi. Hjónaher- bergi er með skápum, parket er á gólfi. Eldhús er með náttúruflís- um á gólfi, nýleg hvít innrétting, nýleg tæki, borðkrókur. Baðher- bergi er með flísum í hólf og gólf, falleg hvít innrétting er inn á baði, sturtuklefi. Gengið er niður í kjallara þar sem sameiginlegt þvottahús er staðsett. Tvær geymslur eru í kjallara, önnur köld, þær eru samanlagt um 10-12 fm. Þessir fm eru ekki inni í skráð- um fermetrum þannig að í raun er íbúðin og bílskúr um 142-4 fm. Garður er sameiginlegur. Bílskúr er með hita og rafmagni ásamt rennandi vatni. Kristján Ólafsson, hrl. og löggildur fasteignasali EIGENDUR ÍBÚÐARINNAR TAKA Á MÓTI GESTUM. KRISTJÁN ÓLAFSSON, LÖGGILTUR FASTEIGNASALI. Kær kveðja. Svavar Geir Svavarsson, sölumaður, gsm 821 5401, e-mail svavar@fk.is . Fasteignasalan Klettur, Skeifunni 11, 2. hæð, 108 Reykjavík, sími 534 5400, fax 534 5409.Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Glæsilegt einbýli á 2 hæðum, alls líklega ca 250 fm með öllu. Á efri hæð eru auk bílskúrs, eitt mjög stórt herbergi, glæsilegar stofur og eldhús. Niðri eru þrjú rúmgóð herbergi og bað ásamt stórri aðstöðu sem innrétta má fyrir tómstundir. Allar innréttingar sérlega glæsileg- ar. Útsýni yfir Reykjanes, Flóann og borgina. Einstaklega vandað hús. V. 56 m. 6955 ERLUÁS - HAFNARFJÖRÐUR ÓTRÚLEGT ÚTSÝNI EINS og alþjóð hefir orðið vör við eftir birtingu upplýsinga vegna skattálagningar fyrir síðasta ár hafa margir tjáð sig um það fyrirkomulag að birta þær tölur er þar koma fram, einum finnst sjálfsagt að almenn- ingur fái að sjá hvað einn og annar hefir úr að spila, en aðrir eru alveg á móti því að verið sé að hnýsast í hvað þeir hafi á milli handa að moða úr. Þar er einn stjórnmálaflokkur sem sker sig alveg úr og segir að engan varði um hvað menn og fyrir- tæki greiði í skatt. Út af öllum þess- um vangaveltum langar mig að deila með alþjóð samtali tveggja aðila sem eru einmitt að velta þessum málum fyrir sér. Annar aðilinn er allvenjulegur Jón en hinn hefir stöðu sinnar vegna töluvert betri yfirsýn. Jón spurði hvort það væru ein- göngu galnir róttæklingar og frjáls- lyndiskommatittir reykjandi dóp sem væru að mótmæla eyðileggingu umhverfis og hvað væri til ráða til að koma í veg fyrir þessa eyðilegg- ingu. Og svarið var, að afnema alla peninga, eða að koma í veg fyrir að hægt væri að gera þá ósýnilega eins og nú væri gert í stórum stíl. Jón vildi fá nánari skýringu á þessu allra nýjasta fyrirkomulagi. Flestir fara í felur með það sem þeir skammast sín fyrir og vilja ekki láta aðra vita. Þess vegna fela flestir kynhneigð sína og nánast allir fela peningana sína, þar sem þetta eru þeirra einkamál. Þar er vandinn fólginn. Ef allir vissu allt í einu allt um fjárhag hvers og eins yrði örugglega allt vitlausara en menn hafa áður séð. Eftir svo sem einn eða tvo mánuði mætti aftur á móti reikna með að sanngirni og réttlæti mundi ríkja og ósvikin umhyggja fyrir almannahag í samskiptum manna á milli, sem er ekki hægt að segja að sé í dag, því markaðurinn á svo auðvelt með að fela peninga og það í bókstaflegri merkingu, það geta snjallir endur- skoðendur gert. Þetta gefur svig- rúm fyrir alls kyns óréttlæti og undirferli. Fyrirtæki hóta starfs- mönnum uppsögn ef þeir segja frá launum sínum og þau greiða tveim- ur aðilum í samskonar starfi mishá laun, því annar er sagður langtum dýrmætari, fljótari að hugsa, skyn- ugri og greinilega langtum færari og ekki síst hefir hann það sem hinn kemur ekki til með að hafa, og „hvað er það?“ spyr Jón, alveg að springa úr áhuga. Það er typpi. Jón er alveg forviða, hafði ekki gert sér grein fyrir að Guð hefði skapað okkur svona misjöfn að hæfileikum. Það yrði augljóslega erfiðara að komast upp með það launamisræmi er við- gengst í dag ef þetta kerfi yrði ofan á, fólk myndi ekki sætta sig við það. En hvað varðandi greiðslu fyrir vöru og þjónustu? Það færi allt fram með innskriftar- og skuldfærslu- kerfi, allar tekjur kæmu fram og ekkert væri hægt að kaupa án inn- eignar. Enginn annar gjaldgengur miðill yrði notaður. Allur kostnaður yrði sýnilegur, vörur yrðu með tveimur verðmiðum, kostnaður og endanlegt verð vörunnar. Og hvað með skatta? Þetta kerfi, sem yrði að sjálfsögðu Heimsgreiðslukerfi, mundi draga 10% af hagnaði af tekjum þeirra er mæltust til þess af fúsum og frjálsum vilja. Hver mundi ekki greiða 10% af hagnaði ef allir gætu séð hver vildi ekki leggja í púkkið þegar allt væri sýnilegt, kerfið mundi gera öllum ókleift að gera eitthvað sem aðrir mættu ekki sjá, það mundi enginn hagnýta sér, fullnota sér, og þeir sterkustu lifa af, því markmið samfélagsins yrði að afkoma allra yrði tryggð. Allt sýni- legt, allt gegnsætt. Sýnileiki er ein- ungis annað nafn á sannleika. Finndu sannleikann, því hann gerir þig frjálsan. Stjórnvöld, fyrirtæki og valdafólk vita þetta augljóslega, þess vegna forðast þau að láta sann- leikann vera grundvöll pólitísks, fé- lagslegs eða efnahagslegs kerfis sem þau setja á laggirnar. Svo mörg voru þau orð. Fyrir nokkrum árum komu tveir ungir menn með tillögu sem var mjög í þessa áttina, en voru með töluna 5%. Það hlustaði að sjálfsögðu enginn á slíkt óráðshjal. En er ekki oft fáránleikinn í dag veruleikinn á morgun? Ég gat þess í upphafi að þetta væri samtal tveggja og það er að finna í bóka- flokki, sem er til þess að gera ný- þýddur á íslensku og heitir sam- ræður við Guð og er sennilega í flestum almenningsbókasöfnum. Þetta samtal er úr bók 2, 16. kafla. Ég hvet alla forvitna til að lesa bæk- ur þessar. MAGNÚS JÓHANNSSON, Keflavík. Birting upp úr skattskrám Frá Magnúsi Jóhannssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.