Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 41 AUÐLESIÐ EFNI GRUNN-SKÓLARNIR eru byrjaðir aftur eftir sumar-frí. Mikið hefur verið að gera í ritfanga-verslunum. Fólk hefur þurft að bíða lengi í bið-röðum. Illa gengur að manna stöður á frístunda-heimilum í Reykjavík. Börn sem þess þurfa fara á frístunda-heimilin eftir skóla. Það vantar fólk í 90 stöður á 33 frístunda-heimilum í borginni. Oft eru langir bið-listar eftir plássi. Vantar fólk víða Ástandið er líka slæmt í mörgum leik-skólum. Sums staðar vantar marga starfs-menn. Ástæðan er sögð vera þensla í þjóð-félaginu. Launin þykja ekki nógu góð og það er nóga aðra vinnu að fá. Á hjúkrunar-heimilum gengur líka illa að fá fólk til starfa. Sums staðar hefur þurft að stöðva allar nýjar innlagnir. Börnin sest á skóla-bekk Morgunblaðið/Jim Smart Skóla-lóðirnar iða af lífi þessa dagana og Mela-skóli er þar engin undan-tekning. NÝJAR reglur um útlendinga sem eiga heima í Bretlandi hafa tekið gildi. Bresk stjórn-völd geta núna vísað útlendingi úr landi eða bannað fólki að koma til landsins. Reglurnar eru settar út af hryðju-verkunum í London 7. júlí sl. 52 dóu í árásunum. Í reglunum segir að reka megi fólk burtu ef það æsir til hryðju-verka. Líka ef það rétt-lætir þau eða talar vel um þau. Búa á til gagna-grunn um þá sem hafa brotið reglurnar. Charles Clarke er innan-ríkis-ráðherra Breta. Hann segir að reglurnar séu ekki til að minnka mál-frelsi í Bretlandi. Hann segir að þeim verði framfylgt í hófi. Árás á mann-réttindi Margir hafa gagnrýnt þessar reglur. Mannréttinda-samtök hafa bent á að reglurnar séu árás á mann-réttindi. Bresk yfir-völd eigi bara að sækja menn til saka ef þeir brjóta lög. Í öðru landi geti þeir átt von á pyntingum og jafnvel verið dæmdir til dauða. Hreyfingar múslima hafa tekið í sama streng. Nýjar reglur um út- lendinga í Bretlandi Reuters Charles Clarke, innanríkis- ráðherra Breta. FH er orðið Íslands-meistari í karla-fótbolta. FH-ingar tryggðu sér titilinn í leik við Val síðasta sunnudag. FH vann leikinn 2-0. Íslands-mótið er samt ekki búið. FH-ingar eru komnir með svo mikið af stigum að það getur enginn náð þeim. Ólafur Jóhannesson er þjálfarinn þeirra. Hann var mjög ánægður með titilinn. FH hefur unnið alla leikina sína í sumar. Þeim hefði nægt að gera jafn-tefli við Val. Morgunblaðið/Jim Smart Stuðnings-menn FH voru auðvitað hæst-ánægðir með Íslands-meistara-titilinn. FH Íslands-meistarar Listdans-skólinn hættir Menntamála-ráðuneytið hefur ákveðið að leggja Listdans-skóla Íslands niður- . Þetta verður því síðasta starfs-ár skólans. Hann hefur starfað í 52 ár. Til stendur að færa ballett-nám inn í framhalds-skólana. Kanar verða feitari og feitari Bandaríkja-menn fitna með hverju árinu. Áróður um hollt matar-æði virðist ekki skila miklu. Um það bil 1 af hverjum 4 Bandaríkja- mönnum þjáist af offitu. Þetta hefur í för með sér alls konar sjúk-dóma, t.d. sykur-sýki og hjarta-sjúk- dóma. Maradonna með hendi guðs Maradonna hefur loksins viður-kennt að hafa skorað með hendinni á móti Eng- lendingum í HM í fótbolta ár- ið 1986. Þetta sagði hann í sjónvarps-þættinum sínum í Argentínu. Maradonna segist ekkert sjá eftir þessu. Strax eftir leikinn sagði hann markið hafa verið gert með hendi guðs. Uppsagnir á Vellinum Til stendur að segja upp allt að 13 manns í her- stöðinni í Keflavík. Ef það gerist hefur 200 manns verið sagt upp frá árinu 2003. Það ár var farið af stað með sparnað og hagræðingu. Stutt ÍSLAND vann Hvíta-Rússland í undan-keppni HM í kvenna- fótbolta síðasta sunnudag. Leikurinn fór 3-0. Íslenska lið- ið stóð sig samt ekkert svaka- lega vel. Þjálfari þess var ekki mjög ánægður. Hann sagði að liðið hefði verið óöruggt. Næsti leikur liðsins er gegn Svíþjóð. Sá leikur verður erfiðari. Svíar eru senni-lega bestir í riðlinum. Ísland vann Hvíta-Rússland Morgunblaðið/Jim Smart Íslendingar stóðu sig ekki alveg nógu vel í leiknum á móti Hvíta-Rússlandi en unnu samt. ERFITT ástand er hjá dag-foreldrum í Reykjavík. Þeir eru núna 140. Þeim fækkaði um 20 í sumar. Margir foreldrar eru í vand-ræðum með að koma börnunum sínum fyrir. Dag-foreldrar héldu fund í vikunni til að ræða málin. 100 manns mættu á fundinn. Þeir eru ekki ánægðir með að borgin greiði ekki meira niður fyrir foreldra sem hafa börnin sín hjá dag-foreldrum. Hvert og eitt dag-foreldri má bara hafa 5 börn hjá sér í einu. Erfitt hjá dag-foreldr- um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.