Morgunblaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigurður Karls-son brunavörður
fæddist við Bjarkar-
götuna í Reykjavík
22 september 1930.
Hann lést á heimili
sínu 25. júlí síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Karl Óskar
Bjarnason vara-
slökkviliðsstjóri í
Reykjavík, f. 16.
október 1895, d. 25
mars 1960, og kona
hans, Kristín Lovísa
Sigurðardóttir al-
þingismaður í Reykjavík, f. 23.
mars 1898, d. 31 október 1971.
Systkini Sigurðar voru tvö, Guð-
mundur brunavörður og blaða-
maður, f. 31 ágúst 1919, d. 13 mars
1979, kvæntur Önnu Guðnýju
Jónsdóttur, þau eignuðust fjögur
börn, og Anna Kristín skrifstofu-
maður, f. 4 júlí 1929, d. 15 janúar
1987, gift Kristni P. Michelsen, þau
eignuðustu fjögur börn.
Sigurður kvæntist Líney Huldu
Gestsdóttur, f. á
Lækjarbakka á Ár-
skógsströnd í Eyja-
firði 3. nóvember
1935, d. í Reykjavík
19. júlí 1998. For-
eldrar hennar voru
Gestur Sölvason og
Kristjana Steinunn
Ingimundardóttir.
Sigurður átti
heima við Bjarkar-
götuna allt til ársins
2000 að hann flutti á
Unnarbrautina á
Seltjarnarnesi. Hann
lauk prófi og öðlaðist meistararétt-
indi í rafvirkjun og rafvélavirkjun
árið 1952 og starfaði við þær
greinar til ársins 1962. Auk þess
starfaði hann í varaliði slökkviliðs-
ins í Reykjavík frá 1948. Sigurður
hóf síðan fullt starf hjá slökkvilið-
inu 1962 og starfaði hann þar til
hann hætti af heilsufarsástæðum
1992.
Útför Sigurðar fór fram í kyrr-
þey.
Sigurður Karlsson hefði orðið sjö-
tíu og fimm ára í haust hefði hann lif-
að. Lungann af starfsævinni var hann
slökkviliðsmaður hjá Slökkviliði
Reykjavíkur, eins og það hét þá.
Hann hóf störf í vorbyrjun 1963 og
hætti sökum aldurs í ársbyrjun 1993.
Í tæp þrjátíu ár gekk hann vaktir og
hjálpaði samborgurum sínum þegar á
bjátaði. Þótt ótrúlega hljómi réð til-
viljun ein, að hann varð slökkviliðs-
maður. Hann var lærður rafvélavirki
og vann við það, þegar hann hitti
kunningja sinn á förnum vegi og sagði
honum að hann langaði að breyta til.
Sá var slökkviliðsmaður sjálfur og
vissi að það vantaði mann, raunar á
vaktina strax um kvöldið. Hann fékk
Sigga með sér á slökkvistöðina. Siggi
var ráðinn á staðnum og tók fyrstu
vakt um kvöldið. Siggi var ekki alveg
ókunnugur slökkvistöðinni, því faðir
hans var slökkviliðsmaður og vara-
slökkviliðsstjóri í tæp tuttugu ár, Karl
O. Bjarnason. Siggi hafði því verið að
sniglast á stöðinni sem strákur meðan
föður hans naut við.
Siggi stóð sig vel. Hann var góður
félagi og fær slökkviliðsmaður. Hann
var afar vel lesinn og listhneigður.
Ásamt bróður sínum, Guðmundi, sem
einnig var slökkviliðsmaður um hríð,
útbjó hann flest af því kennsluefni, er
notað var í byrjun til að fræða og
kenna slökkviliðsmönnum. Auk þess
teiknaði Siggi myndir sem fylgdu
námsefninu. Þá kom hann að útgáfu
Rauða hanans, blaðs slökkviliðs-
manna, sem gefið var út um tíma.
Siggi kom víða við á stöðinni. Í
fyrstu sinnti hann hefðbundnum
slökkvi- og sjúkraflutningastörfum og
var lengi bílstjóri á fyrsta útkallsbíl,
enda góður dælumaður. Seinna fór
hann til starfa hjá eldvarnaeftirlitinu.
Síðustu árin nýtti hann kraftana á
verkstæðinu, þar sem var í mörg horn
að líta. Siggi sinnti öllu sínu af alúð.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
þakkar Sigurði vel unnin störf í þágu
liðsins og sendir aðstandendum sam-
úðarkveðjur.
Jón Viðar Matthíasson
slökkviliðsstjóri, Slökkviliði
höfuðborgarsvæðisins.
Sigurður Karlson eða Bóbó eins og
hann var best þekktur af fjölskyldu
sinni var fæddur og uppalinn á Bjark-
argötu við Reykjavíkurtjörn, yngstur
þriggja systkina. Eins og faðir hans
og bróðir lá leið hans í Slökkviliðið
Reykjavíkur árið 1948 þar sem hann
var fastráðinn frá 1962 til 1992. Af
þeim stundum var hann ávallt mjög
stoltur og fjölskyldan sömuleiðis.
Það var svo heilla ár þegar hann
kynntist stóru ástinni í sínu lífi, henni
Huldu. Strax urðu þau óaðskiljanleg
og oftar en ekki betur þekkt sem sam-
lokurnar. Þetta varð einstakt sam-
band sem eftir varð tekið. Hulda varð
strax ein af okkur og þótti okkur mjög
vænt um hana. Ófáar ferðir voru farn-
ar með þeim í hin ýmsu ferðalög inn-
an lands, að ónefndum sundferðunum
sem voru eitt mesta sport barna
minna. Fyrstu árin í lífi elstu dóttur
minnar, voru nærri allar helgar tekn-
ar í gistingu hjá þeim hjónum. Þeim
fannst það ekki leiðinlegt og var lítið
til sparað, hvort sem það var ferð í
Eden til að fá að sjá apann eða fjár-
sjóðsferð niður í fjöru. Þau voru ynd-
isleg og mun ég ávallt vera þeim
þakklát fyrir stuðninginn sem þau
veittu mér og minni fjölskyldu alla tíð.
Það var Bóbó mikið áfall þegar
Hulda, lífsförunautur hans og besti
vinur, lést árið 1998. Það var eins og
neistinn hefði dofnað, því að fljótlega
á eftir fór heilsu hans að hraka. Þrátt
fyrir tíðar spítalaferðir og veikindi
hélt Bóbó ákaflega fast í sína trú.
Hann var mjög trúaður maður og
kunni Biblíuna spjaldanna á milli, ef-
laust betur en margur fræðimaður-
inn. Hann trúði á Karma og lifði eftir
því, það væri betur að allir gerðu það.
Á okkar heimili var Bóbó tíður
gestur, hvort sem það var í mat, kaffi
eða bara til að ræða málin. Hann var
einstakur persónuleiki og það vita all-
ir sem að til hans þekktu. Bóbó var
ávallt hreinskilinn maður og skoðana-
stór og það voru ekki allir sem því
gátu tekið. En Bóbó var bara Bóbó,
Bóbó frændi. En eins og hann oft
sagði sjálfur „Ég ræð“.
Jól og áramót verða ekki þau sömu
hér eftir, hann átti sinn stól og sinn
bolla. En við sem unnum honum mest
munum halda minningu hans á lofti
um aldur og ævi. Takk fyrir allt og allt
elsku Bóbó.
„Guð mun þakka þér.“
Sólveig, Björn, Anna Lovísa,
Guðrún Hulda og Karl Ingi.
SIGURÐUR
KARLSSON
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR,
Ránargrund 3,
Garðabæ,
lést á heimili sínu aðfaranótt þriðjudagsins
16. ágúst síðastliðinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Guðmundur Sigurjónsson, Stella Gróa Óskarsdóttir,
Sigurður Sigurjónsson, Elísa Steingrímsdóttir,
Sigurjón Sigurjónsson, Eva Yngvadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
BJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR,
andaðist á elliheimilinu Grund fimmtudaginn
18. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Sigurjón Sverrisson,
Hrafnhildur Júlíusdóttir,
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir,
Sigurjón Hjaltason,
Markús Finnbogi Sigurjónsson, Helga Rakel Þorgilsdóttir,
Sigríður Þorbjörg Sigurjónsdóttir, Víðir Arnar Kristjánsson
og barnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, dóttir, tengdadóttir og amma,
RUT LÁRUSDÓTTIR,
Heiðarenda 8,
áður Faxabraut 67,
Keflavík,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn
30. ágúst kl. 14.00.
Brynjar Hansson,
Guðrún Lára Brynjarsdóttir, Skúli Rósantsson,
Sólveig Hanna Brynjarsdóttir,
Eiður Gils Brynjarsson,
Guðrún Árnadóttir,
Sólveig Björndís Guðmundsdóttir,
Rut, Rósant Friðrik og Soffía Rún.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GÍSLI GUÐLAUGUR GÍSLASON,
andaðist á Hrafnistu Reykjavík laugardaginn
20. ágúst.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabarn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MAREN NÍELSDÓTTIR KIERNAN,
lést á dvalarheimilinu Hrafnistu Reykjavík föstu-
daginn 26. ágúst.
Útförin verður auglýst síðar.
Edward, Erla, Elsa, Stella, Jóhann, Victor Pétur,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
DAGBJÖRT SIGURÐARDÓTTIR
frá Stígshúsi, Stokkseyri,
lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt
föstudagsins 26. ágúst.
Ágúst Guðbrandsson,
Hólmfríður Hlíf Steinþórsdóttir, Einar Páll Bjarnason,
Ragnheiður Drífa Steinþórsdóttir, Logi Hjartarson,
Kristín Steinþórsdóttir,
Jason Steinþórsson, Hrönn Sturlaugsdóttir,
Guðbrandur Stígur Ágústsson, Brynhildur Arthúrsdóttir,
Guðríður Bjarney Ágústsdóttir,
Sigríður Inga Ágústsdóttir,
Dagrún Mjöll Ágústsdóttir, Aron Hauksson,
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og bróðir,
SIGGEIR ÓLAFSSON
bifreiðastjóri og sölumaður,
Flétturima 36,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju þriðju-
daginn 13. september kl. 15.00.
Ester Haraldsdóttir,
Vignir Þór Siggeirsson, Katrín Jónsdóttir,
Haraldur B. Siggeirsson, Margrét Á. Jóhannsdóttir,
Ólafur Karl Siggeirsson,
Guðlaug Edda Siggeirsdóttir, Helgi Hafþórsson,
barnabörn og systkini hins látna.
Ástkær eiginkona mín, móðir og tengdamóðir,
UNNUR EINARSDÓTTIR,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 25. ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Sigurður K. Brynjólfsson,
Einar Sigurðsson, Jarþrúður Guðnadóttir,
Auður Guðfinna Sigurðardóttir, Tryggvi Svansson.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
MATTHILDUR KRISTJÁNSDÓTTIR,
Sandholti 40,
Ólafsvík,
andaðist á St. Franciskuspítalanum í Stykkishólmi
fimmtudaginn 25. ágúst.
Útför fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn
3. september kl. 14.00.
Guðmundur Alfonsson,
Bryndís Guðmundsdóttir, Samúel Valsson,
Finnur Guðmundsson,
Albert Guðmundsson, Samran Sela,
Hjörleifur Guðmundsson, Fríða Sveinsdóttir
og barnabörn.