Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 28.08.2005, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 28.08.2005, Qupperneq 46
46 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Antík Ótrúlegt úrval af öðruvísi vörum beint frá Austurlöndum. Frábært verð. Sjón er sögu ríkari. Vaxtalausar léttgreiðslur. Opið virka kl. 11-18, laug. 11-15. Sigurstjarnan, Bláu húsin Fákafeni, sími 588 4545, netfang: postulín.is Barnagæsla „Au pair“ í Svíþjóð. Íslensk fjöl- skylda í Halmstad í Svíþjóð óskar eftir „au pair“ frá miðjum sept. Þarf að vera orðin 18 ára og með bílpróf. Upplýsingar veitir Halla í síma 698 5394. „Amma“ í Grafarvogi. Barngóð kona óskast til aðstoðar á heimili í Foldunum í Grafarvogi þrisvar í viku. Gæti orðið meira seinna ef vel gengur. Upplýsingar í síma 864 6530. Bækur             Valur Vestan Loksins loksins! Týndi hellirinn, Flóttinn frá París, Rafmagnsmorðið og Átta sögur. Hringið í síma 568 1000 eða sendið póst á frum@frum.is – www.frum.is Faxafeni 10 Sími 568 1000 Dýrahald Er með Labrador hvolpa til sölu, fædda 20. júlí. Ættbókarfærðir foreldrar með mjög góðan veiði- prófsárangur. Til afh. ca 20. sept- ember. Verð 175 þús. fyrir hvolp- inn. Trygging til eins árs. Áhugasamir hafi samband með tölvupósti á netf. fiskakv@mbl.is eða í síma 669 1103. Heilsa Fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Fosfoser Memory Umboðs- og söluaðili sími: 551 9239 Prófaðu Shapeworks og finndu muninn. Sérsniðin áætlun sem hentar þér. Einkaráðgjöf eða vikulegur heilsuklúbbur www.heilsuvorur.is Kristjana og Geir, sjálfstæðir dreifingaraðilar Herbalife, sími 898 9020. Nudd Við hjá Nuddstofunni í Hamra- borg 20A getum hjálpað þér með verki í líkamanum. Verð 2.900 kr. á klst. Sími 564 6969. Umsögn viðskiptavinar: Ég var orðinn mjög slæmur í hægri hendi, en strax eftir 1. tím- ann í nuddi gat ég farið að nota hendina aftur og ég get því mælt með Kínversku nuddstofunni í Hamraborg 20A, Felix Eyjólfsson. Glæsilegur ferðanuddbekkur til sölu. Með höfuðpúða og tösku, 195 cm langur, 70 cm breiður. Reyki endaplötu. Á nokkra bekki sem hægt er að breikka upp í 80 cm. Frá 45.000 kr. Nálastungur Íslands ehf., sími 520 0120 eða 863 0180. Heimilistæki 2 ÁRA WHIRLPOOL ÞURRKARI TIL SÖLU Overdry protection og fl. Kostar nýr 65000. Staðgreiðsla 30.000. Uppl. 564 1499 Húsgögn Rokokkó húsgögn í stofuna, 3+1+1 sófasett ásamt borði, borðst.setti m. 4 stólum, sjón- varpsskáp og stórum glerskáp. Allt í stíl og selst í einu lagi á 150 þús. Uppl. í síma 897 8759. HÅG skrifstofustólarnir eru við- urkenndir af sjúkraþjálfurum og eru með 10 ára ábyrgð. EG skrifstofuhúsgögn, Ármúla 22, s. 533 5900 www.skrifstofa.is Húsnæði í boði Selfoss. 5 herb. blokkaríb. Laus 1. sept. Góð fyrir stóra fjölskyldu, 116 fm. Rétt við Fjölbraut. Kr. 75.000 á mán. + 6.500 í hússj. mp@bondi.is, s. 898 3630. 3ja herbergja íbúð við Víðimel til leigu. Laus strax. Upplýsingar í síma 694 5595. Húsnæði óskast Óska eftir 4ra herb. íbúð til leigu á svæði 101, 103 eða 105. Reglusemi og skilvísum greiðsl- um heitið. Uppl. í síma 697 7399. Óska e. 3ja-7 herb. eða ein-, tví- eða þríbýli. 4 manna fjöl- skylda óskar e. einbýlishúsi eða 3ja-7 herbergja íbúð í Rvík, Mosó, Kópav. m. sérinngangi+afnot af garði. Greiðslug. kr. 60-140 þús. Guðjón s. 661 9660. Erum að flytja heim frá Dan- mörku! Viðskiptafræðinemi og smiður með eitt barn óska eftir 3ja herb. íbúð til leigu í haust á svæði 101-108. Mjög snyrtileg og ábyggileg. Upplýsingar í síma 895-6119 eða á jm@hradbraut.is 2 herb. eða stúdíóíbúð óskast til leigu. Ungur piltur úr Skaga- firði óskar eftir íbúð, helst nálægt HÍ. Er reglusamur og reyklaus. Greiðslugeta 55.000. Uppl. í síma 453 7454 & 868 8145. Sumarhús Sumarhús til sölu 73 m²+40 m² svefnloft. Mjög vandað sumar- hús/heilsárshús til sölu. Mikil ein- angrun, 150 mm í veggjum og 200 mm í golf og lofti. Litað K gler og franskir gluggar. Stallað ál á þaki. S: 8975802-8919373-6638093 egs- verk@isl.is Sumarhús — orlofshús. Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbú- in hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is ✝ Steinunn Sig-urðardóttir fæddist í Reykjavík 15. nóvember 1922. Hún lést á heimili sínu 16. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Sig- urður Jónsson sjó- maður, f. 28.9. 1892, d. 3.7. 1927 og Hallfríður Mar- grét Einarsdóttir, f. 4.5. 1895, d. 21.12. 1973. Systkini Steinunnar eru Sig- fríður, f. 1925, Guðrún, f. 1926, Sigríður Ben, f. 1928, d. 2002 og Lúðvík Lúðvíksson, f. 1938 sam- mæðra. Steinunn giftist 19. desember 1947 Sigurjóni Guðmundssyni rafvirkjameistara frá Hafnar- firði, f. 17.7. 1922, d. 19.4. 2000. Foreldrar hans voru Guðmundur Sigurjónsson skipstjóri, f. 26.5. 1891, d. 18.2. 1965 og Ólafia Þor- láksdóttir, f. 2.3. 1888, d. 28.2. 1959. Börn Steinunnar og Sig- urjóns eru: 1) Guðmundur, f. 25.9. 1947, maki Stella Gróa Óskars- dóttir, f. 1949, börn a) Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og b) Sigurjón. 2) Sigurð- ur, f. 24.9. 1950, maki Elísa Stein- grímsdóttir, f. 1955, börn a) Sigurjón, sambýliskona Ebba Særún Brynjars- dóttir, b) Stein- grímur, sambýlis- kona Berglind Arnarsdóttir og c) Styrmir. Langömmubörn eru Sveinn Ísak Sigurjónsson og Andrea Marý Sigurjónsdóttir. 3) Sigurjón, f. 21.3. 1963, maki Eva Yngvadóttir, f. 1964, börn Yngvi, Steinunn og Elíana. Steinunn vann við skrifstofu- störf áður en hún giftist Sig- urjóni en helgaði sig heimilis- störfum eftir það og kom sonum sínum til nokkurs þroska. Útför Steinunnar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. „Þakka þér fyrir allt, Bíbí mín.“ Hún stóð fyrir framan mig, ég tók utanum hana og hlustaði á sjálfa mig segja þessi orð. „Þakka þér fyr- ir allt, Bíbí mín.“ Hún var einstök kona. Yfir henni hvíldi ákveðin feg- urð en um leið einhvers konar fjar- lægur ósnertanleiki. Hún var vand- virk og allt sem hún kom nálægt bar þess vitni. Hún var afar viðkvæm en það var eins og hún vildi ekki að við vissum allt of mikið af því og varði sig með sérstökum hætti. Þess vegna tók það mig langa tíma að læra að þekkja hana og vita hver hún var. Þeim mun meira sem ég lærði að þekkja hana, þeim mun vænna þótti mér um hana. Fyrir mér var hún af- ar vel gerð og velviljuð kona. Ég er þakklát Guði fyrir allt það sem hún kenndi mér með lífi sínu. Á 6 árum fæddust 4 systur. Bíbí var elst, en á sumarkvöldi í júlímán- uði 1927 þegar hún var aðeins 5 ára gömul og sú yngsta ekki fædd dundi áfallið yfir. Pabbi þeirra ætlaði í smáökuferð með vini sínum, á mót- orhjóli. Líf hans varð ekki lengra. Enginn verður samur eftir slíka atburði en fjölskyldan stóð saman. Það skipti sköpum. Til dæmis urðu móðurbræður þeirra kostgangarar hjá systur sinni til að auðvelda henni uppeldi dætra sinna. Þær fengu all- ar að alast upp saman ásamt litla bróður sínum sem fæddist síðar. Fyrir um það bil ári var Guð- mundur minn að lesa grein eftir Þráin Guðmundsson í Tímaritinu Skák. Greinin fjallaði um eitt elsta skákfélag landsins „Hrókinn“. Guð- mundur hélt áfram að lesa. „Hrók- urinn var fjölskyldufélag og enginn gat orðið félagi nema að tilheyra ættbálknum. Hann var meðal ann- ars stofnaður til að styrkja bág- staddan ættingja. Þessi ættingi var móðir Bíbíar. Guð gaf henni góða fjölskyldu, eiginmann og þrjá syni. Hún vissi það og var þakklát fyrir gjafirnar. Þau Sigurjón voru óvenju samrýnd hjón og minningin um samband þeirra er okkur sem eftir lifum dýr- mæt. Við erum líka þakklát fyrir þá gjöf sem Guð gaf okkur með henni. Hún lifði mann sinn og var hlíft við því fyrir örfáum árum að missa yngsta son sinn. Það fáum við aldrei þakkað Guði nógsamlega. Hún varð 82 ára gömul og heilsuhraust til síð- ustu stundar. Hún var afburða vel gefin kona og mikill lestrarhestur. Það breyttist ekkert þótt árin færð- ust yfir. Hún fylgdist betur með en við sem yngri erum og hélt veislur fyrir okkur fjölskylduna hjálpar- laust, mörgum sinnum á ári. Hún klippti „hekkinn“ sinn, sló grasið, ræktaði rósir og sumarblóm í gróð- urhúsinu sínu til síðasta dags. Þar sem hún átti heima, þar bjó ekki gömul kona. Þar bjó tengdamamma mín, hún Bíbí. Hún stóð fyrir fram- an mig, hjarta mitt opnaðist og mér þótti undurvænt um hana. Ég tók utanum hana og heyrði sjálfa mig segja þessi orð „Þakka þér fyrir allt, Bíbí mín“. Ég varð skyndilega hrædd, hrædd við eitthvað sem ég þekkti ekki nógu vel. Hvor okkar var að fara í lengra ferðalag en Ítal- íuferðin mín gaf tilefni til? Hvað var það í hjarta mínu sem lét mig segja þetta? Ég sá hana ekki aftur en Guð hafði gefið okkur yndislegan dag sem við áttum saman nokkrum dög- um fyrr. Hann lét mig líka kveðja hana á ógleymanlegan hátt. „Þakka þér fyrir allt, Bíbí mín“ … og þakka þér Guð fyrir undursamlega nálægð þína á síðustu stundunum sem við áttum saman og fyrir það að hún fékk að kveðja lífið á svo fallegan hátt. Stella Gróa Óskarsdóttir. Þá er hún amma mín farin. Aldrei bjóst ég við því að hún færi svona snögglega. Hún leit út eins og rúm- lega sextug en var á 83. aldursári þegar hún lést. Aldrei var hún veik og ég var búinn að ákveða að hún myndi nálgast tírætt. Síðast sá ég hana þegar hún kom í heimsókn til mömmu og sat á sólpallinum og dáð- ist að garðinum okkar. Veðrið gat ekki verið betra og amma brosti all- an tímann. Því miður gat ég aðeins stoppað stutt og ég vildi óska þess að ég gæti spólað til baka og kvatt ömmu mína betur. Ég lít til baka og rifja upp minningar sem ég á um hana og ég get ekki verið þakklátari. Stundirnar með henni voru ómet- anlegar. Amma átti stóran þátt í uppeldi mínu og á meðan pabbi var erlendis og mamma útivinnandi. Þá passaði amma mig. Það var ekkert skemmtilegra en að vera hjá ömmu. Hún tók upp fyrir mig Tomma og Jenna á hverjum degi og ég glápti úr mér augun. Í kringum tíu ára ald- urinn fór ég að biðja ömmu að taka upp fyrir mig efni á Stöð 2 og sú gamla klikkaði aldrei! Við vorum bæði forfallnir sjónvarpsfíklar og oft spurði ég: ,,Jæja, hefurðu verið að góna á eitthvað?“ og upp úr þessari einu spurningu kviknuðu oft langar samræður. Það sem ég man einna best var hversu hress hún var alltaf. Hún var með góðan húmor og við gátum alltaf hlegið saman. Í ömmu- hlutverkinu stóð hún sig frábærlega og sá til þess að mann vantaði ekk- ert. Hún var mjög fær í elda- mennskunni og hún gerði bestu fiskibollur sem ég hef smakkað. Einnig var kjúklingurinn ógleyman- legur. Ég hlakka til að hitta þig aftur, amma mín. Núna ertu komin til hans afa míns og ég veit að þú vildir það helst af öllu. Það er alltof erfitt að kveðja þig og ég mun sannarlega sakna þín sárt. Einn daginn mun ég taka í spaðann á honum afa mínum og þakka honum fyrir að hafa nælt í þig. Guð gat ekki gefið mér betri ömmu og ég veit að frændur mínir eru á sama máli. Farðu í friði, elsku amma mín. Guð geymi þig að eilífu. Sigurjón Guðmundsson. STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargrein- unum. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningar- greinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.