Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 28.08.2005, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 28.08.2005, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 49 DAGBÓK Árnaðheilla dagbók@mbl.is Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 90 ÁRA afmæli. Í dag, 28. ágúst,er níræð Guðrún Lovísa Guð- mundsdóttir, búsett á dvalarheimilinu Lundi á Hellu. Hún tekur á móti gest- um á dvalarheimilinu í dag frá kl. 15. GULLBRÚÐKAUP | Í dag, 28. ágúst, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Una Halldóra Halldórsdóttir og Geir Guðmundsson, Vitastíg 16, Bolung- arvík. Hlutavelta | Þessar ungu stúlkur hafa safnað flöskum og dósum og selt auk þess sem þær hafa selt vinabönd og fleira á Akureyri að undanförnu til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Afraksturinn er góður því alls söfnuðu stúlkurnar 20.135 krónum. Þær heita Alvilda Ösp Ólafsdóttir og Ellen Huld Þórðardóttir. Morgunblaðið/Kristján Fyrirspurn ÞAÐ er hryggilegt að vita að Háskóli Íslands hunsar tilmæli um að síma- stúlka svari á íslensku í svarsíma pró- fessors Hannesar Hólmsteins. Ég hef áður með góðri fyrirgreiðslu Morg- unblaðsins, Velvakanda, birt at- hugasemd um þetta mál sem varðar miklu. Háskóli Íslands er í forystu- sveit þeirra sem verja eiga íslenska þjóðtungu. Honum ber því skylda til þess þegar svarað er í nafni há- skólaprófessora að færa sér í nyt hið gullfagra íslenska mál. Ég hefi nefnt þetta við forystumenn Háskólans og menntamálaráðherrann, Þorgerði Katrínu, sem tók ábendingu minni vel og er fullgilding þess áforms vænt- anlega á næstu blaðsíðu á verk- efnaskrá hennar. Pétur Pétursson þulur. Húsnæðismál láglaunafólks KONA sem hefur 120 þús. til ráðstöf- unar eftir skatt á mánuði ætlaði að kaupa íbúð. Hún fór í greiðslumat. Hún er einhleyp, barnlaus og leigir 40 fm húsnæði fyrir 50 þúsund á mánuði. Húsaleigubætur fær hún ekki því leigusalinn vill ekki gefa leiguna upp og segir að þess vegna sé leigan svona lág. Konan rekur bíl því hún þarf að fara langan veg í vinnu og bíll- inn því nauðsynlegur. Hún á smá sparifé svo hún getur borgað þessi 10% sem vantar uppá með 90% láni. Niðurstöður greiðslumatsins voru á þá leið að hún gæti fengið 7 millj. kr. lán. Ef hún keypti eign undir 10 millj- ónum. Annars gat hún fengið rúmar 3 milljónir. Hún talaði við fasteignasala sem sagði henni að íbúð fyrir þetta verð væri ekki til í Reykjavík. Hún yrði að fara út á land til þess að þetta yrði mögulegt. Þessi kona er nú ekki tilbúin til þess, hún er fædd hér í borginni og hefur búið hér alla sína tíð. Hún hefur örugga vinnu hér og á aldraðan föður sem hún þarf að hugsa um. Auk þess eru allir hennar vinir og skyldfólk hér. Þessi kona er því ofurseld leigu- markaðnum hér fyrst hún er ekki tilbúin að rífa sig upp með rótum. Með þessu er ekki hægt að segja ann- að en að láglaunafólki sé gert ókleift að kaupa sér húsnæði. Ég heyrði fyr- ir nokkru síðan í útvarpsviðtali fram- sóknarmann halda því fram að allir gætu keypt á þessum nýju lánum, láglaunafólk og öryrkjar líka. Ég tal- aði við þennan mann og hann sagði að þetta ætti að vera mögulegt fyrir þetta fólk. Það þyrfti að fara að end- urskoða þessi mál og gera öllum kleift að kaupa sér húsnæði því það er ekki grín að hrekjast um á hinum svarta leigumarkaði eða leigja fé- lagslegt húsnæði sem hefur hækkað mikið og er auk þess vísitölutryggt. Sigrún Reynisdóttir. Lesið í strætó FRÁBÆRT framtak hjá ungskáld- inu Arndísi Þórarinsdóttur að skrifa smásögur til birtingar í strætó. Lest- urinn styttir stundir og léttir lund á ferðinni. Frábært væri ef sögurnar yrðu síðar gerðar aðgengilegar til kaupa. T.Þ. Sunnudagur 28. ágúst 11.00: Hátíðarmessa með Fjall- ræðunni. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, prédikar. Með honum þjóna sr. Sigurður Pálsson, sr. Kristján Valur Ing- ólfsson, sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son og sr. Bára Friðriksdóttir. „Drottinn er styrkur minn“ eftir John A. Speight fyrir sópran, kór, 12 málmblásara, pákur og orgel (frumflutningur). Flytj- endur: Elín Ósk Óskarsdóttir sópran, Hátíðarkór Kirkju- listahátíðar, Málmblásarasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, Björn Steinar Sólbergsson orgel, Eggert Pálsson pákur, Stjórn- andi: Hörður Áskelsson. Dóm- kórinn í Ósló syngur. Stjórnandi: Terje Kvam. 12.30–17.00: Markaður á Hall- grímstorgi. „Með gleðisöng koma þeir aftur og bera kornbindin heim“. Markaður m.a. í samstarfi við Sólheima í Grímsnesi. 15.30: Trond Kverno ræðir um verk sitt, Matteusarpassíu, sem flutt er síðdegis þennan dag. Suð- ursalur Hallgrímskirkju. 17.00: Matteusarpassía eftir Trond Kverno fyrir kór, 5 ein- söngvara og söngflokk án undir- leiks. Rómað verk frá 1986 sem hlotið hefur lof víða um heim, m.a. í söngför Dómkórsins í Ósló til Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Fyrr um daginn fjallar höf- undurinn, norska tónskáldið Trond Kverno, um verk sitt. Flytjendur: Vox evangelistae: Marianne Hirsti, cantus, Mari- anne E. Andersen, altus, Ian Partridge, tenor I, Joseph Corn- well, tenor II, Njål Sparbo, bass- us. Vox Christi: David Martin, altus, Jon English, tenor I, Colin Campbell, tenor II, Thomas Guthrie, bassus I, Graham Titus, bassus II. Dómkórinn í Ósló. Stjórnandi: Terje Kvam. Miðaverð: 2.500 kr. Dagskrá Kirkjulistahátíðar 1. e4 d5 2. exd5 Dxd5 3. Rc3 De5+ 4. Be2 c6 5. d4 Dc7 6. Rf3 Bf5 7. 0-0 e6 8. He1 Rf6 9. Rh4 Bg6 10. g3 Rbd7 11. Bf3 Rb6 12. Bf4 Bd6 13. Be5 0- 0-0 14. Bxf6 gxf6 15. a4 f5 16. a5 Rd5 17. Rxd5 exd5 18. c4 dxc4 19. Da4 f4 20. Rxg6 hxg6 21. Dxc4 fxg3 22. fxg3 Staðan kom upp í áskorendaflokki Skákþings Íslands sem lauk fyrir skömmu í Háskólanum í Reykjavík. Jóhann Helgi Sigurðsson (2.094) hafði svart gegn Bjarna Sæmunds- syni (1.805). 22. – Bxg3! 23. hxg3 Dxg3+ 24. Bg2 Hh2 25. Dc2 Hdh8 Svartur hótar nú máti sem ekki er hægt að svara með góðu móti. 26. Kf1 Hh1+ 27. Bxh1 Hxh1+ 28. Ke2 Dg2+ 29. Kd3 Hh3+ og hvítur gafst upp enda er hann að tapa drottning- unni. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. • Þekkt kaffihús í Reykjavík. Mjög góð staðsetning. • Gott iðnfyrirtæki fyrir trésmið sem vill breyta til. Ársvelta 150 mkr. • Matvælavinnsla með þekkt vörumerki. Hentar til flutnings og/eða sameiningar. • Rótgróið iðnfyrirtæki með mikla sérstöðu. Ársvelta 70 mkr. Góð afkoma. • Stór heildverslun með vörur fyrir stórmarkaði og góðan hagnað. • Lítil sérverslun með þekktar gjafavörur. Ársvelta 40 mkr. • Rótgróin ferðaskrifstofa með innanlands- og utanlandsdeild. • Lítil heildverslun með byggingavörur. Hentar vel til sameiningar. • Stór húsgagnaverslun með góð innkaupasambönd. • Þekkt heildverslun - sérverslun með húsgögn og gjafavörur. Ársvelta 70 mkr. Góður hagnaður. • Varmi, bílasprautun og réttingar. Þekkt nafn og stöðug velta. • Stór matvælavinnsla. Ársvelta 380 mkr. • Trésmíðafyrirtæki með eigin innflutning sem framleiðir heilsárshús. Góð verkefnastaða. • Heildverslun með sérhæfðar tæknivörur. Ársvelta 110 mkr. • Deildir úr heildverslunum með ýmsar vörur. Hentugar sem viðbót fyrir heildverslanir. • Rótgróin bókabúð í miðbænum. Góður rekstur. • Lítið vínumboðsfyrirtæki með fjórar bjórtegundir í kjarna. Hentugt til sameiningar. • Þekkt fataverslun við Laugaveg. Ársvelta 30 mkr. • Meðalstórt verktakafyrirtæki í jarðvinnu. Góð verkefnastaða. YOGA •YOGA • YOGA - RÉTT SLÖKUN losar um spennu í vöðvum, róar og kyrrir hugann. - LÍKAMLEG ÁREYNSLA Í ÆFINGUM. Þá styrkjum við vöðva, liðbönd, liðamót, mýkjum hrygginn og örvum blóðrás. - RÉTT ÖNDUN þýðir að anda djúpt og vel. - RÉTT FÆÐI sem stjórnast af hófsemi og fjölbreytni. - JÁKVÆTT HUGARFAR. Að beina huganum jákvætt að verkefnum dagsins strax að morgni. Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar. NÝJUNG - KRAFTYOGA -KRÖFTUGAR YOGAÆFINGAR Sértímar fyrir byrjendur og barnshafandi www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, sími 588 5711 og 694 6103 www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is Til sölu land í Landeyjum 50 hektarar. 250 þús. kr. hektarinn. Upplýsingar í síma 865 6606. Anna María Jónsdóttir geðlæknir Hef opnað læknastofu í Lækningu, Lágmúla 5 Tímapantanir í síma 590 9200
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.