Morgunblaðið - 28.08.2005, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 49
DAGBÓK
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is Velvakandi
Svarað í síma 5691100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
90 ÁRA afmæli. Í dag, 28. ágúst,er níræð Guðrún Lovísa Guð-
mundsdóttir, búsett á dvalarheimilinu
Lundi á Hellu. Hún tekur á móti gest-
um á dvalarheimilinu í dag frá kl. 15.
GULLBRÚÐKAUP | Í dag, 28. ágúst,
eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin
Una Halldóra Halldórsdóttir og Geir
Guðmundsson, Vitastíg 16, Bolung-
arvík.
Hlutavelta | Þessar ungu stúlkur hafa
safnað flöskum og dósum og selt auk
þess sem þær hafa selt vinabönd og
fleira á Akureyri að undanförnu til
styrktar krabbameinssjúkum börnum.
Afraksturinn er góður því alls söfnuðu
stúlkurnar 20.135 krónum. Þær heita
Alvilda Ösp Ólafsdóttir og Ellen Huld
Þórðardóttir.
Morgunblaðið/Kristján
Fyrirspurn
ÞAÐ er hryggilegt að vita að Háskóli
Íslands hunsar tilmæli um að síma-
stúlka svari á íslensku í svarsíma pró-
fessors Hannesar Hólmsteins. Ég hef
áður með góðri fyrirgreiðslu Morg-
unblaðsins, Velvakanda, birt at-
hugasemd um þetta mál sem varðar
miklu. Háskóli Íslands er í forystu-
sveit þeirra sem verja eiga íslenska
þjóðtungu. Honum ber því skylda til
þess þegar svarað er í nafni há-
skólaprófessora að færa sér í nyt hið
gullfagra íslenska mál. Ég hefi nefnt
þetta við forystumenn Háskólans og
menntamálaráðherrann, Þorgerði
Katrínu, sem tók ábendingu minni vel
og er fullgilding þess áforms vænt-
anlega á næstu blaðsíðu á verk-
efnaskrá hennar.
Pétur Pétursson þulur.
Húsnæðismál láglaunafólks
KONA sem hefur 120 þús. til ráðstöf-
unar eftir skatt á mánuði ætlaði að
kaupa íbúð. Hún fór í greiðslumat.
Hún er einhleyp, barnlaus og leigir 40
fm húsnæði fyrir 50 þúsund á mánuði.
Húsaleigubætur fær hún ekki því
leigusalinn vill ekki gefa leiguna upp
og segir að þess vegna sé leigan
svona lág. Konan rekur bíl því hún
þarf að fara langan veg í vinnu og bíll-
inn því nauðsynlegur. Hún á smá
sparifé svo hún getur borgað þessi
10% sem vantar uppá með 90% láni.
Niðurstöður greiðslumatsins voru
á þá leið að hún gæti fengið 7 millj. kr.
lán. Ef hún keypti eign undir 10 millj-
ónum. Annars gat hún fengið rúmar 3
milljónir. Hún talaði við fasteignasala
sem sagði henni að íbúð fyrir þetta
verð væri ekki til í Reykjavík. Hún
yrði að fara út á land til þess að þetta
yrði mögulegt. Þessi kona er nú ekki
tilbúin til þess, hún er fædd hér í
borginni og hefur búið hér alla sína
tíð. Hún hefur örugga vinnu hér og á
aldraðan föður sem hún þarf að hugsa
um. Auk þess eru allir hennar vinir og
skyldfólk hér.
Þessi kona er því ofurseld leigu-
markaðnum hér fyrst hún er ekki
tilbúin að rífa sig upp með rótum.
Með þessu er ekki hægt að segja ann-
að en að láglaunafólki sé gert ókleift
að kaupa sér húsnæði. Ég heyrði fyr-
ir nokkru síðan í útvarpsviðtali fram-
sóknarmann halda því fram að allir
gætu keypt á þessum nýju lánum,
láglaunafólk og öryrkjar líka. Ég tal-
aði við þennan mann og hann sagði að
þetta ætti að vera mögulegt fyrir
þetta fólk. Það þyrfti að fara að end-
urskoða þessi mál og gera öllum
kleift að kaupa sér húsnæði því það er
ekki grín að hrekjast um á hinum
svarta leigumarkaði eða leigja fé-
lagslegt húsnæði sem hefur hækkað
mikið og er auk þess vísitölutryggt.
Sigrún Reynisdóttir.
Lesið í strætó
FRÁBÆRT framtak hjá ungskáld-
inu Arndísi Þórarinsdóttur að skrifa
smásögur til birtingar í strætó. Lest-
urinn styttir stundir og léttir lund á
ferðinni. Frábært væri ef sögurnar
yrðu síðar gerðar aðgengilegar til
kaupa.
T.Þ.
Sunnudagur 28. ágúst
11.00: Hátíðarmessa með Fjall-
ræðunni. Biskup Íslands, herra
Karl Sigurbjörnsson, prédikar.
Með honum þjóna sr. Sigurður
Pálsson, sr. Kristján Valur Ing-
ólfsson, sr. Jón Dalbú Hróbjarts-
son og sr. Bára Friðriksdóttir.
„Drottinn er styrkur minn“ eftir
John A. Speight fyrir sópran,
kór, 12 málmblásara, pákur og
orgel (frumflutningur). Flytj-
endur: Elín Ósk Óskarsdóttir
sópran, Hátíðarkór Kirkju-
listahátíðar, Málmblásarasveit úr
Sinfóníuhljómsveit Íslands,
Björn Steinar Sólbergsson orgel,
Eggert Pálsson pákur, Stjórn-
andi: Hörður Áskelsson. Dóm-
kórinn í Ósló syngur. Stjórnandi:
Terje Kvam.
12.30–17.00: Markaður á Hall-
grímstorgi. „Með gleðisöng koma
þeir aftur og bera kornbindin
heim“. Markaður m.a. í samstarfi
við Sólheima í Grímsnesi.
15.30: Trond Kverno ræðir um
verk sitt, Matteusarpassíu, sem
flutt er síðdegis þennan dag. Suð-
ursalur Hallgrímskirkju.
17.00: Matteusarpassía eftir
Trond Kverno fyrir kór, 5 ein-
söngvara og söngflokk án undir-
leiks. Rómað verk frá 1986 sem
hlotið hefur lof víða um heim,
m.a. í söngför Dómkórsins í Ósló
til Bandaríkjanna fyrr á þessu
ári. Fyrr um daginn fjallar höf-
undurinn, norska tónskáldið
Trond Kverno, um verk sitt.
Flytjendur: Vox evangelistae:
Marianne Hirsti, cantus, Mari-
anne E. Andersen, altus, Ian
Partridge, tenor I, Joseph Corn-
well, tenor II, Njål Sparbo, bass-
us. Vox Christi: David Martin,
altus, Jon English, tenor I, Colin
Campbell, tenor II, Thomas
Guthrie, bassus I, Graham Titus,
bassus II. Dómkórinn í Ósló.
Stjórnandi: Terje Kvam.
Miðaverð: 2.500 kr.
Dagskrá Kirkjulistahátíðar
1. e4 d5 2. exd5 Dxd5 3. Rc3 De5+ 4.
Be2 c6 5. d4 Dc7 6. Rf3 Bf5 7. 0-0 e6
8. He1 Rf6 9. Rh4 Bg6 10. g3 Rbd7
11. Bf3 Rb6 12. Bf4 Bd6 13. Be5 0-
0-0 14. Bxf6 gxf6 15. a4 f5 16. a5 Rd5
17. Rxd5 exd5 18. c4 dxc4 19. Da4 f4
20. Rxg6 hxg6 21. Dxc4 fxg3 22. fxg3
Staðan kom upp í áskorendaflokki
Skákþings Íslands sem lauk fyrir
skömmu í Háskólanum í Reykjavík.
Jóhann Helgi Sigurðsson (2.094)
hafði svart gegn Bjarna Sæmunds-
syni (1.805). 22. – Bxg3! 23. hxg3
Dxg3+ 24. Bg2 Hh2 25. Dc2 Hdh8
Svartur hótar nú máti sem ekki er
hægt að svara með góðu móti. 26.
Kf1 Hh1+ 27. Bxh1 Hxh1+ 28. Ke2
Dg2+ 29. Kd3 Hh3+ og hvítur gafst
upp enda er hann að tapa drottning-
unni.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
• Þekkt kaffihús í Reykjavík. Mjög góð staðsetning.
• Gott iðnfyrirtæki fyrir trésmið sem vill breyta til. Ársvelta 150 mkr.
• Matvælavinnsla með þekkt vörumerki. Hentar til flutnings og/eða sameiningar.
• Rótgróið iðnfyrirtæki með mikla sérstöðu. Ársvelta 70 mkr. Góð afkoma.
• Stór heildverslun með vörur fyrir stórmarkaði og góðan hagnað.
• Lítil sérverslun með þekktar gjafavörur. Ársvelta 40 mkr.
• Rótgróin ferðaskrifstofa með innanlands- og utanlandsdeild.
• Lítil heildverslun með byggingavörur. Hentar vel til sameiningar.
• Stór húsgagnaverslun með góð innkaupasambönd.
• Þekkt heildverslun - sérverslun með húsgögn og gjafavörur. Ársvelta 70 mkr.
Góður hagnaður.
• Varmi, bílasprautun og réttingar. Þekkt nafn og stöðug velta.
• Stór matvælavinnsla. Ársvelta 380 mkr.
• Trésmíðafyrirtæki með eigin innflutning sem framleiðir heilsárshús. Góð
verkefnastaða.
• Heildverslun með sérhæfðar tæknivörur. Ársvelta 110 mkr.
• Deildir úr heildverslunum með ýmsar vörur. Hentugar sem viðbót fyrir
heildverslanir.
• Rótgróin bókabúð í miðbænum. Góður rekstur.
• Lítið vínumboðsfyrirtæki með fjórar bjórtegundir í kjarna. Hentugt til sameiningar.
• Þekkt fataverslun við Laugaveg. Ársvelta 30 mkr.
• Meðalstórt verktakafyrirtæki í jarðvinnu. Góð verkefnastaða.
YOGA •YOGA • YOGA
- RÉTT SLÖKUN losar um spennu í vöðvum, róar og kyrrir
hugann.
- LÍKAMLEG ÁREYNSLA Í ÆFINGUM. Þá styrkjum við vöðva,
liðbönd, liðamót, mýkjum hrygginn og örvum blóðrás.
- RÉTT ÖNDUN þýðir að anda djúpt og vel.
- RÉTT FÆÐI sem stjórnast af hófsemi og fjölbreytni.
- JÁKVÆTT HUGARFAR. Að beina huganum jákvætt að
verkefnum dagsins strax að morgni.
Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar.
NÝJUNG - KRAFTYOGA
-KRÖFTUGAR YOGAÆFINGAR
Sértímar fyrir byrjendur
og barnshafandi
www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is
YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT
Síðumúla 15, sími 588 5711 og 694 6103
www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is
Til sölu land í Landeyjum
50 hektarar. 250 þús. kr. hektarinn.
Upplýsingar í síma 865 6606.
Anna María Jónsdóttir
geðlæknir
Hef opnað læknastofu í Lækningu, Lágmúla 5
Tímapantanir í síma 590 9200