Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.08.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 53 MENNING Sunnudagur 28. ágúst 11.00 HÁTÍÐARMESSA MEÐ FJALLRÆÐUNNI Biskup Íslands, Herra Karl Sigur- björnsson, prédikar. Með honum þjóna sr. Sigurður Pálsson, sr. KristjánValur Ingólfs- son, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og sr. Bára Friðriksdóttir. „DROTTINN ER STYRKUR MINN“ eftir John A. Speight fyrir sópran, kór, 12 málmblásara, pákur og orgel (frumflutningur) Flytjendur: Elín Ósk Óskarsdóttir sópran Hátíðarkór Kirkjulistahátíðar Málmblásarasveit úr Sinfóníu- hljómsveit Íslands Björn Steinar Sólbergsson orgel Eggert Pálsson pákur Stjórnandi: Hörður Áskelsson Dómkórinn í Osló syngur. Stjórnandi:Terje Kvam. 15.30 TROND KVERNO RÆÐIR UM VERK SITT, MATTEUSARPASSÍU, sem flutt er síðdegis þennan dag. 17.00 MATTEUSAR- PASSÍA eftir Trond Kverno fyrir kór, 5 einsöngvara og söng- flokk án undirleiks. Rómað verk frá 1986 sem hlotið hefur lof víða um heim, m.a. í söngför kórsins til Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Flytjendur: Vox evangelistae: Marianne Hirsti, cantus, Marianne E.Andersen, altus, Ian Partridge, tenor I, Joseph Cornwell, tenor II, Njål Sparbo, bassus. Vox Christi: David Martin, altus, Jon English, tenor I,Colin Campbell, tenor II, Thomas Guthrie, bassus I,Graham Titus, bassus II. Dómkórinn í Osló Stjórnandi:Terje Kvam. KIRKJULISTAHÁTÍÐ 200520.–28. ÁGÚSTHallgrímskirkju í Reykjavík Nánari upplýsingar á www. kirkjan.is/kirkjulistahatid og í síma 510 1000 LOKADAGUR KIRKJULISTAHÁTÍÐAR Missið ekki af mögnuðum listviðburðum! NORSKA MENNINGAR- OG KIRKJUMÁLARÁÐUNEYTIÐ • DÓMS- OG KIRKJUMÁLARÁÐUNEYTIÐ KRISTNISJÓÐUR • ÍSLANDSBANKI • ICELANDAIR • REYKJAVÍKURPRÓFASTSDÆMIN • NORSKA SENDIRÁÐIÐ • ALCAN • ANTIKMUNIR • BLÓMAVAL • GISTIHEIMILIÐ SNORRI HARPA SJÖFN • HJÁ GUÐJÓNÓ • HÓTEL HOLT • HÓTEL LEIFUR EIRÍKSSON • HÓTEL FRÓN • HÓPFERÐAMIÐSTÖÐIN HREYFILL • INGÓLFUR GUÐBRANDSSON • NÝHERJI • SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ JOHNA. SPEIGHT ELÍN ÓSK ÓSKARSD. TROND KVERNO DÓMKÓRINN Í OSLÓ MARIANNE HIRSTI MARIANNE E.ANDERSEN IAN PARTRIDGE JOSEPH CORNWELL NJÅL SPARBO DAVID MARTIN JON ENGLISH COLIN CAMPBELLTHOMAS GUTHRIE Opið golfmót Golfklúbbs Þorlákshafnar Mótið verður haldið sunnudaginn 28. ágúst á hinum glæsilega 18 holu Þorláksvelli. Texas Scramble Þátttökugjald er 3.000 kr. Glæsileg verðlaun ! 1. sæti 2 x 40.000 kr gjafabréf frá HEKLU 2. sæti 2 x árgjald í GOLFKLÚBBI ÞORLÁKSHAFNAR 3. sæti 2 x 20.000 kr gjafabréf frá HEKLU Hola í höggi á 16.braut heitur pottur frá ÍSLEIFI JÓNSSYNI Nándarverðlaun á öllum par 3 holum ofl. Upplýsingar og skráning á www.golf.is og í síma 483-3009. FRUMFLUTT er á Kirkjulistahátíð í dag verkið „Drottinn er styrkur minn“ eftir John A. Speight undir stjórn Harðar Áskelssonar. Speight segir verkið hafa verið tilbúið um nokkurt skeið en nú fyrst hafi fengist tækifæri til að flytja það: „Verkið varð til árið 2003. Þá hafði ég nýlega unnið með Herði Áskels- syni að verðlaunaflutningi Jóla- oratoríunnar minnar. Við vinnum svo vel saman – leyfi ég mér að segja – og kom þá þessi hugmynd upp: að skrifa aftur fyrir þennan stórkost- lega kór sem Hörður er með í Hall- grímskirkju. Ég var svo ánægður með hvernig Elín Ósk Óskarsdóttir stóð sig í flutningnum á óratoríunni að ég ákvað að skrifa verk fyrir hana sérstaklega og Mótettukórinn.“ Til hafði staðið að flytja verkið um páska, en það reyndist of stórt í snið- um: „Þar sem þetta eru svona stórar kanónur í íslensku tónlistarlífi ákvað ég að hafa verkið svolítið stórt í snið- um og úr varð verk fyrir einsöngs- sópran, stórkór, tólf blásara, orgel og pákur,“ segir John frá. „Svo kom í ljós að of dýrt var að flytja svona verk á páskadag og því varð að fresta flutningnum. Hörður fann þetta tækifæri núna og verkið pass- ar vel inn í Kirkjulistahátíð.“ Flytjendur eru sem fyrr segir El- ín Ósk Óskarsdóttir og Hátíðarkór Kirkjulistahátíðar en málmblás- arasveit úr Sinfóníuhljómsveit Ís- lands spilar einnig auk Björns Stein- ars Sólbergssonar orgelleikara og Eggerts Pálssonar pákuleikara. John segist hafa reynt að smíða glaðlegan texta og verk, enda samið í fyrir gleðidaginn páskadag: „Ég samdi stykki sem mér þykir vera mjög glaðlegt. Þetta er ósköp að- gengileg tónlist. Fólk virðist stund- um vera svo hrætt við nýja tónlist. Ég skil það ekki sjálfur en ég reyndi að gera eitthvað sem mun ekki hræða fólk,“ bætir John við hlæj- andi. Fór aldrei til baka Jon A. Speight hefur búið á Ís- landi frá árinu 1972. Hann stundaði nám við Guildhall School of Music and Drama þar sem hann kynntist íslenskri konu sinni. Hingað fluttu þau og hefur John síðan verið mjög virkur í íslensku tónlistarlífi. „Við ætluðum upphaflega að vera hérna í 2 ár og kaupa svo hús í Lundúnum, en við fórum aldrei til baka,“ segir John og bætir við glettinn: „Mér finnst svo ægilega gaman hérna. Fyrsta árið var svolítið erfitt hjá konunni minni en hún er búin að jafna sig.“ „Drottinn er styrkur minn“ verð- ur flutt við Hátíðarmessu með fjall- ræðunni í dag, sunnudag, kl. 11. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörns- son, prédikar. Einnig syngur Dóm- kórinn í Ósló undir stjórn Terje Kvam. Tónlist | Nýtt verk Johns A. Speight frumflutt á Kirkjulistahátíð Morgunblaðið/Golli Tónverk samið fyrir páskadag Hörður Áskelsson John A. Speight Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.