Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 28.08.2005, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 28.08.2005, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 55 Svo alhæft sé á heimskuleganhátt er óhætt að fullyrða aðBretar séu ekki svo vitlaus- ir, þegar kemur að popptónlist. Þeir hafa jú gefið okkur stórkost- lega tónlistarmenn í gegnum tíð- ina, þótt maður hafi stundum á til- finningunni að þeir bresku listamenn sem notið hafa mestri hylli í heimalandi sínu sýni fram á að hinn breski almenningur hafi ekki mjög góðan smekk (þá er átt við hinn algilda og eina rétta smekk, smekk höfundar þessa pistils). Dæmin eru auðvitað mýmörg, eins og illskiljanlegt dálæti bresku þjóðarinnar á bræðrunum í Oasis og Kryddpíunum margfrægu. Stundum er eins og hálfgerð æði grípi breska alþýðu, eins og þegar Babylon Zoo gerði allt vitlaust með laginu „Spaceman“ árið 1996 og seldi 250.000 eintök af smáskíf- unni á einni viku. Þrátt fyrir þennan dómgreind- arbrest (enn skal tekið fram að hér er auðvitað um smekksatriði að ræða) hafa stórkostlegir lista- menn og hljómsveitir notið dálætis bresku þjóðarinnar. Þar má nefna The Beatles, Badly Drawn Boy, David Bowie, Electric Light Orchestra og Queen, svo örfá dæmi séu nefnd.    Og nú er komin fram ný stjór-stjarna. Stjarnan er karl- maður og heitir James Blunt. Lag hans, „You’re Beautiful“, var í fyrsta sæti breska smáskífulistans í fimm vikur, allt þar til á sunnu- daginn fyrir viku, þegar lag með drengjasveitinni McFly tók við á toppnum. „You’re Beautiful“ hefur einnig verið afar vinsælt hér á landi. Ef hinn algildi mælikvarði, smekkur undirritaðs, er lagður á tónlist Blunts verður niðurstaðan nokkuð hagstæð listamanninum. List hans er léttmeti, en tilfinn- ingarík á köflum og hljómar ágæt- lega, að minnsta kosti við fyrstu hlustun. Blunt virðist vera liðtæk- ur lagasmiður. Fyrsta plata hans, Back to Bedlam, hefur selst í yfir einni milljón eintaka í Bretlandi einu, síðan hún kom út í fyrra. Hún hef- ur nú verið sjö vikur á toppi vin- sældalistans í Bretlandi og kemur út í Bandaríkjunum 4. október. Vonast er til að Blunt nái viðlíka vinsældum vestanhafs, en útvarps- stöðvar í New York og Los Angel- es eru þegar farnar að spila „You’re Beautiful“ af miklum þrótti.    Ævisaga þessa 28 ára gamlaEnglendings er ekki dæmi- gerð fyrir poppstjörnu. Faðir hans var ofursti í breska hernum og var að sögn andsnúinn því að hafa tónlist á heimilinu. „Við áttum eina kassettu með Bítlunum og eina með Beach Boys,“ segir Blunt í viðtali við news.com.au. „Kannski hafði það jákvæð áhrif á mig að hafa enga tónlist á heim- ilinu,“ bætir hann við. „Ég hef ekki orðið fyrir áhrifum frá mörg- um listamönnum.“ Blunt fetaði í fótspor föður síns og gekk í herinn. Hann var í frið- argæsluliði Breta í Kosovo og var að lokum orðinn höfuðsmaður, með 30.000 undirmenn. Hann var einnig í lífvarðasveit drottningar, en hætti í hernum fyrir þremur árum til að einbeita sér að tónlist- inni. Blunt hitti Lindu Perry, sem samið hefur lög fyrir listamenn á borð við Pink, Christinu Aguilera og Gwen Stefani, og hún bauð honum útgáfusamning við fyr- irtæki sitt, Custard Records. Hann fór til Kaliforníu í september 2003 til að taka upp Back to Bedlam. Perry stjórnaði upptökum á síð- asta lagi plötunnar, „No Bravery“, sem er innblásið af reynslu Blunts sem foringi í breska hernum í Kosovo. Ný stórstjarna er fædd ’List Blunts er léttmeti,en tilfinningarík á köfl- um og venst vel. Ekki innihaldslaus blöðru- popplög.‘ AF LISTUM Ívar Páll Jónsson Uppgangur James Blunts hefur verið með ólíkindum. ivarpall@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.