Morgunblaðið - 28.08.2005, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK.
STRÆTÓBÍLSTJÓRAR hafa staðið í
ströngu undanfarið, enda hefur breytt
leiðakerfi Strætó bs. farið öfugt ofan í
ýmsa. Margir telja nýtt kerfi síðra hinu
eldra og benda á ýmsa annmarka þess. Bíl-
stjórarnir standa vaktina hvað sem á dyn-
ur og þurfa að sætta sig við breytt vinnu-
fyrirkomulag, bráðabirgðakaffiaðstöðu og
auk þess hættir sumum farþegum til að
láta óánægju sína bitna á þeim. Ef farið er
öfugum megin framúr, Mogginn er ekki
kominn þegar haldið skal til vinnu eða
strætóinn kemur of seint er best að bíta á
jaxlinn, bjóða góðan dag og brosa til bíl-
stjóranna. Það léttir lund og lífgar upp á
daginn.
Morgunblaðið/Kristinn
Samferða í gegnum breytingar
ELDUR kom upp í kjallara í húsi við
Stigahlíð í gærmorgun og lagði mikinn
reyk um bæði kjallarann og efri hæð húss-
ins.
Tilkynning um eldsvoðann barst
slökkviliðinu í Reykjavík klukkan 6.57 og
voru tveir dælubílar og sjúkrabílar komnir
á staðinn skömmu síðar.
Þegar slökkviliðsmenn fóru inn í kjall-
ara hússins fundu þeir konu sem lá með-
vitundarlaus á gólfinu. Konunni var bjarg-
að út úr húsinu en í ljós kom að hún hafði
brennst illa. Samkvæmt upplýsingum
lækna á Landspítala – háskólasjúkrahúsi
er hún alvarlega slösuð og liggur hún nú á
gjörgæsludeild með reykeitrun og bruna-
sár.
Sjö íbúar hússins komust
út af sjálfsdáðum
Mikill reykur og gríðarlegur hiti var í
kjallaranum, þar sem upptök eldsins urðu,
en reykinn lagði upp á efri hæð hússins.
Sjö aðrir íbúar hússins komust af sjálfs-
dáðum út úr húsinu og varð ekki meint af.
Aðgerðum slökkviliðs á staðnum lauk
um hálfáttaleytið.
Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni í
Reykjavík og þegar Morgunblaðið fór í
prentun voru eldsupptök enn ókunn.
Kona er
alvarlega
slösuð
Eldur í húsi við Stigahlíð
„BRENNISTEINSSÝRA er
mjög hættuleg í flutningi,“ segir
Jakob Kristinsson, dósent í eitur-
efnafræði við læknadeild Háskóla
Íslands, um mál Litháa sem tek-
inn var á Keflavíkurflugvelli í
vikunni með tvær flöskur af
brennisteinssýru.
Hann segir efnið vera ætandi
og éti sig t.d. í gegnum málma og
ál sérstaklega, en við það ferli
myndist eiturgufur. Efnið sé
einnig hættulegt viðkomu og
skilji eftir sig sár á húð manna.
Litháinn var með flöskurnar í
handfarangri og segir Jóhann R.
Benediktsson, sýslumaður á
Keflavíkurflugvelli, ljóst að stór-
hættulegt hafi verið að flytja efn-
ið til landsins með þeim hætti
sem maðurinn gerði.
Sérstakt leyfi þarf til þess að
flytja brennisteinssýru til lands-
ins en efnið er mikið notað í iðn-
aði hér á landi og er t.d. í öllum
bílarafgeymum. Þá er það meg-
inuppistaðan í svonefndum stíflu-
eyði, sem hægt er að kaupa í
flestum byggingarvöruverslunum
hér á landi, að sögn Jakobs.
Hann segist þó ekki vita hvort
hægt sé að nota stíflueyðinn í
stað brennisteinssýru við amfeta-
mínframleiðslu.
Ýmsar leiðir eru færar til þess
að framleiða amfetamín og er
brennisteinssýran nauðsynleg í
því ferli, þótt hún sé óvirkt auka-
efni. Jakob segir ekki hægt að
fullyrða um hve mikið amfetamín
hefði mátt framleiða með tveimur
flöskum af brennisteinssýru, það
fari eftir öðrum efnum sem notuð
séu við framleiðsluna. Aðalefnin
séu kemísk efni, t.d. fenylasiton
og fenylediksýra, sem mun erf-
iðara og dýrara sé að útvega.
Margar uppskriftir til
„Það fer eftir því hvað menn
vilja hafa mikið fyrir þessu. Það
eru margar uppskriftir til og
hægt að finna þær á Netinu,“
segir Jakob en bendir á að
ákveðnar leiðir séu algengastar
við framleiðsluna.
Sambærileg mál hafa skotið
upp kollinum við og við, að sögn
Jakobs. Í kringum 1980 gerði
lögregla í fyrsta sinn upptæka
amfetamínverksmiðju hér á
landi. Árið 2001 fundust við hús-
leit öll grunnefni til framleiðslu
amfetamíns og í nóvember 2003
gerði lögregla upptæka stórfellda
amfetamínframleiðslu í Kópavogi.
Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfir-
lögregluþjónn, segir að tilraun til
innflutnings á efninu sé áhyggju-
efni. Hann tekur undir ummæli
Jóhanns R. Benediktssonar í
Morgunblaðinu í gær, um að efn-
ið sé að öllum líkindum ætlað til
amfetamínframleiðslu. Þó slík
mál komi ekki oft upp segir Ás-
geir lögreglu sífellt vera á varð-
bergi.
Lithái var tekinn með brennisteinssýru á Keflavíkurflugvelli á mánudag
„Mjög hættuleg í flutningi“
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
ÞAÐ var handagangur í öskjunni á Hótel
Loftleiðum í gærmorgun þegar leitin að
næstu Idol-stjörnu hófst. Alls hafa 1.400
manns skráð sig til þátttöku og þeim kann
að fjölga því prufur verða á nokkrum stöð-
um á landsbyggðinni á næstunni. Um eitt
hundrað þátttakendur fá að halda áfram og
munu þeir spreyta sig í Salnum í Kópavogi.
Lokakeppnin verður að venju í Smáralind
og mun keppendum fækka smám saman uns
sigurvegarinn verður krýndur á Stöð 2 í
vetur.
Morgunblaðið/Kristinn
Leitin að næstu Idol-stjörnu er hafin
LÖGREGLAN á Ísafirði handtók þrjá
menn aðfaranótt laugardags, grunaða
um ölvunarakstur.
Raunar var þó einungis um tvö tilvik
að ræða, samkvæmt upplýsingum frá
lögreglu, en í öðru þeirra stöðvaði öku-
maður bifreið sína og hljóp burt ásamt
farþega er lögregla reyndi að stöðva
bílinn.
Þeir náðust skömmu síðar en bentu
báðir á hinn þegar þeir voru inntir eft-
ir því hver hefði ekið bílnum.
Vísuðu hvor
á annan