Morgunblaðið - 28.09.2005, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
EFTIR að Árni M. Mathiesen hafði
skilað lyklunum í sjávarútvegsráðu-
neytinu fór hann í fjármálaráðuneytið
til Geirs H. Haarde. „Ég hélt að hann
væri þyngri,“ sagði Árni er hann tók
við lyklunum af Geir. Árni sagði að
sitt fyrsta verkefni yrði að koma fjár-
lagafrumvarpinu áfram á Alþingi.
Ráðherraskipti í sjávarútvegsráðuneyti og fjármálaráðuneyti
Morgunblaðið/Sverrir
Ýtir fjárlagafrum-
varpinu úr vörEINAR K. Guðfinnsson tók viðlyklavöldum í sjávarútvegsráðu-
neytinu af Árna M. Mathiesen í
gær. Hann sagðist vera að taka við
spennandi viðfangsefni. Sitt fyrsta
verk yrði að ræða við sína nýju
samtarfsmenn. „Ég hyggst heim-
sækja helstu stofnanir ráðuneyt-
isins og hafa samband við fólk í
sjávarútveginum. Ég legg mikla
áherslu á að reyna að eiga gott og
milliliðalaust samstarf við fólkið í
sjávarútveginum eins og ég hef
alltaf gert,“ sagði Einar.
Morgunblaðið/Sverrir
Spennandi viðfangsefni
DAVÍÐ Oddsson skipaði sem utan-
ríkisráðherra í gærmorgun Sigríði
Dúnu Kristmundsdóttur, prófessor
við Háskóla Ís-
lands og fv. þing-
mann, sendi-
herra frá og með
1. júní 2006 að
telja. Mun hún þá
flytjast til Pret-
oriu og taka við
embætti sendi-
herra í S-Afríku.
Þá skipaði ut-
anríkisráðherra
Kristján Andra Stefánsson sendi-
herra frá 1. október 2005 nk.
Kristján Andri tekur við sem
stjórnarmaður í Eftirlitsstofnun
EFTA, ESA, frá 1. nóvember 2005.
Sigríður Dúna
sendiherra í
Suður-Afríku
Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir
STARFSMANNAFÉLAG Akraness
og Launanefnd sveitarfélaga gengu
frá nýjum kjarasamningi í fyrra-
kvöld og hefur verkfalli félagsins
verið frestað til 9. október og verð-
ur aflýst, verði samningurinn sam-
þykktur.
Samningurinn felur í sér 22%
launahækkun á þriggja og hálfs árs
samningstíma, en hann gildir frá 1.
júní síðastliðnum og til 30. nóv-
ember 2008 að því er fram kemur á
heimasíðu Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja.
STAK semur og
frestar verkfalli
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness
dæmdi í gær fjóra pilta á aldrinum
17 og 18 ára í 3 mánaða skilorðs-
bundið fangelsi fyrir líkamsárás,
sem framin var í Hafnarfirði í októ-
ber síðastliðinn.
Piltarnir réðust á 19 ára gamlan
pilt, felldu hann í götuna og spörk-
uðu í hann liggjandi. Ákærðu voru
einnig dæmdir til að greiða fórn-
arlambi sínu tæpar 40 þúsund krón-
ur í bætur auk málskostnaðar.
Ákærðu játuðu á sig árásina og
samþykktu bótakröfuna.
Gunnar Aðalsteinsson héraðs-
dómari dæmdi málið. Anna Svava
Þórðardóttir, fulltrúi sýslumanns-
ins í Hafnarfirði, var sækjandi.
3 mánaða
fangelsi fyrir
líkamsárás
GUÐMUNDUR B. Ólafsson, lög-
maður mannanna þriggja sem
Hæstiréttur dæmdi nýverið til að
greiða konu miskabætur eftir að
hafa brotið gegn persónu og frelsi
hennar, telur að eðlilega hafi verið
staðið að lögreglurannsókn málsins.
Hann segir það ekki hafa verið
mönnunum í hag að vera ekki yfir-
heyrðir strax en gagnrýnt hefur ver-
ið að mennirnir þrír voru ekki hand-
teknir samtímis. „Það er ekki
sakborningum til góðs að rannsókn
dragist á langinn því venjan er sú að
ef menn muna ekki eftir atvikum er
það yfirleitt túlkað þeim í óhag,“ seg-
ir hann.
Þá segir Guðmundur að rannsókn
sem fram fór á vettvangi og skoðun á
líkama konunnar hafi ekki verið lík-
leg til að leiða til sakfellingar. Konan
kærði mennina fyrir nauðgun en
ekki var ákært í málinu.
„Það er ekkert við þessa lögreglu-
rannsókn að athuga, miðað við lýs-
ingar konunnar sjálfrar og manna á
því sem þarna gerðist,“ segir Guð-
mundur og segist taka undir það mat
lögreglunnar og ríkissaksóknara að
litlar líkur hefðu verið á sakfellingu
hefði málið verið ákært.
„Eins og lýsingarnar sem komu
fram hjá henni bæði fyrir dómi og
hjá lögreglu þá hafnaði hún í raun og
veru aldrei því sem þarna gerist. Það
kemur aldrei fram hjá henni að hún
vilji þetta ekki. Hún sagði fyrir dómi
að hún hefði leynt því að hún hefði
verið hrædd og verið ósamþykk því
sem fram fór. Hún bar því fyrir sig
að hún hefði séð það í þætti hjá
Opruh Winfrey að þetta væru við-
brögð sem hún ætti að sýna.“
Mennirnir hafi því ekki getað átt-
að sig á því að það sem fram fór hafi
verið án hennar samþykkis. „Þeir
mátu það þannig að hún hefði tekið
fullan þátt í því sem þarna fór fram,
m.a. hafi hún tekið fullan þátt í
munnmökum með tveimur mönnun-
um. Hún sagðist hafa leynt því að
hún væri hrædd. Þannig að þeir gátu
aldrei áttað sig á því að hún væri
mótfallin því sem þarna fór fram.
Það er nú ekki alltaf leitað eftir sam-
þykki fyrir kynmökum heldur eru
þau eitthvað sem þróast í samskipt-
um fólks.“
Guðmundur telur að ekki eigi að
tala um nauðgun þar sem skjólstæð-
ingar hans hafi aldrei verið ákærðir
eða dæmdir fyrir nauðgun.
Hafnaði aldrei
því sem gerðist
Egilsstaðir | Fyrirhugaðri vettvangs-
ferð óbyggðanefndar um Norðaust-
urlandi vegna þjóðlendukrafna rík-
isins þar, sem hefjast átti í dag, hefur
verið frestað fram á næsta vor. Lík-
legt þykir að áformuðum málflutn-
ingi sem fara átti fram eftir áramót í
tengslum við málið verði jafnframt
frestað.
„Það voru fyrirtökur í þessum
málum á svæði 5 á Norðausturlandi
17. ágúst sl. og þar voru lagðar fram
kröfulýsingar í öllum málum frá lög-
mönnum ríkisins, jarðeigendum og
öðrum aðilum,“ sagði Guðjón Ár-
mannson, lögfræðingur hjá
óbyggðanefnd í samtali við Morgun-
blaðið í gær. „Áætlað var að fara á
vettvang á morgun og fram til 2.
október til að fara yfir svæðið. Vetur
gekk hins vegar fyrr í garð en menn
hugðu og ekki útlit fyrir að það lag-
ist. Ferðin hefði því ekki nýst
óbyggðanefnd sem skyldi.“
Guðjón segir að ekki sé búið að
dagsetja nýja ferð, en hún verði
væntanlega farin næsta vor eða sum-
ar. Frestunin raski ekki málinu að
öðru leyti en því að ólíklegt verði að
teljast að málflutningur fari fram
fyrr en eftir slíka vettvangsferð, en
stefnt var að málflutningi eftir næstu
áramót. Óbyggðanefnd hefur þó ekki
tekið ákvörðun um þetta, en kemur
saman fljótlega til þess.
„Við erum nú að vinna í úrskurð-
um á svæði 4, Suðvesturlandi og
höldum einnig áfram að vinna í svæði
5 áður en við komum á vettvang,“
segir Guðjón og segir aðspurður að
frestunin gefi landeigendum og
sveitarfélögum eitthvað rýmri tíma
til að fara yfir sín mál.
Málaskipting óbyggðanefndar á
svæði 5, Norðausturlandi, er í fimm
hlutum: Fljótsdalur, Fell og Jökul-
dalur austan Jökulsár á Brú er
fyrsta mál, annað fjallar um Jökuldal
norðan og vestan Jökulsár ásamt
Jökulsárhlíð og Hróarstungum, hið
þriðja um Vopnafjarðarhrepp, fjórða
um Skeggjastaðarhrepp, Svalbarðs-
hrepp og Þórshafnarhrepp og
fimmta málið varðar Öxarfjarðar-
hrepp og Raufarhöfn.
Kröfur íslenska ríkisins vegna
svæðis 5 bárust haustið 2004. Þær
voru kynntar með tilkynningu
óbyggðanefndar skömmu fyrir jól
sama ár og þá óskað eftir kröfum
annarra um eignarréttindi á svæð-
inu. Kröfur annarra en íslenska rík-
isins um eignarréttindi bárust svo
fram í maí 2005 og heildarkröfur
voru kynntar yfir tímabilið 25. maí til
30. júní 2005. Fyrstu fyrirtökur fóru
fram 17. ágúst sl. og höfðu þá borist
rúmlega 100 kröfulýsingar frá ein-
stökum jarðeigendum og sveitar-
félögum sem telja til eignarréttar á
svæðinu. Níu lögmenn vinna nú fyrir
hönd landeigenda og sveitarfélaga.
Vettvangsferð óbyggðanefnd-
ar um Norðausturland frestað
$%
&! '%
(!
)'%
!"#
!
#
$
NÆST þegar sjónvarpsáhorfendur
sjá Loga Bergmann Eiðsson á
skjánum verður það í fréttatíma
Stöðvar 2 en
hann hefur nú
verið ráðinn til
starfa á 365 miðl-
um og hættir þar
með á Ríkis-
útvarpinu eftir
rúmlega fjórtán
ára starf. Mun
hann verða einn
af aðallesurum
kvöldfrétta
Stöðvar 2 ásamt Sigmundi Erni
Rúnarssyni og Eddu Andrésdóttur.
Einnig mun hann byggja upp og
stjórna nýjum þáttum á Stöð 2.
Logi Bergmann sagði í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi að
ákvörðunin ætti sér mjög stuttan
aðdraganda en nýverið var hann
ráðinn sem ritstjóri að nýjum dæg-
urmálaþætti á RÚV, sem kemur í
stað Kastljóssins og á að hefja
göngu sína 10. október.
„Það er margt sem spilar inn í,“
segir Logi spurður um hvað liggi að
baki ákvörðuninni. „Það eru per-
sónulegar ástæður sem búa að baki
og líka viljinn til að prófa annað.
Þetta var rétti tíminn. Ég vildi fara
núna áður en nýi þátturinn færi í
loftið og leyfa þeim þá að móta
hann sjálfir frekar en að bíða leng-
ur.“
Logi Bergmann
til Stöðvar 2
Logi Bergmann
Eiðsson
SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ hef-
ur í tveimur sambærilegum málum
komist að þeirri niðurstöðu að ekki
sé ástæða til að aðhafast frekar,
vegna kröfu Fornleifastofunnar um
fjárhagslegan aðskilnað hjá Nátt-
úrustofu Vestfjarða annars vegar og
Byggðasafni Skagfirðinga hins veg-
ar.
Samkeppniseftirlitið segir að í
gögnum máls varðandi Náttúrustofu
Vestfjarða komi fram að fjárhags-
legur aðskilnaður í skilningi sam-
keppnislaga hafi þegar átt sér stað
milli fornleifaþjónustu og annarar
starfsemi Náttúrustofunnar. Sá að-
skilnaður er að mati Samkeppniseft-
irlitsins fullnægjandi, sem bendir á
að velta fornleifadeildar Náttúru-
stofunnar hafi aðeins numið þremur
milljónum króna árið 2003.
Í máli Byggðasafns Skagfirðinga
kemur fram að til standi að skilja að
fjárhagslegan rekstur safnsins og
sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Vegna þeirra yfirlýsinga telur Sam-
keppniseftirlitið ekki ástæðu til að
aðhafast í málinu, en áskilur sér rétt
til að taka málið upp aftur hafi að-
skilnaðurinn ekki verið framkvæmd-
ur fyrir lok þessa árs.
Fjárhagslegur
aðskilnaður í
fornleifaþjónustu
„ÉG hef ekki frétt af því ennþá
að það hafi orðið fjárskaðar, en
menn óttuðust það mjög um
helgina að það myndi hugsan-
lega eitthvert fé lenda í fönn
vegna veðurs,“ segir Ólafur
Vagnsson, hjá Búnaðarsam-
bandi Eyjafjarðar, þegar hann
er spurður um ástandið hjá
fjárbændum vegna þeirrar
snjóatíðar sem hefur verið á
Norðurlandi. Ólafur segir
bændur ekki hafa fundið kind-
ur sem þeir hafi verið að leita
að og óttast að þær hafi skriðið
í skurði.
Ekki vitað um
fjárskaða