Morgunblaðið - 28.09.2005, Page 8

Morgunblaðið - 28.09.2005, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gættu að þér, maður, farðu ekki svona nálægt. Njólinn gæti smitast af kvefinu í mér. Fyrstu greiðslum úrumræddu 2,4 millj-arða framlagi verður m.a. varið til að standa straum af kostnaði við undirbúning samein- ingarkosninganna 8. októ- ber. Áætlað er að allt að 300 milljónir renni úr Jöfnunarsjóði í ár vegna fyrri sameininga og und- irbúnings fyrir sameining- arkosningarnar. Elín Pálsdóttir, for- stöðumaður Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga, segir að 2,4 milljarðarnir sem verja á til sameiningar sveitarfé- laga á árunum 2005–2009, komi að hluta sem sérstakt framlag úr rík- issjóði. Allt að 1,1 milljarður mun þannig renna úr ríkissjóði í Jöfn- unarsjóð til sameiningarmála á árunum 2005–2009. Á þessu ári er áætlað að framlag ríkissjóðs verði allt að140 milljónir. Um síðustu áramót gengu í gildi ný lög um Lánasjóð sveitarfélaga. Með þeim féll niður árlegt framlag Jöfnun- arsjóðs til Lánasjóðsins. Allt að 800 milljónum af auknu ráðstöf- unarfé Jöfnunarsjóðs verður var- ið til sameiningarmála 2005–2009. Eigið framlag Jöfnunarsjóðs til sameiningarmála á sama árabili nemur allt að 500 milljónum króna, eða um 100 milljónum á ári, sem er svipað og undanfarin ár. Settar hafa verið sérstakar reglur (295/2003) um greiðslur úr Jöfnunarsjóði vegna sameiningar sveitarfélaga. Nú þegar er farið að úthluta framlögum vegna und- irbúnings og vinnu við sameining- arkosningarnar 8. október, að sögn Elínar. Þær renna til sam- starfsnefnda sveitarfélaga um sameiningu og eru óháðar því hvort af sameiningu verður eða ekki. Greiðslunum er ætlað að mæta eðlilegum kostnaði við könnun á hagkvæmni sameining- ar, kynningu á sameiningartillögu og framkvæmd atkvæðagreiðslu. Samkvæmt vinnureglum, byggðum á a-lið, 1. greinar fyrr- nefndra reglna, nema greiðslur vegna könnunar á hagkvæmni sameiningar 800 þúsund krónum, nái sameiningartillagan til tveggja sveitarfélaga. Séu þau fleiri koma 400 þúsund fyrir hvert sveitarfélag til viðbótar. Fast framlag vegna kynningar á hverri sameiningartillögu er ein milljón króna og að auki 100 krónur á hvern íbúa sem tillagan nær til. Vegna framkvæmdar atkvæða- greiðslu eru greiddar 350 kr. á hvern íbúa sem sameiningartillag- an nær til. Um er að ræða há- marksgreiðslur úr Jöfnunarsjóði á grundvelli fyrrnefndrar reglu. Heildarframlag Jöfnunarsjóðs getur aldrei orðið hærra en sem nemur raunverulegum kostnaði sveitarfélagsins við þá þætti sem falla undir þetta ákvæði. Framlög háð sameiningu Aðrir liðir í fyrrnefndum reglum verða virkir þar sem sam- eining er samþykkt. Þá munu framlög berast til sveitarfélaga sem kjósa að sameinast og verða greidd frá sameiningarárinu 2006 og til 2009. Í reglunum eru t.d. gefnar heimildir til að veita fram- lög til að bera kostnað af samein- ingu á bókhaldi sveitarfélaga sem sameinast. Skuldajöfnunarfram- lög verða veitt og er markmið þeirra að sveitarfélagi verði rekstrarhæft í kjölfar sameining- ar. Tekjujöfnunar- og útgjalda- jöfnunarframlög úr sjóðnum verða ekki skert á því ári sem sveitarfélög sameinast. Verði skerðing á tekjujöfnunar- og út- gjaldajöfnunarframlagi í kjölfar sameiningar er sjóðnum heimilt að veita sérstakt framlag í fjögur ár frá sameiningarári að telja. Þá er Jöfnunarsjóði heimilt að taka þátt í launakostnaði fram- kvæmdastjóra í sameinuðu sveit- arfélagi í fjögur ár frá samein- ungu, ef ekki hefur verið starfandi framkvæmdastjóri í sveitarfélög- unum. Þetta á einkum við þegar fámenn sveitarfélög sameinast. Jöfnunarsjóður getur einnig komið að framkvæmdum við grunnskóla- og leikskólamann- virki sem taldar eru nauðsynlegar til að hægt sé að endurskipuleggja skólahald eftir sameiningu. Sjóð- urinn má einnig leggja fé til þró- unar stjórnsýslu í nýju sveitarfé- lagi í allt að fimm ár. Þá segir á heimasíðunni: „Samstarfsnefndir og nýsameinuð sveitarfélög geta með öðrum orðum sótt um að fá ýmiss konar stuðning úr Jöfnun- arsjóði sveitarfélaga og því er mikilvægt að menn geri sér grein fyrir reglunum.“ Tekjur Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga eru tryggðar þannig að sjóðurinn fær úr ríkissjóði sem nemur 2,12% af innheimtum skatttekjum ríkissjóðs. Á grund- velli fjárlaga 2005 eru það tæp- lega 5,8 milljarðar. Þá fær sjóð- urinn árlega úr ríkissjóði sem nemur 0,264% af álagningarstofni útsvars næstliðins tekjuárs. Á grundvelli fjárlaga 2005 eru það 1,36 milljarðar. Einnig fær sjóð- urinn hluta af útsvarstekjum sveitarfélaga sem nemur 0,77% af álagningarstofni útsvars hvers ár. Er þetta vegna jöfnunar í tengslum við flutning grunnskól- ans til sveitarfélaga 1996. Þessi liður er áætlaður í ár um 4,2 millj- arðar. Einnig hefur Jöfnunarsjóð- ur vaxtatekjur. Fréttaskýring | Sameining sveitarfélaganna 2,4 milljarðar í sameiningu Jöfnunarsjóður sveitarfélaga gegnir stóru hlutverki við sameiningar Gömul hreppamörk eru víða að hverfa. Átak til eflingar sveit- arstjórnarstigsins  Allt að 2,4 milljörðum verður varið úr Jöfnunarsjóði næstu ár- in til eflingar sveitarstjórn- arstigsins. Er þetta í samræmi við yfirlýsingu félagsmálaráð- herra, fjármálaráðherra og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga 17. september 2004. Einnig í sam- ræmi við tillögur tekjustofna- nefndar sem lagðar voru fram í mars síðastliðnum. Sameining- arkosningar verða haldnar 8. október næstkomandi. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ... í Þjóðleikhúsklúbbnum? Þjóðleikhúsið býður klúbbum af öllum stærðum og gerðum upp á sérsniðna þjónustu. Ef þinn klúbbur ákveður að gerast kortagestur í Þjóðleikhúsinu, mun starfsfólk hússins sjá til þess að kvöldið verði eftirminnilegt. Fordrykkur, matur á undan eða í lok sýninga, spjall við aðstandendur sýninga eða listamenn hússins, skoðunarferð baksviðs... gerðu óskalista yfir draumaleikhúsferðina þína og við látum hana rætast. Hafðu samband strax! Við elskum að fá gesti! Vissir þú að árskort í Þjóðleikhúsið kostar aðeins 10.500 kr.? Vissir þú að dagsetningar liggja þegar fyrir, svo þú getur gengið að þinni sýningu vísri? Vissir þú Leikhúskjallarinn hefur gengið í endurnýjun lífdaga og þar getur þú gengið að gómsætum réttum og lifandi skemmtun í allan vetur? Þjóðleikhúsið – leikhúsið þitt! Ert þú... AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.