Morgunblaðið - 28.09.2005, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 11
FRÉTTIR
LÁTINN er Áskell
Einarsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri
Fjórðungssambands
Norðlendinga. Hann
lést 25. september síð-
astliðinn á heimili sínu á
Húsavík.
Áskell fæddist 3. júlí
árið 1923 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru
Einar Þorkelsson, skrif-
stofustjóri Alþingis og
Ólafía Guðmundsdóttir.
Áskell lauk gagn-
fræðaprófi frá Flens-
borg 1939 og prófi frá
Samvinnuskólanum 1948. Hann
varð auglýsingastjóri á Tímanum
1948 til 1956 og fulltrúi á skrifstofu
orkumálastjóra 1956 til 1958. Ás-
kell gegndi starfi bæjarstjóra á
Húsavík árin 1958 til 1966 og var
svo framkvæmdastjóri sjúkrahúss-
ins á Húsavík frá 1967 til 1971. Það
ár tók hann við starfi framkvæmda-
stjóra Fjórðungssambands Norð-
lendinga og gegndi því allt til árs-
loka 1992 eða í tæp 22 ár er hann
lét af störfum fyrir aldurs sakir, en
sambandið var þá
jafnframt lagt niður.
Áskell beitti sér fyrir
margvíslegum mál-
um í þágu lands-
byggðar í störfum
sínum á vegum
Fjórðungssambands-
ins, m.a. því að jafna
símakostnað allra
landsmanna. Hann
skrifaði m.a. ritið
Land í mótun,
byggðaþróun og
byggðaskipulag.
Hann tók einnig
þátt í félagsmálum,
sat m.a. í stjórn Félags ungra fram-
sóknarmanna og Sambandi ungra
framsóknarmanna og var lengi
gjaldkeri sambandsins.
Áskell var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Þórey Þorkelsdóttir,
sem lést árið 1961. Þau eignuðust
tvær dætur. Síðari kona hans var
Áslaug Valdimarsdóttir, en hún lést
árið 1996.
Þau eignuðust tvö börn. Áskell
eignaðist eina dóttur áður en hann
kvæntist.
Andlát
ÁSKELL
EINARSSON
UNDIR kjörorðinu „Holl mjólk og
heilbrigðir krakkar“ verður al-
þjóðlegi mjólkurdagurinn haldinn
hátíðlegur hér á landi í dag. Það
er Matvæla- og landbúnaðar-
stofnun Sameinuðu þjóðanna
(FAO) sem hvetur til hátíðarhald-
anna um allan heim.
Í fréttatilkynningu frá markaðs-
nefnd mjólkuriðnaðarins kemur
fram að í tilefni dagsins verði
nemendum í 4. bekk grunnskóla
landsins boðið að taka þátt í
teiknimyndasamkeppni sem teng-
ist þema dagsins og eru veitt verð-
laun fyrir tíu bestu teikningarnar
að samtals kr. 250 þúsund krónum
sem renna til bekkjarferða og
sameiginlegra verkefna bekkj-
ardeilda.
Samkeppni við aðra drykki
Í tilkynningunni segir að dag-
urinn sé haldinn hátíðlegur til að
minna á hollustu mjólkur og nauð-
syn þess að auka mjólkurneyslu
barna í skólum. Á Íslandi hafi
mjólkurneysla barna dregist tölu-
vert saman frá því sem áður var
og nær meðalneysla í skólum ekki
nema um 0,8 dl á barn.
„Í flestum löndum á mjólkin í
harðri samkeppni við aðra
drykkjarvöru. Má þar nefna safa,
djús og gosdrykki. Sumar þjóðir
hafa til mótvægis þessari þróun
gripið til þess ráðs að banna sölu
og neyslu slíkra drykkja í skólum
og enn aðrar þjóðir gefa skóla-
börnum mjólk.“
Markaðsnefnd mjólkuriðnaðar-
ins hefur fest kaup á mjólkurkæli-
vélum sem standa nú öllum grunn-
skólum landsins til boða þeim að
kostnaðarlausu, segir í tilkynning-
unni.
Morgunblaðið/Kristinn
Mjólk er góður kalkgjafi að sögn markaðsnefndar mjólkuriðnaðarins.
Haldið upp á Alþjóðlega
mjólkurdaginn í dag
ÞEGAR ráðherraskipti fóru fram í ríkisstjórninni
í gær voru Davíð Oddsson, sem hvarf úr stóli ut-
anríkisráðherra, og Halldór Ásgrímsson forsætis-
ráðherra spurðir um fregnir fjölmiðla af Baugs-
málum undanfarna daga. Davíð sagði m.a. að
sakarefnið skipti máli í þessu sambandi en ekki
hverjir hefðu kært. Halldór sagðist vera undr-
andi og hneykslaður á umræðunni.
Davíð sagði að loknum sínum síðasta ríkis-
stjórnarfundi að þegar farið væri að brjótast inn í
tölvupóst manna væru mál komin á nýtt og
óvenjulegt stig sem allir hlytu að hafa áhyggjur
af, líka starfsmenn Fréttablaðsins.
Aðspurður hvort eitthvað annarlegt hafi búið
að baki hjá Morgunblaðinu undanfarið, sagðist
Davíð halda að óumdeilt væri að eigendur blaðs-
ins hafi ekki skipt sér mikið af blaðinu.
Baugsmálið aðallega dómsmál
Hann sagði Baugsmálið aðallega dómsmál og
sagðist viðurkenna að hafa ekki lesið ákærurnar
enda hefði hann engan áhuga á þeim. Ruglað
hefði verið saman áhuga og áhyggjum hans af
Baugi á sínum tíma sem hefðu fólgist í að það
stefndi í að heilbrigð samkeppni yrði eyðilögð í
landinu með því að ákveðnir aðilar sölsuðu allt
undir sig og allt of mikið færðist yfir á of fáar
hendur. „Auðvitað hafa menn séð hvernig Baugs-
miðlarnir eru misnotaðir með þeim hætti sem
menn hafa ekki séð annars staðar. Þá hljóta
menn að velta því fyrir sér hvort önnur fyrirtæki
sem sömu aðilar eiga séu misnotuð með sama
hætti.“ Spurður hvernig fjölmiðlarnir hefðu verið
misnotaðir sagðist Davíð ekki þurfa að útlista það
enda sæi öll þjóðin það.
Davíð sagði fundi Styrmis Gunnarssonar og
Kjartans Gunnarssonar ekki tengjast Sjálfstæð-
isflokknum því umfjöllunarefnið hefði verið hvort
tilteknir aðilar gætu verið lögfræðingar tiltekins
manns. En það skipti engu máli. „Tökum sem
dæmi að ég væri ákærður fyrir einhverja hluti og
þegar það væri rannsakað kæmi upp úr kafinu að
einhverjir menn, Jón Ólafsson eða Jón Ásgeir
hefðu kært mig. Hvaða máli skiptir það? Það
skiptir máli það sem ég hefði gert og að það yrði
rannsakað, ekki hverjir hefðu komið því til lög-
reglunnar. Af einhverjum ástæðum vilja menn
rugla umræðuna, nota fjölmiðlaveldi sitt til að
rugla umræðuna. Við skulum bara sjá hvað gerist
hjá dómstólunum, hvort þessum málum verði vís-
að frá, hvort þessir menn verði sýknaðir og þá er
það gott fyrir þá, eða hvort þeir verða sakfelldir.“
Að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum var
Davíð spurður hvernig honum fyndist að hætta
afskiptum af stjórnmálum mitt í þeirri fjölmiðla-
umfjöllun sem nú ætti sér stað. „Mér finnst afar
skemmtilegt að fá, án þess að ég sé nefndur á
nafn, þá kveðju í Blaðinu í dag, sem er bersýni-
lega leiðari skrifaður af Sigurði G. Guðjónssyni,
að nú sé allra brýnast að Alþingi taki upp á ný
nýtt fjölmiðlafrumvarp. Það er dálítið merkilegt
því Sigurður hafði heilmikil áhrif á að þessum
lögum var synjað á sínum tíma, en hann virðist
vera þeirrrar skoðunar, og það er birt í leiðara
Blaðsins í dag, að það sé allra brýnasta verkefni
núna að setja nýtt fjölmiðlafrumvarp. Það finnst
mér dálítið merkilegt í þessari umræðu, að það
skuli gerast á degi sem ég er að hverfa úr mínu
starfi,“ sagði Davíð enn fremur.
Eftir ríkisráðsfundinn ræddu fréttamenn við
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Hann var
fyrst spurður álits á Baugsmálunum. „Ég er bæði
undrandi og hneykslaður á mörgu því sem hefur
komið fram síðustu daga. Ég tel að það sé hlut-
verk fjölmiðla að upplýsa um mál eftir bestu getu
en mér finnst að þeir séu að nokkru leyti ger-
endur í þessu máli. Ég er þeirrar skoðunar að
það sé mjög mikilvægt núna að dómstólar lands-
ins fái frið til að vinna í málinu. Það er mjög al-
varlegt þegar menn liggja undir grun og ásök-
unum árum saman um alvarleg brot. Þess vegna
held ég að það sé best fyrir okkur öll ef dómstól-
arnir geta ráðið þessu máli til lykta.“
Þegar Halldór var spurður hvað hann ætti við
með því að fjölmiðlar væru gerendur sagði hann:
„Ég held að ég þurfi ekkert að útskýra það. Ef
menn hafa lesið blöðin síðustu daga þá held ég að
það sé alveg ljóst að það eiga sér stað hatrömm
átök um málið og ég held ég þurfi ekkert að út-
skýra það fyrir ykkur.“ Inntur eftir því hvort
þetta mál hafi skaðað ríkisstjórnina sagði hann:
„Ég tel að þetta mál hafi skaðað okkur öll sem
þjóðfélag. Þjóðfélagið hefur verið gagntekið af
þessu máli og ég tel að umfjöllunin núna upp á
síðkastið hafi verið þannig að fólk hefur ruglast í
ríminu. Það er ekki gott og þess vegna tel ég að
það sé mjög mikilvægt að þessu máli ljúki þannig
að við getum farið að vinna að því sem skiptir
okkur máli í framtíðinni. Ég tel að þetta mál taki
alltof mikinn tíma og orku í umfjölluninni núna.“
Spurður hvort rétt væri að setja á laggirnar
rannsóknarnefnd vegna þessa máls sagði Hall-
dór: „Það er spurning hvað á að rannsaka. Á
þessu stigi finnst mér ekki tímabært að taka
ákvörðun um eitthvað slíkt meðan málið er í
gangi hjá dómstólum og hjá lögreglu. Það er al-
gjört forgangsatriði að mínu mati að því ljúki.“
Fjölmiðlafrumvarp í haust
Þegar hann var áfram spurður hvort hann teldi
að ákveðnir fjölmiðlar hefðu beitt sér sérstaklega
og ráðið atburðarás, sagði hann: „Ég ætla ekki að
segja neitt um það og útskýra það. Ég held að all-
ir sjái það sem lesa blöðin þessa dagana hvað er
um að vera.“ Aðspurður sagði hann að ætlunin
væri að leggja fram nýtt fjölmiðlafrumvarp í
haust. „Það er ætlunin. Það er búið að ljúka starfi
um þessi mál og það náðist um það ágætt sam-
komulag. Mér finnst sjálfsagt að byggja á því og
ég heyri ekki betur en að í þjóðfélaginu almennt
sé samstaða um það að það þurfi að vera til
rammalöggjöf um fjölmiðlana.“
Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson tjáðu sig um Baugsmálin í gær
Sakarefnið skiptir máli
en ekki hverjir kæra
Morgunblaðið/ÞÖK
Davíð Oddsson á sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í gær, ásamt Birni Bjarnasyni, Halldóri Ásgríms-
syni og Geir H. Haarde. Í tilefni dagsins var rjómaterta á boðstólum þegar fundurinn hófst.
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson og Örnu Schram
Í HVERT sinn sem tölvupóstur er
sendur verða til a.m.k. fjögur eintök
af honum og fólk ætti að hugsa sig
tvisvar um áður en það sendir við-
kvæm gögn með tölvupósti. Þetta
segir Hjálmar Gíslason, fram-
kvæmdastjóri tölvufyrirtækisins
Spurls ehf.
Afritin verða til á tölvu sendand-
ans, tölvu viðtakandans og í tölvum
netþjónustuaðila þeirra beggja. Sé
pósturinn skoðaður af annarri tölvu
og með netvafra geta einnig orðið til
afrit á þeim tölvum sem notaðar eru
til að skoða póstinn. Þá séu sumir
vafrar þannig gerðir að þeir vista not-
endanöfn og lykilorð í tölvunum sem
notaðar eru til að skoða tölvupóst á
Netinu, jafnvel án þess að notendur
séu spurðir um það sérstaklega, að
sögn Hjálmars. Í slíkum tilfellum geti
utanaðkomandi ekki aðeins skoðað
póst sem þegar hefur verið sendur,
heldur geti þeir haldið áfram að fylgj-
ast með tölvupóstssamskiptum við-
komandi svo lengi sem hann breytir
ekki aðgangsorðum sínum.
Leiti fyrst næst sér
Öryggi tölvupósts hefur verið tals-
vert til umfjöllunar undanfarið vegna
fréttaflutnings Fréttablaðsins um
tölvupóstssamskipti Jónínu Bene-
diktsdóttur, Styrmis Gunnarssonar,
ritstjóra Morgunblaðsins, o.fl.
„Ef menn ætla að leita að söku-
dólgi í svona máli, þá myndi ég byrja
næst mér. Ég myndi byrja á því að
athuga hvort ég hefði sent gögnin
eitthvað og hvort ég gæti treyst þeim
öllum. Á heimilum og vinnustöðum er
líka talsvert af fólki sem hefur að-
gang að tölvu viðkomandi, annað-
hvort með réttu eða röngu. Einnig er
hægt að koma fyrir njósnabúnaði á
tölvunni ef brotaviljinn er þannig,“
segir Hjálmar.
Aðspurður segir hann afar ólíklegt
að slík brot séu framin hjá netþjón-
ustuaðila. Þar séu vinnubrögðin afar
fagmannleg og auk þess nánast
öruggt að slíkt kæmist upp. Það sé
sömuleiðis afar ólíklegt að einhverj-
um takist að brjótast inn á netþjóna í
þessum tilgangi. „Ég myndi byrja að
leita einhvers staðar annars staðar,“
segir hann.
Fjögur ein-
tök verða til
af hverjum
tölvupósti
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is