Morgunblaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● HLUTABRÉF lækkuðu lítillega í
verði í Kauphöll Íslands í gær. Úrvals-
vísistalan lækkaði þannig um 0,07%
og er 4599 stig. Viðskipti í Kauphöll-
inni námu rúmum 8,7 milljörðum
króna, og munaði þar mest um ríf-
lega fjögurra milljarða króna viðskipti
með hlutabréf.
Bréf Jarðborana hækkuðu um
4,48% eftir að fréttir bárust af því að
fyrirtækið hefði átt lægsta tilboðið í
stórt verk fyrir Orkuveitu Reykjavíkur.
Bréf Símans hækkuðu um 1,04% og
bréf Össurar hækkuðu um 0,59%.
Bréf Atorku lækkuðu um 0,83% og
bréf Marels um 0,75%.
Jarðboranir hækka
● DREGIÐ hefur úr
tiltrú almennings á
efnahagslífinu og
atvinnuástandinu
hér á landi og
væntingum til
ástandsins eftir
hálft ár. Þetta kem-
ur fram í væntinga-
vísitölu Gallup fyrir
septembermánuð, sem birt var í
gær. Vísitalan lækkar um 11 stig frá
fyrra mánuði og er nú 123,4 stig.
Dregið hefur úr væntingum almenn-
ings nær óháð aldri, menntun eða
tekjum. Þar sem væntingavísitalan
er yfir 100 stigum eru þeir þó fleiri
sem eru bjartsýnir en svartsýnir.
Í Morgunkorni Greiningar Íslands-
banka segir að tiltrú neytenda hafi
minnkað þrátt fyrir lítið atvinnuleysi
og mikinn hagvöxt. Skýringin sé að
öllum líkindum verðbólguskotið sem
átti sér stað í september og sú nei-
kvæða efnahagsumræða sem fylgdi
í kjölfarið í fjölmiðlum.
Dregur úr væntingum
almennings
10($-0 ))*
5!,#6'('#(-!
3; # - !< =,:
66 #0 - !< =,:
! =,: 5 - !< =,:
5 - !< =,:
+ - =,:
2 > 6 =,:
? > =,:
% !<@ 6 =,:
%0! =,:
> 6 2 =,:
1 =,:
'25 =,:
' !.! 5&, > 6 =,:
A! =,:
785"(-
3 6 - !< =,:
5 6. 6 ! 2 =,:
+ .< & =,:
B; ; - !< =,:
),96 &*! =,: 1 ; 5 = =,:
C=& =,:
D ,& 6 < =,:
E$5 3 ; E !.
F
. 0 =,:
4 !0 =,:
8+(%9 00
5 6
& ,& =,:
). 2 =,: '!,G '!! #,:
F96 ,9 =,:
$:(
BHI
')
# 6:#
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
,
,
# 6:#
J J
J
J J
J
J J
J J
J
J
J
J
J
J
J
J
J J
J
J
J
J
J
J
K LM
K JLM
J
J
K J LM
J
J
K LM
K JLM
K LM
J
K J LM
J
J
K LM
J
J
J
J
J
J
J
K JLM
J
J
J
J
K LM
J
J
J
+ # 6 <
F > ) 6 N
% !< '
: : : : : J
: : :
:
:
:
: : :
: : :
J
J
J
J
J
:
J
J
J
J
: J
J
J
4 6 < ) @8: 6:
3F+: O 3=!! 5&0
# 6 <
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
J
3F+:J 4 ,
=! ,6 : 3F+:J 5
=! ! .! : 3F+:J 4
, 06! > :
Í GÆR veitti Fjármálaeftirlitið
samþykki sitt fyrir samruna
Burðaráss við annars vegar
Straum Fjárfestingarbanka og
hins vegar Landsbanka Ís-
lands. Til þess að samruninn
öðlist endanlega gildi þarf auk
þess samþykki Samkeppniseft-
irlitsins.
Í samtali við Morgunblaðið
sagði Gylfi Magnússon, for-
maður stjórnar Samkeppnis-
eftirlitsins, að málið væri á
lokastigi hjá eftirlitinu og nið-
urstöðu væri ekki lengi að bíða.
Skiptingin
Skipting Burðaráss og sam-
eining félagsins við Lands-
banka Íslands, annars vegar,
og Straum Fjárfestingarbanka,
hins vegar, var samþykkt á
hluthafafundum í félögunum
þremur um miðjan þennan
mánuð. Var það í samræmi við
skiptingar- og samrunaáætlun
sem stjórnir félaganna sam-
þykktu hinn 1. ágúst síðastlið-
inn.
Skiptingin er þannig að eign-
ir Burðaráss, þar með talið
hlutafé í sænska fjárfestingar-
bankanum Carnegie, Marel,
Straumi og Carrera, ásamt
lausafé, samtals að verðmæti
37 milljarðar króna, ganga til
Landsbankans.
Starfsemi Burðaráss ásamt
öðrum eignum félagsins sam-
einast hins vegar Straumi sem
heitir nú Straumur-Burðarás
Fjárfestingarbanki.
Samruni Burðaráss
við LÍ og Straum
Fjármála-
eftirlitið
veitir
samþykki
„ÍSLENDINGAR eru að taka völdin
í norrænu lággjaldaflugi.“ Þannig
hljóðar fyrirsögn í grein um fjár-
festingar Íslendinga í flugrekstri í
finnska blaðinu Hufvudstadsbladet.
Er í greininni meðal annars sagt
frá kaupum þeirra Pálma Haralds-
sonar og Jóhannesar Kristinssonar
á Sterling. Þó fer mestur hluti
greinarinnar í umfjöllun um eign-
arhald Burðaráss í finnska flug-
félaginu Finnair þar sem Burðarás
er næststærsti hluthafinn á eftir
finnska ríkinu.
Útgangspunkturinn í umfjöll-
uninni er sala þeirra Björgólfs
Thors Björgólfssonar, Björgólfs
Guðmundssonar og Magnúsar Þor-
steinssonar á bjórverksmiðjunni
Bravo í Sankti Pétursborg. Meðal
annars er sagt frá því að Magnús
hafi fjárfest sínum hluta í flug-
rekstri og byggt upp Avion Group,
stærsta flutningafyrirtæki á Ís-
landi. Þeir feðgar Björgólfur og
Björgólfur Thor hafa hins vegar, í
gegnum eignarhaldsfélag sitt Sam-
son (sem Magnús átti 14,5% hlut í
þar til í sumar), fjárfest í Lands-
bankanum sem er stærsti hluthaf-
inn í Burðarási.
Beðið eftir finnska ríkinu
Eins og áður sagði er Burðarás
næststærsti hluthafinn í Finnair og
hefur gengi finnska flugfélagsins
snarhækkað eftir að Burðarás tók
að fjárfesta í því. Blaðamaður Hbl
gerir því skóna að félagið bíði þess
að finnska ríkið selji sinn hlut í
Finnair með það að markmiði að
auka hlut sinn verulega.
Einnig er fjallað um eign Burðar-
áss í sænska lágfargjaldafélaginu
Fly Me sem er í samkeppni við Fly
Nordic, dótturfélag Finnair, sem á í
samstarfi við Sterling. Eigendur
Sterling eiga einnig hlut í Fly Me.
Íslendingar taka völdin
í norrænu lággjaldaflugi
HAGNAÐUR af rekstri SÍF hf. á fyrri helmingi
þessa árs nam 2,8 milljónum evra, jafnvirði um 210
milljónum króna. Á sama tímabili á síðasta ári var
hins vegar tap af rekstri félagsins 1,7 milljónir
evra.
Hafa ber í huga að aflögð starfsemi gaf félaginu
tekjur upp á 2,6 milljónir evra á þessu ári sam-
anborið við 1,2 milljónir á fyrri hluta síðasta árs.
Heildarsölutekjur SÍF á fyrstu sex mánuðum
þessa árs námu 228 milljónum evra en þær voru
121 milljón á sama tímabili í fyrra. Rekstrarhagn-
aður í ár var 973 þúsund evrur samanborið við 255
þúsund í fyrra. Mikill munur var á fjármagns-
gjöldum félagsins milli ára. Þau námu 2,6 millj-
ónum evra í fyrra en 156 þúsund evrum á fyrstu
sex mánuðum þessa árs. Hagnaður fyrir skatta
var 817 þúsund evrur í ár samanborið við tap upp á
2,5 milljónir í fyrra.
Hráefnisverð veldur erfiðleikum
Hagnaður SÍF eftir skatta var 204 þúsund evr-
ur í ár en hins vegar var tapið eftir skatta 2,9 millj-
ónir evra í fyrra. Að teknu tilliti til tekna af af-
lagðri starfsemi upp á 2,6 milljónir evra var
hagnaður félagsins því 2,8 milljónir evra á fyrri
helmingi þessa árs.
Í tilkynningu frá SÍF segir að hækkun hráefn-
isverðs samanborið við sama tíma í fyrra hafi haft
umtalsverða erfiðleika í för með sér fyrir félagið á
öðrum ársfjórðungi í ár. Þá segir að þegar horft sé
til næsta ársfjórðungs sé ljóst að hráefnisverð
muni einnig hafa umtalsverð áhrif á afkomu fé-
lagsins. Hins vegar gefi söluaukning umfram
væntingar á öllum lykilmörkuðum félagsins tilefni
til bjartsýni.
SÍF gerir ráð fyrir að söluaukning, ásamt af-
námi verndartolla á norskar laxaafurðir og lækk-
andi hráefnisverð, muni leiða til bættrar afkomu á
síðasta fjórðungi þessa almanaksárs.
SÍF hagnast um 210 milljónir
CARLSBERG, sem er fimmti
stærsti bjórframleiðandi heimsins,
ætlar að loka nær öðru hverju
brugghúsi sínu í Evrópu. Raunar er
um að ræða fjórtán af minni brugg-
húsum fyrirtækisins.
Stjórnendur Carlsberg segja að
lokun þessara brugghúsa sé nauð-
synleg til þess að auka arðsemi fyr-
irtækisins en stöðnun eða minnk-
andi spurn hefur verið eftir bjór í
löndum Evrópu auk þess sem hörð
verðsamkeppni hefur þrýst verðinu
niður.
Danska blaðið Børsen hefur eftir
forstjóra Carlsberg, Nils Smedega-
ard Andersen, að
ekki liggi fyrir ná-
kvæmar tímasetn-
ingar um lokan-
irnar auk þess sem
þær muni ráðast af
markaðsaðstæðum
á hverju svæði.
Carlsberg hefur
skipt brugghúsum
sínum í Evrópu upp
í tvo flokka, aðal-
brugghús eða
-verksmiðjur og stuðningsverk-
smiðjur. Þessi 29 brugghús eru
staðsett víðs vegar um Evrópu,
meirihlutinn þó í
Skandinavíu og
Þýskalandi.
Nú er orðið ljóst
að í framtíðinni ætl-
ar Carlsberg sér
aðeins að reka að-
albrugghúsin. Hins
vegar liggur fyrir
að vegna lokananna
þarf að stækka þau
brugghús sem eftir
verða með starf-
semi eða jafnvel reisa ný og því á að
framkvæma lokanirnar í áföngum.
Carlsberg var stofnað árið 1847
og þar starfa um 31.000 manns en
fyrirtækið framleiðir um 74 millj-
ónir bjórflaskna á degi hverjum.
Eitt af þeim brugghúsum sem loka
á er hið sögufræga brugghús Carls-
berg á Vesturbrú í Kaupmanna-
höfn. Félagið rekur einnig stórt
brugghús í Fredericia á Jótlandi og
segir forstjóri Carlsberg við Børs-
en að lagt verði í auknar fjárfest-
ingar þar.
Carlsberg er fráleitt eini bjór-
framleiðandinn sem hyggst grípa til
hagræðingaraðgerða, nær öll
stærri brugghús í Evrópu hafa lok-
að brugghúsum í hagræðingarskyni
Carlsberg lokar fjórtán
brugghúsum í Evrópu
P
'QE ' ++-
+ '+-
/)0'
)0)
L
L
5F'
/3R
& ..*
. (--
/)0+
/)0*
L
L
H3H D1R
. &-*
,,%
/)0.
)0)
L
L
%5R
66
%-(
+% %+)
/)0'
/)0-
L
L
BHR / S ?
. &((
+) .&-
/)0+
1)0+
L
L