Morgunblaðið - 28.09.2005, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 28.09.2005, Qupperneq 19
Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Skeiðarársandur | Gróðurinn breið- ir meira úr sér ár hvert á Skeiðarár- sandi, og nú eru farnir að sjást fal- legir haustlitir á birkitrjám sem þar eru farin að skjóta rótum. Reyndar eru um 30 ár síðan menn fóru að sjá birki skjóta rótum í skjóli Skeiðarár- jökuls, og segir Egill Jónsson, bóndi og fyrrverandi alþingismaður, að birkifræin berist úr Bæjarstaðar- skógi, handan Skeiðarár, og þar hafi mannanna hönd hvergi komið nærri. Áhugavert hefur verið að fylgjast með þróuninni undanfarna áratugi, og segir Egill að mosinn hafi farið að breiðast út fyrstur plantna, svo hafi lyng fylgt í kjölfarið, og þá birki og loðvíðir. Lífsgæðin fara greinilega batnandi á sandinum, og útbreiðsla birkisins er hraðari nú en nokkru sinni. Þakkar Egill það góðu árferði og fjölbreyttari lággróðri. Mikil berjaspretta er á svæðinu, sérstak- lega á krækiberjalynginu, og hefur verið lengi. Haustlitir á Skeiðar- ársandi MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 19 MINNSTAÐUR Fjöldi aukahluta Lágvær og þrælsterk, endist kynslóðir LYNGBREKKA - KÓP. Mjög góð 104 fm, 4ra herb. sér- hæð á fjölskylduvænum stað. Eignin skiptist í 3 rúmgóð svefn- herb., stofu sem og borðstofu, eld- hús og baðherbergi. Parket og flís- ar gólfi. Stórar svalir. Geymsla á jarðhæð. Góð eign í fallegu og grónu hverfi. V. 20,9 m. BLÖNDUBAKKI Mjög góð 4ra herb. íbúð á 3. hæð með aukaherb. í kjallara. Falleg beykieldhúsinnr. sem og nýleg tæki. Parket og korkur á gólfi, flí- salagt baðherb með þvotthúsi/- geymslu innaf. 3 rúmgóð herb., fataherb. innaf hjónaherb. Suður- svalir. Mjög barnvænt hverfi, stutt í leikskóla, skóla og ýmsa þjón- ustu. V. 19,9 m. HÓLAGATA - VOGAR Mjög gott 196 fm einbýli á 3 pöll- um á stórri hornlóð (eignarlóð). 5- 6 herbergi. 2 baðherbergi. stofa, borðstofa og eldhús. Parket og flís- ar á gólfi. Nýleg innrétting í eld- húsi. Möguleiki á bílskúrsrétti. Mjög áhugaverð eign. V. 25,5 m. LAUS FLJÓTLEGA. Ármúli 38 • Sími 520 6600 • www.eignakaup.is • eignakaup@eignakaup.is Helgi H. Jónsson, lögg. skipa- og fasteignasali SUÐURNES LANDIÐ Skorradalur | Föstudaginn 23. sept- ember sl. var þeim merka áfanga náð, að allir landshlutar eru komnir inn í verkefnið „Grænni skógar“ og voru Vesturlandsskógar síðasti hlekkurinn sem lokaði hringnum. Grænni skógar eru þá starfandi í öllum landsfjórðungum. Í dag eru um 130 skógarbændur í verkefninu, en þetta er þriggja ára nám á veg- um Landbúnaðarháskóla Íslands, sem kennt er í endurmennt- unarformi. Nú þegar er búið að útskrifa tvo hópa, einn af Norðurlandi og annan af Suðurlandi. Fulltrúar Landbúnaðarháskóla Íslands, Vesturlandsskóga, Skóg- ræktar ríkisins, Landgræðslu rík- isins og Félags skógarbænda á Vesturlandi skrifuðu undir samn- inginn, sem hefur það markmið að gera þátttakendur betur í stakk búna til að taka virkan þátt í mót- um og framkvæmd skógræktar og landgræðslu á bújörðum. Handaband Aðstandendur verkefnisins takast í hendur. Grænni skógar á Vesturlandi VEGAGERÐIN hefur auglýst út- boð á tvöföldun Reykjanesbrautar í framhaldi af þeim kafla sem nú þeg- ar hefur verið tekinn í notkun og áfram til Njarðvíkur. Alls er um að ræða 12,2 kílómetra af vegi og ligg- ur hann frá Strandarheiði til Njarð- víkur. Enn mun þá vanta kafla frá Kúagerði og inn í Hafnarfjörð auk tvöföldunar gegnum Garðabæ. Á kaflanum verða gerð þrenn mislæg gatnamót; við Vogaveg, Grindavíkurveg og Njarðvíkurveg og auk þess verða byggðar tvær stuttar brýr yfir Skógfellaveg. Mis- lægu gatnamótin eru öll svipuð að forminu til, þ.e. tígullausn með tveimur brúm og hringtorg sitt hvorum megin við Reykjanesbraut sem tengja saman rampa og þver- veg. Hinn tvöfaldi kafli endar um 400 m. vestan við tengingu til Keflavík- ur við söluskála við Fitjar. Þar verða tvær akreinar að einni með eyju milli umferðar úr gagnstæðum áttum. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir íbúa Suður- nesja hæstánægða með það að verk- ið skuli nú boðið út. „Ég tel að landsmenn allir geti samfagnað okk- ur í þessu, því flestir eiga þeir ein- hvern tíma leið um alþjóðaflugvöll- inn,“ segir Árni, sem tekur undir það að stórt skref sé tekið í því að bæta umferðaröryggið á svæðinu, ekki síst með hinum mislægu gatna- mótum við alla afleggjara að þétt- býliskjörnum. „Tvímælalaust, ég held að þessi framkvæmd sé í hópi stærstu umferðaröryggisverkefna á landinu. Tvöföld Reykjanesbraut og mislæg gatnamót á öllum gatnamót- um og væntanlega vegrið eiga að tryggja örugga umferð eins og raun sýnir þar sem þessi aðstaða er gerð. Við teljum að það sé það vel að þessu staðið að þetta verði á við það besta sem gerist erlendis, þegar vegriðin eru komin á brautina, þá er ekki hægt að hafa þetta betra.“ Árni segir einnig áhugavert að fá úr því skorið hversu fljótt verktakar treysta sér til að vinna verkið. „Þeir hafa fullyrt að þeir treysti sér til að vinna verkefnið á ári og það verður forvitnilegt að sjá hver viðbrögð þeirra eru þegar þetta er nú boðið út,“ segir Árni. Útboðum skal skilað fyrir kl. 14 þ. 8. nóv. nk. og verða þau opnuð þar kl. 14.15 sama dag. Verkinu skal verða að fullu lokið 1. júní 2008. Framhald tvöföldunar Reykjanesbrautar til Njarðvíkur boðið út Umferðaröryggi betur tryggt Öryggi Mislæg gatnamót við afleggjara auka umferðaröryggi til muna. Sandgerði | Samhæfni og Opin kerfi hafa gert samning við Sandgerðisbæ um alrekstur á upplýsingakerfum bæjarins. Með samningi þessum opna Opin kerfi fyrir þann mögu- leika að Sandgerðisbær leigi tölvu- búnað. Slíkt fyrirkomulag kemur í veg fyrir sveiflur í útgjöldum og í stað fjárfestinga kemur mánaðarleg- ur rekstrarkostnaður. Við upphaf samnings leggja Opin kerfi fram 29 ferðavélar og 25 borð- vélar, auk nokkurra skjávarpa, myndavéla og prentara. Sérfræðing- ar Opinna kerfa á Suðurnesjum, Hannes H. Gilbert munu ábyrgjast rekstur umhverfisins og hafa þar fasta viðveru vikulega. Pétur Brynjarsson, skólastjóri Grunnskóla Sandgerðisbæjar, segir að kennarar skólans séu afar ánægð- ir með þennan búnað sem nú er tek- inn í notkun. Tölvukerfi Grunnskóla Sandgerðis endurnýjað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.