Morgunblaðið - 28.09.2005, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 25
Í NÝLEGRI stjórnsýsluúttekt Rík-
isendurskoðunar á Háskóla Íslands eru
birtar upplýsingar sem sýna ótvírætt
að skólinn býr við verulegt fjársvelti.
Þetta fjársvelti verður ekki metið með
því að líta á rekstrarhalla því skólinn
hefur verið rekinn af fullri fjárhags-
legri ábyrgð og útgjöld
ráðast af tekjum. Sam-
anburður við erlenda
skóla sýnir hins vegar að
Háskóla Íslands eru lagð-
ir til miklu minni fjár-
munir en sambærilegir
erlendir skólar hafa yfir
að ráða. Þar munar
miklu, ekki bara örfáum
prósentum eða tugum
prósenta heldur reynast
tekjur erlendra sam-
anburðarskóla á hvern
nemanda vera tvöfalt til
þrefalt hærri en Háskóla
Íslands. Ef skólinn á að
geta staðist samanburð
við erlenda alhliða rann-
sóknaháskóla verður að
bæta fjárveitingar til
hans svo um muni.
Með einföldum reikn-
ingum má fara nærri um
hver fjárþörfin er. Hér
verður litið á stærstu liði
í veltu rannsóknaháskóla
en þeir eru eru þrír,
kennslufjárveiting, op-
inber rannsóknafjárveit-
ing og sértekjur vegna
rannsókna.
Kennslufjárveiting
Kennslufjárveiting
þarf að standa undir
kostnaði við kennsluþátt
launa kennara og annan kostnað vegna
kennslunnar. Fyrir allmörgum árum
var tekið upp reiknilíkan að erlendri
fyrirmynd til að meta fjárþörf vegna
háskólakennslu. Það felur m.a. í sér að
kostnaður vegna kennsluvinnu er
reiknaður út frá erlendum staðtölum
um tímasókn nemenda, hópastærðir og
vinnustundir að baki hverjum kennslu-
tíma, en hins vegar er miðað við ís-
lenska launataxta. Launataxti vegna
kennslu, svokölluð launastika, verður
að vera meðaldagvinnulaun þeirra sem
sinna kennslunni, háskólakennaranna,
ef rétt útkoma á að fást. Launin eru
þau sem fjármálaráðuneyti hefur samið
um við Félag háskólakennara eða
Kjaranefnd úrskurðað prófessorum. Í
ársbyrjun 2005 voru meðaldag-
vinnulaun háskólakennara 337 þús. kr.
á mánuði. Hins vegar var launastikan
sem ráðuneytið notar í reiknilíkani sínu
einungis 244 þús. kr. á mánuði. Af þeim
sökum myndast gjá milli fjárveitinga
annars vegar og eðlilegra útgjalda hins
vegar.
Annað vandamál er að ríkið greiðir
einungis fyrir um 5.000 heilsársnem-
endur en í raun eru ársverk nemenda í
HÍ um 5.500. Ellefta hverjum nemanda
fylgir engin fjárveiting.
Fjárveiting ársins 2005 vegna
kennslu er 3,2 milljarðar. Ef greitt
væri með öllum nemendum og gert ráð
fyrir að laun séu um 70% útgjalda
þyrfti kennslufjárveiting miðað við
rétta launastiku að vera um 4,4 millj-
arðar.
Það vantar sem sagt 1,2 milljarða
upp á kennslufjárveitinguna.
Rannsóknafjárveiting
Við norræna rannsóknaháskóla er
rannsóknafjárveiting úr ríkissjóði að
jafnaði nokkurn veginn jafnhá kennslu-
fjárveitingunni. Rannsóknafjárveiting
Háskóla Íslands árið 2005 er hins veg-
ar 1,3 milljarðar eða rúm 40% kennslu-
fjárveitingar. Stærsti hluti þeirrar upp-
hæðar fer í að greiða þann hluta launa
fastra kennara sem nemur rann-
sóknaskyldu þeirra, að jafnaði um 43%
vinnutímans. Rannsóknafjárveitingin
ræður því miklu um hve marga fasta
kennara skólinn getur haft á launum.
Eitt af því sem einkennir Háskóla Ís-
lands í samanburði við erlenda háskóla
er hve fáir fastir kennarar eru við skól-
ann. Hann reiðir sig því mjög á stunda-
kennara, en því fylgir óeðlilega mikil
ábyrgð og álag á föstu kennarana.
Rannsóknafjárveitingin þarf líka að
standa undir grunnkostnaði og öllum
búnaði vegna frjálsra rannsókna há-
skólakennara og síðast en ekki síst
rannsóknatengdu framhaldsnámi til
meistara- og doktorsprófs.
Háskóli Íslands er nú þegar öfl-
ugur rannsóknaháskóli og nemum í
rannsóknatengdu námi til meistara-
og doktorsprófs fjölgar
ört. Halda þarf áfram
að efla skólann svo
hann nái því marki að
standa jafnfætis nor-
rænum rann-
sóknaháskólum. Á nú-
verandi þróunarstigi
Háskólans sem rann-
sóknaháskóla væri
sanngjarnt að rann-
sóknafjárveiting væri
um tveir þriðju hlutar
kennslufjárveitingar
eða um þrír milljarðar
króna.
Niðurstaðan er því
sú að við núverandi að-
stæður vanti rúma
fjóra milljarða króna,
um 1,2 milljarða vegna
kennslu og um 3 millj-
arða vegna rannsókna,
eigi fjárveiting Háskól-
ans að vera sambæri-
leg við fjárveitingar
sambærilegs norræns
rannsóknaháskóla.
Sértekjur vegna
rannsókna
Auk opinberra fram-
laga til rannsókna og
kennslu eins og hér
hefur verið rakið hafa
norrænir háskólar
tekjur af styrkjum úr
rannsóknasjóðum og rannsókna-
samningum við einkaaðila. Dæmi-
gerður norrænn rannsóknaháskóli
hefur um þriðjung heildartekna
sinna af slíkum verkefnum. Mögu-
leikar Háskóla Íslands á þessu sviði
eru hins vegar takmarkaðir vegna
þess að íslenskir rannsóknasjóðir eru
enn mjög óburðugir og íslensk fyr-
irtæki leggja minna til háskólarann-
sókna en reyndin er erlendis, þó á
hinn bóginn fari erlendir styrkir til
verkefna við HÍ vaxandi. En hafa
verður í huga að slík rannsóknaums-
vif eru viðbót við kjarnastarfsemi
hvers skóla, kennslu og frjálsar
rannsóknir, sem ekki verður kostuð
svo neinu nemi af öðru en fjárveit-
ingum.
Til hvers vantar fé?
Eðlilegt er að spurt sé til hvaða
verkefna þeir fjórir milljarðar sem
áður er getið ættu að renna. Því er
auðsvarað:
Veruleg fjölgun fastra kennara.
Bætt aðstaða til verkkennslu,
bæði húsnæði og tækjabúnað.
Stuðningur við rannsóknatengt
framhaldsnám.
Styrking innviða rannsókna-
starfs með bættum tækjabún-
aði.
Aukin mótframlög á móti
styrkjum frá rannsóknasjóðum
og fyrirtækjum.
Allt eru þetta brýn verkefni sem
ekki þola bið.
Vilja Íslendingar
alvöru rannsóknaháskóla?
Erlendis er oft við það miðað að
um milljón manna samfélag þurfi að
baki einum alhliða rannsóknahá-
skóla. Á Íslandi búa einungis tæp-
lega 300 þúsund manns. Það er
kraftaverki líkast að Háskóli Íslands
skuli hafa orðið til. Það hefur gerst
fyrir metnað nemenda, metnað há-
skólastarfsmanna og metnað þjóð-
arinnar. Ávöxtur árangursríks starfs
Háskóla Íslands blasir við hvarvetna
í þjóðfélaginu. Nú þarf þjóðin að
gera það upp við sig hvort hún vill í
alvöru eiga slíkan skóla áfram eða
ekki. Nú þurfa aðgerðir stjórnvalda
að endurspegla metnað þjóðarinnar.
Fjárhagur
Háskóla Íslands
Eftir Hörð Filippusson
Hörður Filippusson
’Ávöxtur árang-ursríks starfs
Háskóla Íslands
blasir við hvar-
vetna í þjóðfélag-
inu. Nú þarf
þjóðin að gera
það upp við sig
hvort hún vill í
alvöru eiga slík-
an skóla áfram
eða ekki. ‘
Höfundur er prófessor í lífefnafræði
og forseti raunvísindadeildar Háskóla
Íslands.
glegur.
stjórn-
góðar
höfum
alldór.
einhver
si ráð-
„Nei,
ng. Við
stjórn-
ð sjálf-
ágæta
ðfélag-
tt, það
eins og
að eru
nokkur
augum
rð“
íð setið
fund í
m voru
Guðna
var er-
fram á
málefni
gar er-
g Fær-
eyja varðandi samstarf þjóðleikhúsa
landanna tveggja.
Davíð sagði aðspurður við frétta-
menn að fundi loknum að „dálítið til-
stand“ hefði verið vegna tímamót-
anna með því að terta hefði verið á
borðum fundarins og „falleg orð for-
sætisráðherra í minn garð sem ég
þakkaði fyrir“, sagði Davíð.
Hann sagði aðspurður hvort rétt
væri að hann hefði ekki séð sér fært
að mæta í hádegisverð á Bessastöð-
um í gær, að ríkisstjórnarfundurinn
hefði verið boðaður klukkan 10 í
gærmorgun og síðan ríkisráðsfund-
ur kl. 11.30.
„Síðan var því breytt og ríkis-
ráðsfundur boðaður klukkan tvö. Þá
höfðu menn gert öll sín plön út frá
því atriði. Landbúnaðarráðherra
kemur ekki til landsins fyrr en um
hádegi og þá var því [hádegisverð-
inum] skyndilega breytt aftur en þá
hafði ég gert mínar ráðstafanir
þannig að ég gat ekki breytt því í
þriðja sinn. Menn héldu sig við það
sem áður hafði verið ákveðið og
menn vilja gjarnan að allir séu á
staðnum á ríkisráðsfundi, sérstak-
lega þegar kemur nýr ráðherra,“
sagði Davíð.
Spurður um helstu atriði á stjórn-
málaferli sínum sagðist Davíð ekki
geta neitað því að allir sem horfðu á
fjölmiðlamálið nú, hlytu að sakna
þess að fjölmiðlafrumvarpið hefði
ekki verið afgreitt í þinginu.
Skaði að fjölmiðlafrumvarpið
skyldi ekki ná fram að ganga
„Ég tel að atburðir dagsins sýni
að það var mikill skaði að fjölmiðla-
frumvarpið skyldi ekki ná fram að
ganga og að hér giltu svipaðar regl-
ur og annars staðar í heiminum.“
Spurður um áhyggjur sínar af
fjölmiðlun nútímans á Íslandi lýsti
Davíð því að nú þegar það hefði
gerst að auðhringar sem hefðu gríð-
arleg ítök í öllu þjóðlífinu hefðu söls-
að undir sig alla helstu fjölmiðlana,
væri komin samlegð sem engin þjóð
byggi við. „Hvert einasta manns-
barn sér misnotkun fjölmiðlanna og
það er afskaplega óhollt. Hollir, góð-
ir og sterkir fjölmiðlar eru mjög
mikilvægir og að þeir séu fjölbreytt-
ir og það sé ekkert efast um að neitt
annarlegt búi á bak við. Auðvitað er
það svo að allir eigendur hafa ein-
hver áhrif á það sem þeir eiga en
það er mjög þýðingarmikið gagn-
vart fjölmiðlum að þá komi það ekki
fram.“
ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar tók við á Bessastöðum
ök stefnubreyt-
herraskiptin
Morgunblaðið/Kristinn
viðskiptaráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Björn
orsætisráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Geir H. Haarde utanríkisráðherra, Árni M. Mathiesen fjár-
amálaráðherra, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra.
Morgunblaðið/RAX
utanríkisráðuneytinu í gær eftir að hafa afhent Geir H. Haarde lyklavöldin. Á leiðinni út gekk hann framhjá mynd sem
ýjum utanríkisráðherra. Fyrir aftan Davíð er Gunnar Snorri Gunnarsson ráðuneytisstjóri.
RAGNHEIÐUR Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður Geirs H. Haarde,
fylgir honum í utanríkisráðuneytið og Ármann Kr. Ólafsson, aðstoð-
armaður Árna M. Mathiesen, fylgir honum í fjármálaráðuneytið.
Illugi Gunnarsson, sem verið hefur aðstoðarmaður Davíðs Odds-
sonar, segir enn óráðið hvað hann muni taka sér fyrir hendur. Hann
muni þó ekki fara með Davíð í Seðlabankann.
Einar K. Guðfinnsson segist ekki vera búinn að ráða sér aðstoð-
armann en hann muni gera það von bráðar.
Fylgja ráðherrunum