Morgunblaðið - 28.09.2005, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ IngibjörgÁgústdóttir
fæddist á Akranesi
7. janúar 1934. Hún
andaðist á sjúkra-
húsi Akraness að-
faranótt miðviku-
dagsins 21.
september síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Ágúst Sigurðsson
verkamaður, f. 5
ágúst 1895, d. 21.
janúar 1960, og
Þóra Jónsdóttir hús-
móðir f. 14. maí 1902, d. 15. nóv-
ember 1990. Bróðir Ingibjargar er
Albert Ágústsson vélstjóri, f. 10
maí 1935 á Akranesi, var kvæntur
Lilju Lárusdóttir, f. 1940. d. 1994,
núverandi sambýliskona hans er
Ingibjörg Þorkelsdóttir.
Ingibjörg giftist 11. janúar 1959
Gunnari H. Guðjónssyni, f. 11.
1960, giftist Erlingi Rafnssyni, f.
12. febrúar 1964 (fráskilin). Börn
þeirra eru Gunnar Árni, f. 1981,
Ingibjörg Eyja, f. 1984, Ársæll
Rafn, f. 1986, og Kristín Anna, f.
1989. 3) Guðjón Gunnarsson, f. 29.
apríl 1963, kvæntur Þóru K. Guð-
bjartsdóttur, f. 27. júlí 1962. Börn
þeirra eru Gunnar Ingi, f. 1998, og
Jóhanna Ósk, f. 1998. 4) Jón Hall-
dór Gunnarsson, f. 21. janúar
1970, kvæntur Jórunni Svavars-
dóttur, f. 18. mars 1971. Börn
þeirra eru Laufey Ósk, f. 2000, og
Ólafur Magni, f. 2003. 5) Albert
Ingi Gunnarsson, f. 3. júní 1971,
kvæntur Sigurrósu Ingigerðar-
dóttur, f. 8. október 1978. Börn
þeirra Ingvi Þór, f. 2000, og Haf-
þór Blær, f. 2004.
Ingibjörg ólst upp á Akranesi og
bjó þar til ársins 1959, flutti þá
ásamt manni sínum að Borgarholti
í Miklaholtshreppi, þar sem þau
stunduðu búskap. Árið 1996 hættu
þau búskap og fluttu á Akranes
þar sem Ingibjörg bjó til dauða-
dags.
Útför Ingibjargar verður gerð
frá Akraneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
október 1934. Hann
var sonur Guðjóns
Péturssonar, f. 6. maí
1894, d. 7. ágúst
1968, og Unu Jóhann-
esdóttur, f. 12. sept-
ember 1908, d. 21.
janúar 1996. Ingi-
björg átti einn son
fyrir, Ágúst Þ. Guð-
steinsson, f. 28. febr-
úar 1955. Börn Gunn-
ars og Ingibjargar
eru: 1) Ólafur Gunn-
arsson, f. 21. mars
1959, d. 15. júlí 2003.
Hann kvæntist Ingveldi Einars-
dóttur, f. 2. nóvember 1956. Börn
þeirra eru Inga Birna, f. 1979,
sambýlismaður Sæmundur Þór, f.
1979, Linda Björk, f. 1979, Sævar
Birgir, f. 1983, unnusta hans
Hulda, f. 1985, Hafdís Bára, f.
1987, og Kristín Birta, f. 1998. 2)
Þóra Gunnarsdóttir, f. 16. maí
Elskuleg tengdamóðir mín hún
Inga er látin. Eftir hetjulega baráttu
við erfiðan sjúkdóm varð hún að láta
undan. Það er svo margt sem kemur
upp í hugann á svona stundum. Fyrir
rúmum 28 árum kom ég með honum
Óla syni hennar að Borgarholti. Vel
var tekið á móti mér eins og alltaf
síðan.
Eins var með alla sem komu til
þeirra hjóna Ingu og Gunnars. Þau
voru svo einstaklega gestrisin. Elsku
Inga, það er erfitt að sjá á eftir þér.
Þín verður sárt saknað. Það var allt-
af svo gott að koma til þín og Gunn-
ars. Allt vilduð þið gera fyrir okkur,
allt var sjálfsagt. Það var líka svo
gott að leita til þín. Þú varst alltaf
svo ráðagóð, vissir svo margt og allt-
af varstu til í spjall. Ég er þér svo
þakklát fyrir öll símtölin sem við átt-
um eftir að Óli okkar dó. Þó erfitt
væri hjá þér, vildir þú fylgjast með
að allt gengi vel hjá okkur fjölskyld-
unni. Þetta sýnir bara hversu
hjartahlý þú varst. Þegar þú og
Gunnar bjugguð í sveitinni, komum
við oft um helgar og gistum. Það var
alltaf glatt á hjalla þegar öll fjöl-
skyldan kom saman um helgar og
hátíðar, stundum 18 manns eða
fleiri.
Alltaf var nóg pláss fyrir alla.
Börnin okkar sóttust eftir að vera
hjá ykkur í sveitinni og voru oft á
sumrin.
Fyrir rúmum níu árum fluttuð þið
Gunnar á Akranes. Þá fórum við að
ferðast saman á sumrin. Stundum
var farið upp á hálendið. Eina slíka
ferð fórum við saman inn í Öskju og
Herðubreiðarlindir, fórum við þar
yfir heljarmikla á, Lindaá. Ég
gleymi ekki hve hrædd ég var um að
bíllinn ykkar flyti út í jökulsána,
enda fór allt á flot í fellihýsinu ykkar.
En allt blessaðist þetta og allir
sluppu heilir. Það var svo gaman að
ferðast með ykkur Gunnari. Góða
skapið og létta lundin voru alltaf með
í för.
En nú er komið að kveðjustund.
Ég vil þakka þér, Inga mín, fyrir allt
það sem þú gerðir fyrir okkur fjöl-
skylduna. Megir þú hvíla í friði.
Elsku Gunnar, þinn missir er
mestur, ég vil biðja guð að styrkja
þig, börnin þín og alla fjölskylduna.
Ingveldur.
Nú er komið að kveðjustund, hún
elsku amma okkar er dáin.
Það er erfitt að trúa því enda var
hún mjög heilsuhraust kona nær alla
sína ævi.
Við systkinabörnin kölluðum hana
alltaf ömmu í Borgarholti lengst af
enda bjó hún þar ásamt afa nær öll
okkar bernskuár. Það var alltaf jafn
gaman að koma að Borgarholti. Við
fórum þangað mjög oft systkinin
með mömmu og pabba um helgar, og
dvöldum jafnvel viku eða vikur þar á
sumrin og reyndum að hjálpa eitt-
hvað til við bústörfin. Afi og amma
fluttu svo á Akranes 1996 þaðan sem
amma er ættuð. Það var alltaf gott
að vita af þeim ömmu og afa þar,
svona stutt í burtu og alltaf tóku þau
fagnandi á móti okkur þegar við
komum í heimsókn.
Amma var alveg sérstaklega ljúf
og yndisleg kona og vildi alltaf allt
fyrir okkur fjölskylduna gera. Það
kom sér mjög vel, t.d. við fráfall
pabba fyrir tveimur árum. Maður
gat alltaf leitað sér huggunar hjá
þeim ömmu og afa.
Amma hafði mjög gaman af að
ferðast um landið ásamt afa og fjöl-
skyldunni. Þau ferðuðust um með
forláta fellihýsi og síðar húsbíl. Okk-
ur er sérstaklega minnisstæð ferðin
á Strandirnar í fyrrasumar. Það var
feikilega gaman og það var mikið
sungið og trallað, enda hafði amma
alltaf sérlega gaman af að syngja og
gerði það við hvert tækifæri, enda
erum við söngglöð ætt með eindæm-
um.
Amma og afi ferðuðust nokkuð er-
lendis síðustu ár. Fóru í svona
bændaferðir, m.a. til Þýskalands og
Ítalíu, og amma hafði mjög gaman af
að sýna okkur myndir úr ferðunum.
Amma fór líka á námskeið í Mennta-
smiðjunni fyrir nokkrum árum og
lærði þar ýmislegt gagnlegt og bjó til
marga fallega muni sem hún gaf ætt-
ingjum. Okkur systrunum þykir al-
veg afskaplega vænt um þessa muni
og það er mjög gaman að eiga þá.
Það er með sárum trega sem við
kveðjum ömmu nú hinsta sinni. En
við vitum að Guð geymir hana vel og
amma mun alltaf vera með okkur öll-
um í hjörtum okkar,
Þínar sonardætur,
Inga Birna og Linda Björk.
Ég á svo erfitt með að trúa því að
þú sért dáin, elsku amma mín, þú
varst alltaf svo hress og lífsglöð,
jafnvel meðan þú þjáðist af alvarleg-
um veikindum. Ég hélt því alltaf í
vonina um að þú næðir þínum fulla
styrk aftur. En jafnvel þeir sterk-
ustu og elskuðustu geta ekki staðið
gegn fyrirætlun hins heilaga alföður.
En eftir sitja dásamlegar minn-
ingar í hjarta okkar um frábæra
konu sem var hvers manns hugljúfi
og vildi allt fyrir alla gera.
Ég man þegar ég ungur að árum
dvaldi hjá ykkur afa á sumrin í sveit-
inni í Borgarholti og eru það meðal
eftirminnilegustu stunda lífs míns.
Alltaf var svo gaman að ærslast um í
frelsinu sem sveitin bauð uppá og
svo þegar við krakkarnir komum
þreyttir inn til ykkar á kvöldin
skelltir þú fram á borð ljómandi góð-
um mat eins og hver gat í sig látið og
tryggðir þú ávallt að enginn færi
svangur í rúmið. Þú varst alltaf svo
ráðagóð og skemmtileg að það var
ávallt hægt að spjalla við þig um
hvað sem var. Af þessum sökum vild-
um við krakkarnir helst hvergi ann-
ars staðar vera en í sveitinni hjá ykk-
ur. Það var því með söknuði sem við
kvöddum sveitina er þið afi fluttuð á
Akranes, en þá tóku við aðrar góðar
stundir; öll ferðalögin sem við fórum
í saman. Ég minnist sérstaklega
verslunarmannahelgarinnar í fyrra
þegar við fórum öll saman á Strand-
irnar.Við sungum og skemmtum
okkur langt fram á nótt og þið afi
voruð jafn fjörug og ykkur miklu
yngra fólk.
Það er því með miklum söknuði
sem ég kveð þig, elsku amma mín, en
ég hugga mig við það að þú færð góð-
ar viðtökur hjá pabba og þið munið
hugsa vel um hvort annað þar til við
hittumst öll á efsta degi.
Sævar Birgir.
Okkar ástkæra amma er látin eftir
baráttu við illvígan sjúkdóm. Það eru
svo margar minningar sem við eig-
um um hana elsku ömmu, hún var
INGIBJÖRG
ÁGÚSTSDÓTTIR
✝ Jón J. Waagfjörðfæddist í Vest-
mannaeyjum hinn
24. febrúar 1920.
Hann lést í Garðabæ
17. september síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Jón V.
Waagfjörð málara-
meistari, f. 15.10.
1883, d. 2.3. 1969, og
kona hans Kristín
Jónsdóttir húsmóð-
ir, f. 7.8. 1890, d.
21.11. 1968, og eign-
uðust þau tólf börn.
Jón var elstur af þeim átta sem upp
komust. Systkini hans eru Karólína
Kristín, f. 19.4. 1923, Símon, f. 1.5.
1924, Jónína Lilja, f. 18.10. 1926,
Óskar og Auður, f. 19.2. 1929, Vig-
fús, f. 17.2. 1930, og Anna, f. 2.9.
1934, d. 24.4. 2002.
Jón stundaði nám við Iðnskólann
Jónsdóttir húsmóðir. Bertha og
Jón stofnuðu og ráku skermagerð
frá árinu 1973 og starfar hún enn.
Sonur Jóns frá því fyrir hjónaband
er Már Viktor, f. 5.12. 1940, var
kvæntur Þyrí Hólm sem er látin.
Fyrrum sambýliskona hans er
Sonja Ólafsdóttir. Már á eina dótt-
ur og þrjú barnabörn. Börn Jóns og
Berthu Maríu eru: 1) Halldór, f. 2.5.
1947, kvæntur Ástu Þorvaldsdótt-
ur og eiga þau tvo syni og þrjú
barnabörn. 2) Kristinn f. 27.11.
1949, kvæntur Hjördísi Sigmunds-
dóttur og eiga þau fimm börn og
fimm barnabörn. 3) Þorvaldur, f.
3.6. 1952, d. 16.10. 1979. Börn hans
eru þrjú og fjögur barnabörn. 4)
Grímur Rúnar, f. 9.4. 1956, kvænt-
ur Helgu Gunnarsdóttur og eiga
þau fjögur börn. 5) Þorsteinn, f.
27.4. 1962, kvæntur Sigrúnu S.
Logadóttur og eiga þau tvö börn.
Fyrir átti Þorsteinn eina dóttur.
6) Rósa María, f. 29.11. 1966,
maki Hreiðar H. Hreiðarsson og
eiga þau þrjú börn.
Útför Jóns verður gerð frá
Vídalínskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
í Vestmannaeyjum
og lærði málaraiðn
af föður sínum og
lauk sveinsprófi í
húsamálun.
Hann flutti til
Reykjavíkur 1941 og
var þar málara-
meistari til 1951. Þá
flutti hann til Vest-
mannaeyja og tók
við rekstri Fé-
lagsbakarísins af
föður sínum og nam
bakaraiðn. Hann
starfrækti bakaríið
fram að gosi 1973. Þá flutti hann í
Garðabæ þar sem hann stundaði
málaraiðn.
Hinn 15.5. 1948 kvæntist Jón
Berthu Maríu Grímsdóttur,
f. 13.2. 1926. Foreldrar hennar
voru Grímur Kr. Jósepsson, járn-
smiður í Reykjavík, og Halldóra
Það kvöldar við bergið og blær fer um
strönd.
Það brimar í hjarta og hlý er þín hönd.
Hljóðlát er nóttin um hlíðar og grund
og helgar okkar fund.
Á djúpbláum himninum dilla sér ský uns
dagar enn á ný.
(Á. J.)
Með tilvitnunum í þennan fallega
texta kveð ég hann Stáka tengdaföð-
ur minn og þakka árin góðu sem ég
hef fengið að njóta návistar hans.
Hann bar nafnið Stáki með sanni, því
þótt árin færðust yfir og tækju sinn
toll þá var stutt í stríðna en hjarta-
hlýja Eyjastrákinn sem aldrei
þreyttist á að rifja upp sögur liðinna
ára og alltaf eins og verið væri að
segja þær í fyrsta skipti.
Takk fyrir góðvildina, hjálpsem-
ina, glettnina og að vera til staðar.
Megi minningin um bjarta, fallega
brosið hennar Berthu vera honum
ljósgjafi heim, þar sem hann að
ferðalokum getur litið stoltur um öxl.
Nú birtir og friður er yfir, því ljós-
ið á kertinu lifir.
Þín tengdadóttir,
Helga.
Við minnumst hans afa með þakk-
læti fyrir að hafa fengið að hafa hann
þetta lengi hjá okkur.
Við vitum að nú líður honum vel.
Megi hann afi hvíla í friði, við
söknum hans sárt og minnumst hans
með gleði.
Þín barnabörn,
Hjörleifur Arnar,
Jón Kristinn, Stefán Helgi
og Berglind Hlín.
Elsku afi minn, nú ert þú farinn
frá okkur til pabba. Ég er nokkuð
viss um að þér sé létt og líði vel því
ekki varst þú ánægður með þitt hlut-
skipti þar sem veikindin drógu smám
saman úr þreki þínu hin síðustu ár.
Aldrei minnist ég þess að hafa séð
þig skipta skapi eða vera öðruvísi en
með þitt hlýja bros og að sjálfsögðu
að stríða einhverjum. Diddý fékk að-
eins að finna fyrir því. Alltaf fannst
mér gott að koma til ykkar í Garða-
bæinn því þar er svo hlýlegt og
elskulegt hjá ykkur. Ég var svo
heppin að fá að vinna með þér eitt
sumar hjá Ragnari afa að mála, það
var yndislegt því að þá sá ég aðra og
ekki síðri hlið á þér, en þó var alltaf
sama gamansemin og að sjálfsögðu
stríðnin. En mest af öllu er ég þakk-
lát fyrir að hafa haft þig sem afa
minn, svona mikinn og góðan mann.
Elsku amma mín, nú átt þú um
sárt að binda, að horfa á eftir þínum
elskulega eiginmanni. Bið ég Guð að
gefa þér styrk og ljós í hjartað á
þessari erfiðu stund.
Sölt tárin brenna
varir mínar
og vanga.
Söknuður
nístir
hjarta mitt,
fyllir mig
trega.
Þjáningin
er alger.
Svartnættið
blasir við
því þú
ert farinn.
Farinn frá mér.
Kær kveðja.
Alda Ragna.
Þegar við erum komin á fullorð-
insár og förum að líta yfir farin veg
verða hugsanir um manns eigin mót-
unarvalda áleitnari. Hvað hefur gert
okkur að svona manneskju, en ekki
einhvern veginn öðruvísi? Mér finnst
ég greina sterklega áhrif einstak-
linga sem ég hef átt samleið með,
misjafnlega mikil og misjafnlega
góð, eins og gengur og gerist. Uppi
stendur í hópi góðs fólks Jón J.
Waagfjörð, sem í daglegu tali var
kallaður Stáki, bakari og málari.
Minningin um hann mun fylgja mér
alla tíð, minning um góðan fjöl-
skylduvin og frænda, minning um
sterkan, glaðværan og heiðarlegan
mann.
Það er ekki óeðlilegt að uppvaxt-
arár í miðbæ Vestmannaeyja upp úr
miðri síðustu öld skili manni sterkum
myndum minninga. Svo ekki sé talað
um að alast upp í karakterríku sam-
félagi við fjölskylduna í Garðhúsum.
Tengsl fjölskyldu minnar í Hlíðar-
húsi við fjölskylduna í Garðhúsum
voru náin og góð, vinátta, frændsemi
og nágrenni. Mér finnst eins og sam-
félagið á Garðhústorfunni á þessum
árum hafi einna helst líkst litríku
samfélagi innflytjenda í New York.
Stáki var gríðarlega sterkur per-
sónuleiki og fagmaður. Hann tók við
rekstri Félagsbakarísins í Garðhús-
um af föður sínum og rak það þar til
fjölskyldan flutti brott frá Eyjum í
kjölfar eldgossins árið 1973. Minning
mín um bakaríið geymir bragð og ilm
af besta brauði sem bakað hefur ver-
ið í veröldinni. Í hvert sinn sem ég
bragða á brauði, hvar sem er á jarð-
arkúlunni, hef ég þessa viðmiðun,
sem er fyrir mér hið eina sanna
brauð. Í þeim samanburði standa
aðrir brauðgerðarmenn höllum fæti.
En ég veit að slík brauð verða aldrei
bökuð aftur, vegna þess að bakaríið
er löngu hætt starfsemi sinni og nú
hefur bakarinn kvatt. Í bakaríinu var
einnig á tímabili búinn til vanilluís,
sem í mínum huga er forveri allra
vanilluísa sem síðar hafa verið gerð-
ir.
Allt vekur ljúfar minningar. Að
fara í bakaríið og fá gefins enda, sem
voru afskurðir af vínarbrauðslengj-
um, snúða sem voru e.t.v. með ein-
hverjum ágöllum eða jafnvel ís úr af-
gangi ísvélarinnar að kvöldi dags.
Alltaf var tekið á móti krökkum með
brosi og glaðværð. Það var ekki allt-
af gaman í gamla daga, en þarna var
bara glaðvært og skemmtilegt fólk,
sem gerði lífið skemmtilegra.
Ég minnist eins hlutverks bakarís-
ins sem var e.t.v. umfram önnur sér-
stakt. Á aðfangadag um miðjan
fimmta áratug síðustu aldar var oft
erfitt með rafmagn í Eyjum vegna
takmörkunar dreifikerfis rafveit-
unnar og því erfitt að elda jólasteik-
ina í máttlitlum eldavélum heimil-
anna. Stáki brást við þessum vanda
með því að steikja í ofninum í bak-
aríinu jólasteikurnar fyrir vini og
vandamenn. Þá ilmaði bakaríið og
næsta nágrenni af dásamlegum jóla-
steikarilm. Svo bætti hann um betur
með því að gera jólabúðing. Mínar
fyrstu jólaminningar eru því ná-
tengdar Stáka og bakaríinu.
Það sem var sérstakt við bakaríið
umfram önnur slík voru bílarnir. Við
útkeyrslu brauða voru notuð gljá-
fægð amerísk tryllitæki. Þetta voru
glæsikerrur sem ég tel að ekki hafi
átt sér hliðstæðu í öðrum bakaríum
hérlendis. Stáki hafði mikinn áhuga
á slíkum bílum. Þessi áhugi virðist
hafa erfst áfram til afkomenda hans,
hvort það er erfðafræðilegt eða upp-
eldislegt veit ég ekki. Það er ótrúlegt
JÓN J.
WAAGFJÖRÐ