Morgunblaðið - 28.09.2005, Side 31

Morgunblaðið - 28.09.2005, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 31 MINNINGAR heyrði af ömmu og afa þennan dag vissi ég áður og það var ómetanlegt að eiga þennan dag saman. Ég held ég geti fullyrt að við sem þarna vor- um séum í dag innilega þakklát fyrir að af þessu litla fjölskyldumóti yrði. Það var eitthvað notalegt við það að sjá Siggu frænku mína eldast svona fallega, eftir því sem árin liðu minnti hún mig meira og meira á Guðrúnu ömmu. Mikið vildi ég að hún hefði fengið notið lífsins örlítið lengur, með öllu sínu góða fólki. Eft- irsjáin er mikil en við sem nutum þess að eiga samleið með henni bú- um að því alla tíð. Hugurinn hefur verið hjá Birni, frændsystkinum okkar og þeirra fjölskyldum undanfarnar vikur og ég veit að minningin um Siggu og allt er hún var þeim fylgir þeim í gegnum lífið. Ég kveð frænku mína og trúi staðfastlega að hún hafi fengið góðar móttökur og að á áfangastað hafi verið fagnaðarfundir. Jófríður Leifsdóttir. Hún Sigga frænka er dáin. Þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm, er maður aldrei viðbúinn slíkum frétt- um. Sérstaklega þar sem hún var í skemmtiferð í útlöndum nokkrum dögum áður. Hún var glæsileg hún frænka mín, með mikla útgeislun, það var svo mikil birta yfir henni. Hún klæddi sig fallega og það var alltaf svo fal- legt í kring um hana. Hvar sem hún bjó hafði hún einstakt lag á að fegra umhverfi sitt, hún var líka einstök handavinnukona. Mér fannst allt fal- legt sem hún gerði. Það er sterk minningin frá jólun- um þegar ég var stelpa. Ég geymdi alltaf jólagjöfina frá henni, Önnu Maríu og Jóhannesi þar til síðast, vissi að ég ætti von á einhverju mjög fallegu. Ég man sérstaklega eftir skrautlegum prjónahönskum, eitt- hvað sem var alveg nýtt fyrir mig, stelpuna úti á landi, enda fór ég með þá eins og gull, þeir voru frá Siggu frænku. Það var stundum talað um að við frænkurnar værum líkar í okkur og ég er stolt af því. Við höfðum senni- lega sömu sérviskurnar og ná- kvæmnina í okkur, við skildum hvor aðra að ég held. Ég er þakklát fyrir þær stundir sem við áttum saman, sérstaklega núna síðustu árin. Samveran með fjölskyldu hennar og vinum í afmæl- inu hennar í fyrra og Jónsnesferðin sem við fórum seinna um sumarið. Hún Sigga naut sín einstaklega vel þegar við afkomendur ömmu og afa fórum í Jónsnes og að Saurum, það verður gott að geta minnst hennar þannig. Það var svo gaman að fylgjast með hvað hún átti góða daga með honum Birni, í Afríku og hér heima, síðustu árin. En jafnframt sárt að einmitt þá veiktist hún, þegar framtíðin var svo björt og hún geislaði af hamingju. Hún Sigga bar höfuðið hátt þrátt fyrir erfið veikindi, það var hennar stíll. Guð gefi Birni, Jóhannesi, Önnu Maríu, Guðrúnu og fjölskyldum þeirra styrk til að takast á við sorg- ina. Blessuð sé minning frænku minn- ar. Jóhanna Rún Leifsdóttir. Það er óendanlega dýrmætt að eignast vini. Sigríður Jóhannesdótt- ir, vinkona mín, átti alveg fullt af þeim. Hún var hluti af stórum vinkvennahópi sem hafði haldið sam- an frá því í barnaskóla, vinnufélag- arnir úr bankanum voru allir vinir hennar, hún átti í þessu sérstaka sambandi við alla sem henni kynnt- ust. Kannski vegna þess að hún sýndi fólki áhuga, alúð og umfram allt væntumþykju og lét öllum líða vel í návist sinni. Okkar vinátta var byggð á sérstökum grunni, við kynntumst í gegnum samband henn- ar við pabba minn og ég fann að ég var ekki að missa neitt heldur bara að græða, fallega, skemmtilega og glæsilega vinkonu sem gerði pabba minn hamingju- saman. Lengstan hluta þess tíma sem ég þekkti Sigríði var hún veik en samt hugsa ég einhvern veginn aldrei um hana þannig. Hún var lífsglöð, góð, kát, fyndin og stundum svolítið þreytt. Hún lét aldrei neinn bilbug á sér finna í veikindum sínum en var samt heldur ekki að afneita því hversu alvarleg þau væru. Hún kenndi mér svo margt um það að vera til í núinu og njóta þess og stundirnar með henni eru allar rammaðar inn á sérstakan stað á minningaveggnum mínum. Ég vildi að ég hefði fengið að þekkja hana lengur. En tíminn er af- stæður og ég fékk allavega að eign- ast smáhluta í henni og gefa henni hluta af mér. Ég kveð Sigríði vinkonu mína með miklum söknuði en líka þakklæti fyr- ir að hafa fengið að þekkja hana. Brynhildur Björnsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Sig- ríði Jóhannesdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Erla og Þór- ólfur, Saumaklúbburinn. LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Elskuleg eiginkona, dóttir, móðir, tengdamóðir, systir, mágkona, amma og langamma, KRISTÍN HALLSDÓTTIR, Kedjevägen 5, Örebro, Svíþjóð, sem lést miðvikudaginn 14. september, verður jarðsungin í Mäster Olofs kapell, Örebro, Svíþjóð, föstudaginn 30. september. Kjell Söderberg, Guðný Ólafía Stefánsdóttir, Hallur Viggósson, Linda Sigurðardóttir, Kristrún Birna Viggósdóttir, Jón Rafn Einarsson, Dagný Viggósdóttir, Óskar Rúnar Samúelsson, Guðni þór Viggósson, Ylva Viggósson, Vernharður Sveinn Vígsteinsson, Maria Jannesson, Þórunn Kristín Vígsteinsdóttir, Martin Widö, Björn Hallsson, Jarþrúður Rafnsdóttir, Edda Hallsdóttir, Finnbogi Gústafsson, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR EINARSDÓTTUR, Urðarholti 3, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir til Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Börn, tengdabörn og barnabörn. Bróðir okkar, mágur og frændi, VIGFÚS SIGURÐSSON frá Brúnum, Hólavangi 3, Hellu, verður jarðsunginn frá Oddakirkju laugardaginn 1. október kl. 13.00. Guðrún Sigurðardóttir, Hjalti Bjarnason, Halldóra Sigmundsdóttir, Kristþór H. Breiðfjörð, Siguður Sigmundsson, Elín Jónsdóttir, Helga Helgadóttir og fjölskyldur. Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR, Suðurmýri 8, Seltjarnarnesi, andaðist á Landspítalanum sunnudaginn 18. september. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 28. september, kl. 11:00. Jarðsett verður að Helgafelli í Helgafellssveit kl. 17:00 sama dag. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Landssamtökin Þroskahjálp. Björn Dagbjartsson, Jóhannes Karlsson, Anna María Karlsdóttir, Friðrik Þór Friðriksson, Guðrún Bragadóttir, Sigurður Böðvarsson og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, VIGDÍS GUÐBRANDSDÓTTIR frá Reyðará, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu á Höfn mið- vikudaginn 21. september, verður jarðsungin frá Hafnarkirkju laugardaginn 1. október kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á hjúkr- unarheimili Skjólgarðs. Þorsteinn Geirsson, Guðbrandur Jóhannsson, Geir Þorsteinsson, Björk Pálsdóttir, Gunnar Þorsteinsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN HJARTARSON vélstjóri, Stekkjarholti 18, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 30. september kl. 14.00. Sigfríður B. Geirdal, Ragnheiður Hrönn Þorsteinsdóttir, Jónas Stefánsson, Ásberg Þorsteinsson, Fjölnir Þorsteinsson, Erla Ólafsdóttir, Guðrún Agnes Þorsteinsdóttir, Magnús Ingvason, Elfa Þorsteinsdóttir, Arndís Þorsteinsdóttir, Guðmundur E. Ragnarsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN EINARSDÓTTIR fyrrverandi kaupmaður, Hofteigi 30, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. september kl. 15.00. Elísabet Erlingsdóttir, Atli Ásbergsson, Hörður Erlingsson, Erna J. Sigmundsdóttir, Oddi Erlingsson, Sigurborg E. Billich, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURBJÖRG GUÐLEIF GUÐJÓNSDÓTTIR (Leifa), Hrafnistu, Reykjavík, lést mánudaginn 26. september. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 30. september kl. 15.00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Félag krabbameinssjúkra barna. Ingibjörg S. Finnbogadóttir, Ingólfur Kristjánsson, Guðjón H. Finnbogason, Jóhanna J. Hafsteinsdóttir, Finnbogi R. Gunnarsson, Halla H. Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR RAKEL ÞÓRARINSDÓTTIR frá Þernuvík, áður búsett í Akurgerði 34, lést á heimili sínu, Norðurbrún 1, sunnudaginn 25. september. Hún verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 4. október kl. 13.00. Þórhallur Jónasson, Sigríður Fanný Másdóttir, Gunnar Jónasson, Inga D. Karlsdóttir, Bergþór Jónasson, Sigurbjörg H. Bjarnadóttir, Kristján Jónasson, Guðlaug Dröfn, Lárus Freyr, Jónas Þór, Sesselja Dagbjört, Eva Ösp, Tinna Sif og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.