Morgunblaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 39
mánudaga í vetur. Hljóðleiðsögn um húsið,
margmiðlunarsýning og gönguleiðir. Nánar
á www.gljufrasteinn.is.
Þjóðmenningarhúsið | Handritin – saga
handrita og hlutverk um aldir, Þjóðminja-
safnið – svona var það, Fyrirheitna landið –
fyrstu Vestur-Íslendingarnir, Bókminjasafn.
Auk þess veitingastofa með hádegis- og
kaffimatseðli og safnbúð.
Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Eldur í
Kaupinhafn – 300 ára minning Jóns Ólafs-
sonar úr Grunnavík er samvinnuverkefni
Þjóðminjasafnsins og Góðvina Grunnavíkur-
Jóns og fjallar um fræðimanninn Jón Ólafs-
son (1705–1779), ævi hans og störf. Sýn-
ingin stendur til 1. desember og er opin á
opnunartíma. Í Þjóðminjasafni Íslands er
boðið upp á fjölbreytta fræðslu og þjónustu
fyrir safngesti. Þar eru nýstárlegar og vand-
aðar sýningar auk safnbúðar og kaffihúss.
Hlutverk safnsins er að auka og miðla þekk-
ingu á menningararfi Íslendinga frá land-
námi til nútíma. Opið alla daga nema mánu-
daga kl. 11–17.
Fréttir
Blóðbankinn | Vegna veðurs fellur niður
blóðsöfnun í Grundarfirði og Ólafsvík í dag.
Blóðbankinn.
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar-
og fataúthlutun kl. 14–17. Sími 5514349,
netfang maedur@simnet.is.
Tungumálamiðstöð HÍ | Alþjóðlega þýsku-
prófið TestDaF verður haldið í Tungumála-
miðstöð H.Í. 15. nóvember. Skráning fer fram
í Tungumálamiðstöð, Nýja Garði. Prófgjaldið
er 10.000 kr. Skráningarfrestur er til 13.
október. Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur
Már Sigurðsson: ems@hi.is,.
Fundir
ADHD samtökin | Stuðningshópur fullorð-
inna með athyglisbrest með eða án ofvirkni
(adhd) heldur fund kl. 20–21, á Háaleit-
isbraut 13, 4. hæð. Spjall eftir fund.
Geðhjálp | Félagsfælnihópur Geðhjálpar
heldur fund kl. 20–22 og eru allir sem orðnir
eru 16 ára og eldri og eiga við félagsfælni að
stríða velkomnir á fundi.
Krabbameinsfélagið | Stuðningshópur
kvenna sem fengið hafa krabbamein í eggja-
stokka halda rabbfund í húsi Krabbameins-
félagsins að Skógarhlíð 8 í dag, kl. 17. Gestur
fundarins er Jórunn Erla Eyfjörð erfðafræð-
ingur og forstöðumaður sameinda-
fræðideildar rannsóknastofu Krabbameins-
félagsins.
Vídalínskirkja Garðasókn | Félagsfundur
Samfylkingarinnar í Garðabæ verður hald-
inn í kvöld kl. 20, í safnaðarheimili Vídal-
ínskirkju. Gestir fundarins verða þau Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, formaður og Ágúst
Ólafur Ágústsson, varaformaður.
Fyrirlestrar
Kennaraháskóli Íslands | Amalía Björns-
dóttir dósent heldur fyrirlestur í salnum
Bratta í Kennaraháskóla Íslands kl. 16.15–
17.15. Kynntar verða niðurstöður úr spurn-
ingalista sem lagður var fyrir alla nemendur
í grunndeild KHÍ nema nýnema og nem-
endur á kennsluréttindabraut. Könnuð voru
viðhorf þeirra til námsins og félagsleg
staða.
Stígamót | Þorbjörg Gunnlaugsdóttir heldur
ör-fyrirlestur um nauðgun frá sjónarhorni
kvenréttar, 29. sept. kl. 12–13. Eftir fyrirlest-
urinn verða opnar umræður og boðið verður
upp á hádegisverð á kostnaðarverði. Allir
velkomnir.
Sögufélag | Kristján Jóhann Jónsson heldur
fyrirlestur hjá Félagi íslenskra fræða kl. 20,
um Grím Thomsen. Hann mun fjalla um bók
sína Kall tímans og kynna viðhorf Gríms til
H. C. Andersen.
Verkfræðideild HÍ | Yayoi Shimomura held-
ur fyrirlestur um verkefni sitt til meist-
araprófs í tölvunarfræði. Verkefnið ber heit-
ið: Hönnun marghátta notendaviðmóta –
Aukið aðgengi blindra nemenda að stærð-
fræðiefni. Fyrirlesturinn verður 29. sept. kl.
17–18, í stofu 157 í VR II við Hjarðarhaga og
fer fram á ensku.
Verkfræðideild HÍ | Agnar Guðmundsson
heldur fyrirlestur um verkefni sitt til meist-
araprófs í tölvunarfræði. Verkefnið ber heit-
ið: Beiting formlegrar aðferðar (ATAM) við
mat á gæði hugbúnaðar. Verkefnið fjallar um
beitingu formlegrar matsaðferðar. Fyrirlest-
urinn fer fram 30. sept. kl. 16, í stofu 157 í
VR II við Hjarðarhaga.
Málstofur
Viðskipta- og hagfræðideild HÍ | Örn Daníel
Jónsson, prófessor í viðskipta- og hag-
fræðideild, heldur fyrirlestur kl. 12.15–13. Í
erindi sínu fjallar hann um aukið vægi smá-
sölukeðjanna í viðskiptalífinu og hvernig
áherslubreytingar á milli atvinnugreina hafa
áhrif á daglegt líf og alþjóðlega verkaskipt-
ingu í framleiðslu og neyslu.
Námskeið
Blues.is | Halldór Bragason leiðbeinir á gít-
arnámskeiðum. Upplýsingar í síma
6975410.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 39
DAGBÓK
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Postulínsmálning kl. 9
og 13. Leikfimi kl. 9, sögustund kl. 13.
Ath. farið í Hagkaup, Skeifunni, 1. mið-
vikudag í mánuði. Bókaormar, leshóp-
urinn kemur saman alla miðvikudaga í
vetur. Allir velkomnir.
Árskógar 4 | Bað kl. 8–14. Handavinna
kl. 9–16.30. Heilsugæsla kl. 10–11.30.
Smíði/útskurður kl. 9–16.30. Spil kl.
13.30. Keila kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, hárgreiðsla, böðun, glerlist,
spiladagur, fótaaðgerð.
Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er op-
ið kl. 9–16. Fastir liðir eins og venju-
lega. Aðstaða til frjálsrar hópamynd-
unar. Postulínsnámskeið hefst 7. okt.
kl. 9. Framsögn mánudaga kl. 13.30.
Skráning í Biblíuhóp stendur yfir.
FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, kl. 13–16.
Grétudagur. Postulínsmálun I. Spilað,
teflt, spjallað. Gróukaffi. FEBÁ–
stafgangan. Gengið frá íþróttahúsinu
mánudaga, miðvikudaga og föstu-
daga, mæting kl. 10 f.h. Athugið
breyttan tíma. Guðrún, sími 565 1831.
Haukshús kl. 13–16. Grétudagur. Postu-
línsmálun I. Spilað, teflt, spjallað.
Gróukaffi. Auður og Lindi annast akst-
ur, sími 565 0952.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif-
stofan er opin í dag kl. 10 til 11.30 og
viðtalstími í Gjábakka kl. 15 til 16. fé-
lagsvist er spiluð í Gjábakka kl. 13.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Söngvaka kl. 14.30, undirleik annast
Sigurður Jónsson. Söngfélag FEB,
kóræfing kl. 17. Fyrirhugað er nám-
skeið í stafgöngu, leiðbeinandi er Hall-
dór Hreinsson, uppl. í síma 588 2111.
Skemmtikvöld verður föst. 30. sept. kl.
20, söngur, gamanmál, getraun, dans
o.fl. Skráning í síma 588 2111.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10.05 og 11.
Bútasaumshópur í Kirkjuhvoli kl. 13.
Spilað brids í Garðabergi kl. 13. Opið
hús í Holtsbúð kl. 13. FEBG selur miða í
ferðina á morgun kl. 12.30–14.30 í
Garðabergi.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16
vinnustofur opnar. Kl. 10.30 gamlir
leikir og dansar, umsjón Helga Þór-
arinsdóttir. Frá hádegi spilasalur op-
inn. Kl. 14.30 kóræfing. Veitingar í há-
degi og kaffitíma í Kaffi Bergi.
Hraunbær 105 | Kl. 9 útskurður,
postulínsmálun, kaffi, spjall, dagblöðin,
fótaaðgerð og hárgreiðsla. Kl. 11 banki.
Kl. 12 hádegismatur. Kl. 13 brids. Kl. 15
kaffi.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9.
Línudans kl. 11. Saumar kl. 13. Gler-
skurður kl. 13. Pílukast kl. 13.30. Gafl-
arakórinn kl. 16.30.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa
kl. 9–16 hjá Sigrúnu, mósaik, ullarþæf-
ing og íkonagerð. Jóga kl. 9–12. Sam-
verustund kl. 10.30 hjá Helgu. Böðun
virka daga fyrir hádegi. Hádeg-
isverður. Fótaaðgerðir 588 2320.
Hársnyrting 517 3005.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er op-
ið öllum. Betri stofa og Listasmiðja kl.
9–16. Fastir liðir eins og venjulega.
Tölvunámskeið hefst 22. okt. Skráning
stendur yfir á framsagnarnámskeið.
Gönguferð „Út í bláinn“ alla laug-
ardaga kl. 10.
Korpúlfar, Grafarvogi | Keila í Mjódd á
morgun kl. 10.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr-
unarfræðingur frá heilsugæslunni kl.
9.30. Leikfimi kl. 11. Postulínsmálun og
almenn handmennt kl. 13. Söng- og
harmonikkustund í borðsal kl. 15.
Norðurbrún 1, | Kl. 9–16.30 opin
vinnustofa, kl. 14 félagsvist, kaffi, verð-
laun, kl. 9 opin fótaaðgerðastofa.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og
fótaaðgerðir. Kl. 9.15–16 myndmennt.
Kl. 10–12 sund (Hrafnistulaug). Kl.
11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 12.15–14
verslunarferð í Bónus, Holtagörðum.
Kl. 13–14 Spurt og spjallað. Kl. 13–16
tréskurður. Kl. 14.30–15.45 kaffiveit-
ingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
9–12.30, handmennt alm. kl. 9.30–
16.30, morgunstund kl. 10–11, bókband
kl. 10–13, verslunarferð kl. 12.30. Hár-
greiðslu- og fótaaðgerðastofa opnar.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Mömmumorgunn
kl. 10–12. Allir foreldrar velkomnir með
börn sín. Kirkjuprakkarar (1.–4. bekkur)
kl. 15.30. TTT-starf (5.–7. bekkur) kl. 17.
Árbæjarkirkja | Kyrrðarstund kl. 12.
Súpa og brauð gegn vægu gjaldi. Opið
hús frá 13–16. Föndur, spjall og fræðsla.
TTT – 10–12 ára starf. Hittumst í Sel-
ásskóla kl. 16. Söngur, sögur, leikir og
ferðalög fyrir hressa krakka. STN –
7–9 ára starf. Hittumst í Selásskóla kl.
15. Söngur, sögur, leikir og ferðalög
fyrir hressa krakka.
Áskirkja | Hreyfing og bæn í safn-
aðarheimili II milli 11–12. Foreldrum er
boðið til samveru með börn sín í safn-
aðarheimili kirkjunnar alla fimmtu-
dagsmorgna milli kl. 10–12. Anna Krist-
ín Guðmundsdóttir og Jóhanna Ósk
Valsdóttir sjá um stundina. Bókakynn-
ing frá Sólheimasafni. Samverustund í
safnaðarheimili II milli kl. 11 og 12 í dag.
Hreyfing og bæn. Allir velkomnir.
Bessastaðasókn | Dagur kirkjunnar í
Haukshúsum. Foreldramorgnar eru
frá kl. 10–12. Opið hús eldri borgara er
frá kl. 13–16.
Bústaðakirkja | Starf aldraðra. Sam-
verur á miðvikudögum frá kl. 13. Við
spilum, föndrum og erum með handa-
vinnu. Kl. 15 er kaffi og þá kemur alltaf
einhver gestur með fróðleik eða
skemmtiefni. Öllum er velkomið að
taka þátt í þessu starfi. Nánari uppl. á
www.kirkja.is.
Dómkirkjan | Bænastund alla mið-
vikudaga kl. 12.10–12.30. Léttur hádeg-
isverður á kirkjuloftinu á eftir. Bæn-
arefnum veitt móttaka í síma
520 9709. Allir velkomnir.
Fella- og Hólakirkja | Opið hús fyrir
fullorðna alla þriðjudaga kl. 13–16.
Garðasókn | Foreldramorgnar hvern
miðvikudag kl. 10 til 12.30. Fyrirlestur
mánaðarlega. Gott tækifæri fyrir
mömmur og börn að hittast og kynn-
ast. Allir velkomnir. Alltaf heitt á könn-
unni.
Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í há-
degi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir.
Boðið er upp á léttan hádegisverð á
vægu verði að lokinni stundinni. Prest-
ar safnaðarins þjóna fyrir altari, org-
elleikari Hörður Bragason. Allir vel-
komnir. TTT fyrir börn 10–12 ára á
miðvikudögum í Rima- og Hamraskóla
kl. 17.30–18.30.
Grensáskirkja | Samverur eldri borg-
ara eru á miðvikudögum kl. 14. Boðið
er upp á Biblíulestur og léttar veit-
ingar. Það er kvenfélagið í kirkjunni
sem heldur utan um samverurnar og
þangað eru allir velkomnir.
Hallgrímskirkja | Morgunmessa kl. 8
árdegis alla miðvikudagsmorgna.
Íhugun, altarisganga. Einfaldur morg-
unverður í safnaðarsal eftir messuna.
Hjallakirkja | Fjölskyldumorgnar kl.
10–12. 10–12 ára krakkar hittast í
Hjallakirkju kl. 16.30–17.30. Tólf-spora
námskeið eru í Hjallakirkju á mið-
vikudögum kl. 20–22. Kynning-
arfundur í kvöld kl. 20. Allir velkomnir.
Hjálpræðisherinn á Akureyri | Bæn
kl. 12.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Fjöl-
skyldusamvera „súpa og brauð“ kl.
18–20. Kl. 19 er biblíulestur með Jóni
Þór Eyjólfssyni. Skátastarf Royal
Rangers fyrir 5–17 ára. Allir eru hjart-
anlega velkomnir.
Kristniboðssalurinn | Samkoma í kl.
20. „Hver er kostnaðurinn?“ Ræðu-
maður er Friðrik Zimsen Hilmarsson. Í
lok samkomunnar verða umræður um
miðvikudagssamkomurnar. Kaffi. Allir
eru velkomnir.
Langholtskirkja | Hádegisbænagjörð
með orgelleik og sálmasöng kl. 12.10.
Súpa og brauð kl. 12.30 (300 kr.). Starf
eldri borgara kl. 13–16. Söngur, tekið í
spil, föndur, spjall, kaffisopi. Allir vel-
komnir.
Laugarneskirkja | Kl. 10 Mömmu-
morgunn. Gönguhópurinn Sólarmegin
leggur af stað frá kirkjudyrum kl.
10.30. Kl. 14.10–15.30 Kirkjuprakkarar.
(1.–4. bekkur). Kl. 16.15 TTT (5.–7.
bekkur). Kl. 17 Adrenalín gegn ras-
isma. Laugalækjarskóla. (Miðborg-
arstarf KFUM&K o.fl.) Kl. 19.30 Ferm-
ingartími. Kl. 20.30 Unglingakvöld.
Neskirkja | Foreldramorgnar kl. 10.
Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lár-
usdóttir. Fyrirbænamessa kl. 12.15.
Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Opið
hús kl. 15. Hvernig verða vextir til?
Jón Sigurðsson, seðlabankastjóri,
veitir innsýn í starf bankans, hlutverk
og vinnu. Kaffi á Kaffitorginu. Allir vel-
komnir.
Seltjarnarneskirkja | Kyrrðarstund kl.
12. Ritningarlestur, bæn og alt-
arisganga. Léttur hádegisverður i
safnaðarheimili á eftir. Allir velkomnir.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
UNG söngkona, Kristín Þuríður
Halliday, sem er íslensk í móðurætt
og er búsett í Bandaríkjunum, kvaddi
sér hljóðs á tónleikum í Hafnarborg á
sunnudagskvöldið. Efnisskráin var
nokkuð fjölbreytt; Kristín söng allt
frá barokktónlist yfir í lög eftir Cole
Porter og dagskráin var auk þess
krydduð með klarinettu- og óbóleik
þeirra Einars Jóhannessonar og Pet-
ers Tompkins.
Þrátt fyrir fjölbreytni í verkefna-
vali var túlkun Kristínar þó fremur
einsleit. Vissulega er rödd hennar
ágætlega skóluð, en hún er eilítið sár
og ekki mjög kröftug og því voru há-
punktarnir í túlkuninni aldrei sérlega
áhrifamiklir. Söngkonan virtist vera
fremur meðvituð um sjálfa sig, a.m.k.
var eins og henni tækist ekki að gefa
sig tónlistinni fyllilega á vald. Túlk-
unina skorti dýpt, hún var nem-
endaleg; Kristín á greinilega enn eftir
að ná fullum þroska sem listamaður.
Samt sem áður var margt á tón-
leikunum prýðilega gert og þó Krist-
ín hafi ekki náð að hrífa mig var auð-
heyrt að hún kann til verka. Fyrsta
lagið var að vísu ekki alveg hreint en
Kristín náði fljótt valdi á tóninum og
aríurnar Je veux vivre eftir Gounod
og Senza mamma eftir Puccini voru
nákvæmar og fluttar af greinilegri til-
finningu. Hefðu þær örugglega getað
verið magnaðar ef raddstyrkur söng-
konunnar hefði boðið upp á það.
Der hirt auf dem felsen eftir Schu-
bert þar sem Einar Jóhannesson spil-
aði með á klarinettu kom vel út; leik-
ur hans var tilfinningaþrunginn og
söngurinn var líflegur. Hástemmdur
óbóleikur Peters
Tompkins var líka
áheyrilegur í
Domine Deus eft-
ir Vivaldi en bar-
okktúlkun Krist-
ínar var
ósannfærandi, ví-
bratóið var of
mikið og var út-
koman í væmnara
lagi.
Tvö lög eftir
Obradors, La mi sola og Del cabello
mas sutil, hefðu hinsvegar mátt vera
tilfinningaþrungnari; þau voru svo
sviplaus að þau voru í raun búin áður
en þau byrjuðu. Svipaða sögu er að
segja um So In Love eftir Porter, A
Nightingale Sang in Berkeley Square
eftir Sherwin og Somewhere Over
the Rainbow; þrátt fyrir vandaðan
söng urðu lögin aldrei eins skemmti-
leg og þau hefðu getað orðið.
Antónía Hevesi spilaði með á pí-
anóið og gerði það með ágætum; leik-
ur hennar var agaður og þægilega
mjúkur, en samt gæddur nauðsyn-
legum tærleika. Verst að vandaður
píanóleikurinn dugði ekki til að gera
tónleikana áhugaverða.
Túlkunina skorti dýpt
TÓNLIST
Hafnarborg
Kristín Þuríður Halliday (sópran) og Ant-
ónía Hevesi (píanó) fluttu tónlist eftir
Handel, Vivaldi, Puccini, Schubert, Goun-
od, Obradors, Porter, Sherwin og Arlen.
Fram komu Einar Jóhannesson (klarin-
ett) og Peter Tompkins (óbó). Sunnudag-
ur 25. september.
Söngtónleikar
Kristín Þuríður
Halliday
Jónas Sen
MENNING
BÓKASTEFNAN í Gautaborg
hefst á morgun og stendur til
sunnudags. Að venju stendur Anna
Einarsdóttir vaktina í básnum þar
sem íslenskar bókmenntir eru
kynntar og náði Morgunblaðið sam-
tali við hana þar ytra, þar sem hún
var önnum kafin við að taka uppúr
bókakössum.
„Að þessu sinni verða þrjár mál-
stofur tileinkaðar Íslandi,“ segir
hún, en alls verða 466 málstofur á
Bókastefnunni að þessu sinni.
Sjón, sem hlaut Bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs fyrr á þessu
ári, mun ræða ritstörf sín við menn-
ingarritstjórann og þýðandann John
Swedenmark. Þá munu Halldór
Guðmundsson og Auður Jónsdóttir,
sem nýlega skrifaði ævisögu Hall-
dórs Laxness fyrir börn, taka þátt í
málstofu undir stjórn Heimis Páls-
sonar. Halldór og Auður hlutu bæði
Íslensku bókmenntaverðlaunin árið
2004, Halldór fyrir ævisögu sína um
Halldór Laxness en Auður fyrir
skáldsöguna Fólkið í kjallaranum.
Dario Fo meðal gesta
Auk þessa verður fjallað um Ís-
lendingasögur fyrir börn og ung-
linga í málstofu og eru þátttak-
endur Brynhildur Þórarinsdóttir,
Heimir Pálsson og Lars Lönnroth.
Þau fjalla um hvernig best sé að
kynna börnum Íslendingasögurnar í
máli og myndum. Anna telur að
þær umræður geti orðið athygl-
isverðar. „Lars Lönnroth er pró-
fessor og að mörgu leyti gamaldags
– vill helst hafa Íslendingasögurnar
bara á skinnhandritum. Brynhildur
hefur hins vegar séð um nýjar út-
gáfur á Njálssögu og Egilssögu fyr-
ir börn og unglinga. Þetta geta því
orðið ansi líflegar umræður,“ segir
hún.
Ýmsir gestir sækja Bókastefnuna
í Gautaborg heim og í ár er einn
þeirra leikritaskáldið Dario Fo.
Kynntar verða bókmenntir frá 25
löndum og sérstök áhersla lögð á
bókmenntir frá Litháen að þessu
sinni, undir yfirskriftinni Lítið land
með mikinn metnað. „Mér hefur
verið sagt, að hingað til hafi þrettán
bækur litháskra höfunda verið
þýddar yfir á sænsku, en í aðdrag-
anda kynningar Litháens á stefn-
unni hérna hafi sjö til viðbótar verið
þýddar, allar á þessu ári. Sænskir
útgefendur hafa greinilega heldur
betur tekið við sér,“ segir Anna.
Hún segir stöðuna að mörgu leyti
sambærilega við Ísland, sem var í
sviðsljósinu á bókastefnunni í
Gautaborg árið 1990. „Þá höfðu
auðvitað margar íslenskar bækur
verið þýddar á sænsku, en eftir sýn-
inguna hafa margfalt fleiri bækur
eftir íslenska höfunda komið út hér.
Þannig að þetta hefur haft ýmis
áhrif,“ segir hún og segir það jafn-
framt meginmarkmið með hátíðinni
að kynna forleggjurum bækur ým-
issa landa, þar á meðal Íslands. „Og
lesendum, ekki síður,“ bætir hún
við að síðustu.
Bækur | Bókastefnan í Gautaborg
Getur hvatt
til þýðinga
Morgunblaðið/Þorkell
Anna Einarsdóttir sér um íslenska
básinn á Bókastefnunni í Gauta-
borg, sem hefst á morgun.
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is