Morgunblaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Búdapest þann 17. eða
24. október. Þú bókar 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir eitt og kynnist þessari
glæsilegu borg á einstökum kjörum.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
2 fyrir 1 til
Búdapest
17. eða 24. okt.
frá kr. 19.990
Síðustu sætin
Verð kr. 19.990
Flugsæti með sköttum. 2 fyrir 1 tilboð. Út 17. eða
24. okt. og heim 20. eða 27. okt. Netverð á mann.
Gisting frá kr. 2.800
Gisting pr. nótt á mann í tvíbýli á Hotel Tulip Inn
með morgunverði. Netverð.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
STJÓRN Stéttarfélags íslenskra fé-
lagsráðgjafa sendi borgarstjóranum í
Reykjavík erindi í lok júní og var sent
svar í fyrradag eftir að hafa ítrekað
erindið í liðinni viku. Guðrún Ebba
Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokks, vakti athygli á þessum
vinnubrögðum á síðasta fundi borg-
arstjórnar.
Tildrög málsins eru þau að 29. júní
sl. sendi stjórn Stéttarfélags ís-
lenskra félagsráðgjafa borgarstjóra
bréf þar sem lýst var yfir áhyggjum
vegna ráðningar í stjórnunarstöður
og tilfærslur á félagsráðgjöfum á milli
þjónustumiðstöðva í hverfum borgar-
innar.
Sviðsstjóri þjónustu- og rekstrar-
sviðs borgarinnar sendi borgarstjóra
umsögn vegna erindisins 12. júlí og
þar við sat. Stjórn SÍF ítrekaði erind-
ið með bréfi 29. september, óskaði eft-
ir svari sem allra fyrst og vísaði til
ákvæða stjórnsýslulaga um máls-
hraða.
Í bréfi borgarstjóra til SÍF dag-
settu 3. október er beðist velvirðingar
á síðbúnu svari, „en svo virðist vera
sem erindið hafi ekki skilað sér í rétt-
ar hendur sökum sumarleyfa á skrif-
stofu borgarstjóra.“
Augljós mistök
Helga Jónsdóttir, staðgengill borg-
arstjóra á borgarstjórnarfundinum,
sagði að augljóslega hefðu verið gerð
mistök með því að senda ekki svar um
leið og umsögn barst í júlí og ekki
væri annað hægt að gera en að biðjast
velvirðingar á mistökunum. Hins veg-
ar væri erindinu vel svarað í hjálögðu
minnisblaði sviðsstjóra þjónustu- og
rekstrarsviðs.
Guðrún Ebba Ólafsdóttir sagði að í
erindinu kæmu fram alvarlegar ásak-
anir og helstu gagnrýninni væri ekki
svarað. Því væri eðlilegt að boðað yrði
til fundar um málið með stjórn SÍF.
Erindi svarað eftir þrjá mánuði
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Í TILEFNI af opnun nýrrar þjón-
ustumiðstöðvar í Reykjavík, fyrir
Laugardal og Háaleiti, var boðið til
haustfagnaðar í Grasagarðinum í
Laugardal um helgina. Þar fór
fram fjölbreytt dagskrá fyrir alla
fjölskylduna en á meðan þeirra sem
komu fram voru Felix Bergsson og
Engilráð andarungi sem brugðu á
leik með börnunum. Þá söng kór
leikskólabarna úr hverfinu nokkur
lög ásamt Graduale kór Langholts-
kirkju. Þjónustumiðstöð Laugar-
dals og Háaleitis er ein af sex þjón-
ustumiðstöðum í Reykjavík sem
opnaðar verða formlega í tengslum
við endurskipulagningu á þjónustu
við borgarbúa.
Ný þjónustumiðstöð opnuð í Reykjavík
Morgunblaðið/Sverrir
eftir nokkurt hlé á morgun, þriðju-
dag, með stuðningshópsvinnu með
ráðgjafa fyrir aðstandendur spila-
fíkla og á fimmtudögum fyrir spila-
fíkla, kl. 18 báða dagana.
Fer ekki í manngreinarálit
Haldið er úti vefsíðunni spila-
vandi.is og lítur endurbættur vefur
dagsins ljós innan þriggja vikna.
Þar verða sett inn sjálfspróf þar
sem fólk getur fengið vanda sinn
og sinna metinn.
„Spilafíknin fer ekki í mann-
greinarálit og nú er svo komið að
fólk úr öllum stigum þjóðfélagsins
hefur þennan vanda. Það væri því
mikil einföldun að halda því fram
að vandinn sé einvörðungu bund-
inn við öryrkja og láglaunafólk
eins og gjarnan hefur verið talið.“
Á heimasíðunni verða sett inn
ýmis stöðluð próf sem eiga að m.a.
að leiða í ljós hvort viðkomandi sé
spilafíkill eða aðstandandi spilafík-
ils. Og vandinn er ekki mjög sýni-
legur og getur vakið grunsemdir
um eitthvað allt annað að sögn Júl-
íusar.
„Það er t.d. fullt af fólki sem átt-
ar sig ekki því hvað veldur því að
börn þess læðast að heiman á
óvenjulegum tímum sólarhringsins
og heldur jafnvel að fíkniefni séu
ástæðan, þegar vandinn liggur í
spilafíkn eftir allt saman.“
Júlíus hefur hugmyndir um að
koma upp göngudeild fyrir spila-
fíkla á gömlu Miðbæjarlög-
reglustöðinni sem myndi að auki
hýsa allan rekstur samtakanna,
námskeiðahald og fleira. „Við
myndum vilja fá húsnæðið leigt á
viðráðanlegum kjörum fyrir sam-
tökin. Ég hef gert ráðherrunum
grein fyrir því að við eigum enga
peninga til að greiða venjulega
húsaleigu en hins vegar förum við
ekki fram á að fá neitt gefins held-
ur.“
Samtökin hafa unnið að forvarn-
arverkefni handa grunnskólanem-
um og er sérstakur DVD-fræðslu-
diskur með forvarnarefni fyrir
8.–10. bekk að verða tilbúinn.
„Við ætlum að dreifa diskinum
til 14 þúsund foreldra og forráða-
manna grunnskólabarna á öllu
landinu og væntum þess að um-
ræðan um vandann muni opnast
enn frekar í kjölfarið. Mest er um
vert að hafa umræðuna opna og
vinna gegn fordómunum,“ segir
Júlíus Þór.
Júlíus. „Fólk er
að tapa aleigunni
sinni á yfir-
gengilegum
hraða, ekki bara
í spilakössum,
heldur í vaxandi
mæli heima hjá
sér á netinu þar
sem það getur
notað kredit-
kortin til að spila
með. Þetta er fólk sem haldið er
spilafíkn á háu stigi en hefur verið
fælt frá spilakössunum af ótta við
að vera stimplað sem fíklar. Þessi
kortamisnotkun á netinu er hins
vegar mun geigvænlegri en spila-
kassafíknin þar sem fjárhæðirnar
sem hægt er að leggja undir eru
mun hærri,“ segir hann.
Spilavandinn að aukast
Núverandi húsnæði samtakanna
er í Dugguvogi og þar er starfsem-
in aðþrengd þar sem vandinn hefur
verið að aukast á undanförnum
misserum. „Bara á þessu ári hafa
10–12% fleiri spilafíklar haft sam-
band við okkur en gerðu á síðasta
ári,“ bendir Júlíus á.
Starfsemi samtakanna hefst á ný
ÞAÐ yrði algjör bylting fyrir starf-
semi Samtaka áhugafólks um
spilafíkn að komast inn í húsnæði
þar sem miðbæjarstöð lögregl-
unnar í Reykjavík var áður til húsa
við Tryggvagötu.
Júlíus Þór Júlíusson, formaður
samtakanna, hefur sóst eftir því að
fá inni í húsinu og ræddi í síðustu
viku við Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra og Árna Mathiesen
fjármálaráðherra um málið. Segir
hann þá hafa tekið vel í hugmyndir
sínar.
„Að vera miðsvæðis í borginni
með starfsemina myndi gera okkur
sýnilegri en áður, enda er mjög
mikilvægt að umræðan um þennan
vanda komist upp á yfirborðið svo
hægt sé að vinna í því að eyða for-
dómum í garð spilafíkla,“ segir
Samtök áhugafólks um spilafíkn óska eftir gömlu miðbæjarstöð lögreglunnar
Sífellt fleiri einstaklingar leita
aðstoðar við spilafíkn sinni
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
Júlíus Þór
Júlíusson
SÆNSKA ferðaskrifstofan
Apollo mun hefja leiguflug milli
Reykjavíkur og Kanaríeyja frá
og með janúar á næsta ári,
samkvæmt frétt á sænska vefn-
um Flygtorget.
Í fréttinni, þar sem ákvörðun
Apollo er lýst sem innrás á ís-
lenska flugmarkaðinn, er
ákvörðun stofunnar sögð eins
konar svar við auknum umsvif-
um íslenskra flugfélaga, og
flugfélaga í íslenskri eigu, á
Norðurlöndum, og eru Sterling
og Iceland Express nefnd þar á
nafn.
Í fréttinni er Apollo einnig
sagt stefna á að hefja flug frá
Reykjavík til þriggja áfanga-
staða við Miðjarðarhafið þegar
nær dregur sumri.
Sænsk
ferðaskrif-
stofa sækir
til Íslands
KANNA á hvort hagkvæmt gæti
verið að sameina rekstur Tækni-
þjónustunnar á Keflavíkurflugvelli,
sem er eitt dótturfyrirtækja Flug-
leiðasamsteypunnar og rekur við-
haldsstöðina á Keflavíkurflugvelli,
og Icelandair sem er annað fyr-
irtæki innan FL Group. Frá þessu
er greint í nýjasta tölublaði Frétta-
bréfs Félags íslenskra atvinnuflug-
manna.
Jón Karl Ólafsson, forstjóri Ice-
landair, tjáði Morgunblaðinu að
Jens Bjarnasyni, sem nýlega tók
við stöðu forstöðumanns Tækni-
þjónustunnar, hefði verið falið að
kanna með samstarfsmönnum sín-
um kosti hugsanlegrar sameining-
ar. Jón Karl segir að rekstur
Tækniþjónustunnar á Keflavíkur-
flugvelli tengist rekstri Icelandair
mjög náið og þarna væri leitað
leiða til að minnka flækjustigið í
stjórnun fyrirtækjanna eins og
hann orðaði það, einfalda stjórn-
kerfið og ná meiri hagkvæmni í
rekstri þeirra. Nefndi hann sem
dæmi að í dag væri einn tækni-
stjóri hjá Icelandair og annar hjá
Tækniþjónustunni.
Sameining við áramót
Lagði Jón Karl áherslu á að hér
væri aðeins um könnun að ræða og
ekki vitað á þessari stundu hvort af
sameiningu yrði. Hann taldi unnt
að ná niðurstöðu um málið á næstu
vikum og miða sameininguna við
áramót ef sú yrði niðurstaðan.
Kanna samein-
ingu Tækni-
þjónustunnar
og Icelandair
JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra hefur skipað nefnd til að
fjalla um nýtingu stofnfrumna til
rannsókna og lækninga og semja
frumvarp til laga um stofnfrumu-
rannsóknir.
Í tilkynningu frá heilbrigðis-
ráðuneytinu kemur m.a. fram að
stofnfrumurannsóknir hafi hafist
fyrst á níunda áratugnum. Tölu-
verður árangur hafi náðst nú þeg-
ar og vonir séu bundnar við að
stofnfrumur geti orðið til þess að
lækna ýmsa illvíga sjúkdóma.
Stofnfrumurannsóknir vekji hins
vegar margvíslegar siðfræðilegar
spurningar, einkum þegar notast
er við fósturvísa til rannsóknanna,
og hafi umræður um þau efni verið
ofarlega á baugi meðal margra
þjóða á liðnum árum. Hér á landi
séu slíkar rannsóknir ekki heim-
ilar samkvæmt lögum, nema þær
séu liður í glasafrjóvgunarmeðferð
eða greiningu arfgengra sjúkdóma
í fósturvísunum sjálfum. Að öðru
leyti sé ekki fjallað um stofn-
frumurannsóknir í íslenskum lög-
um.
Formaður nefndar um nýtingu
stofnfrumna til rannsókna og
lækninga er Sveinn Magnússon,
skrifstofustjóri í heilbrigðisráðu-
neytinu. Nefndinni er ætlað að
ljúka störfum í lok mars 2006.
Nefnd um
stofnfrumu-
rannsóknir