Morgunblaðið - 10.10.2005, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist
Morgunblaðinu frá stjórn Geðlæknafélags Ís-
lands, í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeg-
inum í dag, 10. október:
„Geðsjúkdómar eru eitt stærsta heilbrigð-
isvandamál samtímans. Um 450 milljónir
manna þjást af geðsjúkdómum í heiminum í
dag samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheil-
brigðisstofnuninni (WHO). Í löndum Efna-
hagsbandalags Evrópu er áætlaður kostnaður
vegna geðsjúkdóma um 3–4% af heildarlands-
framleiðslu. En þó að þessir sjúkdómar séu
næstum 20% af heildarsjúkdómsbyrði sam-
félagsins, fara að meðaltali aðeins um 5,8% af
fjármagni til heilbrigðismála til geðheilbrigð-
ismála.
Geðsjúkdómar snerta ekki eingöngu ein-
staklinginn sjálfan heldur einnig fjölskyldu og
aðra aðstandendur. Í fjórðu hverri fjölskyldu
má finna einstakling sem á við alvarleg geðræn
vandamál að stríða. Ýmsir geðrænir kvillar
hrjá oft einstaklinga sem þjást af alvarlegum
líkamlegum kvillum svo sem krabbameini,
kransæðasjúkdómum og ýmsum taugasjúk-
dómum. Vandamálið verður enn viðameira
þegar litið er til þess að einstaklingar með
langvinna geðsjúkdóma svo sem geðklofa og
alvarlegt þunglyndi eru í verulega aukinni
hættu að veikjast af ýmsum alvarlegum lík-
amlegum sjúkdómum.
Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn var hald-
inn í fyrsta skiptið 10. október árið 1992 fyrir
tilstilli fjölþjóðlegrar hreyfingar fólks sem vildi
stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum
(World Federation for Mental Health). Meðal
helstu hvatamanna þess að tileinka þennan
dag geðheilbrigðismálum var Rosalynn Cart-
er, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna. Þessi
samtök eru í dag ein stærstu grasrótarsamtök
heimsins á sviði geðheilbrigðismála með með-
limi í yfir 150 löndum. Hefur þessi dagur verið
haldinn hátíðlegur vítt og breitt um heiminn
síðan og markmiðið ætíð verið að fræða fólk
um geðheilbrigðismál, draga úr fordómum og
stuðla að bættum hag þeirra sem þjást af geð-
rænum kvillum.
Áhersla á tengsl andlegrar
og líkamlegrar heilsu
Þema þessa dags í ár er „andleg og líkamleg
heilsa allt æviskeiðið“ og er með því verið að
leggja áherslu á hin gagnkvæmu tengsl á milli
góðrar andlegrar og líkamlegrar heilsu á öllum
æviskeiðum og að geðheilsa sé óaðskiljanlegur
hluti af almennu heilsufari fólks. Góð geðheilsa
felst ekki einungis í því að vera laus við geð-
sjúkdóma heldur einnig í því að búa við vellíð-
an og getu til þess að höndla óhjákvæmilegt
álag tengt daglegu lífi og verið virkur í sam-
félaginu.
Því er mikilvægt að hugað sé að þjónustu við
geðsjúka og eflingu geðheilsu á sem flestum
sviðum samfélagsins. Aðgengi að geðheilbrigð-
is-þjónustu þarf að vera greitt ekki aðeins að
bráðaþjónustu heldur einnig að virku eftirliti
og langtímameðferð. Segja má að hér á landi
sé aðgengið að flestu leyti gott á höfuðborg-
arsvæðinu en mikið vantar uppá að aðgengi að
sérhæfðri þjónustu sé nægilegt á landsbyggð-
inni. Bæta þarf stuðning við fólk með geðræn
vandamál úti í samfélaginu og er áríðandi að
áfram verði unnið að því að byggja upp þver-
fagleg hreyfanleg teymi geðheilbrigðisstarfs-
manna sem fylgt geta fólki í samfélaginu eftir
að greiningu og bráðameðferð er lokið. Í slík-
um teymum er mögulegt að vinna markvisst að
því að styðja fólk með geðræna kvilla til stig-
vaxandi þátttöku í samfélaginu.
En þótt þverfagleg meðferð sé afar mikil-
væg þá er einnig brýnt að huga að forvörnum.
Mikilvægt er að auka fræðslu um geðsjúkdóma
og þá þætti sem stuðlað geta að bættu geðheil-
brigði. Forvarnir og fræðsla um hluti sem
beinlínis eru skaðlegir geðheilsu svo sem fíkni-
efni þarf að vera markviss og ná athygli barna
og unglinga. Forvarnarstarf þarf að ná til allra
æviskeiða einstaklingsins og hefst því með
góðri mæðraskoðun og ungbarnaeftirliti.
Vinna þarf markvisst að því að kveða niður ein-
elti í skólum og á vinnustöðum en allir geðheil-
brigðisstarfsmenn þekkja hversu slæmar af-
leiðingar einelti getur haft á andlega líðan
fólks. Markvisst vinnueftirlit þar sem hugað er
að þáttum sem snerta bæði líkamlega og and-
lega heilsu er mikilvægt. Fjölbreytt dægradvöl
og virk þjóðfélagsþátttaka getur stuðlað að
bættri geðheilsu meðal aldraðra.
Geðlæknafélag Íslands telur áríðandi að
stjórnvöld marki heildstæða stefnu í geðheil-
brigðismálum, og að allir sem að þessum mál-
um koma, hvort sem það eru sjúklingar, fag-
aðilar, aðstandendur eða áhugamenn þurfi að
vinna saman til þess að ofangreind markmið
náist.“
Stjórn Geðlæknafélags Íslands ályktar í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum
Góð geðheilsa
– allra hagur
Í TILEFNI af alþjóða heilbrigðisdeginum var skákhá-
tíð í Ráðhúsinu í gærdag þar sem Friðrik Ólafsson,
fyrsti stórmeistari Íslands, tefldi fjöltefli við gesti og
gangandi. Nýttu fjölmargir sér það tækifæri að tefla
við þennan ágæta skákmeistara en í kjölfarið var hald-
ið hraðskákmót á vegum Hróksins og Eddu útgáfu.
Morgunblaðið/Sverrir
Öttu kappi við Friðrik í fjöltefli
NÝTT félag verður stofnað inn-
an Háskóla Íslands í dag í tilefni
af Alþjóða geðheilbrigðisdegin-
um.
Félagið nefnist Manía og er
fyrir fólk með geðraskanir innan
skólans og aðra áhugasama um
málefnið. Stofnfundurinn verður
haldinn kl. 16 í stofu 101 í Odda.
Kristín Ingólfsdóttir rektor
flytur stutt ávarp sem og Krist-
ín Tómasdóttir jafnréttisfulltrúi
SHÍ. Egill Helgason verður
fundarstjóri.
Geðheilbrigðismál innan há-
skólans hafa mikið verið í um-
ræðunni undanfarið. Í tilkynn-
ingu frá skólanum segir að af
þeim sökum sé mikilvægt að
skerpa á umræðunni og koma
með innlegg stúdenta um and-
lega heilsu nemenda sem kenn-
ara.
Opið hús í tilefni dagsins
Í tilefni dagsins verður opið
hús milli kl. 13 og 16 í athvörf-
um Rauða krossins; Vin í
Reykjavík, Dvöl í Kópavogi,
Læk í Hafnarfirði og Laut á Ak-
ureyri, og einnig hjá Hugarafli,
Klúbbnum Geysi og Geðhjálp.
Í kvöld verður svo kynning-
arfundur hjá samtökum fyrir
ungt fólk með þunglyndi, að
Mjósundi 10 í Hafnarfiði, gamla
bókasafninu.
Verndari Alþjóða geðheil-
brigðisdagsins hér á landi er frú
Vigdís Finnbogadóttir.
Félag um geð-
raskanir stofn-
að í HÍ í dag
Sauðárkrókur | Fjölmenni sótti fund
á veitingastaðnum Kaffi Krók síð-
astliðið fimmtudagskvöld, en til
hans var boðað af hagsmunaaðilum
vegna tilkynningar trygginga-
félagsins Sjóvár-Almennra, þar
sem félagið hefur boðað lokun úti-
bús félagsins á Sauðárkróki um
næstu áramót.
Virðist Skagfirðingum sem enn
skuli hert tökin varðandi skerðingu
almennrar þjónustu á landsbyggð-
inni og vilja ekki átölulaust láta
slíkt yfir sig ganga.
Sjóvá-Almennar hafa verið eitt
umsvifamesta tryggingafélagið í
Skagafirði um áraraðir, en hefur
nú ákveðið í hagræðingarskyni að
loka útibúi sínu á Sauðárkróki. Var
þungt hljóðið í fundarmönnum,
sem margir hverjir höfðu átt við-
skipti við félagið um árabil, jafnvel
alla sína tíð, og þótti þeim illa aftan
að sér komið.
Tryggingatökum í Skagafirði,
allt frá einstaklingum til stórra
verktakafyrirtækja, hefur verið
bent á, að frá áramótum ættu þeir
að snúa sér til þjónustufulltrúa fé-
lagsins á staðnum, sem frá áramót-
um verður undir svæðisskrifstof-
unni á Akureyri. Ljóst var af
viðbrögðum fundarmanna að bæði
einstaklingar og fyrirtæki hafa
fullan hug á að snúa sér til annarra
tryggingafélaga, ef forsvarsmenn
Sjóvár-Almennra endurskoða ekki
þessi áform sín.
Fram komu þær hugmyndir að
viðskiptamenn Sjóvár-Almennra
byndust samtökum og gæfu þeim
tryggingafélögum sem sinna fullri
þjónustu við skagfirska viðskipta-
vini tækifæri á að bjóða í þennan
pakka, sem hlýtur að vera nokkuð
eftirsóknarverður.
Tillaga send fyrirtækinu
Eftir snarpar umræður var lögð
fram tillaga, sem samþykkt var
samhljóða og mun hún send trygg-
ingafélaginu. Töldu fundarmenn
eðlilegt að gefa forsvarsmönnum
félagsins tækifæri til að endur-
skoða afstöðu sína.
Fram kom á fundinum að for-
svarsmenn Sjóvár-Almennra fyrir-
huga almennan fund á Sauðárkróki
þann 19. þessa mánaðar.
Tillagan var svohljóðandi: ,,Fjöl-
sóttur fundur viðskiptamanna Sjó-
vár-Almennra í Skagafirði haldinn
á Kaffi Króki á Sauðárkróki, 6.
október 2005, harmar þá ákvörðun
Sjóvár-Almennra að leggja niður
útibúið á Sauðárkróki og skorar á
forráðamenn félagsins að taka þá
ákvörðun til endurskoðunar.“
Skagfirðingar mótmæla lok-
un útibús Sjóvár-Almennra
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Ingimar Jóhannsson, umboðsmaður Sjóvár á Sauðárkróki, í pontu og við
hlið hans bræðurnir Árni og Páll Ragnarssynir, forvígismenn fundarins.
LANDSVIRKJUN hefur efnt
til samkeppni um útilistaverk í
Fljótsdal og við Kárahnjúka.
Um er að ræða tvær sam-
keppnir. Frá þessu er greint á
vef fyrirtækisins en jafnframt
bent á að í samkeppninni í
Fljótsdal er óskað eftir tillög-
um undir dulnefni en í hina er
óskað eftir umsóknum um þátt-
töku. Í seinna tilvikinu annast
sérstök valnefnd val þátttak-
enda í sjálfa samkeppnina.
Samkeppnin fer fram sam-
kvæmt reglum SÍM, Sambands
ísl. myndlistarmanna. Dóm-
nefnd skipa frá Landsvirkjun
þeir Jóhannes Geir Sigurgeirs-
son stjórnarformaður og Frið-
rik Sophusson forstjóri, Ormar
Þór Guðmundsson, arkitekt
Kárahnjúkavirkjunar og frá
SÍM þau Ágústa Kristófers-
dóttir listfræðingur og Ingimar
Ólafsson Waage myndlistar-
maður.
Samkeppni
um útilista-
verk í Fljóts-
dal og við
Kárahnjúka