Morgunblaðið - 10.10.2005, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
KOSNINGAR um sameiningu sveit-
arfélaga fóru fram á laugardaginn og
voru fimmtán af þeim sextán tillögum
sem fyrir lágu felldar. Yfir landið allt
voru 56,2% þeirra sem kusu andvígir
sameiningu en 43,8% fylgjandi. Alls
kusu 22.271 af þeim 69.144 sem voru
á kjörskrá og var kjörsókn því 32,2%.
Kosið var um sameiningu í 61
sveitarfélagi og einungis ein tillaga
hlaut samþykki allra þeirra sveitarfé-
laga sem um hana kusu, en það var
sameiningartillaga í Mjóafjarðar-
hreppi, Fjarðabyggð, Austurbyggð
og Fáskrúðsfjarðarhreppi og munu
þessi fjögur sveitarfélög sameinast
að loknum sveitarstjórnarkosningum
á næsta ári.
Á öðrum stöðum var sameiningin
felld og var almennt meiri andstaða
við sameiningu í smærri sveitarfélög-
unum. Á vef félagsmálaráðuneytisins
kemur fram að eftir að sameining
sveitarfélaganna á Austurlandi hafi
gengið í gegn, verði sveitarfélögin í
landinu orðin 89, en þegar átak um
eflingu sveitarstjórnarstigsins hófst
árið 2003 voru þau 103. Ef allar sam-
einingartillögurnar hefðu verið sam-
þykktar hefðu sveitarfélögin orðið
alls 47.
Tvennar endurkosningar
Kosið verður aftur um tvær tillög-
ur að sex viknum liðnum, annars veg-
ar í Þingeyjarsýslunum þar sem Að-
aldælahreppur, Kelduneshreppur,
Skútustaðarhreppur og Tjörnes-
hreppur munu kjósa aftur um sam-
einingu við Húsavíkurbæ, Öxarfjarð-
arhrepp og Raufarhafnarhrepp og
hins vegar í Reykhólahrepp þar sem
íbúar greiða aftur atkvæði um sam-
einingu við Dalabyggð og Saurbæj-
arhrepp. Kveðið er á um slíka end-
urkosningu í bráðabirgðaákvæði í
sveitarstjórnarlögunum en þar kem-
ur fram að þótt tillaga hljóti ekki
samþykki íbúa allra sveitarfélaganna
sem þátt taka, megi endurtaka at-
kvæðagreiðsluna innan sex vikna í
þeim sveitarfélögum sem felldu til-
löguna ef meirihluti þeirra sem af-
stöðu tóku í atkvæðagreiðslunni er
fylgjandi sameiningunni. Þá er einnig
skilyrði að hún hafi verið samþykkt í
að minnsta kosti tveimur sveitar-
félögum.
Stórar kosningar um sameiningu
sveitarfélaga fóru síðast fram hér á
landi árið 1993 en þá voru 32 samein-
ingartillögur lagðar í dóm kjósenda.
Niðurstaðan þá var ekki ósvipuð og í
kosningunum á laugardaginn en þá
var aðeins ein sameiningartillaga
samþykkt í kosningunum.
Fimmtán af sextán
tillögum felldar
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
ATKVÆÐI skilað í Neskaupstað en á miðsvæði Austfjarða var sameiningin samþykkt um helgina, eina svæðinu á
landinu. Tvísýnust var niðurstaðan þó í Fjarðabyggð, 53% með og 47% á móti sameiningunni.
Kosið var um sameiningu í 61 sveitarfélagi á laugardaginn
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
! !
"
!!
# $
%%!!
# $
& '(!
Umræðan
Daglegt
málþing
þjóðarinnar
á morgun
ÁRNI Magnússon félagsmálaráð-
herra segist ekki líta svo á að nið-
urstaða kosninganna á laugardag-
inn sé áfall fyrir sig.
„Þetta kemur að sumu leyti svo-
lítið á óvart miðað við þær vísbend-
ingar sem skoðanakannanir höfðu
gefið en þetta er niðurstaða úr lýð-
ræðislegri kosningu og hún getur
alltaf farið á hvorn veginn sem er,
þannig að ég lít ekki á þetta sem
neitt áfall,“ segir Árni og bætir við
að niðurstaða kosninganna hafi ver-
ið skýr. „Það er niðurstaða sem
menn munu að sjálfsögðu og eiga að
una,“ segir Árni.
Mikið tilfinningamál
Hann telur trúlegt að í kjölfarið
komi ferli, ekki ólíkt því sem gerðist
1993.
„Þá sáum við eina sameiningu
verða út úr því en svo fækkaði
sveitarfélögunum um nærri því
helming á tíu ára tímabili þar á eft-
ir, þannig að mér finnst ekki
ósennilegt að sveitarstjórnarmenn
tækju upp þráðinn frá því sem frá
var horfið í kjölfarið.“
Aðspurður hvaða skýringar séu á
því hversu víða sameiningartillög-
urnar voru felldar, segist Árni ekki
hafa þær.
„Þetta er mikið tilfinningamál og
hefur alltaf verið það og kannski
eru skilaboðin einfaldlega þau að
fólk vill fá að ráða málum sínum al-
gerlega sjálft og gera þetta á þeim
hraða sem því hentar,“ segir félags-
málaráðherra.
Árni Magnússon félagsmálaráðherra
um úrslit sameiningarkosninganna
„Kemur að sumu
leyti svolítið á óvart“
Árni Magnússon kaus í Hveragerði.
Morgunblaðið/Sverrir
Sameining samþykkt á Austfjörðum