Morgunblaðið - 10.10.2005, Síða 12
12 MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
VESTURLAND
Akranes | Þúsundasti fundur bæjarstjórnar
Akraness verður á morgun, þriðjudaginn 11.
október. Af því tilefni ræddi fréttaritari við
Gísla Gíslason bæjarstjóra og Guðmund Pál
Jónsson verðandi bæjarstjóra frá 1. nóv-
ember, þegar sá fyrrnefndi tekur við starfi
hafnarstjóra Faxaflóahafnar. Akraneskaup-
staður fékk kaupstaðaréttindi árið 1942 og það
hefur tekið 63 ár að ná eittþúsund fundum.
Gísli segir að ákveðið hafi verið í tilefni
dagsins að leggja áherslu á einhver tímamót
og verður fundurinn sérstakur hátíðarfundur,
þar sem auk hefðbundinna starfa verða vænt-
anlega samþykktar þrjár tillögur. Sú fyrsta er
um uppbyggingu íþróttamannvirkjanna á
Jaðarsbökkum og yfirbyggðar sundlaugar á
því svæði, önnur er samþykki á yfirtöku á
svæði sem heitir Klapparholt en frá því heið-
urshjónin Rafnhildur Árnadóttir og Guð-
mundur Guðjónsson á Bergi tóku við því árið
1988 hafa þau unnið þar að gróðursetningu og
uppgræðslu. Þriðja tillagan er samþykkt að
fjölskyldustefnu fyrir Akraneskaupstað, sem
hefur verið í vinnslu. ,,Þannig erum við að
höfða til breiðra málaflokka á hátíðarfund-
inum segir Gísli.
Eftir fundinn verður móttaka þar sem fyrr-
verandi bæjarstjórnarfulltrúum og fyrrver-
andi bæjarstjórum er boðið. Ennfremur er í
bígerð að hinn almenni starfsmaður bæjarins
verði var við þessi tímamót, en þeir Gísli og
Guðmundur gefa ekkert nánar upp um það.
Þeir eru báðir fegnir að tókst að afstýra verk-
falli bæjarstarfsmanna, en skrifað var undir
samninga á sunnudagskvöldið. ,,Við erum
sannfærðir um að þetta séu almennt góðir
samningar,“ segja þeir.
Hefur tekist að þjóna íbúum vel
Á Akranesi búa núna um 5.800 manns og
hefur fjölgað um 800 síðustu átta árin, en árið
1997 voru Skagamenn tæplega 5.100. Að-
spurður um framtíðarþróun í þessum mála-
flokki segir Gísli það undir Guðmundi komið
og hlær við. Guðmundur segir að eins og stað-
an sé um þessar mundir þá sé útlitið gott.
,,Enn er verið að sækjast eftir fólki til starfa,
t.d. hefur Norðurál verið að auglýsa eftir tug-
um manna og atvinnuleysi er hér sáralítið.
Þetta eru algjör hamskipti, því þegar ég kom
inn í bæjarstjórn 1994 höfðum við gengið í
gegnum 15 ára samdráttartíma.“
Og Gísli bætir við að allar forsendur séu fyr-
ir því að mjög góður vöxtur verði í framtíðinni,
markmiðið sé ekki endilega að verða of stór
bær heldur að þjóna vel þeim sem byggja bæ-
inn og telur hann það hafa tekist.
,,Einn af glæsilegustu dögum í sögu bæj-
arins var þegar Grundaskóli fékk íslensku
menntaverðlaunin, og sem bæjarbúi og starfs-
maður bæjarins var ég afskaplega stoltur af
þessari viðurkenningu skólafólki til handa og
bæjaryfirvöldum,“ segir Gísli.
Hvalfjarðargöngin breyttu hugarfarinu
,,Í grunninn er Akranes útgerðarbær en það
má segja að með stofnun Sementsverksmiðj-
unnar og sjúkrahússins þá er lagður grund-
völlur að öðrum iðnaði og bærinn verður ríkari
á þjónustusviðinu. Síðan hefur iðnaðurinn far-
ið ört vaxandi hér, og vísa ég þá til líka til upp-
byggingarinnar á Grundartanga,“ segir Gísli.
Þeir eru báðir sammála um að það sem end-
anlega breytti landslaginu var opnun Hval-
fjarðarganganna.
,,Númer eitt var að þau breyttu hugarfarinu
og Akranes breyttist úr n.k. eyjarsamfélag í
það að verða miðstöð ýmissa möguleika, og
auðvitað opnuðust ýmsir möguleikar í atvinnu-
og búsetumálum og það auðveldar fólki að
stunda nám og vinnu annars staðar,“ segir
Gísli og vísar til athugana sem gerðar voru
fyrir göng og eftir. Fyrir tilkomu ganganna
stunduðu um 3% íbúa einhverskonar reglu-
bundnar ferðir, en nú eru það um 15%.
Gísli telur ennfremur að verslun hafi í heild-
ina styrkst og þeir sem hafa tekið þátt í sam-
keppninni hafa spjarað sig mög vel. Stórar öfl-
ugar verslanir hafa líka komið á staðinn eins
og Byko, Kea Nettó og Húsasmiðjan.
500 íbúðir í hringiðunni
Fasteignaverð hefur hækkað hlutfallslega
jafnmikið og á höfuðborgarsvæðinu, segir
Guðmundur, og bætir við að ekki hafi verið
farin þessi uppboðsleið eins og í stærri sveit-
arfélögum og lóðaverð sé lágt. ,,En eins og
uppbyggingin hefur verið undanfarin ár þá má
kannski segja að framboð lóða sé aldrei nóg.
Við vorum að ganga frá rammaskipulagi í s.k.
Skógarhverfi, þar sem getur verið 3.500
manna byggð og er það á við að Reykjavík
væri að koma á 70-80 þúsund manna byggð.
Núna eru um 500 íbúðir
í hringiðunni, á ýmsum byggingarstigum.
Með því að líta á svæðið sem eitt atvinnusvæði
á samstarfið á eftir að aukast enn við Borg-
arbyggð þó það sé kannski ekki alveg kominn
tími á sameiningu. Hrepparnir hér fyrir sunn-
an okkur eru að sameinast en enn hefur eng-
inn viljað sameinast okkur,“ segir Gísli.
Tekur við 1. nóvember
Guðmundur Páll tekur við starfi bæj-
arstjóra 1. nóvember og gegnir því til loka
kjörtímabils. Á meðan er hann í tímabundnu
leyfi úr starfi sínu hjá HB Granda þar sem
hann hefur lengst af starfað sem starfs-
mannastjóri. ,,Við erum að leggja til okkar
hæfasta mann sem hafnarstjóra, teljum það
mjög mikilvægt fyrir hagsmuni Reykjavíkur
og standa vonir okkar til þess að framtíð-
arhöfn Reykvíkinga verði á Grundartanga.
Þess vegna fer Gísli úr starfi bæjarstjóra og
var samþykkt einhuga að ég tæki við. Og ég er
býsna spenntur að taka við góðu búi,“ segir
Guðmundur Páll.
Gísli segir að eftir að hafa unnið hjá Akra-
neskaupstað í 20 ár, tvö ár sem bæjarritari og
liðlega 18 sem bæjarstjóri, þá sé sér efst í
huga þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til
að taka þátt í öllum þeim verkefnum sem
störfunum fylgdu.
„Það hafa einnig verið forréttindi að fá
tækifæri til að starfa með öllu því heiðursfólki
sem valist hefur til setu í bæjarstjórn og einn-
ig því frábæra samstarfsfólki sem ég hef unnið
með hjá bæjarfélaginu. Það er því vissulega
með söknuði sem ég kveð það góða samstarfs-
fólk. Án nokkurs vafa er framtíðin á Akranesi
björt og þó svo að nú verði þáttaskil hjá mér
þá vonast ég til að fá tækifæri áfram til að
vinna bæjarfélaginu gagn.
Eftirmanni mínum, Guðmundi Páli, óska ég
velfarnaðar og gæfu, en af löngum kynnum
okkar Guðmundar þá veit ég að hann mun
leysa öll sín verkefni af farsæld og réttsýni,“
sagði Gísli að endingu.
Þúsundasti fundur bæjarstjórnar Akraness haldinn á morgun
Akranes alltaf í sókn
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Guðmundur Páll Jónsson, verðandi bæjarstjóri Akraness, og Gísli Gíslason, fráfarandi bæjar-
stjóri, sem er að hætta eftir 18 ár í því starfi.
Ljósmyndasafn Akraness
Þessi mynd er tekin á fundi bæjarstjórnar
Akraness í þáverandi bæjarhúsi (á efstu hæð)
við Kirkjubraut. Þarna má þekkja m.a. Sverri
Valtýsson lyfjafræðing, Jón Árnason, fyrrv.
alþingismann, Daníel Ágústínusson og fleiri.
Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur
Borgarnes | Sauðir allra landa
sameinuðust á Sauðamessu 2005
í Borgarnesi sl. laugardag.
Sauðamessan er samkvæmt skil-
greiningu „Sauðmeinlaus og ær-
leg fjölskylduhátíð helguð haust-
inu, ánum og okkur hinum“.
Dagskráin hófst með fjárrekstri
frá Hyrnutorgi í gegnum bæinn
og inn í rétt á Rauða torginu.
Allir sem lopavettlingi gátu
valdið tóku þátt í rekstrinum og
var áberandi hve klæðnaður
þátttakenda var þjóðlegur;
margir í lopapeysum, ull-
arsokkum og með lopahúfur,
enda var kindarlegur klæðnaður
áskilinn.
Mikið var um dýrðir í gamla
Mjólkursamlagshúsinu, þar var
íslensk kjötsúpa í boði Borg-
arness kjötvara, réttarkaffi og
bændamarkaður. Ýmis skemmti-
atriði voru á planinu fyrir utan,
t.d. krufði Jóhannes Krist-
jánsson landbúnaðinn til mergj-
ar, Silfurrefirnir sungu Sauða-
lagið með Sviðahausunum og
keppt var í vambasaumi, svo
eitthvað sé nefnt. Ungir piltar
æfðu glímutökin og ungviðið brá
sér á hestbak. Að sögn aðstand-
enda Sauðamessunnar voru hátt
í 5.000 manns á svæðinu og
kannski ástæða til að hátíðin
verði héðan í frá árviss við-
burður.
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Sauðamessan í Borgarnesi var fjölsótt og gestir klæddu sig að þjóðlegum sið í lopapeysu og loðhúfur.
5.000 manns komu á Sauðamessuna
Borgarnes | Það er létt yfir Krist-
jáni Rafni Sigurðssyni fram-
kvæmdastjóra og dætrum hans, en
tilefnið er vígsla á nýju húsi fyrir
starfsemi Eðalfisks ehf. Fyrsta
skóflustungan var tekin fyrir rúmu
ári og er húsið nú fullbúið og tilbúið
til notkunar. Byggingin er um 540
m² að grunnfleti og er byggð af
Límtré-Vírnet, Borgarnesi. Eð-
alfiskur sérhæfir sig í vinnslu á laxi
og veitir um 12 manns atvinnu í
byggðarlaginu. Þrátt fyrir að stað-
setning fyrirtækisins sé óhagstæð
vegna dreifingarkostnaðar, sem er
hátt hlutfall af rekstarkostnaði, þá
er hér komið tækifæri til að auka
framleiðsluna og er Kristján bjart-
sýnn á framtíðina í nýju húsnæði.
Þær máttu ekki af pabba sínum sjá,
dæturnar Elísabet og Eydís, enda
hafa þær ekki séð hann mikið und-
anfarið á meðan frágangur við hús-
bygginguna stóð yfir.
Aukin framleiðsla
í nýju húsi