Morgunblaðið - 10.10.2005, Page 13

Morgunblaðið - 10.10.2005, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Morgunverðarfundur Þarfagreining fyrir menntun í ferðaþjónustu Kynning á niðurstöðum Vinnu við þarfagreiningu fyrir menntun og fræðslu í ferðaþjónustu á Íslandi er nú lokið, en verkefnið er ein umfangsmesta rannsókn sem hefur verið framkvæmd á sviði ferðaþjónustu á Íslandi. Samtök ferðaþjónustunnar boða til morgunverðarfundar 11. október nk. á Radissons SAS Hótel Sögu (Skála) til að kynna niðurstöðurnar. Dagskrá: Kl: 08:15 Morgunverður Setning fundar: Jón Karl Ólafsson, formaður SAF. Ávarp: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra. Kynning á niðurstöðum: Sigríður Þrúður Stefánsdóttir og Arney Einarsdóttir. Samantekt: Jón Torfi Jónasson, prófessor, Háskóla Íslands. Kl. 10:00 Fundarlok Rannsóknin var unnin að frumkvæði Samtaka ferðaþjónustunnar og í samstarfi við Starfsgreinaráð um náttúrunýtingu, Starfsafl, Landsmennt og Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks með styrk frá Starfsmenntasjóði. Sigríður Þrúður Stefánsdóttir og Arney Einarsdóttir hjá HRM, rannsóknir & ráðgjöf, sáu um framkvæmd þarfagreiningarinnar í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Þátttökugjald með morgunverði kr. 1.500. Vinsamlegast skráið þátttöku hjá Samtökum ferðaþjónustunnar info@saf.is eða í síma 511-8000. BERNT Magnusson, stjórnarfor- maður sænska tryggingafélagsins Skandia, hefur sagt af sér í kjölfar þess að meirihluti stjórnarinnar neitaði að mæla með tilboði suður- afríska tryggingafélagsins Old Mutual í Skandia. Ekki er hægt að segja að þessi ákvörðun Magnus- sons komi á óvart en hann hefur legið undir ámæli fyrir að hafa ver- ið hlynntur tilboðinu og sagt að honum væri ekki stætt á því að gegna formannsstöðu í stjórn sem er andstæð honum í svo veigamiklu máli. „Það er ekki hægt að vera for- maður í klofinni stjórn,“ sagði Magnusson í samtali við Dagens Nyheter eftir að hann tilkynnti ákvörðun sína. Lennart Jeansson tekur við sem stjórnarformaður en hann hefur verið andvígur yfirtökutilboðinu og er það talið vatn á myllu þeirra sem hafa lýst andstöðu sinni við það en meðal þeirra eru nokkrir stærstu lífeyrissjóðir Sví- þjóðar. Hans- Erik Andersson, forstjóri Skandia, er einn- ig andvígur tilboðinu og þykir nú margt benda til þess að með því að sameina krafta sína muni þeim tak- ast að koma í veg fyrir að tilboðinu verði tekið. Eitt af skilyrðum þeim sem Old Mutual setti fyrir tilboðinu var að 90% hluthafa samþykktu það en nú hefur fyrirtækið fallið frá því skil- yrði þar sem ljóst er að meira en 10% hlutahafa muni hafna tilboð- inu. Þar með getur fyrirtækið ekki innkallað bréf þeirra sem hafna til- boðinu og er það mat Magnussons að sú staðreynd að stjórn fyrirtæk- isins sé ekki á sömu línu og verð- andi stærstu eigendur muni verða til skaða fyrir Skandia. Gengi bréfa Skandia féll við tíð- indin og var lokagengi þeirra á föstudag 39,8 sænskar krónur/hlut. Er það lækkun um 1,24%. Stjórnarformaður Skandia hættir Lennart Jeansson Hans-Erik Andersson Bernt Magnusson ● ÚTLIT er fyrir að septembermán- uður verði mesti innflutningsmán- uður ársins það sem af er ári. Áætlað er að fluttar hafi verið inn vörur til landsins fyrir tæpa 27 milljarða króna í mánuðinum. Þá eru skip og flugvélar ekki talin með. Þetta byggist á bráðabirgðatölum um innheimtu virðisaukaskatts að því er fram kemur í Vefriti fjármálaráðu- neytisins. Á fyrstu átta mánuðum árs- ins var innflutningur mestur í júní, 26,2 milljarðar króna (án skipa og flugvéla). Í Vefritinu segir að meginskýringin á auknum innflutningi í september frá ágústmánuði sé meiri innflutningur á eldsneyti og olíu sem hafi aukist um 3 milljarða milli mánaðanna. Innflutningur í hámarki í september ● JAPÖNSKU fjármálafyrirtækin Mitsubishi Tokyo Financial Group Inc. og UFJ Holdings Inc. samein- uðust nýverið og með samrunanum varð til stærsta fjármálafyrirtæki heims í eignum talið. Eignir samein- aða fyrirtækisins eru metnar á 190 billjónir jena (rúmlega 103 billjónir ísl.kr.) og viðskiptavinir þess eru um 40 milljónir talsins. Frá þessu er greint á vefmiðli Dagens Industri. Samruna kjarnabankastarfsemi félaganna, Tokyobanka-Mitsubishi og UFJ bankans, hefur verið frestað. Stærsta fjármála- fyrirtæki í heimi ● SJÁLFKJÖRIÐ verður í stjórn SÍF hf. á aðalfundi félagsins í dag mánu- daginn 10. október. Fimm ein- staklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn SÍF, en þeir eru: Að- alsteinn Ingólfsson, Höfn í Horna- firði, Guðmundur Hjaltason, Reykja- vík, Hartmut M. Krämer, Düsseldorf í Þýskalandi, Nadine Deswasiere, Villepinte í Frakklandi, og Ólafur Ólafsson, Kópavogi. Einn hefur gefið kost á sér í varastjórn: Guðmundur Ásgeirsson, Seltjarnarnesi. Sjálfkjörið í stjórn SÍF TILBOÐ færeyska fyrirtækisins Smyril Line, sem rekur ferjuna Nor- rænu, í 66% hlut í norska skipafélag- inu Fjord Line, er háð því að hlut- hafar í Smyril Line leggi fram nýtt hlutafé. Þetta kemur fram í blaðinu Scotsman. Gert er ráð fyrir að Smyril Line greiði jafnvirði 470 milljóna ís- lenskra króna fyrir hlutinn í Fjord Line. Scotsman segir að Þróunar- sjóður Hjaltlands, sem nú eigi 20% hlut í Smyril Line og 0,2% hlut í Fjord Line, íhugi að leggja í jafnvirði 325 milljóna króna til þessara við- skipta en blaðið segir að þau séu háð því að hluthafar í Smyril Line leggi fram jafnvirði 760 milljóna króna í nýju hlutafé. Þar af verði helming- urinn notaður til að tryggja að nýtt sameiginlegt fyrirtæki, sem á að heita North Atlantic Lines, hafi nægilegt rekstrarfé í upphafi. Slakur árangur Fyrr á þessu ári fóru viðræður milli Smyril Line og Fjord Line um samruna eða samvinnu út um þúfur og var ástæðan sögð sú, að aðilar í Færeyjum hefðu óttast að Norð- menn yrðu ráðandi innan félagsins. Þess í stað lögðu hluthafar í Fær- eyjum og á Íslandi fram nýtt hlutafé í Smyril Line. Rekstur félagsins gekk illa á síðasta ári og þessu. Stærstu hluthafarnir í Smyril Line eru Framtaksgrunnur Føroya, Tryggingarfelagid í Færeyjum og Austfar á Íslandi, sem eiga samtals 62% hlut, Shetland Development Trust á 20% og aðrir hluthafar sam- tals 18%. Smyril Line þarf nýtt hlutafé Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Lond- on & Regional, sem er í eigu bresku bræðranna Ian og Richard Liv- ingstone, lýsti því formlega yfir fyr- ir helgi að það hefði hætt viðræðum við stjórn verslunarkeðjunnar Som- erfield um hugsanlegt yfirtökutil- boð. Er þá aðeins einn fyrirtækja- hópur eftir í viðræðum við Somerfield. Búist var við að Livingstone- bræður myndu draga sig í hlé eftir að félagið United Co-operatives sleit viðræðum við þá um að kaupa 500 af verslunum Somerfield ef bræðurnir myndu hreppa verslun- arkeðjuna. London & Regional sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þetta var staðfest, en einn- ig var tekið fram, að félagið áskildi sér rétt til að leggja fram tilboð í Somerfield ef annað tilboð kæmi fram. Ekki hættir við Yfirtökuráð Bretlands hefur sett tímafrest til 14. október fyrir hugs- anlegt tilboð í Somerfield. Eini hóp- urinn sem enn er í viðræðum um kauptilboð er Apax Partners, Barclays Capital og kaupsýslumað- urinn Robert Tchenguiz. Baugur Group var upphaflega í þessum hópi en dró sig til baka eftir að ákærur á hendur forsvarsmönnum Baugs voru birtar á Íslandi í júlí. Vanga- veltur voru um það í síðustu viku að hópurinn myndi ekki leggja fram tilboð en heimildarmenn Reuters- fréttastofunnar sögðu í byrjun þess- arar viku, að það væri ekki rétt. Livingstone-bræðurnir bjóða ekki í Somerfield ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.