Morgunblaðið - 10.10.2005, Page 14
14 MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Sveitir þjálfaðra björg-unarmanna, hjúkrunarfólk,leitarhundar og hvers kynsbirgðir neyðargagna voru
send af stað í gær frá mörgum lönd-
um til hamfarasvæðanna í Suður-
Asíu þar sem tugþúsundir manna
létu lífið í jarðhræringunum miklu á
laugardag. Staðfest var í gær að
samanlögð tala látinna í Pakistan,
Indlandi og Afganistan væri komin
yfir 20.000 og ljóst að hún myndi
hækka. Langflestir hinna látnu voru
frá pakistanska hluta Kasmír.
Skjálftinn var 7,6 stig á Richter, sá
mesti á svæðinu í eina öld og voru
upptökin í Kasmír sem er við rætur
Himalajafjalla. Í kjölfarið fylgdu
margir eftirskjálftar, sumir harðir.
Björgunarmenn og sjálfboðaliðar
notuðu stórvirkar vinnuvélar eða
berar hendurnar við að leita í húsa-
rústum í von um að finna fólk á lífi.
Shaukat Sultan, talsmaður Pervez
Musharrafs Pakistansforseta, sagði
að um væri að ræða „verstu nátt-
úruhamfarir í sögu Pakistans“. Svo
gæti farið að tala látinna færi yfir
30.000. Mörg þorp í Pakistanshluta
Kasmírhéraðs hefðu þurrkast út og
ekki hefði verið hægt að komast til
margra svæða vegna þess að skriður
hefðu fallið á vegi.
Kona og barn fundust í gær á lífi
undir braki tíu hæða húss sem
hrundi í höfuðborg Pakistans,
Islamabad. Konan, sem heitir Adil
Inayat, segist hafa heyrt raddir og
hróp alla nóttina. En aðstandendur
annarra biðu milli vonar og ótta.
„Móðir mín, faðir minn og yngri
systir eru grafin einhvers staðar
undir brakinu,“ sagði kaupsýslu-
maðurinn Moonis Ahmed. Vitað er
með vissu að 24 manns létu lífið í
húsinu en óttast um tugi að auki.
Sváfu undir berum himni
Þriggja daga þjóðarsorg var lýst
yfir í Pakistan í gær til að minnast
fórnarlambanna. Talsmenn stjórn-
valda óttast að allt 30.000 manns hafi
farist, langflestir í pakistanska hluta
Kasmír. Einnig dóu yfir 600 manns í
Indlandi, aðallega í indverska hluta
Kasmír og fjögur börn í Jalalabad í
Afganistan. Vitað er að minnst
42.000 manns slösuðust í hamför-
unum á svæðinu, margir illa.
Sváfu undir berum himni
Skjálftinn reið yfir klukkan 8:50 á
laugardagsmorgun að staðartíma,
um kl. 3:50 að íslenskum tíma. Yfir
20 eftirskjálftar, á bilinu 4,5 og 6,3
stig hafa riðið yfir síðan. Þúsundir
manna í norðurhluta Pakistans höfð-
ust við undir berum himni aðfara-
nótt sunnudags, annaðhvort vegna
þess að heimili þeirra voru hrunin
eða af ótta við meiri hamfarir. Næt-
urhiti fer niður undir frostmark víða
á svæðinu um þetta leyti.
Japan, Bandaríkin og Evrópu-
sambandið voru meðal þeirra fyrstu
sem buðust til að senda mannskap
og fjárhagsaðstoð til Pakistana, Ind-
verja og Afgana. Pakistan varð verst
úti og hefur Musharraf forseti beðið
alþjóðasamfélagið um aðstoð.
Musharraf sagði mikla þörf á lyfjum,
tjöldum og stórum flutningaþyrlum
til að koma hjálpargögnum til af-
skekktra byggða í norðurhluta
landsins.
„Við stöndum nú frammi fyrir
mesta harmleik í sögu landsins,“
sagði Musharraf á laugardag. „Ég
er þess fullviss að þjóðin mun ekki
leggja árar í bát.“ Bandaríkjamenn
munu að öllum líkindum senda á
vettvang stórar Chinook-þyrlur sem
nú eru staðsettar í Afganistan. Einn-
ig verða sendar tvær flutningaflug-
vélar með teppi, hlý tjöld og önnur
hjálpargögn, sagði í yfirlýsingu frá
bandaríska sendiráðinu í Islamabad
í gær.
Jafnvel Afganar leggja
fram skerf
Japanir hafa sent 50 manna björg-
unarsveit til Pakistan, Bretar hafa
einnig sent björgunarsveitir sem og
fjárhagsaðstoð. Sveitir frá Banda-
ríkjunum, Frakklandi, Tyrklandi,
Grikklandi og Sviss voru einnig á
leiðinni þangað í gær. Einnig hefur
borist aðstoð frá Ástralíu, Abu
Dhabi og Kína. Afganar, sem vart
eru aflögufærir, sögðust samt ætla
að aðstoða vini sína í Pakistan sem
hefðu á sínum tíma hjálpað þeim
gegn innrásarher sovétmanna. Ísr-
aelar buðu Pakistönum einnig að-
stoð enda þótt ekki sé stjórnmála-
samband milli ríkjanna tveggja.
Muzaffarabad „borg dauðans“
Helsta borgin í pakistanska hluta
Kasmír, Muzaffarabad, hrundi að
miklu leyti í jarðskjálftanum en hún
er skammt frá markalínunni sem
skiptir héraðinu. „Eyðileggingin er
alger. Þetta er eins og borg dauð-
ans,“ sagði Zulfiqar Ali, fréttamaður
Reuters-fréttastofunnar, sem var í
höfuðborginni Islamabad þegar
skjálftinn reið yfir en tókst að kom-
ast til heimaborgar sinnar, Muzaff-
arabad, í Kasmír í gærmorgun.
Hann sagði að flest hús í borginni
hefðu hrunið en hún er höfuðstaður
pakistanska hluta Kasmír.
Innanríkisráðherra Pakistans,
Aftab Sherpao, sagði að einvörð-
ungu í Muzaffarabad hefðu um
11.000 manns dáið. Sjónvarpsstöðin
Geo sagði að hersjúkrahús í bænum
hefði eyðilagst og slasað fólk lægi í
garði eins sjúkrahússins og biði að-
stoðar lækna og hjúkrunarfólks.
Víða á hamfarasvæðinu hrundu skól-
ar og er óttast að fjöldi nemenda sé
grafinn undir rústunum en kennsla
var nýhafin.
Skjálftinn olli einnig miklu mann-
tjóni og skemmdum í indverska
hluta Kasmír og er ljóst að minnst
600 manns dóu þar. Var talið líklegt
að talan ætti eftir að hækka. Ind-
verski herinn hefur skipulagt björg-
unarstarfið þar en bæði í indverska
og pakistanska hlutanum kvartaði
fólk á hamfarasvæðunum yfir skorti
á brýnustu nauðsynjum. Víða hafa
vegir og brýr eyðilagst en einnig
hefur slæmt veður tafið fyrir björg-
unaraðgerðum.
Manmohan Singh, forsætisráð-
herra Indlands, hét Pakistönum að-
stoð í gær og er talið að sambúð
þjóðanna muni batna í kjölfarið.
Fyrir nokkrum árum var óttast að
til styrjaldar kæmi milli þessara
tveggja kjarnorkuvelda, ekki síst
vegna áratuga deilna um yfirráð í
Kasmír. Samskiptin hafa hins vegar
batnað mjög síðustu mánuði.
Pakistanar segja að allt
að 30.000 manns hafi dáið
Mestu jarðskjálftar á svæðinu í heila öld – Fjöldi þjóða lofar aðstoð vegna
hamfaranna á laugardagsmorgun – Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir í Pakistan
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Reuters
Björgunarmenn leita að líkum skólabarna í smáborginni Balakot í pakistanska hluta Kasmír í gær. Kennsla var nýhafin þegar jarðskjálftinn reið yfir á
laugardag og hrundu grunnskólahúsin þrjú í Balakot yfir alla sem þar voru. Mörg hundruð börn fórust á svæðinu og heil þorp jöfnuðust við jörðu. Flestir
hinna látnu á laugardag voru Pakistanar en einnig dóu hundruð manna í indverska hluta Kasmír og fjórir í Afganistan.
!
" # $
%&'''$
%& &(
)&'*+
,-*---
''! .' % ) &/0&'
1&
& *2' #'"
$%
!&'& #
!03.)$
#&%&'&*
4!
&
&
$
'&*
&
'
" #$
%&&%#
$"%
' %(%
)*#$
& # %*
"%
+",
*$*(#$-."$
/ # %* +
0
. !%
1
.%*#
"2( .)
2" %# % "
!)
"
- "$" %3
' '
0
)#!)"
3
4%% %"%"/#
** /)." %"*!#
# $
"*!#3
"
."-."$/" ./*# %* +*!
*!
/ */
! +
+
"
/ Reuters
Slasaður Pakistani fluttur á sjúkrahús í héraðinu Mansehra í gær en það er
um 150 km norðan við Islamabad. Mikið manntjón varð í Mansehra.
’Musharraf sagði miklaþörf á lyfjum, tjöldum
og stórum flutninga-
þyrlum til að koma
hjálpargögnum til af-
skekktra byggða í norð-
urhluta landsins.‘