Morgunblaðið - 10.10.2005, Síða 15

Morgunblaðið - 10.10.2005, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 15 ERLENT Háskólabíói sunnudaginn 16. október Hljómleikar hefjast kl. 20.00 Miðaverð kr. 6.900 - 5.900 - 4.900 Ath. Aðeins selt í sæti (númerað) Miðasala á Esso: Ártúnshöfða og Geirsgötu www.midi.is Einnig: anderson@visindi.is & kynnir Söngvara YES 2005 ÍS LA N D S P R E N T Þetta var kvöld hinna hreinu tóna og tónlistar sem er auðveld í hlustun. Stórkostleg rödd, stórkostleg sýning, guðdómlegur Jon, guðdómleg kvöldstund. Takk, Jon. Cengiz Varlik, Istanbul, Tyrklandi, 2. september. Þessi sýning afhjúpar afraksturinn af andlegri þróun Jons. Einfaldleiki, hreinn mannkærleikur, leit, tilfinning, draumar og loks skilningur og kennsla, byggð á kærleika. Þeir sem áttu von á háværri skrautsýningu hafa vafalaust orðið fyrir vonbrigðum. Auk hinna stóru og eftirminn- ilegu hápunkta á ferli Jons, svo sem „State Of Indepen- dence“, „Change We Must“ or „The Revealing Science Of God”, „And You And I“, „Yours Is No Disgrace“, hafði ég sérstaka ánægju hinum svonefnda Búddasöng “This Is“. Haltu áfram að láta þig dreyma, Jon. Við fylgjum þér. Komdu sem fyrst aftur og segðu okkur og syngdu fyrir okkur allar þessar dásamlegu sögur. Peter, Búdapest, Ungverjalandi, 7. september Hátt hlutfall Yes-söngvanna kom mér ánægjulega á óvart. Jon er uppáhalds Yes-söngvarinn minn og ég geri ráð fyrir að hann geri sér grein fyrir því að áhorfendur hafi meiri áhuga á þeim hluta af söngvasafni hans. Hann flutti minnisverðar útgáfur af „Your’s is no disgrace“, „Wonderous Stories“, „And You and I“, „Soon“, „Your Move“ og einnig „Owner of Lonely Heart“. Simon Crown, Tel Aviv, Ísrael, 1. september. 6 dagar í tónleika SPENNA fer nú vaxandi í Íhalds- flokknum breska vegna væntanlegs leiðtogakjörs en búist er við úrslitum í því í byrjun desember, að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins, BBC. Síðustu vikurnar hefur einkum verið rætt um þá David Davis og Kenneth Clarke sem líklega leið- toga. En eftir landsfund flokksins í liðinni viku er þingmaðurinn David Cameron talinn vænlegastur og hef- ur aukið hratt fylgi sitt. Skoðanakannanir sem birtar voru um helgina sýndu vaxandi fylgi við Cameron meðal almennings og fær hann 13% stuðning í nýrri könnun fyrir Politics Show, sama fylgi og Davis. Clarke er enn efstur en fylgi hans hefur hrapað úr 40% í 27%. Könnun fyrir YouGov/Sunday Times meðal 746 flokksbundinna íhalds- manna gaf síðan Cameron fyrsta sætið með 39%, Clarke fékk 26% og Davis 14%. Davis er talinn öflugast- ur í þingflokknum sem vinsar úr með því að kjósa fyrst. Er síðan kosið í al- mennum kosningum milli tveggja efstu frambjóðenda í kosningu þing- flokksins. Cameron er mun yngri en helstu keppinautarnir, aðeins 39 ára og er fjölskyldumaður mikill. Hann er að- altalsmaður flokksins í menntamál- um á þingi og leggur áherslu á að flokkurinn þurfi að endurnýja sig frá grunni til að vinna aftur traust kjós- enda. Ekki dugi að horfa stöðugt til fortíðar heldur verði að takast á við veruleika nútímans. Í könnunum kemur fram að kjós- endur finna það einkum að Cameron að hann sé menntaður í yfirstéttar- skólanum Eton, síðar lauk hann prófum í heimspeki og hagfræði í Oxford. Hann þykir koma vel fyrir, er myndarlegur á velli og sýndi þá hreinskilni að neita ekki þegar hann var spurður hvort hann hefði ein- hvern tíma reykt hass á háskólaár- um sínum. „Ég gerði margt sem ég hefði ekki átt að gera áður en ég hóf þátttöku í stjórnmálum,“ svaraði hann. Sumir fréttaskýrendur segja að Cameron sé væntanlegur Tony Blair íhaldsmanna sem muni koma þeim aftur til valda með nýrri ímynd og áherslum. Cameron talinn líklegur sigurvegari Reuters David Cameron, 39 ára þingmaður, flytur ræðu sína á landsfundi Íhaldsflokksins í Blackpool. FJÓRIR Bretar særðust þegar sjálfsmorðsárás var gerð á þá ná- lægt borginni Kandahar í suður- hluta Afganistans í gær. Bretarnir voru á ferð í brynvörðum bíl þegar árásarmaðurinn kom í öðrum bíl, hlöðnum sprengiefni, og sprengdi hann. Talsmaður breska utanríkis- ráðuneytisins sagði að tveir Bret- anna hefðu særst alvarlega en hinir tveir minna. Þeir unnu allir fyrir ör- yggisþjónustuna ArmorGroup. Fuglaflensa í Rúmeníu og Tyrklandi STJÓRNVÖLD í Búlgaríu hertu í gær eftirlit með veiðum á farfuglum eftir að skýrt var frá fuglaflensu- tilfellum í grannlöndunum Rúmeníu og Tyrklandi. Gripið var til ýmissa annarra ráðstafana og íhugað var að banna innflutning á alifuglum frá Rúmeníu. Ekki er enn vitað hvort um er að ræða sama afbrigði og bor- ist hefur í menn í Asíu. Innflytjendum bjargað STJÓRNVÖLD í Marokkó hafa látið flytja á brott hundruð Afríkumanna frá Kamerún, Kongó, Senegal, Malí, Burkina Faso og fleiri ríkjum sem hírðust á afskekktu eyðimerkur- svæði án matar og vatns eftir að þeim hafði verið vísað frá spænsk- um borgum á strönd Norður-Afríku. Hafa Marokkómenn verið sakaðir um að brjóta reglur mannúðarinnar og veita fólkinu enga aðstoð. Ráða- menn Sameinuðu þjóðanna lýstu áhyggjum sínum af málinu á laug- ardag. Sendiherra Senegals í Mar- okkó, Ibou Ddiaye, sagðist í gær hafa hitt fólkið og vonaðist hann til að landar hans í hópnum yrðu komnir heim þegar í gær. Skýrsla um gereyðingarvopn BRESKA dagblaðið The Guardian segir að leyniþjónustan, MI-5, hafi gert skýrslu um yfir 350 aðila í Asíu, Miðausturlöndum og Evrópu sem átt hafi viðskipti með búnað og tækni til að nota í gereyðingarvopn. Um er að ræða einkafyrirtæki, há- skóla og ýmsar ríkisstofnanir í átta ríkjum, þ. á m. sendiráð Pakistans í London. Guardian segir að skýrslan hafi verið gerð til að hindra að bresk fyrirtæki seldu óvart viðkvæma þekkingu eða varning til aðila sem kæmu að gerð gereyðingarvopna. Óvenjulegt einvígi LJÓST þykir að óvenjulegt einvígi hafi farið fram í Everglades- fenjunum Flórída fyrir skömmu, að sögn Jyllandsposten. Hræ tveggja dýra, annars vegar kyrkislöngu frá Búrma og hins vegar krókódíls, fundust og er ljóst að slangan hafði reynt að gleypa krókódílinn. Hann mældist 1,8 metrar að lengd en slangan 3,9 metrar. Talið er að krókódíllinn hafi bitið hraustlega þegar hausinn var kominn í maga slöngunnar og hún því drepist þegar hún var næstum búin að innbyrða fenginn. Kyrkislöngur lifa almennt ekki í Flórída og er talið að slangan hafi upprunalega verið gæludýr sem eigandanum hafi fundist orðið of stórt og því losað sig við það í fenj- unum. Sjálfsmorðsárás í Afganistan Reuters Aligæsir á búgarði í Rúmeníu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.