Morgunblaðið - 10.10.2005, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 10.10.2005, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 21 UMRÆÐAN FLESTIR þekkja til einhvers sem hefur lent í þeirri erfiðu stöðu að vera í fyrirsvari fyrir atvinnu- rekstur sem ekki hefur gengið upp. Leiður fylgifiskur slíkra málalykta vill æði oft vera sá, að ekki tekst að greiða allar skuldir sem til hefur stofnast í rekstrinum. Það er hins vegar bitur raunveruleiki, að ekki er sama hver skuldareigandinn er í slíkum tilvikum. Þannig njóta sumar kröfur ríkari réttarverndar en aðrar og um enn aðrar kröfur er það svo, að við því liggur refsing fyrir hlut- aðeigandi, hafi þær kröfur ekki verið greiddar. Jafnvel er það svo um tvær tegundir krafna, að þrátt fyrir að þær hafi verið greiddar að fullu, en bara of seint, og meira að segja með álagi og dráttarvöxtum, er við- komandi samt sem áður refsað án nokkurra griða. Þetta kann að hljóma ótrúlega, en er engu að síður tilfellið og skýrt dæmi um laga- reglur og réttarframkvæmd, sem í senn stríða gegn réttlætisvitund og grundvallarhugmyndum flestra um sanngirni. Enn verra er til þess að vita að kröfuhafinn í þessum til- vikum skuli vera íslenska ríkið. Þær kröfur sem hér um ræðir eru annars vegar virðisaukaskattur og hins veg- ar staðgreiðsla opinberra gjalda launamanna rekstraraðilans. Blákaldur raunveruleikinn Til að skýra framangreint örlítið betur skulum við taka raunhæft dæmi. Jón er sjálfstætt starfandi iðn- aðarmaður með nokkra launamenn í vinnu. Jóni hefur gengið illa að fá greitt frá þeim sem hann hefur starfað fyrir, sem leiðir til þess að greiðslur Jóns, m.a. á virðis- aukaskatti og staðgreiðslu op- inberra gjalda launamanna hans, fara að dragast. Alltaf stendur Jón samt skil á réttum skýrslum til skattyfirvalda. Þá sjaldan að Jón fær fé til að greiða innheimtumanni ríkissjóðs er greiðslum hans ráð- stafað upp í álag og dráttarvexti á skuldina, í samræmi við reglur þar um. Rekstur Jóns endar í þroti. Jón skuldar orðið 10.000.000 kr. í höf- uðstól staðgreiðslu og virðis- aukaskatts. Nú horfir Jón fram á að verða ákærður og dæmdur fyrir vanskil á framangreindum gjöldum til ríkissjóðs. Þrátt fyrir að Jón tæki sig til og seldi íbúðarhúsnæðið ofan af sér og fjölskyldunni og greiddi skuldina, sem með álagi og drátt- arvöxtum væri sennilega orðin um- talsvert hærri, þá mætti hann sam- kvæmt gildandi lögum vænta þess að verða dæmdur í 20.000.000 kr. sekt, enda mæla lögin fyrir um að sektin skuli að lágmarki nema tvö- faldri þeirri skattfjárhæð sem ekki var greidd á réttum tíma. Geti hann ekki greitt þá sekt innan fjögurra vikna frá dómsuppkvaðningunni, þá sér hann fram á að fá að sitja í 10 mánuði í fangelsi, sem væri líkleg vararefsing vegna sektarinnar. Þetta er sorglegt dæmi, en raun- verulegt, og eru tugir mála af þess- um toga leidd til lykta fyrir skatt- yfirvöldum, lögreglu og dómstólum á ári hverju. Langflest málin eiga það sameiginlegt að þar er mann- legur harmleikur af einhverjum toga að baki, ekki harðnaður ásetningur til skattundandráttar. Það skynja menn og nú um nokkurn tíma hafa heyrst raddir um að þessu þurfi að breyta. Nýtt lagafrumvarp Fyrir Alþingi hefur verið lagt frumvarp til breytinga á refsi- ákvæðum laga um staðgreiðslu op- inberra gjalda og laga um virð- isaukaskatt, sem stefnt er að því að milda framangreinda framkvæmd. Nánar tiltekið er í frumvarpinu gert ráð fyrir því að hafi viðkomandi staðið skil á hluta fjárhæðar rétti- lega tilgreinds virðisaukaskatts eða staðgreiðslu, þá skuli lágmarksfé- sektin (tvöföldunin) einungis eiga við um þann hluta skatt- fjárhæðarinnar sem er í vanskilum. Að frumvarpinu standa þingmenn úr öllum flokkum og er því augljóslega breið pólitísk samstaða um málið. Þessu frum- varpi ber að fagna sem mikilvægu skrefi til réttarbótar og von- andi að Alþingismenn allir beri gæfu til að veita því braut- argengi. Því miður er það hins vegar svo, að lagabreytingatillögurnar, eins og þær standa nú, munu litlu breyta fyrir stóran hluta af þeim ein- staklingum sem lenda í þeirri skelfilegu stöðu sem hér um ræðir. Mun það verða svo meðan af- nám refsilágmarksins er bundið við greiðslu skuldarinnar. Ástæð- urnar eru þessar helst- ar: 1. Fyrir það fyrsta þá komast viðkomandi einstaklingar í þessa stöðu vegna þess að þeir hafa ekki aðgang að fjármagni til að greiða vanskilin. Í fæstum tilvikum hafa þeir einhver frekari tök á því að greiða niður skattskuldina, nema t.d. með því að selja íbúðar- húsnæði ofan af fjölskyldu eða leita eftir aðstoð nákominna, en jafnvel er það svo, að menn hafa þegar reynt allt slíkt. 2. Í annan stað hafa það gjarna verið fyrirsvarsmenn gjaldþrota lög- aðila sem hafa sætt refsiábyrgð vegna slíkra mála. Við gjaldþrot lögaðilanna missa þeir sömu aðilar heimild til að hlutast um fjármál þeirra lögaðila, þ.á m. greiðslu skulda þeirra. Hvað þarf til? Betur má ef duga skal. Réttast væri að refsilágmarkið (tvöföldunin) yrði afnumið í þeim tegundum mála sem hér um ræðir og dómendum treyst til að mæla viðkomandi þá refsingu sem hæfir „brotinu“ í hvert sinn. Með því væri gerður skýr að lögum sá skilsmunur sem er í reynd á annars vegar vanskilum og hins vegar skattsvikum. Betur má ef duga skal Garðar G. Gíslason fjallar um nýtt frumvarp til breytinga á refsiákvæðum laga um stað- greiðslu opinberra gjalda og laga um virðisaukaskatt ’… þrátt fyrir að kröf-urnar hafi verið greidd- ar að fullu, en bara of seint, og meira að segja með álagi og drátt- arvöxtum, er viðkom- andi samt sem áður refsað án nokkurra griða.‘ Garðar G. Gíslason Höfundur er lögmaður á Lex-Nestor lögmannsstofu og fyrrum for- stöðumaður við embætti skattrann- sóknarstjóra ríkisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.