Morgunblaðið - 10.10.2005, Side 23

Morgunblaðið - 10.10.2005, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 23 UMRÆÐAN GALLIÐ vall upp í hálsinn á mér þegar ég hlýddi á einhverja skelfi- legustu frétt sem ég hef heyrt lengi. Hún var þess efnis að nokkrir ungir menn hefðu verið dæmdir til að greiða ungri konu bætur fyrir að hafa tekið sig saman og nauðgað henni í félagi. Þó, sagði í flutningi fréttarinnar, voru þeir ekki dæmdir fyrir verknaðinn sjálf- an vegna tæknilegra ágalla við rannsókn málsins. Sem sagt, þessi ungu karlmenni og andhetjur hlutu því hvorki ákæru né dóm fyrir nauðgun, en skyldu greiða konunni snautlega upphæð sem kallaðar eru „bætur“ fyrir unninn verknað sem þeir frömdu. Þeir voru sem sé ekki dæmdir fyrir verknaðinn því ekki var hægt að sanna að þeir hefðu átt hlut að máli en skyldu samt greiða bætur! Eldheit, glóandi reiði gagntók mig alla. Allt í einu skildi ég hvernig því fólki líður sem tekur lögin í eigin hendur. Fólki sem leitar réttlæt- isins með heiðarlegum hætti vegna opinberra leiða sem bregðast svo al- gerlega. Mig langaði óstjórnlega að taka mér refsivönd í hönd og láta verkin tala gagnvart þeim sem þarna brugðust. Láta lögregluna fá að kenna á því, dómara og ekki síst; láta ofbeldismennina finna til te- vatnsins! Hugmyndirnar sem flugu í gegnum hugann voru svo ofbeldis- kenndar að lýsingar á þeim eru síst prenthæfar. Vei þeim sem fremja þessa verknaði. Vei þeim sem ekki vinna af öllu afli að framgangi rétt- lætis í svona málum. Dómstóll alþýðunnar er nið- urlagður fyrir löngu og við búum í siðmenntuðu þjóðfélagi sem hefur komið sér upp ákveðinni fágun varðandi lög og rétt. Við eigum há- þróuð og lærð dómsstig og löggæslu sem tryggja eiga eðlilega framrás sakamála. Þetta er hið augljósa. Það er því óskaplegra til þess að hugsa að því virðast engin takmörk sett hvað mál sem snerta kynferðislegt ofbeldi, misnotkun og nauðganir, hljóta hirðuleysislega meðferð í kerfinu. Það gildi einu á hvaða stigi máls því er klúðrað og í framhaldi spyr ég: Hvenær gerist það að einhver tekur einfaldlega til sinna ráða gagnvart þessu máttleysi og slapp- leika sem alltof oft á sér stað við af- greiðslu kynferðisafbrota- og nauðgunarmála? Er kannski bara tímaspursmál hvenær einhverri móður eða föður, bróður eða systur finnst kerfið hafa brugðist dóttur eða systur svo herfilega að til harm- leiks kemur? Mér er spurn. Æ ofan í æ heyrast neyðaróp og köll frá fórnarlömbum kynferðisof- beldis um getuleysi kerfisins. Ekk- ert virðist þó duga til að rétta hlut þeirra. Orð eru endalaust dregin í efa og sakir jafnvel fyrnast. Konur kæra kynferðisafbrot og ofbeld- isverknaði sem hafa verið unnir á þeim vitandi það að heiður þeirra og orð verða að öllum líkindum dregin í svaðið. Allir hafa lesið greinar, bækur, hlust- að á viðtöl eða hitt fyr- ir einhverja sem þekkja til af eigin raun. Lýst er áhrifum þessa ofbeldis á lífið, skömminni sem alltaf er dregist með, brot- inni sjálfsmynd, tor- tryggninni í garð allra karla, erfiðu ástarlífi í samböndum og hjóna- bandi. Karlar sæta einnig kynferðislegri misnotkun og nauðg- unum. Svona áföll skapa ákveðið ástand í sálum fólks og það er sviðinn akur sem aldrei grær. Þetta fólk þarf að lifa sínu lífi til enda í skugga skelfingarinnar. Hvað þarf eiginlega til svo að raddir þeirra heyrist? Heyrið, íslenskir karlmenn! Þarna er um að ræða mæður ykkar, systur og dætur. Ræða karlmenn ekki um heilbrigt kynlíf við syni sína, bræður, frændur og vini? Ræðið þið við þá hvað má og má ekki í samskiptum karls og konu? Hvað rétt er og hvað rangt? Að aldrei má beita ofbeldi í kynferð- islegum samskiptum? Að ekki má neyða neinn til þess að gera það sem hann ekki vill? Að aldrei á að misnota aðstæður sínar eða ástand annarrar manneskju til að stunda kynlíf? Að það að niðurlægja aðra manneskju gera aðeins lítilmenni og ræflar? Að sannir karlmenn gera ekki slíkt. Hvar eruð þið, karlmenni þessa lands? Svarið þið! Þið verðið að ræða saman og taka áskorun um að taka fullan þátt í uppeldi drengja hvað þessi mál varðar. Spyrjið þá um afstöðu þeirra ef systur þeirra eða móður yrði nauðgað. Eða bróð- ur þeirra. Eða þeim sjálfum. Jafnvel af hópi manna. Ræðið saman og kennið öðrum. Við verðum öll að kenna siðgæði – líka karlarnir. Kennið hvað er eðlilegt að segja og gera. Kennið einnig að hver sá sem nauðgar konum, körlum eða misnot- ar börn er ekki og verður aldrei hátt skrifaður. Að um aldir hafa slíkir menn verið útskúfaðir og fyr- irlitnir. Kennið þeim að það sem við horfum á í kvikmyndum og tónlist- armyndböndum er ekki raunveru- leiki heldur lygi og að skilja verði þar á milli. Að karlar sem nauðga og misnota eru og verði fyrirlitlegir vesalingar sem hvergi skyldu þríf- ast. Unga kona, sem ert fórnarlamb þessa hryllilega verknaðar, hvar sem þú ert og hver sem þú ert, ég votta þér hér með dýpstu samúð mína. Samúð mín með kvöl þinni er slík að mig langar helst að sveipa mig þykkum, svörtum sorgar- slæðum og hljóða. Ég veit að þús- undir kvenna hér á landi hugsa slíkt hið sama.Við beygjum höfuð okkar og hörmum með þér. Við hörmum allar innilega að þegar þú áttir að njóta stuðnings, réttlætis og mis- kunnar virðist allt hafa brugðist sem brugðist gat. Við biðjum allar góðar vættir að veita þér blessun, kærleika og von. Sannir karlmenn gera ekki slíkt Íris Dóróthea Randversdóttir fjallar um nauðgun ’Unga kona, sem ertfórnarlamb þessa hrylli- lega verknaðar, hvar sem þú ert og hver sem þú ert, ég votta þér hér með dýpstu samúð mína.‘ Íris Dóróthea Randversdóttir Höfundur er ráðgjafi hjá Svæðis- vinnumiðlun Austurlands. Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins stóð fyrir rannsóknum á raka- og hitastigi í íbúðarhúsnæði í Reykjavík á árunum 1981–2. Undirritaður stjórnaði rannsókn- inni og skrifaði skýrslu í kjölfarið sem heitir „Raki í húsum“ og er sérrit Rb. nr. 46. Megintilgangur rannsóknarinnar var að finna forsendur fyrir útreikningum á rakaþéttingarhættu í steyptum útveggjum sem eru einangraðir að innan en flest íbúð- arhús í Reykjavík eru byggð á þann máta. Rannsökuð voru 130 heimili. Mælingarnar fóru fram að vetrarlagi , en þá er þéttingarhættan mest. Í stuttu máli voru niðurstöður þær að meðalhitastig innilofts er 21° C og meðalhlutfalls- raki innilofts 33%. Miðað við þessar forsendur og veðurfar, verður ekki rakaþétting á mörkum einangrunar og steypts veggjar. En í löngum kuldaköstum verður aftur á móti einhver rakaþétting þarna sem síð- ar hverfur þegar hlýnar í veðri og veldur litlum eða engum skaða. Nýlega voru kynntar rannsóknir í nokkrum löndum á magni ryk- maura og myglusveppa í íbúðar- húsnæði, þar á meðal á reykvískum heimilum. Einn aðstandenda rann- sóknarinnar var María Gunnbjörns- dóttir læknir við háskólasjúkra- húsið Í Uppsölum, Svíþjóð. (Mbl. 26.9.2005). Enginn rykmaur fannst á reyk- vísku heimilunum! Úr- tak heimila var það sama og í rannsókn Rb., eða 130, og með- alhiti innilofts reyndist sá sami , eða 21°C. Ekki er greint frá rakastigi í frétt Mbl., en það er sagt lágt og því m.a. að þakka að enginn rykmaur fannst. Í rannsókn Rb. reyndist meðalhlut- fallsraki innilofts 33% sem má telja lágt, en hæfileg vikmörk mega teljast 30–45%. Sé loft- raki hærri fer rakinn að þéttast innan á rúð- um og verða til ama þegar kalt er úti. Til frekari fróðleiks á rakamálum og bygg- ingarháttum skal bent á framangreint rit Rb. „Raki í húsum“ en það má nálgast hjá stofn- uninni að Keldnaholti og svo á sumum bókasöfnum. Hita- og rakastig í íbúðarhúsum í Reykjavík Óli Hilmar Jónsson skrifar um rannsóknir á raka og hitastigi Óli Hilmar Jónsson ’Í stuttu málivoru niður- stöður þær að meðalhitastig innilofts er 21°C og meðalhlut- fallsraki inni- lofts 33%.‘ Höfundur er deildarstjóri á Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins. ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.