Morgunblaðið - 10.10.2005, Page 24
24 MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Mikið hefur verið fjallaðum lyfjamál á Íslandi ífréttum undanfarið. Íþessari grein er ætlunin
að varpa ljósi á þá stöðu sem uppi er
á íslenskum lyfjamarkaði og hvaða
hættur eru henni samfara.
Skráningar og verð
Lyfjainnflutningur er sá innflutn-
ingur sem er hvað mestum skil-
yrðum háður. Áður en nýtt lyf,
„frumlyf“, kemur á markað er jafn-
vel áratuga rannsóknarferli að baki
og margra ára skráningarferli, en í
skráningarferli ganga upplýsingar
milli frumlyfjaframleiðandans, evr-
ópskra lyfjayfirvalda og íslenskra
lyfjayfirvalda. Íslenskir umboðs-
menn frumlyfjafyrirtækjanna koma
að þessu ferli með þýðingum gagna
og samskiptum við erlendu fyr-
irtækin og íslensk lyfjayfirvöld. Við
lok skráningarferilsins eru lögð fram
endanleg umbúðasýnishorn, með ís-
lensku markaðsleyfisnúmeri og við-
vörunum á íslensku auk fylgiseðils á
íslensku. Þá sækir umboðsmaður um
verð og greiðsluþátttöku. Verðið hér
á landi miðast við meðalverð í Dan-
mörku Svíþjóð og Noregi og er ein-
ungis 15% frávik frá meðalverði
heimilt fyrir lyf sem seljast fyrir inn-
an við 3,5 milljónir króna á árs-
grundvelli, fyrir önnur lyf er leyfi-
legt frávik 1-6% eftir því fyrir hvaða
upphæð lyfið selst á ársgrundvelli. Í
september á næsta ári er ætlunin að
þetta heimilaða frávik verði afnumið
þannig að verð á Íslandi miðist eftir
það við meðalverð í viðmiðunarlönd-
unum. Af þessu leiðir að í dag er verð
lyfja á íslenskum markaði oft lægra
en í Danmörku og Svíþjóð, þar sem
Noregur er oftar en ekki með lægsta
skráða verðið. Þess ber að geta að
það er lyfjagreiðslunefnd, sem
ákvarðar verð lyfja á Íslandi.
Eftir að lyf hefur verið skráð er
samskiptum við lyfjayfirvöld ekki
lokið, þá þarf að þýða og sækja um
allar „tegundabreytingar“ fyrir
skráðu lyfin, slíkar breytingar eiga
sér stöðugt stað og varða fram-
leiðsluferil lyfs, tæki, efni og aðferðir
sem notaðar eru við framleiðslu, ým-
ist hjá framleiðanda sjálfum eða
framleiðanda hjálparefna sem notuð
eru í framleiðslunni. Einnig hefur
þurft að endurskrá lyfin á fimm ára
fresti. Fyrir skráningar, teg-
undabreytingar og endurskráningar
innheimtir Lyfjastofnun ákveðin
gjöld auk þess sem innheimt er ár-
gjald af öllum skráðum lyfjum. Sá
kostnaður nemur að jafnaði hundr-
uðum þúsunda króna fyrir hvert
skráð lyf og er þá ótalinn kostnaður
vegna vinnu starfsfólks í skráning-
ardeildum umboðsmanna og erlendu
fyrirtækjanna.
Það er því ljóst að
mjög kostnaðarsamt er
að halda frumlyfi á skrá
og hafa ber í huga að
nokkuð stór hluti þeirra
lyfja sem skráður er hér
á landi er sjaldan og jafn-
vel aldrei notaður. Í
þessu sambandi er rétt
að hafa í huga að um 2600
lyf eru skráð á Íslandi frá
um 130 framleiðendum.
Samhliða
innflutningur
Það er ljóst að miklar
skyldur eru á herðum
frumlyfjafyrirtækja og
umboðsmanna þeirra.
Þessum skyldum fylgir
rétturinn til að selja lyf á
markaðinum, en eins og
markaðurinn er byggður
upp virðist sá réttur ekki
aðeins ná til frumlyfja-
fyrirtækjanna og um-
boðsmanna þeirra heldur
til allra annarra sem
hugsanlega geta komist
yfir lyf og hafa leyfi yf-
irvalda til innflutnings
þeirra. Ef lyf er á annað
borð skráð mega þeir
sem hafa leyfi til lyfjainn-
flutnings flytja lyf inn t.d.
frá Noregi í sam-
norrænum pakkningum án nokkurra
frekari skráninga. Þetta á til dæmis
við um okkar fyrrverandi þriðja
söluhæsta lyf hjá Austurbakka hf.
Viðkomandi innflutningsaðili bauð
3% afslátt frá okkar skráða verði í
útboði LSH og fékk samning um lyf-
ið við spítalann sem er eini kaupandi
lyfsins. Austurbakki hf. heldur enn
um skráningar á lyfinu, tegunda-
breytingar, aukaverkanatilkynn-
ingar, svarar fyrirspurnum og í raun
situr uppi með allan kostna
skyldur af lyfinu, meðan ósk
aðili selur það og hefur gert
an í júlí sl.
Samkvæmt þeim upplýsi
sem við höfum á þó að taka
þessa tegund innflutnings n
ember, en þá verða samhlið
flytjendur að sækja um sam
skráningar fyrir þau lyf sem
hyggjast flytja inn fram hjá
mönnum. Samhliða skránin
einu og öllu í skráningar fru
framleiðan
birtast orðr
Sérlyfjaskr
sem mun m
vinna er fyr
yfirvöld að
svona samh
skráningu e
lægra gjald
heimt fyrir
(30% af skr
frumlyfs), þ
því allt mun
ferli fyrir in
anda samhl
fluttra lyfja
boðsmann
frumlyfjafr
anda.
Það sem
menn frum
framleiðen
jafnframt b
að einungis
hæstu lyfin
um talið) er
inn með þe
hætti, enda
upp úr öðru
að hafa. Þv
umboðsme
lyfjafyrirtæ
með eldri ly
standa eng
undir sér au
að bera kos
af viðhaldi skráninga af þeim
sem samhliða innflytjendur
inn. Auk þessa eru það oft e
söluhæstu pakkningastærð
fluttar eru inn samhliða og
flytjendur samhliða innflutt
því ekki sömu ábyrgð hvað
hald varðar, enda alltaf hæg
benda á umboðsmann frum
irtækisins ef skortur er á ly
samhliða innflytjandanum.
Í þessu sambandi er rétt
Staða lyfjamála á Ísla
Eftir Margréti
Guðmundsdóttur
’Aðilar á þess-um markaði
verða jafnframt
að tileinka sér
annað samtals-
form en ásak-
anir og upp-
hlaup í fjölmiðl-
um sem oft er
ómögulegt að
svara.‘
Margrét
Guðmundsdóttir
ER EVRAN TÖFRALAUSNIN?
Fyrir fjórum til fimm árum, þegarmiklar sveiflur voru í gengi
krónunnar, verðbólga var há og
vextir sömuleiðis, urðu ýmsir til að
leggja til að Ísland tæki upp evruna
til að leysa þann vanda. Þá töluðu
ýmsir menn í atvinnulífinu og sumir
stjórnmálamenn eins og það væri
skyndilausn í efnahagsmálum. Sá
málflutningur var að verulegu leyti
byggður á vanþekkingu og lognaðist
út af á sínum tíma. Nú hefur hann
hins vegar skotið upp kollinum aftur
í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur, formanns Samfylkingarinn-
ar.
Í utandagskrárumræðum um
stefnuræðu forsætisráðherra talaði
formaður Samfylkingarinnar um að
Íslendingar ættu aðeins tvo kosti í
efnahagsmálum; að halda sig við
verðbólgumarkmið Seðlabankans
eða taka upp nýjan gjaldmiðil. Í
ræðu á fundi Samfylkingarinnar sl.
laugardag talaði Ingibjörg Sólrún
um að sjálfstæður gjaldmiðill ylli
sveiflum hér á landi og væri bæði
viðskiptahindrun og fæli í sér vel-
ferðartap.
Í þessum ræðum sínum nefndi
Ingibjörg Sólrún ekki það augljósa;
að til þess að geta tekið upp evruna
verður Ísland að ganga í Evrópu-
sambandið. Hún viðurkenndi það
hins vegar í samtali við fréttamann
Ríkisútvarpsins um helgina að ESB-
aðild væri forsendan fyrir upptöku
evrunnar. Þar með er auðvitað ljóst
að evran verður ekki gjaldmiðill á Ís-
landi næstu árin. Jafnvel þótt ákveð-
ið yrði á morgun að sækja um aðild
að Evrópusambandinu, þyrfti að
breyta stjórnarskránni, fara í gegn-
um aðildarviðræður og taka tillit til
þeirra erfiðu álitamála, sem þar
kæmu upp, áður en hægt væri að
byrja að vinna að því að taka upp
evruna. Það ferli tekur nokkur ár.
Annað, sem formaður Samfylking-
arinnar virðist horfa framhjá, þegar
hún talar um upptöku evrunnar sem
einhverja lausn í efnahagsmálum Ís-
lendinga, er að til þess að fá aðild að
Efnahags- og myntbandalagi Evr-
ópu þurfa ESB-ríki að uppfylla til-
tekin skilyrði um skuldir hins opin-
bera, jafnvægi í ríkisfjármálum,
vexti og verðbólgu. Fyrrnefndu tvö
skilyrðin uppfyllir Ísland reyndar
með ágætum, en við núverandi að-
stæður eru bæði vextir og verðbólga
hér hærri en svo, að til EMU-aðildar
geti komið. Ísland þyrfti þannig að
ná tökum bæði á vöxtunum og verð-
bólgunni áður en upptaka evrunnar
kæmi til greina. Sama á við um gengi
krónunnar. Því þyrfti að halda stöð-
ugu gagnvart evrunni í tvö ár eftir að
Ísland hefði fengið aðild að Evrópu-
sambandinu, áður en það kæmi til
álita að evran yrði lögeyrir á Íslandi.
Í stuttu máli: Evran er engin lausn
á þeim vandamálum, sem eru í ís-
lenzku efnahagslífi. Fyrst þarf að
tryggja stöðugleikann í efnahags-
málum, m.a. með því að ná niður
verðbólgu og vöxtum og halda geng-
inu í jafnvægi. Og það er auðvitað ár-
angur, sem þarf að nást, alveg burt-
séð frá því hvort Ísland hefur áhuga
á aðild að Evrópusambandinu og
upptöku evrunnar eða ekki.
Aðild að stærri gjaldmiðli gætu
vissulega fylgt ýmsir kostir fyrir Ís-
land. En evrunni myndu líka fylgja
verulegir ókostir, ekki sízt vegna
ólíkrar hagsveiflu á Íslandi og í
kjarnaríkjum Evrópusambandsins.
Írar, sem hafa tekið upp evruna, en
búa við uppsveiflu í efnahagsmálum,
kvarta nú sáran undan vaxtastefnu
Seðlabanka Evrópu, sem miðast
ekki sízt við að reyna að hvetja
slappt atvinnulíf í Þýzkalandi og
Frakklandi en gerir ekkert til að slá
á þensluna á Írlandi. Myndi lág-
vaxtastefna Seðlabanka Evrópu til
dæmis henta íslenzku efnahagslífi
við núverandi skilyrði?
Allt ber þetta að sama brunni.
Rétt eins og fyrir hálfum áratug eru
þeir, sem tala um að upptaka evr-
unnar sé einn af „kostunum“ við nú-
verandi aðstæður í íslenzku efna-
hagslífi, fyrst og fremst að slá um sig
með innantómum frösum.
NEYÐARKALL
FRÁ PAKISTAN
Ástandið á jarðskjálftasvæðun-um í Pakistan, Afganistan ogIndlandi er hrikalegt. Lang-
mest er manntjónið og eyðileggingin
í Pakistan. Þar er nú talið að 19 þús-
und manns hafi látið lífið og óttast að
mun fleiri gætu hafa farist. Mikið
tjón hefur orðið á afskekktum svæð-
um. Vegir hafa víða eyðilagst og hef-
ur pakistanski herinn ekki bolmagn
til að færa nauðstöddum íbúum
hjálp flugleiðis. Talið er að þetta sé
mesti jarðskjálfti, sem þarna hefur
orðið í heila öld.
Pervez Musharraf, forseti Pakist-
ans, hefur sagt að stjórnvöld ráði
ekki við ástandið og beðið alþjóða-
samfélagið um hjálp. Nú ríður mikið
á að sú hjálp berist. Annars vegar
þarf að leggja áherslu á bráðahjálp.
Tugir þúsunda manna þurfa á lækn-
ishjálp að halda. Heimilislausir
þurfa tjöld, teppi, mat og lyf. Ef ekki
verður brugðist fljótt við gæti það
kostað enn fleiri mannslíf. Ekki má
hins vegar gleyma að líta til lengri
tíma. Oft vill gleymast að það er ekki
nóg að veita hjálp í viðlögum, það
þarf einnig að byggja upp á ný inn-
viði í samfélagi, sem verður fyrir
slíkum hamförum og eyðileggingu.
Eins og sakir standa hyggjast
Pakistanar ekki þiggja beina aðstoð
frá ríkjum, sem ekki eru í beinu
stjórnmálasambandi við þá. Íslend-
ingar geta hins vegar lagt sitt af
mörkum með því að senda aðstoð og
kemur þar bæði til kasta stjórnvalda
og almennings að svara neyðarkall-
inu frá Pakistan.
SIGRÚN Björk Jakobsdóttir, bæjarfulltrúi á Akueyri og
starfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði, g
Oddeyrarskóla ásamt eiginmanni sínum Jóni Björnssyn
Sameining á Eyjafjarðarsvæðinu var kolfelld, t.d. me
kvæða í Grýtubakkahreppi, að því undanskildu að meiri
Ólafsfirðinga var hlynntur sameiningu við nágranna sín
Ég hefði auðvitað viljað sjá meiri ár-angur af þessu ágæta starfi, það erljóst að það voru skiptar skoðanir
um þessar tillögur en hins vegar höfum við
ákveðið hér á Íslandi að fara þessa lýðræð-
islegu leið,“ segir Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálms-
son, formaður
Sambands íslenskra
sveitarfélaga um nið-
urstöðu kosninganna.
Hann bendir á að í
Danmörku og Svíþjóð
sé sameining ákveðin
með lagaboði.
Þrátt fyrir niður-
stöður kosninganna
býst Vilhjálmur við því
að sameining sveitarfélaga muni halda
áfram, líkt og gerðist í kjölfar kosninganna
1993.
„Síðan í framhaldinu hófust viðræður
milli ákveðinna sveitarfélaga um samein-
ingu, á þeirra forsendum að sjálfsögðu. Frá
1990 til dagsins í dag og með þessari nið-
urstöðu sem fékkst í gær [fyrradag] hefur
sveitarfélögum fækkað úr 204 í 89, sem
verður að teljast allgóður árangur,“ segir
Villhjámur sem gerir ráð fyrir því að við-
ræður milli sveitarfélaga haldi áfram á
næstu árum. Sá árangur sem náðst hafi frá
1990 sýni vel að sameining sveitarfélaga
hafi gefist vel. „Ég tel að þessi niðurstaða
útiloki ekki að sveitarfélög taki við fleiri
verkefnum í framtíðinni.“
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
„Hefði viljað
sjá meiri
árangur“
Viðbrögð við úrslitum sameiningarkosninga s
Sameiningin kolfelld í E