Morgunblaðið - 10.10.2005, Qupperneq 26
26 MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
STÖÐNUN hefur einkennt sam-
göngumál höfuðborgarinnar á
valdaskeiði vinstri stjórnarinnar í
Reykjavík. Engan þarf að undra á
því. Yfirlýst stefna hennar er reist
á þeirri forsjárhyggju að vilja
breyta ferðavenjum borgaranna.
Ætlunin er að þvinga fram þétt-
ingu byggðar í blóra við vilja íbú-
anna til að gera strætisvagna hag-
kvæmari. Þetta
minnir á skipulags-
stefnu Jósefs, gamla,
Kremlarbónda. Ís-
lendingar kjósa hins
vegar að sjá margt
annað en vegg ná-
grannans, þegar
horft er út um
gluggann. Þeir vilja
nýta sér landrýmið
hérlendis, sem er
einn af mörgum kost-
um þess að búa á Ís-
landi.
Á tyllidögum
hreyktu forkólfar
R-listans sér gjarna
af því að vilja gera
Reykjavík samkeppn-
ishæfari við erlendar
borgir. Efndir þess
hafa þó engar orðið.
R-listinn hefur valdið
hagsmunum Reykja-
víkur og landsins alls
stórtjóni með því að
efna til ófriðar um
flugvöllinn í Vatns-
mýrinni.
Nú ætla umræðu-
stjórnmálamenn að
bruðla með fé borg-
arbúa í alþjóðlega
samkeppni um
skipulag Vatnsmýr-
arinnar áður en ríki
og borg hafa lokið hagkvæmni-
könnun á valkostum um nýtingu
svæðisins.
Reykjavíkurflugvöllur er
nauðsynlegur
Það er deginum ljósara, að eng-
inn annar staður á höfuðborg-
arsvæðinu kemur til greina fyrir
þá flugstarfsemi, sem nú fer fram
í Vatnsmýrinni. Þetta stafar af
byggðarþróun og veðurfari. Verði
Vatnsmýrarvöllurinn lagður af,
munu leifar starfseminnar verða
fluttar til Keflavíkurflugvallar. Sú
starfsemi verður hins vegar ekki
nema svipur hjá sjón, því að rútu-
ferðir munu lengja ferðatímann
yfir þolmörk flestra, og þeir
breyta ferðaháttum sínum.
Grózkumikil starfsemi flugrek-
enda í kennslu, útsýnisflugi og
viðskiptaferðum er háð nálægðinni
við borgina. Hið sama á við um
fjölmargar borgir erlendis, þar
sem flugvöllur er í innan við 20
km fjarlægð frá miðborg og í all-
mörgum tilvikum innan við 10 km
fjarlægð. Afnám flugvallarins í
Vatnsmýri mundi klárlega veikja
samkeppnisstöðu Reykjavík-
urborgar. Ekki má gleyma aðstöð-
unni, sem Landhelgisgæzlan hefur
í Vatnsmýri. Viðbragðstími bak-
vakta hlyti að lengjast með útgerð
frá Keflavík. Um 200 lendingar
sjúkraflugs eru á Reykjavík-
urflugvelli á hverju ári og má telja
líklegt, að þeim fjölgi. Nágrennið
við Landspítala – háskólasjúkra-
hús er ómetanlegt og með ein-
dæmum, að nokkrum detti í hug
að fórna því. Hver er sá stjórn-
málamaður, sem að vel athuguðu
máli styður ákvörðun um að draga
úr batahorfum sjúkra og slasaðra,
sem koma langan veg með flugi?
Að leggja niður Reykjavík-
urflugvöll sem varavöll Keflavík-
urvallar dregur úr nytjalest-
unargetu flugvéla til landsins, því
að þær þurfa þá meiri birgðir
eldsneytis. Þetta mun gera flugið
dýrara og er nóg samt.
Vatnsmýrin og miðborgin
Því er haldið fram, að nýtt líf
hlypi í miðborgina með íbúða-
byggð í Vatnsmýri. Hér skal dreg-
ið í efa, að íbúar þar mundu sækja
þjónustu miðborgar í meira mæli
en aðrir, því að verzlunarmiðstöð
hlyti að rísa í hinu nýja hverfi,
sem er skorið frá mið-
borg af nýrri Hring-
braut. Þétt byggð út-
heimtir þurrkun lands.
Ekki þarf þá að sök-
um að spyrja um af-
drif fuglalífsins, sem
eftir er, og Tjörnin,
djásn Reykjavíkur,
yrði í uppnámi. Rökin
um, að eigendur
landsins, borgin og
ríkið, gætu grætt
stórfé með lóðabraski
í Vatnsmýri, eru óboð-
leg. Hið opinbera á
ekki að standa í slíku.
Sveitarfélög eiga að
hafa manndóm í sér til
að anna lóðaeftirspurn
og selja lóðir á verði,
sem stendur undir
kostnaði.
Framtíðarsýn fyrir
Vatnsmýri
Tvær 1.200 m flug-
brautir, hugsanlega
með lengingu S-braut-
ar og V-brautar í sjó
fram. Samgöngu-
miðstöð með flugstöð,
rútumiðstöð og stræt-
isvagnamiðstöð.
Hringtenging Hlíð-
arfótar til að tryggja
greiða umferð að sam-
göngumiðstöð. Vegaumbætur miði
að því að auðvelda umferð við
samgöngumiðstöð. Mislæg gatna-
mót Miklubrautar og Kringlumýr-
arbrautar greiði fyrir umferð af
fyrirhugaðri Sundabraut og inn á
eystri arm Hlíðarfótar. Í Vatns-
mýrinni verða þekkingarmið-
stöðvar landsins með tvo háskóla í
broddi fylkingar og aðalsjúkrahús
landsins auk rannsóknarstofnana.
Hlúð yrði loks sómasamlega að
flugrekstri, flugkennslu og flug-
virkjun, eins og við hæfi er miðað
við mikilvægi flugs í lestarlausu
landi.
Hér skal fullyrða, að gangi
þessar hugleiðingar eftir, verður
þessi starfsemi, með öllum þeim
ferðamannastraumi, sem hún laðar
að, miðborginni til mun meiri
framdráttar en íbúðabyggð í
Vatnsmýrinni er líkleg til.
Reykjavíkurflugvöllur er meðal
stærstu vinnustaða í Reykjavík,
og honum mun enn vaxa fiskur um
hrygg með bættri aðstöðu fyrir
ferðamenn og bættum aðbúnaði
starfsfólks. Það má ætla, að árleg
fjármunavelta af flugvall-
arstarfseminni, bein og óbein,
nemi um 10 milljörðum króna. Í
staðinn fyrir flugvöllinn kæmu
engar tekjur, sem ekki gætu kom-
ið hvort eð er frá lóðaúthlutunum
og íbúðabyggð annars staðar í
borgarlandinu.
Niðurlag
Gagnrýni á flugvöllinn var upp-
haflega öryggislegs eðlis. Þegar
sýnt var fram á, að meiri slysa-
líkur væru á vegunum, færðist
gagnrýnin í skipulagslegan farveg.
Í þessari grein hafa hins vegar
verið leidd rök að því, að Vatns-
mýrarlandið verður ekki betur
nýtt en undir flugvöll.
Samgöngur
við höfuðborgar-
svæðið
Bjarni Jónsson fjallar um
Reykjavíkurflugvöll
Bjarni Jónsson
’Gagnrýni áflugvöllinn var
upphaflega
öryggislegs eðl-
is. Þegar sýnt
var fram á, að
meiri slysalíkur
væru á veg-
unum, færðist
gagnrýnin í
skipulagslegan
farveg.‘
Höfundur er verkfræðingur.
F-LISTINN í borgarstjórn hefur
algjöra sérstöðu í flugvallarmálinu,
því hann er eina stjórnmálaaflið í
borgarstjórn sem telur að ekki komi
til greina að flytja
Reykjavíkurflugvöll til
Keflavíkur.
Allir á móti einum
Á borgarstjórn-
arfundi 20. september
sl. greiddu allir flokkar
atkvæði gegn tillögu
Ólafs F. Magnússonar,
borgarfulltrúa F-list-
ans, um að borg-
arstjórn tryggði áfram-
hald innanlands-,
sjúkra- og öryggisflugs
á höfuðborgarsvæðinu
og að ekki kæmi til greina að flytja
Reykjavíkurflugvöll til Keflavíkur.
Þar höfum við það. Allir flokkar í
borgarstjórn kolfelldu þetta með öll-
um greiddum atkvæðum gegn at-
kvæði Ólafs F. Magnússonar. Sjálf-
stæðismenn hafa til þessa látið sem
þeir væru fylgjandi flugvelli á höf-
uðborgarsvæðinu, en þarna greiddu
þeir allir atkvæði gegn því að tryggt
væri að flugvöllurinn yrði áfram á
höfuðborgarsvæðinu.
Ótímabær hugmyndasamkeppni
Ofan í kaupið samþykkti R-listinn
að hrinda af stað hugmynda-
samkeppni um uppbyggingu Vatns-
mýrarinnar þrátt fyrir
að ekki hafi verið samið
við ríkið um brotthvarf
flugvallarins. Sú hug-
myndasamkeppni kost-
ar borgarbúa heilar 100
milljónir og snýst um að
fá tillögur um uppbygg-
ingu svæðis sem menn
vita ekki hvernig líta
muni út.
Í þeirri samkeppni á
að miða við að flugvöll-
urinn verði ekki í Vatns-
mýri – þó svo meirihlut-
inn hafi búið svo um
hnútana að hann verði þar til ársins
2024!
Flugvöllur allrar þjóðarinnar
Við höfum bent á það að þetta er
flugvöllur allrar þjóðarinnar og fólk
hvaðanæva af landinu á rétt á greið-
um aðgangi að höfuðborg sinni sem
miðstöð stjórnsýslu, verslunar og
mikilvægra sjúkrastofnana. Ef nátt-
úruhamfarir yrðu eða önnur vá steðj-
ar að, þá er einnig brýnt að hægt sé
að bregðast skjótt við. Reykjavík-
urflugvöllur er ein mikilvægasta sam-
gönguæðin milli höfuðborgarinnar og
landsbyggðarinnar og afar mikilvægt
að ferðatími og vegalengdir aukist
ekki frá því sem nú er með hugs-
anlegri færslu flugvallarins til Kefla-
víkur.
Hins vegar telur F-listinn nauð-
synlegt að kannað verði til hlítar
hvort mögulegt sé að færa flugvöllinn
til innan höfuðborgarsvæðisins, ef
það mætti vera til að rýma fyrir
blómlegri byggð á einu dýrmætasta
byggingarsvæði borgarinnar. En á
meðan sú lausn er ekki fundin þarf að
gera ráð fyrir flugvellinum í Vatns-
mýrinni í breyttri mynd.
F-listinn vill flugvöll
á höfuðborgarsvæðinu
Margrét Sverrisdóttir fjallar
um staðsetningu Reykjavík-
urflugvallar ’Reykjavíkurflugvöllurer ein mikilvægasta
samgönguæðin milli
höfuðborgarinnar og
landsbyggðarinnar …‘
Margrét Sverrisdóttir
Höfundur er varaborgarfulltrúi
F-listans.
ENN Á ný er gerð atlaga að sam-
göngu- og öryggismannvirkinu
Reykjavíkurflugvelli, múgsefjun og
vinsældakosningar eru að ná há-
marki. Ýmislegt er látið flakka í hita
leiksins, talað er um
flugvöllinn sem hern-
aðarmannvirki, flugið
sé stórhættulegt, inn-
rás herþotna á mið-
borg Reykjavíkur,
hljóðkútslausar einka-
og kennsluvélar eru að
æra óstöðugan, bygg-
ingarlandið í Vatns-
mýrinni er næstum
það dýrasta í heimi
o.s.frv.
Í Vatnsmýrinni og á
Reykjavíkurflugvelli
hefur vagga flugs á Ís-
landi verið. Í Vatnsmýrinni 3. sept-
ember árið 1919 hóf fyrsta flugvél
sem flaug á Íslandi sig til lofts og
þar hefur flugstarfsemi verið nær
óslitið síðan.
Í heimsstyrjöldinni síðari byggðu
Bretar fullkominn flugvöll í Vatns-
mýrinni, ígildi alþjóðaflugvallar á
þeirra tíma mælikvarða og færðu Ís-
lendingum að gjöf að styrjöld lok-
inni. Í framhaldinu hófst mikið æv-
intýri sem enn sér ekki fyrir endann
á. Millilandaflug Íslendinga hófst á
þessum árum frá Reykjavík-
urflugvelli, innanlands- og sjúkra-
flug hófst til nýrra hæða og svona
mætti lengi telja. En flugvöllurinn
drabbaðist niður í höndum Íslend-
inga, viðhaldi var lítið sem ekkert
sinnt og byggingar urðu úr sér
gengnar. Og það var ekki fyrr en í
tíð núverandi samgönguráðherra að
flugvöllurinn var endurnýjaður og
varð að því glæsilega og örugga
mannvirki sem hann er orðinn, og
enn á að gera betur því samgöngu-
miðstöð verður reist við flugvöllinn,
þannig að bylting verður á aðbúnaði
og umgjörð innanlandsflugsins.
Byggt hefur verið að flugvellinum
á síðari árum og er það nánast nátt-
úrulögmál þegar um flugvelli er að
ræða, þó að flugvellir hafi verið sett-
ir niður langt utan byggðar líður
ekki á löngu þar til byggt hefur verið
upp að þeim og allt í kring og krafan
um flutning þeirra byrjar. En þó eru
til undantekningar á þessu þar sem
nýir flugvellir hafa verið byggðir inn
í miðri byggð og við miðborgir og má
þar m.a. nefna London City Airport
o.fl. Hraði nútímans krefst þess að
samgöngur skuli vera greiðar og
taka sem stystan tíma.
En þá kem ég að því sem er
stærsta og alvarlegasta
málið við að flytja flug-
starfsemina til Kefla-
víkur og það er sjúkra-
og björgunarflugið og
öryggishlutverk
Reykjavíkurflugvallar.
Það er algjörlega óvið-
unandi að flogið yrði
með sjúklinga til Kefla-
víkurflugvallar og þeim
síðan ekið eftir Reykja-
nesbrautinni til
Reykjavíkur. Lífs-
hættulega slasað eða
veikt fólk þarf að kom-
ast inn á bráðamóttöku- og gjör-
gæslusjúkrahús á sem allra
skemmstum tíma, oft er rætt um
hina gullnu klukkustund í flutningi
slasaðra og veikra „The Golden
Hour“ þar sem lífslíkur fólks
minnka verulega þegar komið er
fram yfir þann tíma í flutningi. Mið-
að við þá lengingu í tíma sem flutn-
ingur slasaðra og sjúkra mun taka
má búast við að einhver mannslíf
muni tapast. Við það má svo bæta
fjölgun slysa sem búast má við með
aukinni umferð fólks á þjóðvegum
landsins við það að flytja innan-
landsflugið til Keflavíkur, þar má
einnig búast við að mannslíf fari for-
görðum.
Nefnt hefur verið til að réttlæta
flutninginn að þyrlur muni sjá um
sjúkraflugið. Sjúkraflug með þyrlum
er aðeins lítill hluti af því sjúkraflugi
sem flogið er á Íslandi. Flugvélar
fljúga að jafnaði helmingi hraðar en
þyrlur og geta flogið mun hærra og
geta þar af leiðandi farið stystu leið
á milli staða. Fyrir utan að fljúga
helmingi hægar þurfa þyrlurnar iðu-
lega að fara með ströndum og þar af
leiðandi lengri leið til að komast á
slysstað og til baka.
Þá má benda á að við lokun
Reykjavíkurflugvallar legðist blind-
aðflug til Reykjavíkur af þannig að
suma daga væri jafnvel þyrlum
ófært að komast til Reykjavíkur
vegna þoku eða illviðra og slæms
skyggnis. Til að réttlæta flutning á
sjúkraflugi til Keflavíkurflugvallar
yrði í mínum huga að byggja bráða-
og gjörgæslusjúkrahús í námunda
við flugvöllinn sem þjóna myndi
landsmönnum utan Reykjavíkur,
hann mætti þá nefna Landspítali og
spítalinn í Reykjavík tæki þá aftur
upp nafnið Borgarspítali.
Hinn möguleikinn í stöðunni, til að
höggva á þann hnút sem upp er
kominn í Reykjavík, er sá að ríkið
taki þann hluta lands undir Reykja-
víkurflugvelli sem er í eigu Reykja-
víkurborgar eignarnámi og greiði
fyrir sanngjarnt verð. Líta má á að
meiri hagsmunir, almanna- og ör-
yggishagsmunir allra landsmanna
krefjist þess. Reykjavíkurflugvöllur
er samgöngu- og öryggismannvirki
nokkurs konar þjóðvegur að og frá
höfuðborginni, ekki eingöngu fyrir
landsbyggðarfólk heldur líka fyrir
Reykvíkinga á faraldsfæti, sumir
þessara Reykvíkinga lenda í slysum
og hafa verið fluttir til Reykjavíkur í
sjúkraflugi hvort sem er með flug-
vélum eða þyrlum.
Sennilega myndu fáir verða
ánægðari en ég fæddur og uppalinn
á Suðurnesjunum að geta flutt þang-
að aftur, en eigingirni og eiginhags-
munir mega ekki ráða för, þetta á
við mig sem og höfuðborgarbúa alla,
almanna- og öryggishagsmuni verð-
ur að hafa að leiðarljósi til að fá
lausn og ná lendingu í þessu máli,
það er ekkert það byggingarland svo
verðmætt að kosta megi mannslífum
fyrir það.
Mannfórnir fyrir
Reykjavíkurflugvöll
Jakob Ólafsson fjallar um
Reykjavíkurflugvöll ’Þá má benda á að viðlokun Reykjavíkurflug-
vallar legðist blind-
aðflug til Reykjavíkur af
þannig að suma daga
væri jafnvel þyrlum
ófært að komast til
Reykjavíkur vegna
þoku eða illviðra og
slæms skyggnis.‘
Jakob Ólafsson
Höfundur er þyrluflugstjóri hjá
Landhelgisgæslu Íslands.