Morgunblaðið - 10.10.2005, Qupperneq 28
28 MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÉG HEF lengi verið svo heppin
að hafa heimilislækni sem er lítið
fyrir skyndilausnir en leitar fremur
orsaka ýmissa kvilla í umhverfi
manns og lífsháttum. Oft reynist af-
farasælla að leita að
rót vandans en að
plástra hann og ljóst
að margt sem hrjáir
nútímafólk á sér skýr-
ingar í svokölluðum
„lífstíl“ þar sem fólk
vinnur of mikið, borð-
ar óhollt fæði og er al-
mennt stressað og vit-
laust.
Á ráðstefnu um
daginn hlustaði ég á
umhverfisráðherra
segja frá því að
læknar í Noregi væru nú sums
staðar farnir að skrifa svokallaða
„græna lyfseðla“ sem hljóða upp á
dvöl úti í náttúrunni fyrir sjúklinga.
Slíkir lyfseðlar virðast gefast vel og
minna á gildi náttúrunnar fyrir
mannskepnuna – gildi sem er ekki
vanþörf á að minna á í þéttbýlis-
samfélagi nútímans.
Gildi náttúrunnar er ekki inn-
byggt í fólk. Fólk þarf að venja sig
á að njóta náttúrunnar, skilja hana
og umgangast hana með þeirri virð-
ingu sem henni ber. Það er af þeim
sökum sem nú hefur verið stofn-
aður Náttúruskóli Reykjavíkur.
Náttúruskólinn er ekki hús eða
stofnun eins og margir halda þegar
þeir heyra orðið heldur hug-
myndafræði sem gengur út á að
færa reykvísk börn og
unglinga nær nátt-
úrunni og kenna þeim
að meta náttúruna frá
unga aldri.
Ætlunin með skól-
anum er að aðstoða
kennara í leik- og
grunnskólum Reykja-
víkur eftir fremsta
megni að bjóða nem-
endum upp á metn-
aðarfulla útikennslu
þar sem áhersla er
lögð á náttúruskoðun
sem samþætt verður ólíkum náms-
greinum og almenna umhverf-
ismennt.
Skólinn var opnaður nú á dög-
unum í Heiðmörk og reykvískir
grunnskólanemendur gerðust þar
leiðsögumenn fullorðinna og
kenndu þeim jafnólíka hluti og að
hlusta á náttúruna, sjá ólíka liti í
náttúrunni og að telja árhringi í
trjábolum. Skólinn er samstarfs-
verkefni umhverfissviðs og mennta-
sviðs Reykjavíkurborgar og svo
Landverndar og Skógræktarfélags
Reykjavíkur en þessir aðilar
kynntu hugmyndina um nátt-
úruskóla fyrst fyrir borgaryf-
irvöldum fyrir næstum tveimur ár-
um.
Náttúruskóli Reykjavíkur er
þriggja ára þróunarverkefni sem ég
vona að eigi eftir að blómstra. Í
þéttbýlu borgarsamfélagi er brýnt
að börn alist upp við að þekkja
náttúruna sem þrátt fyrir allt er
hér allt í kringum okkur. Hlutverk
skólans er því að kenna börnum að
þekkja náttúruna, virða hana og
tengja við umhverfið almennt,
tengja náttúruna við allt annað í lífi
okkar og læra um leið að njóta
náttúrunnar. Slík „náttúrunautn“
getur svo vonandi átt eftir að verða
mikilvæg forvörn gegn mörgum
þeirra lífstílskvilla sem hrjá nútíma-
menn í hrönnum. Þannig getur
Náttúruskóli Reykjavíkur orðið
mennta- og heilsustofnun í senn og
alið upp nýja kynslóð nútímalegra
náttúruunnenda.
Náttúruskóli
Reykjavíkur
Katrín Jakobsdóttir
skrifar um náttúrunautn
Katrín Jakobsdóttir
’Fólk þarf að venjasig á að njóta náttúr-
unnar, skilja hana og
umgangast hana með
þeirri virðingu sem
henni ber.‘
Höfundur er varaformaður
umhverfisráðs Reykjavíkur og
varaformaður VG.
UNDANFARIÐ hafa mjög
varasamar fullyrðingar um offitu,
ofvirkni og athyglisbrest barna og
unglinga birst í fjölmiðlum.
Síðast í Fréttablaðinu 1. októ-
ber, þar sem Þorbjörg Hafsteins-
dóttir kynnir fræði sín til að vinna
gegn ýmsum sjúkdóm-
um og kvillum. Nefnir
hún sig þar „næring-
arþerapista“, sem er
ekki til í íslenskum
orðabókum. Þorbjörg
segist halda námskeið
ásamt unnusta sínum
um kenningar sínar.
Í upphafi viðtalsins í
Fréttablaðinu er
greint frá því hve Þor-
björg er orðin afkasta-
mikil í heilsuvakningu
Íslendinga og fær hún
„Hrós“ Fréttablaðsins
næsta dag, „…fyrir að kynna
skynsamlegt mataræði fyrir Ís-
lendingum“. Kjarninn í þessum
kenningum eru 10 grunnreglur
um mataræði sem eru sagðar
byggðar á traustum niðurstöðum
vísindalegra rannsókna! Vilja þau
hjúin hvorki bábiljur né getgátur,
að sögn. Þó er svo mikið af vit-
leysum og bábiljum að undrum
sætir og vakna ýmsar spurningar
um þá sem gefa sig út fyrir að
vinna að næringarráðgjöf barna
án þess að hafa nokkur réttindi til
þess. Fáein dæmi um vanþekk-
inguna.
Sú alhæfing að krabbamein,
Alzheimer, gigt, offitu o.fl. sjúk-
dóma megi „…rekja til lélegs
mataræðis sem byrjar í
æsku…“ er röng.
Að segja að hegðunar- og náms-
örðugleikar barna séu afleiðing
af slæmu mataræði er mjög ein-
hæf fullyrðing og villandi.
Að segja „…í sjötíu prósentum
fæðunnar eru efni sem eru lík-
amanum framandi og hann ófær
að vinna úr“, er villandi og
ábyrgðarlaust.
Að segja „Auk þess eru í unn-
um matvælum 3.000 skaðleg lit-
ar-, rotvarnar- og sætuefni…“
er rangt. Hvaðan koma svona
fræði?
Að segja að heilinn sé ekkert
annað en „stór fituhlunkur“
sem við nærum „…með óhollum
fitum, að engin furða er að
börnin verði ofvirk og heimsk-
ari með hverju ári“ er hreint
skemmtiefni, og vitleysa ein.
Að segja að mjólk valdi eyrna-
bólgum er rangt. Slíkt hefur
ekki verið staðfest með rann-
sóknum.
Að segja að börn
fæðist án melting-
arensíma til að
brjóta niður afurð-
ir úr kúamjólk er
villandi, hvað þá
að hálfmelt mjólk-
urprótein virki
sem morfín á
taugakerfi barna
og að það sama
gerist með glútein.
Óþol gegn mjólk-
ursykri er mjög
sjaldgæft hér-
lendis. Algengi
glútenóþols er 1/34.000 hjá
börnum skv. heimild frá Gesti
Pálssyni, lækni á barnadeild
Landspítalans. Sjúkdómar eru
jafnan greindir og staðfestir af
sérfræðingum, síðan meðhöndl-
aðir af þess til bæru fólki. Oft
hafa þessir sérfræðingar ára-
tuga nám og þjálfun til þessa.
Ýmsa heilsteypta ráðgjöf um
næringu og heilsu má finna hjá
Umhverfisstofnun www.ust.is.
og www.lydheilsustod.is.
Maður hlýtur því að velta fyrir
sér ástæðum þess að blása upp til-
vik sem eru sárasjaldgæf til að
banna mjólk og brauð, slíkt er að-
eins til að hræða fólk að óþörfu.
Það hlýtur að vera af nógu öðru
að taka.
Ef börn eiga að fá fjölbreytta
fæðu og nægt kalk, er illmögulegt
að sleppa mjólkurafurðum. Ýmis
dæmi eru um hræðsluáróður, t.d.:
„…rannsóknir sýna að krabba-
meinsvaldandi efni finnast í
mjólk“. Dæmi um mjög meinlega
villu er þegar þetta fólk talar um
aukaefni en ekki aukefni, sem er
viljandi aukið í matvælin og hafa
gæðastimpil Evrópuráðsins, svo-
nefnd E-númer. Það er ekkert
aukalegt við það. Þetta hlýtur að
stafa af vanþekkingu.
Er ekki nóg komið? Það getur
verið mjög hættulegt að ráðleggja
fæðubótarefni fyrir börn án þekk-
ingar en skv. Grunnreglu 10 skal
taka inn fæðubótarefni, „…a.m.k.
eina sterka fjölvítamín, en helst
meira“. Svo vill til að Umhverf-
isstofnun hefur nýlega varað við
ofneyslu barna á B-6 vítamíni og
fólasíni, sem gæti varanlega skað-
að taugakerfið. Orðrétt segir á
www.ust.is; Á þetta sérstaklega
við um einstaklinga sem neyta
mikils af vítamín- og stein-
efnabættum matvælum samhliða
inntöku fæðubótarefna. Viðkvæm-
asti hópurinn gagnvart ofneyslu
vítamína og steinefna eru börn.
Foreldrum og yfirvöldum ber að
vernda þennan hóp sérstaklega. –
Viðvaranir sérfræðinga hjá Um-
hverfisstofnun eru því í algerri
andstöðu við það sem Fréttablaðið
og fleiri fjölmiðlar hafa verið að
birta eftir þessa konu. Grunnregla
3. segir ekki forðast fitu og
Grunnregla 4. að borða meira
gæðaprótein, en manneldismark-
mið Lýðheilsustöðvar segja að við
þurfum að minnka fitu og prótein í
fæðunni og auka flókin kolvetni
(t.d. brauð o.fl.). Nú byrjar bráð-
um sjónvarpsþáttur með Þor-
björgu og unnusta hennar á Skjá
einum „Íslendingum til bættrar
heilsu“ eins og greint er frá í
Fréttablaðinu.
Þessi þáttur hefur þó meira með
trúmál að gera en næringarfræði
og verður að teljast ábyrgðarhluti
að birta svo vafasamar og hættu-
legar fullyrðingar ef fer fram sem
horfir.
Skottutækni fyrir börn
Ólafur Sigurðsson
fjallar um hollustu
mataræðis fyrir börn ’Þessi þáttur hefurþó meira með trúmál
að gera en næringar-
fræði og verður að
teljast ábyrgðarhluti
að birta svo vafasam-
ar og hættulegar full-
yrðingar ef fer fram
sem horfir.‘
Ólafur Sigurðsson
Höfundur er matvælafræðingur og
situr í stjórn Neytendasamtakanna.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Í MORGUNBLAÐINU 3. október
sl. sá ég frétt er lítið fór fyrir, en
heillaði mig mjög. Frétt þessi
fjallaði um hvernig ung íslensk
skólabörn höfðu safnað peningum
til að hjálpa fátækum börnum í
fjarlægri heimsálfu.
Fyrir atbeina ABC-barnahjálp-
arinnar hafði þessari söfnun verið
komið af stað og markmiðið var að
reyna að safna fyrir byggingu
heimilis fyrir átta hundruð drengi
er bjuggu við mjög slæmar að-
stæður í alls slags hreysum hingað
og þangað.
Hér er eingöngu rætt um
drengi, en það má geta þess að
fyrir nokkrum árum stóð ABC
fyrir söfnun meðal Íslendinga þar
sem íslensk skólabörn, þá eins og
nú, tóku á sig þunga söfnunar-
innar, og söfnuðu fyrir byggingu
fyrir hundruð stúlkna á sama stað.
Það er stórkostlegt að fá að
heyra og sjá að til er fólk sem
lætur sig varða líf og heill ann-
arra, þótt í fjarlægum heimsálfum
sé. Eiga öll þau börn og aðrir er í
þessu tóku þátt heiður og blessun
skilið, markmiðið náðist, yfir tíu
milljónir söfnuðust og nú bráðlega
verður húsið tilbúið, geta þá átta
hundruð glaðir drengir eignast
heimili.
Mér hlotnaðist sú mikla ánægja
að kynnast ABC-hjálparstarfinu
síðastliðinn vetur. Ég hafði heyrt
af þessu starfi en aldrei látið mér
detta í hug hvílíkt feiknastarf
þessi félagsskapur og þeir sjálf-
boðaliðar er þar vinna hafa innt af
hendi undir forystu Guðrúnar
Margrétar Pálsdóttur, eins stofn-
anda ABC.
Það er gaman að geta sagt að
allar líkur eru á að Heimili litlu
ljósanna á Indlandi sé stærsta
heimili sinnar tegundar í heimi og
allur kostnaður þess frá byrjun og
síðar uppihald verið greiddur af
börnum og góðu fólki frá Íslandi.
Tala stuðningsaðila á Íslandi
nálgast nú fjórða þúsundið, þessu
fólki og fyrirtækjum sé mikil
þökk, því án þess væri ekkert
starf.
Það má til gamans geta þess að
t.d. kvenfélög, starfsmannafélög
og önnur félagasamtök hafa tekið
að sér börn til styrktar, en enn
sem komið er hef ég ekki séð nein
pólitísk samtök þar á meðal,
kannski lagast það fyrir kosn-
ingar.
ABC rekið á
kristilegum gildum
ABC-barnahjálpin hefur starfað
síðan 1988 og sér nú fyrir yfir
5.300 börnum í sex löndum.
ABC er alíslensk hjálp-
arstarfsemi og hefur á að skipa
u.þ.b. 3.800 styrktaraðilum. ABC
lætur allt söfnunarfé ganga ósnert
til hjálparstarfsins, svo og stuðn-
ingsframlög og tel ég það einstakt
meðal félaga sem að hjálparstarfi
vinna.
Kostnaður ABC vegna skrif-
stofuhalds og annars er greiddur
úr sjóði sem fyrirtæki og ein-
staklingar styrkja.
Ein höfuðhugsjón ABC er að
geta veitt fátækum börnum mat
og húsaskjól ásamt kennslu er
gert geti börnin hæfari til að
byggja upp eigin framtíð.
Sú hugsun kemur oft í huga
minn að ef allir í okkar litlu veröld
hugsuðu og störfuðu á sama hátt
og hefðu sömu hugsjón og ABC þá
væri kannski minna um ofbeldi og
hryðjuverk.
Menntun og mettur magi
En kannski hefur þessi hugsjón
verið til lengi, en verið kaffærð í
neikvæðum fréttum sem allir fjöl-
miðar eru fullir af, því miður.
Ég vil gjarnan koma þeirri
beiðni til fréttamanna að gera
meira úr fréttum sem þessari, þar
sem ég tel fólk almennt orðið
þreytt á öllum þeim neikvæðu
fréttum sem hellast yfir mann
daglega, og gera bæði börn og
fullorðna þunglynda.
Þessi frétt gleður og hressir, og
gefur jákvætt viðhorf til tilver-
unnar. Það er fólk um allan heim
að reyna að gera gott.
ÓLAFUR S. ÖGMUNDSSON,
yfirvélstjóri,
Öldugranda 9, Reykjavík.
Margt smátt
gerir eitt stórt
Frá Ólafi Sævari
Ögmundssyni
HINN 6. september sl. sendi ég
tölvupóst til allra borgarfulltrúa
Reykjavíkur, á þau netföng sem
skráð eru á heimasíðu Reykjavík-
urborgar. Auk þess sendi ég sama
póst til Gísla Marteins varaborg-
arfulltrúa og frambjóðanda í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins.
Í tölvupósti mínum spurði ég
borgarfulltrúana hvort mögulegt
væri að heimila byggingu fjöleign-
arhúsnæðis í Reykjavík þar sem
dýrahald væri leyft, án þess að
hver einasti gæludýraeigandi
þyrfti að afla sérstaks leyfis hjá
öllum öðrum íbúum hússins.
Með því að heimila slíka bygg-
ingu væri komið til móts við
marga sem vilja eignast gæludýr,
en hafa ekki tök á því fjárhagslega
á að búa í sérbýli. Slíkt húsnæði er
að finna víða erlendis. Í dag búa
gæludýraeigendur í fjölbýli við
mikið óöryggi, þar sem alltaf er til
staðar sá möguleiki að einhver íbúi
hússins skipti um skoðun varðandi
leyfi til dýrahalds eða að fólk sem
er á móti dýrahaldi flytji í húsið.
Auk þessa spurði ég viðtakendur
tölvupóstsins einnig hver skoðun
þeirra væri á gæludýrahaldi í
Reykjavík. Þann 24. september
höfðu einungs tveir borgar-
fulltrúar látið svo lítið að svara
mér, en það voru þeir Kjartan
Magnússon og Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson. Aðrir borgarfulltrúar
og frambjóðendur höfðu ekki sinnt
fyrirspurn minni.
Ágætu borgarfulltrúar Reykja-
víkur og Gísli Marteinn! Nú eru
borgarstjórnarkosningar á næsta
ári og margir að berjast fyrir end-
urkjöri. Gæludýraeigendur eru
stór hluti borgarbúa og þessi hóp-
ur er í stöðugum vexti. Er ekki
kominn tími til að sinna öllum
Reykvíkingum?
ARNHEIÐUR
RUNÓLFSDÓTTIR,
Flyðrugranda 6, 107 Reykjavík.
Eru hundaeigendur
annars flokks
borgarar?
Frá Arnheiði Runólfsdóttur,
skrifstofumanni og áhugamanneskju
um gæludýrahald