Morgunblaðið - 10.10.2005, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 29
MINNINGAR
✝ Birgir Davíðssonfæddist í Kópa-
vogi 26. maí 1946.
Hann lést 1. október
síðastliðinn. For-
eldrar hans eru Júl-
íana Kristín Jóns-
dóttir, f. 12. sept.
1928 og James David
Schiffeneder, f. 12.
júlí 1920. Eiginmað-
ur Júlíönu er Guðni
Albert Guðnason, f.
3. apríl 1928. Birgir
ólst upp hjá ömmu
sinni Elínu Maríu Jónsdóttur og
Jóni Magnússyni á Flateyri frá
þriggja mánaða aldri. Systkini
Birgis eru: Tvíburasystir Birgis
andvana fædd, Guðbergur Guðna-
son, f. 22. október 1947, Guðni Al-
bert Guðnason, f. 7. sept. 1949, d.
17. apríl 1950, Rósa María Guðna-
dóttir, f. 15. feb. 1952 og Alda Sig-
ríður Guðnadóttir, f. 2. maí 1960.
Birgir kvæntist 26. des. 1971
Ingu Jónsdóttur frá Grindavík, f. 1.
mars 1948. Börn Birgis og Ingu
eru: 1) Selma, f. 7. ágúst 1969. Eig-
inmaður hennar er Gunnar H.
Kristjánsson, f. 13. júní 1966. Börn
þeirra eru Eydís, f. 14. ágúst 2005
og Anton Smári, f. 8. apríl 1991,
sonur Gunnars. 2) Sigurjón, f. 9.
maí 1972. Sambýliskona hans er
Sigríður María Atladóttir, f. 22.
mars 1977. Þeirra börn eru Sæunn
Júlía, f. 17. apríl 1998 og drengur
Sigurjónsson, f. 26.
september 2005. 3)
María, f. 31. ágúst
1977. Sambýlismað-
ur hennar er Ás-
mundur Gíslason, f.
8. jan. 1979. Dóttir
þeirra er Sunna Mó-
ey, f. 17. ágúst 2002.
Eftir fermingu
stundaði Birgir nám
í tvo vetur við Hér-
aðsskólann á
Reykjanesi við Ísa-
fjarðardjúp og lauk
þaðan landsprófi. Birgir flutti til
Reykjavíkur sextán ára gamall,
gekk í Iðnskólann og lærði skrif-
vélavirkjun en starfaði lengst af í
Kassagerð Reykjavíkur eða í 38 ár
samfellt og sem verkstjóri frá
1972. Birgir gerðist félagi í Verk-
stjórafélagi Reykjavíkur 19. mars
1973 og sinnti margvíslegum trún-
aðarstörfum fyrir félagið. Birgir
var varagjaldkeri félagsins frá
1981–1997 auk þess að vera í bak-
nefnd og trúnaðarráði. Þá var
Birgir kosinn í stjórn Sjúkrasjóðs
Verkstjórasambands Íslands 1981
og starfaði í henni síðan sem ritari.
Auk þess var Birgir fulltrúi á þingi
Verkstjórasambandsins frá 1981–
2005 og fulltrúi á landsfundi frá
1982–2004.
Útför Birgis verður gerð frá
Langholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Elsku pabbi minn.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þinn sonur,
Sigurjón.
Elsku Biggi. Kynni okkar hófust
þegar við Selma dóttir þín vorum að
draga okkur saman, ég dálítið smeyk-
ur þar sem ég átti von á þéttri yf-
irheyrslu. Ég held við hljótum að hafa
smollið saman því ég man ekki eftir
öðrum samskiptum okkar á milli en
með miklum kærleikum.
Þú byggðir ásamt henni Ingu þinni
upp sælureitinn í Skipasundi 61,
sælureit sem við höfum oft sótt í og
notið vel, garðveislur á sumrin, kvöld-
verðarboð á veturna. Garðurinn í
blóma á sumrin sem þú hugsaðir svo
vel um og varst svo stoltur af, allt í
toppstandi. Ávallt. Þvílík paradís.
Mér fannst við vera komin til himna-
ríkis að vera komin í sælureitinn ykk-
ar, þar sem okkur öllum leið svo vel.
Nú er skarð fyrir skildi.
Þú varst svo vel að þér um margt
áhugavert og skemmtilegt og frá-
sagnargleðin einstök. Þú lýstir upp á
góðum stundum. Hláturinn mildur og
röddin hlý. Við áttum okkur áhuga-
mál, ásamt honum Sigurjóni syni þín-
um, sem var skoskt gæðaviskí, nokk-
uð sem þú kynntir fyrir okkur fyrir
mörgum árum. Varla voru til nota-
legri stundir en þegar við smökkuð-
um eitthvert eðalviskíið í sælureitn-
um í Skipasundi og ræddum heimsins
gagn og nauðsynjar eftir að hafa
gantast dálítið við matarborðið.
Þú varst einstakt ljúfmenni og
mikill séntilmaður, prúður og snyrti-
legur með afbrigðum. Svo varstu
mikill fjölskyldumaður. Þú skipaður
svo stóran sess í hjörtum okkar allra.
Við áttum saman einstaka stund á
Islay í Skotlandi í fyrra. Þá vorum við
öll glöð í hjarta. Þá áttum við gott
ferðalag vestur í Aðalvík í sumar og
keyrðum til baka í gegnum æskuslóð-
irnar þínar með bráðskemmtilegum
staðarlýsingum ykkar Ingu.
Þegar við Selma eignuðumst dótt-
ur okkar, hana Eydísi, kom einstakt
hjartalag þitt vel í ljós. Hvílík barna-
gæla. Aðdáun dóttur okkar á þér var
einstök, uppáhaldinu sínu. Mér hlýn-
aði svo um hjartaræturnar þegar þú
knúsaðir hana eins og um frumburð
þinn væri að ræða.
Guð blessi minningu þína, elsku
Biggi minn.
Þinn tengdasonur,
Gunnar Heimir.
Það er stutt milli gleði og sorgar.
Aðeins fimm dögum eftir fæðingu
sonar okkar knýr sorgin á dyr. Birgir
hefur kvatt þennan heim. Við sitjum
eftir með ólýsanlega sorg í hjörtum
okkar. Minningarnar hrannast upp
en veita okkur jafnframt styrk til að
halda áfram.
Minningin um góðan mann lifir
áfram í hjörtum okkar. Einstök
hjartahlýja og prúðmennska ein-
kenndi Bigga. Hann sá alltaf það
góða í öllum og kveðjurnar hans voru
ávallt hlýjar og innilegar. Allt var
unnið af alúð og nákvæmni og engu
verki skilað hálfkláruðu. Alltaf gátum
við leitað til Bigga ef okkur vantaði
aðstoð og það var ósjaldan. Ef mála
þurfti vegg, flytja húsgögn eða viðlíka
verk stóð aldrei á honum.
Ég geymi í minningunni stundir
eins og þegar við skruppum austur á
Maríustekk til að planta trjánum fyr-
ir haustið. Við keyrðum Þingvallaleið
til að njóta haustlitanna og fórum hol-
ótta vegi til að reyna að koma drengn-
um í heiminn. Ég minnist þess þegar
við fórum saman til Islay og áttum
ótrúlega viku þrátt fyrir að hafa ekk-
ert litist á blikuna fyrsta kvöldið. Ég
minnist sólskinsdaga í garðinum í
Skipasundi og hversdagslegu stund-
anna sem við áttum svo margar en
eru okkur núna svo dýrmætar.
Ég minnist yndislegs afa, föður og
tengdaföður.
Hvíl í friði, elsku Biggi.
Þín tengdadóttir,
Sigríður María.
Það er sárt að þurfa að kveðja þig
núna, Biggi minn. En svona er lífið,
við vitum aldrei hvaða stefnu það get-
ur tekið og það er erfitt að sætta sig
við það að sumum hlutum fær maður
ekki breytt.
Þegar ég hugsa til þín er svo ótal-
margt sem kemur upp í huga minn.
Það voru ófá skiptin sem þið Inga
komuð norður til okkar í heimsókn og
það var alltaf þægilegt að fá ykkur.
Ég minnist þess sérstaklega þegar
þið komuð norður til okkar sumarið
sem Sunna Móey fæddist til að hjálpa
okkur að flytja. Inga þín pakkaði nið-
ur í kassa undir leiðsögn Maríu og svo
fluttum ég og þú hvern einasta hlut í
bílnum ykkar á nýja staðinn. Kassar,
borð, stólar, sófar og rúm, öllu var
þessu með einhverju móti komið fyrir
í bílnum. Rúmum mánuði seinna
komuð þið svo aftur til okkar, þetta
var á föstudegi og um kvöldið keyrðir
þú Maríu og mig upp á sjúkrahús.
Daginn eftir fæddist Sunna Móey.
Það var gott að hafa ykkur hjá okkur
þá.
Sumarið 2003, þegar við bjuggum
hjá þér og Ingu, var einnig góður
tími. Verslunarmannahelgin þá um
sumarið sem við eyddum með ykkur
og allri fjölskyldunni í Þórsmörk var
frábær. Þetta sumar sá ég líka svo vel
hvaða mann þú hafðir að geyma. Þú
varst svo einstaklega góðhjartaður
og ljúfur maður. Hversu yfirvegaður
þú varst og nákvæmur í því sem þú
tókst þér fyrir hendur þótti mér alltaf
aðdáunarvert. Þú hafðir líka gott lag
á að láta fólki líða vel í návist þinni og
frá þeim degi er ég hitti þig fyrst þótti
mér alltaf notalegt og gott að koma til
þín og Ingu. Allar ljúfu minningarnar
um þig, Biggi minn, geymi ég á vísum
stað, það er gott að eiga þær.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Ég kveð þig að sinni og bið Guð að
vaka yfir Ingu þinni og öllu þínu fólki.
Ég veit að þú dvelur á góðum og fal-
legum stað núna. Guð blessi minn-
ingu þína.
Þín er sárt saknað.
Ásmundur Gíslason.
Í dag kveðjum við Birgi Davíðsson
eða Bigga eins og hann var oftast
kallaður af ættingjum og vinum. Ég
kynntist Bigga fyrst fyrir um níu ár-
um er dóttir mín og sonur þeirra Ingu
tóku að rugla saman reitum. Fljót-
lega varð hennar annað heimili hjá
Ingu og Bigga í Skipasundi.
Það fór ekki framhjá neinum er til
þekktu að Birgir var mikill fjöl-
skyldumaður, ástríkur eiginmaður og
faðir og frábær afi, en því miður fá
barnabörnin ekki notið umhyggju
hans lengur. Verður það því okkar
hlutverk að halda minningu hans á
lofti. Birgir var þeim eiginleika
gæddur að hugsa fyrst og fremst um
aðra en minna um sjálfan sig. Dótt-
ursonur minn sagði er hann frétti lát
Birgis „Hann var alltaf svo góður“.
Börn eru miklir mannþekkjarar.
Birgir var fæddur á Flateyri við
Önundarfjörð og ólst þar upp. Hann
flutti ungur til Reykjavíkur. Birgir
vann mestan hluta starfsævi sinnar
hjá Kassagerð Reykjavíkur, eða nær
40 ár, verkstjóri frá 1972. Hann var
virtur og vel liðinn jafnt af yfirmönn-
um sem undirmönnum. Það var Birgi
mikið áfall að vera sagt upp störfum
er eigendaskipti urðu hjá fyrirtæk-
inu.
Birgir var virkur í sínu stéttar-
félagi, Verkstjórafélagi Reykjavíkur,
og ef mig misminnir ekki sat hann
oftar en ekki í samninganefndum á
vegum síns félags.
Ég kveð þig nú, kæri vinur, hafðu
þökk fyrir allt í Guðs friði. Blessuð sé
minning þín.
Elsku Inga, Selma, Gunni, Sigga,
Sjonni, María, Ási, öldruð móðir og
stjúpfaðir, barnabörnin öll og aðrir
ástvinir, megi góður Guð styrkja ykk-
ur í sorginni. Megi minning um góðan
dreng vera ykkur ljós í myrkrinu.
Sólveig Júlía.
Biggi frændi er fallinn frá. Þegar
ég heyrði um fráfall hans komu upp í
hugann allar góðu minningarnar
varðandi samvistir okkar.
Upp koma minningar úr Rauða-
gerðinu þar sem stórfjölskyldan átti
alltaf athvarf hjá ömmu og afa.
Amma Bigga, hún Maja, var ömmu-
systir mín og bjó þar. Þegar Birgir
kom í bæinn upp úr 1960 var sjálfsagt
að hann kæmi einnig í Rauðagerðið.
Þar var alltaf nóg pláss fyrir alla sem
á þurftu að halda og samheldni var
mikil. Ekki var mikið um munað á
heimilinu á þessum árum, bíll var til
að mynda eitthvað sem ekki þekktist.
Það breyttist þegar Biggi kom, hann
keypti sér fljótlega Taunusinn og
bauð heimilisfólkinu í bíltúr sem öll-
um þótti gaman. Oft fékk ég sem lítill
gutti að fara á rúntinn með Bigga og
var þá keyrt með opinn gluggann og
Bítlalögin spiluð hátt. Einnig kom
Biggi með sjónvarp inn á heimilið
sem á þessum tíma vakti ómælda at-
hygli og ánægju, en ekkert slíkt höfð-
um við séð áður.
Leiðir okkar áttu eftir að liggja
mikið saman næstu árin. Eftir að við
fluttum í Gnoðarvoginn héldu sam-
skiptin áfram en Biggi leigði í Álf-
heimum og var í fæði hjá okkur og
eyddi miklum tíma á heimilinu og
þótti mér mikið til stóra frænda
koma. Einnig unnum við saman í
Kassagerðinni í nærri tvö ár. Biggi
var einstaklega ljúfur maður, þægi-
legur í umgengni og afar hjálplegur
og auðgaði líf allra sem kynntust hon-
um.
Ég vil þakka fyrir þær stundir sem
ég átti með honum, þær voru dýr-
mætar.
Við fjölskyldan í Borgargerði send-
um Ingu og fjölskyldunni allri inni-
legar samúðarkveðjur á sorgar-
stundu. Megi Guð blessa ykkur og
styrkja.
Þorvaldur Sigurðsson.
Mig langar með örfáum orðum að
kveðja elskulegan frænda minn, en
sem barn fékk ég að vita frá henni
Björgu, móður minni heitinni, hve
mikill augasteinn systursonur hennar
og fyrsta barnabarn Maríu ömmu og
Jóns afa, var.
Myndirnar frá Flateyri voru svo
margar sem mamma geymdi.
Árin liðu og sem ungur sveinn kom
hann svo til mömmu og pabba sem
snúningur í sveitinni en alla tíð síðan
var tryggð hans og kærleikur í garð
foreldra minna svo ríkur að sjaldan
leið ár án þess að hann kæmi austur í
sveit.
Síðar með Ingu eiginkonu sinni og
börnunum.
Kærleikurinn og tryggðin voru svo
einkennandi fyrir minn elskulega
frænda sem horfinn er á braut.
Ég bið algóðan Guð að styrkja og
styðja Ingu og börnin, Stellu og
Guðna, systkini og ástvini alla í þeirra
miklu sorg.
Skín, Guðdóms sól, á hugarhimni mínum,
sem hjúpar allt í kærleiksgeislum þínum.
Þú, Drottinn Jesús, lífsins ljósið bjarta,
ó, lýs nú mínu trúarveika hjarta.
Ef einhver þig ei ennþá fundið hefur,
sem öllum ljós í dauðans myrkrum gefur,
ó, veit þá áheyrn veikum bænum mínum,
og vísa þeim að náðarfaðmi þínum.
(Ólína Andrésdóttir.)
Guðrún María Óskarsdóttir.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Með þessum línum viljum við
kveðja Bigga. Hvíl í friði.
Elsku Inga, Sjonni, Sigga, Sæunn,
Selma, Gunni, Eydís, María, Ási og
Sunna, innilegar samúðarkveðjur til
ykkar.
Guðbjörg Íris, Halldór,
Marteinn Örn og Bergþór Atli.
Elsku Biggi, þú varst minn besti
vinur og félagi. Það var alltaf gaman
að vera í návist þinni. Það var svo
gaman að koma í Skipasund og dvelja
í garðinum sem þú hafðir gaman af að
byggja upp. Í Skipasundi átti ég mín-
ar bestu stundir með þér og þinni fjöl-
skyldu. Þú og Inga voruð höfðingjar
heim að sækja og það var gaman að
geta verið með þér í fríi á Spáni í
ágúst síðastliðnum. Ég er þakklátur
fyrir þær stundir.
Þú féllst frá langt fyrir aldur fram.
Ég kem til með að sakna þín mikið.
Þú varst alltaf svo góður við Óskar,
son minn, sem einnig kemur til með
að sakna þín. Það væri hægt að minn-
ast á svo margt fleira, en ég kveð að
sinni, elsku vinur.
Elsku Inga, Selma, Sigurjón og
María, ég votta ykkur mína dýpstu
samúð í ykkar miklu sorg.
Sturlaugur Pálsson.
Það er mikið lán í lífinu að eiga
góða félaga og samstarfsfólk. Birgir
Davíðsson var slíkur maður. Við und-
irrituð höfum notið þess að eiga hann
að samstarfsmanni. Birgir vann sem
verkstjóri stærstan hluta starfsævi
sinnar og jafnframt sinnti hann fé-
lagsmálum fyrir Verkstjórafélag
Reykjavíkur og Verkstjórasamband
Íslands. Hann var kjörinn í stjórn
sjúkrasjóðs verkstjóra á Verkstjór-
aþingi 1981 og var honum þá strax
falið embætti ritara stjórnar. Er
hann var enn á ný valinn í sjúkra-
sjóðsstjórnina á Verkstjóraþingi nú í
maí sl. hafði hann því sinnt þessu
verkefni samfellt í 24 ár. Þrátt fyrir
að hafa átt við mjög erfið veikindi að
stríða síðustu mánuði sinnti hann
þessu starfi af mikilli trúmennsku og
dró ekki af sér.
Það fyrsta sem fólk tók eftir er það
kynntist Birgi var að þar fór sérstak-
lega prúður maður, hægur og kurteis.
Hann var alltaf sérstaklega snyrtileg-
ur til fara og lagði sig eftir því að vera
smekklega klæddur. Birgir lagði
jafnan gott eitt til er fjallað var um
umsóknir í sjóðinn. Hann vildi gjarn-
an túlka alla óvissu umsækjandanum
í hag og taka jákvætt og rausnarlega
á málum þegar það átti við. Það var
reyndar sú stefna sem varð ofan á og
mótaði öll viðhorf stjórnarinnar.
Birgir átti sannarlega sinn þátt í
þeirri stefnumótun.
Það er með söknuði og þakklæti
sem við kveðjum Birgi Davíðsson. Við
undirrituð, makar okkar og starfsfólk
á skrifstofu VSSÍ, vottum Ingu og
fjölskyldunni okkar dýpstu samúð.
Reynir Kristjánsson, stjórnar-
formaður sjúkrasjóðs verkstjóra,
Kristín Sigurðardóttir,
framkvæmdastjóri Verkstjóra-
sambands Íslands.
Síðastliðinn laugardag bárust mér
þau válegu tíðindi að einn af okkur
dyggustu félögum í Verkstjórafélagi
Reykjavíkur, Birgir Davíðsson, væri
látinn. Mann setur hljóðan og maður
spyr, getur það verið að hann sé fall-
inn frá á besta aldri? Maðurinn með
ljáinn spyr ekki svona spurninga
heldur slær óhikað og enginn veit
hver verður næstur.
Ég kynntist Birgi árið 1996 þegar
ég var að byrja í Verkstjórafélagi
Reykjavíkur. Eftir að ég var kosinn í
stjórn og síðar formaður hefur Birgir
verið mér mikill stuðningur og hafði
hann jafnan áhrif á ákvarðanatöku
mikilvægra mála. Birgir hafði bein-
skeyttar skoðanir og á fundum kom
hann oft með uppástungur og tillögur
sem féllu í góðan jarðveg.
Birgir sat í stjórn Verkstjórafélags
Reykjavíkur, um árabil sem vara-
gjaldkeri, einnig gegndi hann ýmsum
öðrum nefndarstörfum, sat í vinnu-
deilusjóðsnefnd, fulltrúi á þingi VSSÍ,
áheyrnarfulltrúi á þingi VSSÍ, í bak-
nefnd og í trúnaðarráði VFR.
Birgir var kosinn fulltrúi VFR á
Þing Verkstjórasambands Íslands á
annan áratug. Hann sat í stjórn
Sjúkrasjóðs VSSÍ fyrir hönd VFR frá
árinu 1981 og var fulltrúi Sjúkrasjóðs
á Sambandsþingum frá þeim tíma.
Birgir hefur unnið margþætt og
heilladrjúg störf fyrir verkstjórasam-
tökin í gegnum tíðina og þökkum við
það.
Fyrir hönd Verkstjórafélags
Reykjavíkur sendi ég fjölskyldu
Birgis Davíðssonar okkar dýpstu
samúð.
Skúli Sigurðsson, formaður
Verkstjórafélags Reykjavíkur.
BIRGIR
DAVÍÐSSON