Morgunblaðið - 10.10.2005, Síða 30

Morgunblaðið - 10.10.2005, Síða 30
30 MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Vilhjálmur Jóns-son fæddist í Graf- argerði í Hofsóshreppi í Skagafirði 9. septem- ber 1919. Hann lést á Droplaugarstöðum föstudaginn 30. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Vilhjálmsson, bóndi og söðlasmiður, f. 13. ágúst 1871, d. 18. desember 1937 og Sig- urlaug Barðadóttir, f. 7. desember 1878, d. 29. mars 1929. Vilhjálmur kvæntist 26. október 1946 Katrínu Sigríði Egilsdóttur, f. í Reykjavík 1. júní 1923, d. 19. febr- úar 2001. Foreldrar hennar voru Egill Einarsson, f. á Borg á Mýrum 15. júní 1894, d. 1. maí 1986 og kona hans Málfríður Magnúsdóttir, f. á Ísafirði 8. ágúst 1894, d. 21. júní 1946. Börn Vilhjálms og Katrínar eru Málfríður Ingunn bankamaður, f. 30. janúar 1951, var gift Þorsteini vinnufélaga og Samvinnutrygginga g.t. og lögfræðilegur ráðunautur kaupfélaganna 1947–1959. Stunda- kennari við Kvennaskólann í Reykjavík 1945–49, Samvinnuskól- ann í Reykjavík 1949–54 og við lagadeild Háskóla Íslands 1954–55. Forstjóri Olíufélagsins hf. 1959– 1991. Vilhjálmur átti sæti í Stúdenta- ráði HÍ 1945–46. Í stjórn Stúdenta- félags Reykjavíkur 1948–49. Í stjórn lífeyrissjóðs SÍS 1948–59. Í stjórn Samvinnulífeyrissjóðsins 1954–62. Í bankaráði Samvinnu- bankans 1962–90. Í landskjörstjórn 1953–91, formaður 1974–79. For- maður stjórnar Arnarflugs hf. frá stofnun félagsins 1976–79. Í stjórn undirbúningsfélags fyrir olíu- hreinsunarstöð á Íslandi 1971. Í stjórn Harðfrystihúss Grundar- fjarðar hf. 1975–87. Í blaðstjórn Tímans 1979–1981. Í stjórn Við- lagasjóðs 1973–1982. Formaður stjórnar Samvinnuferða-Landsýnar hf. 1985–1992. Varaformaður stjórnar Íslandslax 1984–87. Vil- hjálmi var veittur riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 1989. Útför Vilhjálms fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Sch. Thorsteinssyni. Þeirra synir eru Arn- ar, f. 19. apríl 1975, sambýliskona Harpa Guðfinnsdóttir, dóttir þeirra Katrín Sigríður, f. 24. júní 2005 og Sverrir, f. 20. febrúar 1979, sambýliskona Rannveig Þorvalds- dóttir. Sigurlaug, f. 20. júni 1953. Jón raf- magnsverkfræðingur, f. 5. maí 1955, kvæntur Jóhönnu Rósu Arnar- dóttur félags- og menntunarfræðingi, f. 20. apríl 1962. Sonur þeirra er Vilhjálmur, f. 24. nóvember 2000. Börn Rósu og stjúp- börn Jóns eru Svavar Brynjúlfsson, f. 14. október 1979 og Erna Dís Brynjúlfsdóttir, f. 20. apríl 1981, sambýlismaður Valur Tómasson. Vilhjálmur var stúdent frá MA 1942 og cand.juris frá Háskóla Ís- lands 1947. Hdl. 1948 og hrl. 1954. Lögfræðingur Sambands ísl. sam- Það var að kvöldi 30. september sl. sem Jón hringdi í mig og sagðist ætla að sitja yfir föður sínum því það færi að styttast í andlátið. Hann taldi það þó ekki líklegt að gamli maðurinn færi þá um nóttina. Nokkrum mín- útum síðar hringdi hann í mig og sagði mér að Vilhjálmur væri látinn. Svona er lífið einkennilegt og oft á tíðum erfitt að spá fyrir um hvað ger- ist á næstu mínútum. Af miklum dugnaði og einurð komst Vilhjálmur til manns. Aðeins 18 ára gamall hafði hann bæði misst móður sína og föður sinn. Hann taldi að síldin hefði líklega bjargað sér því þar var hægt að vinna sér inn pen- inga sem hann notaði síðan til að mennta sig. Hann lauk stúdentsprófi frá MA og lögfræði frá HÍ. Þegar hann var í lögfræðinni sá hann m.a. fyrir sér með uppskipun. Á þeim tím- um mættu menn niður á bryggju í þeirri von að þeir fengju vinnu þann daginn. Vilhjálmur sagði mér að hann hefði verið svo heppinn að fá alltaf vinnu þarna en hann vann einnig á bókasafni Háskólans. Vilhjálmur unni landi sínu og þjóð og var mikill áhugamaður um pólitík. Við rökræddum oft um málefni líð- andi stundar og varð mér fljótt ljóst að hann mundi ekki skipta svo auð- veldlega um skoðun. Hann var mikill samvinnuhreyfingarmaður og taldi mikilvægt að starfrækja verslanir alls staðar á landinu þannig að fólki yrði gert það kleift að yrkja landið. Hann var ungur þegar hann varð forstjóri Olíufélagsins og var stoltur af því að fyrirtækið skilaði hagnaði þau 32 ár sem hann stjórnaði því. Áð- ur hafði hann starfað sem lögfræð- ingur. Það hafa margir starfsmenn Olíufélagsins sagt mér sögur af Vil- hjálmi og má sjá að hann var velmet- inn af þeim. Vilhjálmur kynntist eiginkonu sinni Katrínu Sigríði Egilsdóttur í Reykjavík. Þau gengu í það heilaga á fyrsta vetrardag árið 1946. Á hverju ári var haldin veisla á þessum degi og eru góðar minningar sem fylgja veisl- unum hennar Katrínar í Skerjafirð- inum. Vilhjálmur ferðaðist til fram- andi landa bæði í tengslum við viðskipti og einnig sér og Katrínu til ánægju. Hann var traustur fjöl- skyldufaðir og naut þess á efri árum að fara í líkamsrækt og sinna garð- verkum heima við. Fjölskylda mín hefur fengið að njóta margra veiði- ferða í fylgd með Vilhjálmi og má segja að það hafi verið það áhugamál sem hann hafði mikla unun af. Ýmis ævintýri gerðust í þessum ferðum og er mér minnisstætt þegar við þurft- um að hlaupa undan nauti sem ætlaði að stanga okkar. Allt fór þó vel. Við söknum Vilhjálms sárt og sam- verustundanna með honum. Megi Guð varðveita þig um alla eilífð. Jóhanna Rósa Arnardóttir. Laugardaginn 1. október síðastlið- inn hringdi Jón Vilhjálmsson og sagði okkur lát föður síns kvöldinu áður. Hann var þá búinn að vera inn og út af sjúkrahúsum hátt á þriðja ár, vegna þess að hann fékk heilablóðfall, svo ekki var hægt að unna honum neins betra en að kveðja þetta jarðlíf. Vilhjálmur var Skagfirðingur, fæddur og uppalinn að Grafargerði í Hofshreppi, yngstur fjögurra bræðra. Fyrir nokkrum árum kom- um við nafni hans á þessar slóðir í sögufrægu héraði, æskustöðvar góðs vinar hrifu okkur. Við gengum að litlu kirkjunni í Gröf, en hún er ein sú minnsta á landinu. Kirkjan var læst en við gægðumst á glugga og sáum í anda Vilhjálm standa þar við altari á fermingarfötunum. Hann var alltaf fremur fámáll um æskudaga sína í Skagafirðinum. Að loknu fullnaðarprófi lá leiðin til Siglufjarðar. Þar bjó hann næstu árin hjá náfrænku sinni og hennar manni, var í gagnfræðaskólanum á vetrum og vann í síld á sumrin. Að loknu gagnfræðaprófi lá leiðin í Mennta- skólann á Akureyri og hóf hann þar nám haustið 1939 og lauk þaðan stúd- entsprófi vorið 1942. Þarna tókst góð vinátta með þeim Vilhjálmi Árnasyni, Austfirðingi og bráðlega kölluðu þeir hvor annan nafna og alla tíð þaðan í frá. Bekkjarsystkin þeirra voru ein- staklega skemmtilegt fólk og sam- hent, það fannst mér að minnsta kosti eftir að ég fór að skemmta mér með þeim á „júbíl-árunum“. Árið 1942 um haustið lá svo leiðin til Reykjavíkur og þeir innrituðust báðir í lögfræði við Háskóla Íslands. Vilhjálmur Jónsson vann mikið með náminu, kenndi meðal annars við Kvennaskól- ann og tók fólk í einkatíma. Þegar hér var komið sögu var ég sjálf í fimmta bekk máladeildar MR. Okkur var gert að ljúka stúdentsprófi í stærðfræði þá um vorið. Ein vin- kona mín þóttist þurfa aðstoð við matematíkkina og fékk stuðnings- kennslu hjá Vilhjálmi. Hún bað mig að sitja með sér í fyrsta tímanum. Eftir það heilsuðumst við Vilhjálmur. Kvöld eitt á jólaföstunni mættum við Vilhjálmi í Bakarabrekkunni og var hann þar á gangi ásamt nafna sínum. Þeir tóku hoffmannlega ofan stúd- entshúfurnar sem að flestir háskóla- menn notuðu sem hversdagshöfuð- föt. Hinn maðurinn var Vilhjálmur Árnason. Ég kynntist honum seinna þennan vetur. Reikningskennslan dugði vinkonu minni bærilega, en ég lagðist í mislinga fyrsta prófdaginn og tók stærðfræðiprófið ekki fyrr en vorið eftir. Sumarið 1943 bauðst Vil- hjálmi Árnasyni starf við prófarka- lestur á nýju lagasafni sem Ólafur Lárusson prófessor ritstýrði. Hann gat ekki þegið það starf, þurfti að fara austur á Seyðisfjörð að sinna for- mennsku á mb. Magnúsi, en það hafði hann með höndum í allmörg sumur. Hann útvegaði nafna sínum próf- arkalesturinn og í Tjarnargötu 10 kynntist Vilhjálmur Jónsson konu- efni sínu, Katrínu Sigríði, systurdótt- ur Sigríðar konu Ólafs Lárussonar. Katrín var frá Langárfossi á Mýrum, dóttir Málfríðar Þorsteinsdóttur og Egils Einarssonar frá Borg á Mýr- um. Hún hafði þá lokið prófi frá Verslunarskólanum og var þá farin að vinna á skrifstofu hjá Magnúsi Víglundssyni. Hún bjó hjá Ólafi og frænku sinni öll sín skólaár og leit á þau sem aðra foreldra sína. Katrín reyndist þeim alltaf sem góð dóttir, en þau voru barnlaus. Sigríður dó 1951, en Ólafur lifði til 1965. Katrín og Vilhjálmur giftust 1946 og fóru að búa á Stýrimannastíg 10 í kjallaran- um hjá Guðmundi Kristjánssyni stýrimannaskólastjóra. Þau höfðu strax yndi af að gera notalegt í kring- um sig. Við Daddí kynntumst betur þarna um veturinn á námskeiði í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur. Við urðum góðar vinkonur og entist sú vinátta meðan báðar lifðu, en Katrín dó árið 2001. Hún var ákaflega vel verki far- in, matreiðslukona ágæt og snillingur í höndunum. Ég lærði margt gagn- legt af henni og henni þakklát fyrir það, nú að leiðarlokum. Katrín og Vil- hjálmur fluttu af Stýrimannastígnum í Lönguhlíð 9 og þar fæddust öll börnin, þau Málfríður Ingunn, Sigur- laug og Jón. Þá keyptu þau sér íbúð í Rauðalæk 42 og loks byggðu þau hús í Skildinganesi 26. Því fylgdi stór lóð og á næstu árum gerðu þau þar fal- legan garð. Vilhjálmur lét ekki sitt eftir liggja við garðyrkjustörfin, ef til vill kom skagfirski bóndinn upp í hon- um á endanum. Að loknu lagaprófi fengu þeir nafnar báðir vinnu hjá Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga (SÍS). Vil- hjálmur Árnason fór þar fljótlega yfir í fræðslustarfið og mælti víða fyrir hugsjónum samvinnuhreyfingarinn- ar. Hann varð skólastjóri Bréfaskóla SÍS í mörg ár, en Vilhjálmur Jónsson sinnti margvíslegum lögfræðistörf- um hjá Sambandinu. Vilhjálmur Árnason og Tómas bróðir hans stofn- uðu lögfræðiskrifstofu 1960 og það varð starfsvettvangur Vilhjálms Árnasonar, auk þess sem hann stjórnaði ásamt öðrum Íslenskum að- alverktökum. Vilhjálmur Jónsson varð forstjóri Olíufélagsins 1959 til 1991. Þetta voru nú helstu störf þeirra nafna, en sitt hvað gerðu þeir saman sér til yndisauka. Fljótlega að loknu háskólanámi stofnuðu þeir spilaklúbb ásamt vinum frá háskóla- árunum, þeim Guðmundi Ásmunds- syni og Páli Ásgeiri Tryggvasyni. Mig minnir að þeir hafi spilað viku- lega vetrarmánuðina, en við hús- freyjurnar kepptumst við að baka þeim gómsætar kökur og smyrja þeim brauð og pössuðum að láta ekki börnin ung og smá trufla snillingana. Stundum gat orðið hávaðasamt við spilaborðið og þeir áttu til að glettast þannig að upp úr sauð. Einhverju sinni þurfti sá sem átti að gefa að skreppa afsíðis og þá datt þeim í hug að hagræða spilunum þannig að hann fékk allan spaðann á hendina. Kom nú félaginn aftur að borðinu, tók upp spilin og náfölnaði og sagði: Alslemm í spaða. Þá skelltu hinir upp úr for- gjafarmaðurinn varð öskureiður og bað þá aldrei þrífast. Þetta var nú bara saklaust grín, sögðu hinir, en þolandinn hélt áfram að þusa lengi kvölds. Annars voru þeir bestu vinir allir fjórir. Páll og Guðmundur tóku upp á því að kalla Vilhjálmana líka nafna. Heita þeir þá allir Villi, spurði einhver krakkinn hjá mér, sem ekki var nema von. En svo kom reiðar- slagið, sumarið 1964 féll Guðmundur frá á sviplegan hátt, öllum harm- dauði. Spilaklúbburinn lagði upp laupana, enginn gat komið í stað Guð- mundar. Árið 1957 leigðu Vilhjálmur Árna- son, bræður hans tveir, Vilhjálmur Jónsson, Guðmundur Ásmundsson og Haukur Snorrason, þá ritstjóri Tímans, tvær vikur á sumri í Kjarrá (Efri-Þverá) í Borgarfirði. Fáir þeirra höfðu stundað laxveiðar áður, aðrir en Haukur, en þeir létu það ekki aftra sér, héldu upp að Örnólfsdal í Þverárhlíð, stigu þar á hestbak með allt sitt hafurtask og stefndu norður til fjalla að veiðihúsinu Víghól sem var þá þegar æði gamalt, hafði verið byggt af Englendingum um aldamót- in 1900. Jónmundur bóndi í Örnólfs- dal fylgdi þeim frameftir. Nú hófst ævintýralegur kafli í sögu þeirra fé- laga og mætti skrifa um það heila bók. En þarna voru þeir við veiðar, tvisvar á sumri í 10 ár. Haukur og Guðmundur féllu frá snemma á þessu tímabili, en í þeirra stað komu Birgir Þórhallsson og Gunnar Gunnarsson. Við eiginkonur bræðranna fórum oft til þeirra tvo til þrjá daga í senn og skemmtum okkur konunglega. Aftur urðu kaflaskipti. Vilhjálmur Jónsson fékk Langá á Mýrum með Olíufélaginu og veiddi líka oft seinni árin í Svalbarðsá í Þistilfirði með Jóni syni sínum. Nafni hans kastaði færi út í Víðidalsá og Vatnsdalsá sumar eftir sumar. En tíminn leið, börnin urðu fullorðin, luku námi, fundu sér maka og settu saman bú. Alltaf hélst gott samband við vinina frá árum áð- ur. Katrín og Vilhjálmur áttu eins og áður sagði, þrjú börn. Þau eru Mál- fríður Ingunn fædd 1957, Sigurlaug fædd 1959 og Jón fæddur 1955. Syst- urnar eru bankastarfsmenn, en Jón er rafmagnsverkfræðingur. Fríða giftist Þorsteini Scheving Thor- steinsson, tannlækni og átti með hon- um tvo syni Arnar og Sverri. Þeir eru báðir langskólagengnir og hafa fest sér konur. Arnar og hans kona eign- uðust dóttur í sumar og var hún skírð Katrín Sigríður eftir langömmu sinni. Hjónaband Fríðu og Þorsteins stóð í fá ár. Eftir það fór hún að vinna utan heimilis og drengirnir voru mikið hjá Katrínu ömmu, sem gekk í endurnýj- un lífdaga við barnauppeldið og fórst það vel úr hendi. Hún var þá nýhætt að vinna úti, var gjaldkeri hjá Vik- unni í allmörg ár. Jón kvæntist Rósu Ingólfsdóttur og þau eiga einn dreng, Vilhjálm, sem er á sjötta ári. Daginn eftir að Vilhjálmur lést var fagurt haustveður og kom mér þá í hug þegar ég hugsaði um okkar góða vin síðasta vísan í kvæði Steingríms Thorsteinssonar, Vor og haust. Fagra haust þá fold ég kveð faðmi vef mig þínum. Bleikra laufa láttu beð að legstað verða mínum. Við nafni og okkar fólk sendum fjölskyldu nafna innilegar kveðjur og þakkir fyrir löngu liðnar samveru- stundir. Sigríður Ingimarsdóttir. Það er fátítt að sami maðurinn nái að klífa tvo erfiða metorðastiga, hvorn á eftir öðrum, og komist til efsta þreps í báðum. Þetta gerði Vil- hjálmur Jónsson, hæstaréttarlög- maður og fyrrverandi forstjóri Olíu- félagsins hf., sem í dag er kvaddur hinstu kveðju. Eftir lögfræðipróf frá Háskóla Ís- lands vorið 1947 hóf Vilhjálmur að sinna lögfræðistörfum fyrir Samband ísl. samvinnufélaga, Samvinnutrygg- ingar g.t., kaupfélögin og ýmsa fleiri. Hann fékk réttindi til málflutnings í héraðsdómi 1948 og í Hæstarétti 1954. Vilhjálmur sinnti lögfræðileg- um viðfangsefnum sem aðalstarfi í tólf ár eða nokkuð fram á árið 1959. Við sem munum þessa tíma getum fullyrt að um þær mundir var hann orðinn einn af virtustu og þekktustu málflutningsmönnum hér á landi. Ár- ið 1959 urðu þáttaskil í starfsævi Vil- hjálms. Stjórn Olíufélagsins hf. var þá í miklum vanda vegna erfiðleika sem steðjað höfðu að félaginu og ekki verða raktir hér. Stjórnarmenn gerðu sér áreiðanlega ljóst að fram- tíðarvegur og virðing þessa stóra fyr- irtækis voru í veði ef ekki mætti tak- ast að finna því hæfan og öflugan stjórnanda. Á þessum tíma og lengi síðan var Sambandið stór hluthafi í Olíufélaginu og það má í rauninni segja að stjórnarmenn hafi ekki farið út fyrir Sambandshúsið í leit sinni að manni. Þeir knúðu dyra hjá aðallög- fræðingi Sambandsins, Vilhjálmi Jónssyni, sem féllst á að taka verk- efnið að sér. Hann tók við forstjóra- starfi hjá Olíufélaginu hf. og dóttur- fyrirtækjum þess hinn 1. apríl 1959 og því starfi gegndi hann óslitið í full 32 ár eða til 1. júlí 1991. Ekki hafði Vilhjálmur setið nema ár í forstjóra- stólnum þegar ljóst var að honum hafði tekist að snúa hinu þunga skipi Olíufélagsins til réttrar áttar. Á aðal- fundi vorið 1960 lét Helgi Þorsteins- son stjórnarformaður svo um mælt að hagur félagsins hefði aldrei verið jafn góður. Næstu þrjá áratugina fór hagur félagsins batnandi ár frá ári og má geta þess að á starfstíma Vil- hjálms hjá Olíufélaginu varð aldrei taprekstur. Þegar Vilhjálmur stóð upp úr forstjórastólnum tæpra 72 ára að aldri, var Olíufélagið eitt af sterk- ustu fyrirtækjum landsins. Það var oft sagt um Vilhjálm að hann væri hjúasæll stjórnandi enda voru þess mörg dæmi að starfsmenn eyddu allri starfsævi sinni hjá félag- inu. Við sem sátum í stjórn félagsins um lengri eða skemmri tíma kom- umst ekki hjá að skynja að Vilhjálm- ur lét sér mjög annt um hagsmuni starfsmanna sinna. Síðustu mánuðina var Vilhjálmur löngum bundinn við hjólastól, en þótt líkamlegt þrek væri bilað, varð ekki það sama sagt um andlegt atgervi. Eins og títt er um þá sem komnir eru á háan aldur var langtímaminnið gott en einnig fylgdist hann vel með því sem var að gerast í þjóðfélaginu á líð- andi stund. Það var gaman að heyra hann segja í góðu tómi frá löngu liðn- um atburðum, en í sérstöku uppá- haldi hjá sögumanni og áheyrendum hans voru frásagnir af unaðsstundum við laxveiði. Aðeins nokkrum dögum fyrir andlát Vilhjálms vorum við Reynar Hannesson, lengi yfirverk- stjóri hjá Olíufélaginu hf., staddir hjá honum. Fór hann þá með þessa fal- legu vísu eftir Jónas heitinn Egilsson á Húsavík, sem var góðvinur Vil- hjálms og veiðifélagi: Mér líst vel á morgunfeng, manns eru kenndir blíðar, blessi Drottinn Bakkastreng, bæði fyrr og síðar. Tilefni vísunnar var morgunveiði Vilhjálms, vænn lax úr Bakkastreng í Laxá í Aðaldal. Nú verða veiðisög- urnar ekki fleiri að sinni en eftir lifir minningin um genginn sæmdarmann sem náði farsælum árangri hvar sem hann lagði hönd að verki. Eiginkona Vilhjálms, Katrín Sigríður Egilsdótt- ir, lést árið 2001, harmdauði öllum er hana þekktu. Við Inga sendum börn- um Katrínar og Vilhjálms og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Megi sá Drottinn, sem Jónas Egilsson ávarpaði í Aðaldal forðum tíð, breiða blessun sína yfir minningu þessara heiðurshjóna. Sigurður Markússon. Það var orðið helst til of þröngt um okkur á skrifstofu Olíufélagsins hf. þegar Vilhjálmur kom til starfa sem forstjóri félagsins á 12. starfsári þess í byrjun apríl mánaðar ársins 1959; aðalskrifstofan var þá á fyrstu hæð í húsi SÍS en sjálf bókhaldsdeildin í hinu gamla húsi Hins íslenska stein- olíuhlutafélags í Hafnarstræti 23. Sama gilti um birgðabækistöð og verkstæði félagsins sem voru til húsa í bráðabirgða braggasamstæðum og vörugeymslum við Öskjuhlíð rétt hjá Reykjavíkurflugvelli. Óþrjótandi verkefni biðu hins nýja forstjóra, öll brýn og afar þýðingarmikil. Fjármál félagsins höfðu um nokkurt skeið verið í erfiðri stöðu enda ekki langt síðan búið var að byggja upp olíu- birgðastöðvar hér í Reykjavík og við Faxaflóa og kostnaðarsamt dreifing- VILHJÁLMUR JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.