Morgunblaðið - 10.10.2005, Síða 32

Morgunblaðið - 10.10.2005, Síða 32
32 MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristjana Stein-grímsdóttir, Nanna, fæddist í Kaupmannahöfn 24. október 1923. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut að kvöldi 29. septem- ber síðastliðins. Foreldrar hennar voru Steingrímur Guðmundsson prentsmiðjustjóri, f. 21. maí 1891, d. 14. janúar 1981, og kona hans Eggrún Arnórsdóttir, f. 22. apríl 1895, d. 10. apríl 1975. Nanna átti eina systur, Margréti félagsráðgjafa, f. 13. október 1920, d. 18. júlí 1990. Eiginmaður Kristjönu var Guð- jón Þórir Tómasson verslunar- maður, f. 8. desember 1923, d. 18. júní 2001. Foreldrar hans voru Tómas Sigurðsson sjómaður á Dalvík, f. 8. september 1898, d. 1925 og kona hans Sigrún Krist- insdóttir, f. 22. apríl 1900, d. 18. september 1969. Börn Nönnu og Guðjóns eru: 1) Margrét, löggilt- ur endurskoðandi, f. 13. maí 1958, maki Hörður Kristjánsson. Synir þeirra Þórir Hrafn, nemi í HÍ, f. 27. desember 1981 og Haukur Þór, nemi í MH, f. 19. mars 1989. 2) Arnór Steingrímur, viðskiptafræðingur, f. 6. júlí 1961, maki Frank Arnold Wijsh- ijer. Börn hans með fyrrum sam- býliskonu, Auði Ólínu Svavarsdótt- ur, eru Nanna Ólína, f. 3. septem- ber 1996 og Vil- hjálmur Svavar, f. 27. mars 1999. Nanna ólst upp í Kaupmannahöfn til sex ára aldurs er fjölskyldan flutti til Íslands þegar faðir hennar tók við stjórn Ríkisprent- smiðjunnar Guten- berg. Nanna varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1943 og lauk Hús- mæðrakennaraprófi 1946. Frá þeim tíma kenndi hún heimilis- fræði nær óslitið til ársins 1993 lengst við Hagaskóla í Reykjavík. Nanna vann auk þess að námsefn- isgerð í næringarfræði og heim- ilsfræði á vegum Námsgagna- stofnunar og ritstýrði manneldis- þáttum til margra ára í tímariti Kvenfélagasambands Íslands, Húsfreyjunni og vikublaðinu Fálkanum. Aðaláhugamál Nönnu var bridge. Hún varð margfaldur Ís- landsmeistari, bæði kvenna og í parakeppni, síðast 2003, þegar hún stóð á áttræðu. Auk þess keppti hún með landsliði kvenna í bridge í mörg ár. Útför Nönnu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Horfin er af heimi hér mágkona mín Kristjana Steingrímsdóttir, ekkja uppeldisbróður míns Guðjóns Þóris Tómassonar. Þau voru innan vébanda minnar nánustu fjölskyldu og er skarð fyrir skildi þegar þær raðir þynnast. Það var ekki aðeins að við Krist- jana tengdumst með þessum hætti heldur urðu samskipti okkar náin um áratuga skeið sem góðir vinir og fé- lagar; börnin spruttu upp samtímis á heimilum okkar og snertifletir voru margvíslegir. Að Kristjönu stóðu sterkir ættstofnar og átti hún mikilli kynfylgju að fagna. Hún ólst upp á menningarheimili foreldra sinna á Hringbraut 89 hér í borg þar sem var sannkallaður ættarrannur og al- úð lögð við samskipti og kynni milli skyldmenna, yngri sem eldri. Sjálf hélt Kristjana þeim venjum sem mótast höfðu á uppvaxtarárunum. Stóð heimili þeirra Guðjóns Þóris jafnan opið vinum og vandamönnum og þau einstaklega góð heima að sækja. Kristjana hafði lagt fyrir sig fag- leg heimilisfræði og kennslu í þeirri grein. Hún menntaðist á því sviði innanlands og utan og bjó að mikilli þekkingu í faginu sem hún annars vegar miðlaði með ritstörfum í tíma- ritum og bókakosti en hins vegar í kennslu margra kynslóða skólanema í höfuðborginni. Er vant að finna vog til að vega þann árangur, sem hver og einn býr að ævilangt, líkt og ann- ars sem undirstaða er lögð að í upp- eldi barna og unglinga. Víst er að Kristjana var kennari af lífi og sál, hún hafði ríka starfslöngun og henni var mikil eftirsjá í kennslustarfinu þegar hún vegna aldurs hlaut að hætta. Til Kristjönu var gott að leita ráða ekki aðeins á hennar sérsviði heldur almennt því skipulag og verk- hyggni var henni í blóð borið. Ríkur þáttur í upplagi hennar var keppn- isskapið og að það sem fitjað væri upp á, starfstengt verkefni, ferðalag eða rúberta í bridge, tækist með láði. Hygg ég þó að keppnishugurinn hafi einna skýrast birst við spilaborðið og kristallast í frammistöðu hennar sem landsliðsspilamanns um árabil. Allra seinustu árin bjuggum við mágkona mín í nágrenni hvor við aðra og í göngufæri svo enn fjölgaði fundum okkar og var það mér og fjöl- skyldu minni ánægjuauki. Í nýjum aðstæðum í notalegri íbúð við Dal- braut átti hún góða efstu daga sína og náði að stofna til farsælla kynna við mæta nágrannakonu sér til mik- illar gleði. En heilsu fólks og starfs- þreki eru takmörk sett og Kristjana varð að gangast undir mikla skurð- aðgerð til að halda í við hækkandi aldur og vegna kvilla sem ekki varð öðruvísi umflúinn. Hún vissi að brugðist gat til beggja vona og bjó sig undir það af jafnaðargeði. Kristjana Steingrímsdóttir var mér og fjölskyldu minni traustur vin- ur og er nú saknað vinar í stað. Börn- um hennar Margréti og Arnóri og Hildi Rúnu, dóttur Guðjóns Þóris af fyrra hjónabandi, og þeirra fjöl- skyldum skal vottuð innileg samúð. Megi hin merka kona vera kært kvödd. Björg Einarsdóttir. Mig langar að skrifa nokkur orð til að minnast fyrrverandi tengdamóð- ur minnar. Hún var dugleg, sterk, at- hafnasöm og lífsglöð kona sem lét sér fæst fyrir brjósti brenna. Hún tók mér opnum örmum við komu mína í fjölskylduna fyrir rúmum 22 árum og alla tíð síðan. Þó að leiðir mín og sonar hennar skildu, gerði hún mér það fyllilega ljóst að ég væri samt sem áður hluti af hennar fjöl- skyldu og lagði hún ríka áherslu á að tengslin mættu ekki rofna. Hún var góð tengdamamma sem reyndist mér alltaf vel og ég vil þakka henni það sem hún var mér og mínum börnum. Auður. Að ferðast með Gullfossi 1952 var ævintýri líkast. Við, börn Margrétar Sigurðardóttur og Olle Hermansson, höfðum verið að hlakka til ferðarinn- ar allan veturinn og skemmtum okk- ur vel um borð og í Leith og Ed- inborg. Svo að morgni fimmtudags í júní var komið að bryggju í Reykja- vík. Þar var múgur og margmenni að taka á móti skipinu og þar var Nanna Steingrímsdóttir, systir hennar Margrét og móðir þeirra Eggrún, ömmusystir okkar. Nanna var með svartan bíl sem ilmaði af leðurklæddum sætum, góð- an og traustbyggðan gæðavagn, Austin 16. Við þekktum fáa í Hels- ingborg, þar sem við bjuggum, sem áttu bíl. Með öllum ferðatöskunum var ekið heim að Hringbraut 89. Þar biðu okkur pönnukökur með rjóma og bláberjasultu. Mikill fögnuður var, enda kært milli mömmu og fjöl- skyldunnar allt frá námsárunum. Mamma giftist í Svíþjóð 1942 og þá voru engar samgöngur milli land- anna, ekki einu sinni hægt að fá skil- ríki send fyrir giftinguna heldur varð að fá undanþágu. En fyrsti íslenski gesturinn á nýja heimilinu var Stein- grímur, faðir Nönnu, sem tókst að komast yfir Eyrarsund þrátt fyrir stríðið. Brúðargjöf hans var forláta klukka, sem svo var miðað við á morgnana þegar við fórum í skóla. Hún tifar enn. Steingrímur sinnti okkur börnun- um strax í fyrstu Íslandsferðinni 1947 og okkur þótti mikils til hans koma. Enda var það sjaldgæft að karlmaður sinnti krökkum eins og hann gerði af einlægni, kímni og al- vöru. Eggrún kom okkur í ömmu stað, en Stefanía, amma okkar, lést 1948. Þær mæðgurnar, Eggrún og Nanna, fóru með okkur í ferðir til að kynna okkur landið. Reynt var að kenna okkur um helstu fjöllin, þann- ig skildi ég það, og það var ekki svo auðvelt, en ánægju hef ég haft af því síðar. Best munum við kannski það að setja úti í laut og borða nesti úr boxum. Þó að ég hafi oft síðar farið í lautarferð hef ég ekki getað tekið fram kræsingar eins og þær sem ég man eftir. Að ég var bílveik skipti þá engu máli. Ekki fór Nanna úr jafn- vægi þó að einn þyrfti að ganga fyrir framan bílinn í þoku upp Kambana, eða þegar við hlóðum grjóti í bílinn til að fjúka ekki af veginum undir Hafnarfjalli. Hún og bíllinn gátu allt. Við Gunnar bróðir lékum okkur niðri í fjöru, þar sem hringtorgið við enda Hringbrautar er nú, og fengum vindlakassa hjá Steingrími til að geyma skeljarnar. Þær lyktuðu þó illa þegar við komum út. Steingrímur lét okkur heimsækja prentsmiðjuna Gutenberg í Þingholtsstræti og það var heillandi að sjá setjararna við kassa sína. Einn þeirra gaf okkur nöfn okkar, gerð úr blýstílum, sem var mikil eign og við fengum langar pappírsræmur til að teikna á og átt- um lengi. Hringbraut 89 var okkur öruggur staður gegnum árin, en það eru sumrin á sjötta áratugnum sem koma okkur efst í huga með þakk- læti. Seinna hef ég kynnst Nönnu, nöfnu minni, betur og dáist að kjarki hennar og seiglu. Ætlunin var að hún kæmi út í heimsókn til Stokkhólms 28. september. Við vottum fjölskyldu Nönnu sam- úð okkar. Fyrir hönd Gunnars, Snorra og Sigurðar Nanna Stefanía Hermansson. Látin er hér í borg Kristjana Steingrímsdóttir heimilisfræða- kennari. Við undirritaðar viljum minnast hennar nokkrum orðum og áratuga kynna. Leiðir okkar lágu einkum saman við bridgespilaborðið og samveran þar þróaðist í trausta vináttu. Keppnisskap Kristjönu og rökrétt hugsun, þegar á hólminn var komið, leiddi til þess að hún öðlaðist mikinn reynsluforða sem hún deildi með okkur. Í huga okkar var hún foring- inn við spilaborðið. En það var hún einnig á landsvísu. Kristjana var árum saman í lands- liði kvenna í bridge og fylgdu því margar utanlandsferðir á Norður- landa-, Evrópu- og ólympíumót; við þær aðstæður skerptist þáttur vin- áttunnar. Kristjana vann til margra Íslandsmeistaratitla í kvennaflokki og parakeppni. Þrautseigja hennar við þátttöku í keppni var eftirtekt- arverð, gleði hennar af spila- mennsku augljós og hafði áhrif á spilafélagana. En sem sönnum íþróttamanni sæmdi féll henni sig- urinn betur en tapið. Þrátt fyrir heilsufarslega viðvörun síðustu árin hélt Kristjana úthaldi sínu, áhuga og kappi við spilin. Á út- mánuðum í ár þreytti hún Íslands- mót, bæði í kvennaflokki og para- keppni. Og fáum dögum fyrir andlát sitt tók hún sem endranær þátt í vikulegri einskvöldskeppni. Má því segja að hún stóð meðan stætt var. Hetjuleg sókn var aðal Kristjönu og hetjuleg vörn hennar undir lokin fyrir heilsu sinni er hvort tveggja eftirminnilegt og öðrum fordæmi. Að henni er mikill sjónarsviptir. Við vottum fjölskyldu hennar innilega samúð. Halla Bergþórsdóttir, Esther Jakobsdóttir og Valgerður Kristjónsdóttir. Það er ekki fyrr en fólk er farið að maður áttar sig á hvað það hefur kennt manni og verið manni gegnum langa ævi. Kristjönu kynntist ég fyrst í H.K.Í. (Húsmæðrakennaraskóla Ís- lands) 1952. Þar var hún kennari minn og mér fannst hún ströng. En þó ég væri ung að árum og óreynd sá ég fljótt hve góður kennari hún var og hvað hún kom alltaf vel undirbúin og skipulögð í hvern tíma. Já, hún krafðist mikils hún Krist- jana en þó alltaf mest af sjálfri sér og virðing mín óx. Síðan leið ævin, við vorum báðar kennarar sem hittumst með jöfnu millibili á fundum og málþingum. Ég tók oftar en einu sinni að mér for- fallakennslu fyrir hana þegar hún veiktist og þurfti að vera frá kennslu um tíma, sem varð til þess að ég fékk starf við Hagaskóla. Þar starfaði Kristjana mestan hluta starfsævi sinnar við góðan orðstír. Við kennd- um því saman í 15 ár eða þar til hún hætti vegna aldurs 1993. Aldrei bar skugga á okkar sam- vinnu í öll þessi ár. Nú kynntist ég henni betur sem einstaklingi og fylgdist með fjölskyldu hennar, hverjir féllu frá og hverjir bættust í hópinn, og fann hvað hún var mikil fjölskyldukona. Hún lifði og hrærðist í lífi barna sinna og barnabarna. Við hjónin kynntumst líka hennar ágæta og ljúfa eiginmanni, Guðjóni, og vor- um svo heppin að fá þau í heimsókn í sveitina okkar á Ólafsfirði. Ég er þakklát fyrir að hafa heim- sótt Kristjönu nokkrum dögum áður en hún fór á sjúkrahúsið og átt við hana langt samtal og veit því að hún fór héðan sátt við allt og alla. Blessuð sé minning mætrar konu. Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir. Mér var brugðið föstudagsmorg- uninn 30. september þegar hringt var í mig og sagt að Kristjana Stein- grímsdóttir vinkona mín og makker til margra ára hafði látist kvöldið áð- ur. Hún var full af áhuga um bridge allt síðastliðið sumar og í haust eins og undanfarin ár. Kristjana var margfaldur Íslandsmeistari kvenna bæði í tvímenning og sveitakeppni, síðast fyrir tveimur árum. Fyrir þremur vikum bað hún mig um að spila við sig um kvöldið því hún var ekki viss um hvort hún gæti spilað í einhvern tíma eftir aðgerð sem hún var að fara í. Við spiluðum þetta kvöld, þá fann ég að enn var eldmóður og metnaður í henni sem fyrr. Hún hefur spilað við margar konur síðastliðin ár og margar þeirra notið góðs af þekkingu hennar og reynslu. Við bridgekonur munum sakna hennar. Samskipti okkar Kristjönu voru mjög mikil þegar við vorum makk- erar og fórum við nokkrar keppi- sferðir til útlanda. Mér eru sérstak- lega minnisstæðar tvær ferðir. Önnur var á Ólympíumót í Feneyj- um 1988. Framlengdum við þá ferð og gerðum okkur dagamun í London á 65 ára afmæli hennar. Hin ferðin var á norðurlandamót í Finnlandi 1992. Þá lengdum við ferðina um viku og stoppuðum í Helsinki, sigld- um til Stokkhólms og áttum þar ánægjulega viku. Það er sjónarsviptir að Kristjönu og einhvern veginn er erfitt að sætta sig við þessa staðreynd. Við bridge- konur biðjum fyrir fjölskyldunni og kveðjum þig kæra vinkona. F.h. bridgekvenna, Erla Sigurjónsdóttir. KRISTJANA STEINGRÍMSDÓTTIR LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Mér bárust þær fréttir að fyrrverandi mágur minn Sissi væri dáinn. Ég hugsaði um morguninn þegar ég vaknaði: Ef fað- ir minn hefði lifað hefði hann átt af- mæli þennan sama dag og Sissi dó. Ég kynntist Sissa árið 1972 þegar ég og bróðir hans, Rúnar, byrjuðum saman. Ásta og Sissi giftu sig ári á undan okkur. Sissi og Rúnar voru mikið saman, það leið ekki sá dagur að hann hringdi ekki eða kæmi í heimsókn í kaffi. Þeir bræður voru SIGÞÓR HERMANNSSON ✝ Sigþór Her-mannsson fædd- ist í Reykjavík 14. des. 1948. Hann lést á heimili sínu Grænutungu 1 í Kópavogi 31. ágúst síðastliðinn og var jarðsunginn frá Digraneskirkju 9. september. mjög samrýndir. Það var spjallað um heima og geima; teikningar, útreikningar o.s.frv. Það var yndislegt þeg- ar Sissi kom í heim- sókn. Rólegur, prúður, blíður, kurteis og mjög barngóður. Sissi var mjög hæfileikaríkur. Það var alveg sama hvað hann tók sér í hönd, allt gekk upp. Elsku drengurinn okkar Rúnars, Krist- inn Bergur, fékk að njóta hæfileika Sissa, hann kenndi honum á gítar sem hann býr að ennþá í dag. Ég gleymi aldrei rithendinni þinni eða málverkinu sem þú gafst mér ár- ið 1976, það málverk hefur alltaf ver- ið uppi. Elsu Sissi minn, það er svo erfitt að sjá á eftir svona góðum dreng sem var í blóma lífsins. Elsku Ásta mín, Guð geymi þig og styrki, Bóel, Hermann, Rúnar, Silla, Kristbjörg og aðrir nánir aðstand- endur. Ég samhryggist ykkur inni- lega og vona að æðri máttur veiti ykkur styrk í sorginni. Jónína Dagný Hilmarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.