Morgunblaðið - 10.10.2005, Síða 34
34 MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Atvinnuauglýsingar
Smiðir
eða smiðsvanir menn
óskast til starfa. Næg verkefni framundan.
Upplýsingar í síma 891 9938.
Raðauglýsingar 569 1100
Tilboð/Útboð
Auglýsing um
deiliskipulag fyrir
Selhraun Suður
í Hafnarfirði
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi
sínum þann 30. ágúst 2005 að auglýsa til
kynningar deiliskipulag Selhraun Suður í
Hafnarfirði í samræmi við 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br.
Deiliskipulagið felur m.a. í sér 28 athafnalóðir
og bensínstöð. Flestar lóðir eru á bilinu 2.000
fermetrar til 4.000 fermetrar, en einnig
einingar frá 4.000/4.500 fermetrum, upp í
liðlega 6.000 fermetra. Algengt
nýtingarhlutfall er 0,37 - 0,49.
Deiliskipulagið verður til sýnis í þjónustuveri
Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá
10. október til 7. nóvember 2005.
Nánari upplýsingar eru veittar á umhverfis-
og tæknisviði.
Þeim, sem telja sig hagsmuna eiga að gæta,
er gefinn kostur á að gera athugasemdir við
breytinguna og skal þeim skilað skriflega til
umhverfis- og tæknisviðs Hafnarfjarðarbæjar
eigi síðar en 21. nóvember 2005.
Þeir, sem ekki gera athugasemd við breyt-
inguna, teljast samþykkir henni.
Umhverfis- og tæknisvið Hafnarfjarðar.
VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR!
Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um
Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitar-
félagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma
585 5500 og á heimasíðunni www.hafnarfjordur.is
Seltjarnarnesbær
Seltjarnarnesbær óskar eftir tilboðum í jarð-
vinnu og lagnir á íþróttasvæði bæjarins við
Suðurströnd.
Helstu magntölur eru:
Uppgröftur 35.000 m³
Aðflutt fylling 13.000 m³
Snjóbræðslulagnir 45.000 m
Stofnlagnir snjób-
ræðslu
1000 m
Fráveitulagnir
400m
Malbik
850 m²
Verkinu skal lokið 12. apríl 2005.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu VSÓ
Ráðgjafar ehf. Borgartúni 20, 105 Reykjavík
frá og með þriðjudeginum 11. október 2005.
Tilboðum skal skila á sama stað eigi síðar en
þriðjudaginn 25. október 2005 kl. 11:00 og
verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóð-
endum sem þess óska.
Tilkynningar
Markaðsyfirlit -
yfirborðsefni fyrir steinfleti
og viðarfleti utanhúss
Hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðar-
ins koma á næstunni út nýjar útgáfur markaðs-
yfirlita í Rb-blaðaröðunum „Yfirborðsefni fyrir
steinfleti utanhúss” og „Yfirborðsefni fyrir við-
arfleti utanhúss”.
Í markaðsyfirlitunum er framleiðendum og inn-
flytjendum gefinn kostur á að fá flokkaðar og
skráðar þær vörur sínar, sem heyra undir máln-
ingu, vatnsfælur, viðarolíur, olíubæs, grunna
og tengd efni.
Umsóknareyðublað má fá sent í tölvupósti.
Nánari upplýsingar hjá stofnuninni í síma
570 7300.
Umsóknum skal skila í síðasta lagi 19. okt. nk.
Félagslíf
MÍMIR 6005101019 I
HEKLA 6005101019 VI
I.O.O.F. 10 18610108 O.*
Raðauglýsingar
augl@mbl.is
✝ Jóna JóhannaJónsdóttir fædd-
ist á Vegamótum í
Vestmannaeyjum 29.
desember 1907. Hún
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 4. október
síðastliðinn. Jóna var
dóttir hjónanna Guð-
ríðar Bjarnadóttur
og Jóns Jónssonar
sem bjuggu lengst í
Brautarholti. Systk-
ini Jónu voru Jóna,
Ragnheiður og Ólaf-
ur.
Jóna giftist Kristni Ólafssyni
lögfræðingi, f. 21. nóvember 1897,
d. 5. apríl 1959. Börn þeirra eru: 1)
Ása Sigríður, f. 1930, gift Christian
H. Gudnason. Þau eiga fjögur börn
og sex barnabörn, 2) Birgir, f.
1931, kvæntur Margréti Jóhanns-
dóttur, þau eiga þrjár dætur og sjö
barnabörn, 3) Edda, f. 1933, gift
Theódóri Diðrikssyni, þau eiga tvö
börn, 4) Ólafur
Haukur, f. 1937,
kvæntur Veroniq-
ue Pasquier, þau
eiga tvö börn og
hann á tvö börn frá
fyrra hjónabandi
og tvö barnabörn
og 5) Kristín, f.
1946, hún á eitt
barn og eitt barna-
barn.
Jóna og Kristinn
fluttust 1929 til
Neskaupstaðar í
Norðfirði og
bjuggu þar til 1937, þau bjuggu í
Vestmannaeyjum frá 1937, en 1944
fluttu þau til Hafnarfjarðar og
bjuggu þar uns Kristinn lést. Jóna
bjó áfram í Hafnarfirði til 1967 að
hún fluttist til Reykjavíkur og á
Hrafnistu bjó hún frá 2001.
Jóna verður jarðsungin frá Bæn-
húsi í Fossvogi í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Jóna verður mér um margt minn-
isstæð. Ekki hvað síst fyrir húm-
orinn, glettnina og lífsgleðina en
einnig fyrir glæsileikann og reisn-
ina sem einkenndi hana alla tíð,
langt fram á tíræðisaldur. Hún var
sjálfstæð og órög við að fara eigin
leiðir. Fór ein í ferðalög og leikhús
ef því var að skipta, nokkuð sem
ekki var sjálfsagt á árum áður fyrir
konu af hennar kynslóð. Hún hafði
yndi af ferðalögum innanlands og
utan og í seinni tíð jafnaðist fátt á
við bílferð út á land.
Ég kynntist Jónu fyrst á ung-
lingsárum mínum þegar ég vegna
vináttu við Kristínu dóttur hennar
varð heimagangur á heimili hennar.
Þá hélt Jóna heimili með fjórum
barna sinna sem á þessum árum
voru þó að flytja að heiman eitt af
öðru. Eiginmann sinn, Kristin
Ólafsson, hafði Jóna misst á besta
aldri.
Heimilisbragurinn á Hverfisgötu
10 í Hafnarfirði var skemmtilegur.
Þar ríkti léttleiki og engin óþarfa
smámunasemi. Þetta var mamma
sem taldi ekki reglubundna mat-
argerð eða tiltekt alltaf mikilvæg-
asta. Kunni þó sitthvað fyrir sér í
þeim efnum og reiddi iðulega fram
dýrindismáltíðir. Hún undi sér
löngum stundum við hannyrðir. Og
sjálfsagt þótti henni að baka handa
okkur Kristínu súkkulaðikökuna
góðu, sem af einhverjum ástæðum
gekk undir nafninu portion. Man
ekki betur en sú kaka væri alltaf til
á heimilinu.
Börn og unglingar finna fljótt
hvað að þeim snýr í samskiptum við
fullorðna. Alltaf mætti ég á þessum
árum hlýju viðmóti og vinsemd og
reyndar æ síðan.
Lífið fór að mörgu leyti mjúkum
höndum um Jónu en erfiðleikum
sem að steðjuðu tók hún af æðru-
leysi. Hún var heilsuhraust og bar
vel háan aldur.
Ég kveð Jónu þakklát fyrir að
hafa átt vináttu hennar. Börnum
hennar og öðrum aðstandendum
sendi ég innilegar samúðarkveðjur.
María Þ. Gunnlaugsdóttir.
Ætli elsta minningin sem ég á
um Jónu vinkonu mína sé ekki frá
þeim tíma þegar ég var málglaður
og forvitinn snáði á forskólaaldri
einhvern tímann á fyrstu árum
næstsíðasta áratugar. Okkur Jónu,
sem bjó gegnt okkur á þriðju hæð-
inni í Bogahlíðinni, varð strax vel til
vina, enda var hún með afbrigðum
barngóð og gjafmild. Ég man að
það var sérstaklega gaman að leika
sér í íbúðinni hennar því að þykkt
teppið og framandleg grænbólstruð
húsgögnin höfðu á sér ævintýra-
legan blæ í huga barnsins og ekki
spillti að hamaganginum fylgdu
gjarnan nýbakaðar pönnukökur. Ég
man líka vel eftir málverkunum
hennar og hversu hissa ég var að
sjá að eitt málverkið virtist óklárað,
og að á öðru hafði málarinn ekki
haft efni á að klæða módelið, sem
stóð á Evuklæðunum úti á svölum í
framandi borg þar sem rósir og
önnur blóm teygðu sig út fyrir
svalahandriðið og í átt til götunnar.
Út frá þessum myndrænu ann-
mörkum ályktaði ég að Jóna hefði
keypt málverkin af fátækum mál-
ara og undirstrikaði það enn frekar
í huga mér gjafmildi hennar og
hlýju. Svo liðu árin og eftir því sem
mér óx fiskur um hrygg hafði ég
ánægju af því að fá að kynnast
henni betur og er mér sérstaklega
minnisstætt hversu gaman hún
hafði af því að taka í spil þegar ég
var á lokaárum grunnskólans. Um
þessar samverustundir er það að
segja að enginn vetrareftirmiðdag-
ur var svo grámyglulegur að hann
lifnaði ekki við yfir spilum á stofu-
borðinu hjá Jónu. Sat þá nágranna-
kona mín gjarnan gegnt málverk-
inu eftir hana Höllu Kristínu
dótturdóttur sína sem hún talaði
alltaf um af svo miklu stolti. Ég sat
hins vegar jafnan gegnt litlu mál-
verki í svörtum ramma sem sýndi
gamlan mann á gangi á lítilli götu
einhvers staðar í Vestmannaeyjum
– eyjaklasanum sem Jóna talaði svo
gjarnan um þegar hún lét hugann
reika til æskustöðvanna.
Jóna hafði mikið yndi af ferðalög-
um og hafði gaman af því að sýna
gestum myndir frá ferðum sínum
um suðrið og til Danmerkur þar
sem hún dvaldi langdvölum af fjöl-
skylduástæðum. Fyrir vikið fannst
mér á yngri árum og mun jafnan
finnast að hún hefði á sér yfirbragð
heimskonunnar sem hafði séð flest
þess vert í veröldinni. Jóna hafði
líka gaman af hannyrðum og tók
gjarnan upp prjóna og garn þegar
liðið var á daginn og ósjaldan sat
hún einbeitt við prjónaskap þegar
mig bar að garði. Leyndi sér ekki
að Jóna hafði mikla hæfileika á
þessu sviði og raunar kemur ekki á
óvart að svo margir afkomendur
hennar skuli hafa hlotið ríka list-
hæfileika í vöggugjöf.
Þegar ég hóf svo nám í mennta-
skóla kynntumst við ennþá betur.
Þjóðmál bar stundum á góma og
annað sem þá heillaði hugann, en
oftast barst þó talið að sameigin-
legu áhugamáli okkar, myndlist.
Spillti þá ekki að íbúð hennar stát-
aði af glæsilegu safni fjórtán Kjar-
valsverka; þ.m.t. verkinu af
óklæddu stúlkunni, sem Jóhannes
hafði málað einhvern tíma á náms-
árunum á Ítalíu.
Jóna var ótrúlega ern og minn-
isgóð og á góðum degi gat hún ver-
ið óborganleg í mannlýsingum.
Þannig minnist ég frásagna hennar
af Kjarval og skáldunum Einari
Benediktssyni og Halldóri Laxness,
sem hún lýsti með miklum tilþrif-
um. Líklega hafa þessi samtöl átt
sinn þátt í því að ég fór í nokkrar
pílagrímsferðir til Evrópu til að
skoða málverk gömlu meistaranna
– og módernistanna ef því var að
skipta – og var einkar ánægjulegt
að segja henni frá því sem fyrir
augu hafði borið. Hún bauð þó jafn-
an betur og sýndi mér t.a.m. eitt
sinn bók um Skagamálarana svo-
nefndu frá Danmörku og langaði
mig þá strax aftur út til að skoða
söfn, svo örvandi gátu frásagnir
hennar verið.
Mér er í fersku minni síðasta
skiptið sem við hittumst. Það var
um miðjan febrúar 2004, en Jóna
hafði þá flutt sig um set á dval-
arheimilið Hrafnistu. Þegar ég kom
að heimsækja hana virtist hún una
sér vel við spil og söng á meðal vist-
manna og var raunar svo mikið fjör
meðal viðstaddra að ég þurfti að
hækka röddina umtalsvert svo að
hún gæti greint orðaskil. Svo geng-
um við inn á herbergið hennar þar
sem hún sagði mér sögur af lífinu í
Vestmannaeyjum forðum og hversu
lífsbaráttan var þá hörð. Hugurinn
var þá greinilega kominn aftur til
æskustöðvanna og eftir nokkra um-
hugsun bað hún mig um að rétta
fram hendurnar sem og ég gerði.
Hún horfði svo á þær um stund og
sagði að ég hefði ekki þurft að erf-
iða mikið um ævina. Svo kvaddi ég
hana með því loforði að ég myndi
heimsækja hana næst þegar ég
kæmi heim frá Ástralíu. Úr því
verður nú því miður ekki.
Jóna var greind og glæsileg
heimskona og gaman að hafa fengið
að kynnast henni. Að lokum votta
ég ættingjum hennar og vinum
mína dýpstu samúð.
Baldur Arnarson.
JÓNA JÓHANNA
JÓNSDÓTTIR
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is