Morgunblaðið - 10.10.2005, Side 39

Morgunblaðið - 10.10.2005, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 39 MENNING Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Myndlist 101 gallery | Sigurður Árni Sigurðsson til 22. okt. Aurum | Þorsteinn Davíðsson sýnir til 14. okt. Byggðasafn Árnesinga | Á Washington- eyju – Grasjurtir í Norður-Dakóta. Sýning og ætigarðsfróðleikur í Húsinu á Eyr- arbakka. Opið um helgar frá 14 til 17. Til nóvemberloka. Café Karólína | Margrét M. Norðdahl „The tuktuk (a journey)“ til 4. nóv. Gallerí 100° | Guðbjörg Lind, Guðrún Kristjánsdóttir, Kristín Jónsdóttir. Til 25. okt. Gallerí Húnoghún | Anne K. Kalsgaard og Leif M. Nielsen til 21. okt. Gallerí I8 | Ólöf Nordal til 15. okt. Gallerí Sævars Karls | Völuspá, útgáfu- sýning á myndum Kristínar Rögnu við ljóð Þórarins Eldjárns. Til 11. okt. Gallery Turpentine | Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson til 23. okt. Garðaberg | Árni Björn Guðjónsson til 31. október. Gerðuberg | Þórdís Zoëga til 13. nóv. Einar Árnason til 6. nóv. Grafíksafn Íslands | Latexpappír, samsýn- ing Elísabetar Jónsdóttur, Dayner Agudelo Osorio og Jóhannesar Dagssonar. Hafnarborg | Myndhöggvarafélagið í Reykjavík. Til 31. okt. Háskólabíó | Sýning á ljósmyndum Bjarka Reyrs, í samvinnu við Alþjóðlega kvik- myndahátíð. Til 23. okt. Háskólinn á Akureyri | Hlynur Hallsson – „Litir – Farben – Colors“ á Bókasafni Há- skólans á Akureyri til 2. nóv. Sjá: www.hallsson.de. Hönnunarsafn Íslands | Norskir gler- listamenn. Til 30. október. Ís-café | Bjarney Sighvatsdóttir með myndlistarsýningu. Jónas Viðar Gallerí | Stefán Boulter til 22. okt. Opið um helgar. stefanboulter- .com. Kaffi Sólon | Kristín Tryggvadóttir til 22. okt. Karólína Restaurant | Óli G. með sýn- inguna „Týnda fiðrildið“ til loka apríl 2006. sjá: www.oligjohannsson.com. Kling og Bang gallerí | Steinunn Helga Siguðardóttir og Morten Tillitz. Til 30. okt. Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýn- ing. Listasafnið á Akureyri | Sýning á verkum Jóns Laxdal til 23. okt. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1945– 1960 Frá abstrakt til raunsæis. Listasafn Reykjanesbæjar | Eiríkur Smith og konurnar í baðstofunni til 16. okt. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið, yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Guð- rún Vera Hjartardóttir til 30. des. Erró til 23. apríl. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Hraun- blóm: Else Alfelt og Carl-Henning Ped- ersen. Einnig Svavar Guðnason og Sig- urjón Ólafsson. Til 27. nóv. Listhús Ófeigs | Gunnar S. Magnússon til 26. okt. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Lars Tun- björk til 20. nóv. Næsti Bar | Áslaug Sigvaldadóttir sýnir olíu á striga. Til 14. okt. Orkuveita Reykjavíkur | Ljósmyndasýn- ingin The Roads of Kiarostami. Til 28. okt. Safn | Ólafur Elíasson „Limbo lamp for Pétur“ til nóv. Stefán Jónsson „Við Gullna hliðið“ til miðs október. VG Akureyri | Sex ungir listamenn sýna verk sín til 14. okt. Þjóðarbókhlaðan | Brynjólfur Sveinsson og 17. öldin í sögu Íslendinga. Sýningin stendur til áramóta. Þjóðminjasafn Íslands | Mynd á Þili til 23. okt. Þjóðminjasafn Íslands | Tvær ljós- myndasýningar. Konungsheimsóknin 1907 og Mannlíf á Eskifirði 1941–1961. Til 27. nóvember. Þrastalundur, Grímsnesi | Reynir Þor- grímsson. Listasýning Glerárkirkja | Sýningin Kristur um víða veröld. Tækifæri til að kynnast því hvernig listamenn annarra þjóða sýna Krist og hvernig þeir myndgera frásagnir guðspjall- anna af atburðum í lífi hans. Til 23. okt. Húfur sem hlæja | Bergljóst Gunn- arsdóttir sýnir mósaíkspegla til 22. okt. Laugarneskirkja | Handverkssýning í safnaðarsal í tilefni 50 ára brúðkaups- afmælis Guðlaugar S. Haraldsdóttur og Garðars Guðjónssonar. Sýndar útsaumað- ar myndir og þrívíddarklippimyndir út október. Söfn Þjóðmenningarhúsið | JAM-hópurinn – haustsýning. Sýnt íslenskt bókband gert með gamla laginu eins og það var unnið á 17. og 18. öld. Til 12. okt. Vinningstillaga Portus um tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð og hótel við Reykjavík- urhöfn verður áfram til sýnis í Þjóðmenn- ingarhúsinu. Aðgangur ókeypis. Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Eldur í Kaupinhafn – 300 ára minning Jóns Ólafs- sonar úr Grunnavík er samvinnuverkefni Þjóðminjasafnsins og Góðvina Grunnavík- ur-Jóns og fjallar um fræðimanninn Jón Ólafsson (1705–1779), ævi hans og störf. Sýningin stendur til 1. des. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Mannfagnaður Borgfirðingafélagið í Reykjavík | Félagið efnir til afmælishófs á Hótel Sögu 19. nóv. Allir Borgfirðingar velkomnir. Dagskráin hefst kl.19. Miðasala í síma 822 5609 fyrir 1. nóv. Fréttir Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon | Erum flutt að Grandagarði 14, 3 hæð. Opn- unartími er á heimasíðunni okkar: www.al- anon.is. Tungumálamiðstöð HÍ | Alþjóðlega þýsku- prófið TestDaF verður haldið í Tungumála- miðstöð HÍ 15. nóvember. Skráning fer fram í Tungumálamiðstöð, Nýja Garði. Prófgjaldið er 10.000 kr. Skráningarfrestur er til 13. október. Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Már Sigurðsson: ems@hi.is. Fundir Krabbameinsfélagið | Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Samhjálp kvenna boða til fræðslufundar í Hásölum, Hafnarfirði, á morgun, kl. 20. Sigurður Björnsson læknir fjallar um krabbamein í brjóstum og Jó- hanna Á. H. Jóhannsdóttir blaðamaður fjallar um Evrópusamstarf gegn brjósta- krabbam. Fundarstjóri er Rósa Guðbjarts- dóttir. Safnaðarheimili Grensáskirkju | Kven- félag Grensássóknar heldur fund kl. 20, í Safnaðarheimilinu. Þjóðminjasafn Íslands | Hádegisfyr- irlestraröð Sagnfræðingafélagsins, sem ber yfirskriftina Hvað eru framfarir?, verð- ur á morgun, kl. 12.10, í sal Þjóðminja- safnsins við Suðurgötu. Þar mun Haraldur Bernharðsson málfræðingur flytja erindi sem hann nefnir Er íslenska framfaramál?. Aðgangur er ókeypis. Fyrirlestrar Opni Listaháskólinn | Emiliano Monaco kvikmyndafræðingur og listamaður flytur fyrirlesturinn, Að vitna í kvikmyndir: kvik- myndagerð Hal Hartleys sem púsluspil. Hann kynnir hugmyndafræði Hartleys og sýn hans á kvikmyndagerð sem sjálftilvís- andi listform og sýnir nokkur myndskeið úr myndum Hartleys. Fyrirlesturinn er kl. 12.30 í LHÍ, Laugarnesi, stofu 024. Fundaröð um fyrstu frjálsu leikhópana sem stofnaðir voru af atvinnuleikurum hefst kl. 20, í leiklistardeild LHÍ, fyr- irlestrasal á Sölvhólsgötu 13. Ragnheiður Skúladóttir forseti leiklistardeildar LHÍ verður spyrill og stjórnar umræðum. Stofnendur Grímu hefja leikinn. Ragnheið- ur ræðir við Erling Gíslason, Kristbjörgu Kjeld og Brynju Benediktsdóttur. Verkfræðideild HÍ | Jóhann Haukur Krist- inn Líndal heldur fyrirlestur um verkefni sitt til MS-prófs í iðnaðarverkfræði. Verk- efnið ber heitið: Aðgerðagreining við vinnslu á dilkakjöti. Verkefnið er tvískipt, um kjötmat og kjötvinnslu. Fyrirlesturinn fer fram á morgun kl. 14.30, í fundarsal Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldna- holti, 3. hæð. Kynning Lýðheilsustöð | Frítt til Evrópu fyrir reyk- lausa er keppni ætluð ungu fólki á aldr- inum 15–20 ára. Allir sem verða reyklausir frá 10. nóvember til 10. desember eiga þess kost að vinna utanlandsferð. Hægt er að skrá sig til leikswww.lydheilsustod.is. Námskeið Áttun | Námskeið í streitustjórnun verður 15. október kl. 10.16, Suðurlandsbr. 10, 2 h. Ágústína Ingvarsdóttir, sálfræðingur, fjallar um hagnýtar aðferðir við höndlun streitu og að ná jafnvægi undir álagi. Skráning: info@life–navigation.com eða gsm 663 8927. Upplýsingar: www.lifena- vigation.com. Zen á Íslandi | Zen-meistarinn Roshi held- ur námskeið í zeniðkun, í Gerðubergi kl. 18–22. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is DANSKI leikhópurinn Scene 1 verður í Norræna hús- inu í Reykjavík frá 11.–15. október. Heimsóknin er hluti af ferð til Íslands og Færeyja og hópurinn ætlar að kynna brúðu- og grímuleiksýninguna „Konan frá haf- inu“ og grímunámskeiðið „Ferð töframannsins“. Hugmyndin að leiksýningunni „Konan frá hafinu“ er fengin úr gamalli norrænni þjóðsögu. Þar segir frá ein- mana manni, sem verður ástfanginn af villtri selkonu og heldur henni á landi í sjö ár með því að læsa selshaminn hennar niður í kistu. Í leiksýningunni blandast saman leiklist, tónlist, ljóð og brúðuleikhús – allt getur gerst og hvað sem er getur lifnað við, t.d. gríma, skór, flaska eða bindi. Meðan á leiksýningunni stendur spinnur sögumaðurinn Sedna langa örlagaþræði í kringum manninn og selkonuna í grátbroslegri ástarsögu um krafta sem eru mun öflugri en vilji mannskepnunnar. Leikendur eru Anna Katrin Egilstrod frá Færeyjum, 24 ára, Anne Louise Munch frá Danmörku, 32 ára, og Annemarie Jeppesen frá Danmörku, 32 ára. Þær eiga sameiginlegt að hafa gengið í leiklistarskólann Center for Kreativitet og Teater, sem var stofnaður af leik- stjóranum Barböru von Siebenthal. Leiksýningin verður sýnd þriðjudaginn 11. október, fimmtudaginn 13. október og laugardaginn 15. október kl. 20 í Norræna húsinu, Hún er leikin á ensku og er fyrir alla 14 ára og eldri. Ferð töframannsins Grímunámskeiðið „Ferð töframannsins“ verður hald- ið af leikendum sýningarinnar „Konan frá hafinu“, sem ennfremur hafa búið til grímurnar. Skemmtilegar, hug- myndaríkar, geggjaðar eða sorgmæddar – hver gríma hefur sinn eigin persónuleika. Á námskeiðinu verður notaður spuni, leikur og dans til að kanna tvær gerðir af grímum: hlutlausu grímuna og erkitýpísku grímuna. Unnið verður með líkama og tilfinningu fyrir rými og spunnir stuttir leikþættir. Grímunámskeiðið „Ferð töframannsins“ verður haldið föstudaginn 14. október kl. 19– 21:30 og laugardaginn 15. október kl. 9– 16 í Norræna húsinu. Námskeiðið er fyrir alla 15 ára og eldri. Brúðusýningin „Konan frá hafinu“ í Norræna húsinu Hugmyndin að brúðuleiksýningunni „Konan frá haf- inu“ er fengin úr gamalli norrænni þjóðsögu. EKKERT hljóðfæri finnst mér nálg- ast fallegar söngraddir jafnmikið og ómríkur tónn sellósins, þ.e.a.s. sé vel á það leikið. Engir sem þekkja selló- tóna Gunnars Kvaran efast um næman og seiðandi söng hans á hljóðfærið. Innlifun hans í leik á tón- leikapalli er slík að maður svífur með á vit hins óræða, hafinn yfir tíma og rúm. Þegar maður er gripinn slíkum tökum á örskoti tónleikaaugnabliks- ins vaknar sú spurning hvort takist að festa slíka augnabliksstemmingu í upptöku, sem hlusta megi á aftur og aftur. Fyrst nálgumst við diskinn sjónrænt og mætum á umslaginu fal- legri eftirmynd af Bleikdalsá Jó- hannesar Kjarval, falleg mynd með gulum litatónum, sem flytja eiga okkur í tónlistarheim rómantískrar tónlistar á miðri 19. öld. Útlitið venjulegt, einfaldar umbúðir um heitt tilfinningaverk. Sónata Chop- ins er einstakt verk, eins konar svanasöngur hans til aðdáenda sinna og fluttur á einum hans síðustu op- inberu tónleikum árið 1848, en 1849 dó Chopin, aðeins 39 ára gamall. Svanasöngur er réttnefni, því þarna teflir tónskáldið bestu leikjum í stöðu rómantískra tónverka og handbragð á bæði selló- og píanó- hluta er snilldargott og svo hljómar Largo-þátturinn eins og fegurst af öllu fögru frá þessu skeiði, logandi af heitum tilfinningum. Yfir verkinu er þokuslæða depurðar, sem þó oft þyrlast burt fyrir flæði ljósra tóna. Verkið gæddu Gunnar og Selma sinni næmu og ríku tilfinningu og sungu bæði af hjartans lyst. Ég er ekki sammála þeim með hraðaval í fyrsta þætti og fyrir minn smekk var hann of hægt fluttur. Næst léku þau tvö verk eftir Dvorák, sem tón- skáldið frumflutti með sellóleikar- anum Hanus Wihan, á kveðju- tónleikum fyrir landa sína í Bæheimi og Mæri 1891, er hann í framhaldi fluttist um skeið til Ameríku, Nýja heimsins. Mikið lán að bæði Chopin og Dvorák áttu frábæra sellóleikara að vinum sem þeir sömdu fyrir þess- ar sellóperlur. Vin Dvoráks hef ég nefnt, sem síðar fékk það hlutverk að frumflytja sellókonsertinn róm- aða í a-moll og var það árið 1895. Vinur Chopins var hins vegar Frakkinn Auguste-Joseph Franchomme, mikill sellóvirtúós. Fyrra verk Dvoráks, Waldesruh op. 68, syngur sig inn í innstu sálarkima. Magnað hvernig stefin leita hærra og hærra í „laufkrónur Bæheims- skógar“, oft í nálægð við tónhugsun Brahms. Mér fannst stillingin á pí- anóinu ekki nógu hrein í þessu lagi. Rondóið sem kom á eftir fannst mér að nyti sín síður og þar vil ég kenna of hægum flutningi um. Ljóð án orða op. 109 samdi Mendelssohn upphaflega fyrir píanó, eins og píanólögin í sex bindum með sama heiti. Þetta ljóð nýtur sín ein- staklega vel í flutningi á selló, enda laglínan „gullbarkalína“. Rúsínan í pylsuendanum er svo mögnuð túlkun á Fantasíustykkjum op. 73, hraða- og styrkleikaval eins og mér fyndist „svona á verkið að vera, og engan veginn öðruvísi“. Ég held að þarna hafi Selmu og Gunnari tekist að festa augnablikið á plötu þannig að mér finnst þau vera að spila í stofunni hjá mér og engum öðrum. Ég er viss um að vönduð hljóðvinna og mátulegur endurómur í upptökusal glæðir tilfinningu fyrir nándinni. Nú er bara að vonast til að tónelsk eyru veiti plötunni verðuga viðtöku. Morgunblaðið/Golli „Ég held að þarna hafi Selmu og Gunnari tekist að festa augnablikið á plötu þannig að mér finnst þau vera að spila í stofunni hjá mér og engum öðrum,“ segir Jón Hlöðver Áskelsson í umsögn sinni um geislaplötuna. Í tónaveislu Gunn- ars og Selmu TÓNLIST Íslensk geislaplata Tónverk: Chopin/ Sónata í fjórum þáttum fyrir selló og píanó í g-moll op. 65; Dvor- ák/ Waldesruh op. 68, nr. 5, og Rondo op. 96; Mendelssohn/ Lied ohne Wörte op. 109; Schumann/Fantasie-stücke í þremur þáttum op. 73. Flytjendur: Gunn- ar Kvaran á selló og Selma Guðmunds- dóttir á píanó. Útgefandi: Smekkleysa ehf. Hljóðritun: Í Hásölum í febrúar 2001. Hljóðvinnsla: Tæknirekstrardeild RÚV. Tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjarnason. Hljóðmeistari: Hreinn Valdimarsson. Stafræn klipping: Páll Sveinn Guðmunds- son. Útlit: Komdu á morgun. Gunnar og Selma Jón Hlöðver Áskelsson DAGBÓK Á SÍÐASTA þingi ELIA – European League of Institutes of the Arts – sem haldið var í Luzern í Sviss var Örn Guðmundsson, skóla- stjóri Listdansskóla Íslands, kjör- inn í aðalstjórn samtakanna sem fulltrúi fyrir dansmenntun. Hann var einnig kosinn til að taka sæti í stjórn vinnuhóps á vegum stjórnar ELIA sem vinnur að samræmingu listnáms á háskólastigi innan Evr- ópu. Vinnuhópurinn mun hafa það að leiðarljósi að menning og sér- kenni hvers lands fyrir sig fái notið sín. Innan ELIA eru 350 listahá- skólar frá 47 löndum. Listdansskóli Íslands er aðili að ELIA, því fram að þessu hefur List- dansskólinn verið æðsta mennta- stofnun í dansi hér á landi. Síðasta ár nemenda við skólann skarast á við háskólanám og hafa nemendur Listdansskóla Íslands jafnan átt greiðan aðgang að listaháskólum víðsvegar um Evrópu. Örn kjörinn í aðal- stjórn ELIA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.