Morgunblaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 42
42 MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Verðið á karlhórum hefur lækkað
töluvert fyrir evrópskar konur!
Sýnd kl. 4 ísl.tal
RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY
HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRAVEN
LEIKSTJÓRA SCREAM MYNDANNA.
Topp5.is
Í 36.000 FETUM VARÐ HENNAR
VERSTA MARTRÖÐ AÐ VERULEIKA.Sími 564 0000í i
Miða sala opn ar kl. 15.15i l l. .
kl. 5.20, 8 og 10.40
Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40 B.i. 14 ára
Hrikalega hraður háloftatryllir með Jamie Foxx, Josh Lucas og Jessicu Biel í aðalhlutverkum.
FRÁ LEIKSTJÓRA FAST AND THE FURIOUS & XXXF LEI F E F I
Hrikalega hraður háloftatryllir með Jamie Foxx, Josh Lucas og Jessicu Biel í aðalhlutverkum.
Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 14 ára
Göldrótt
gamanmynd!
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15
Miðaverð 450 kr.
S.V. / MBL
S.V. / MBL
RACHEL
McADAMS
CILLIAN
MURPHY
Sýnd kl. 4 og 6
Sprenghlægileg gamanmynd!
Sýnd kl. 8 og 10 b.i. 14 ára Sýnd kl. 4 í þrívídd
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20 B.i. 14 ára Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 14 ára
RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY
Hrikalega hraður háloftatryllir með Jamie Foxx, Josh
Lucas og Jessicu Biel í aðalhlutverkum.
FRÁ LEIKSTJÓRA FAST AND
THE FURIOUS & XXX
HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRAVEN LEIK-
STJÓRA SCREAM MYNDANNA.
Í 36.000 FETUM VARÐ HENNAR VERSTA
MARTRÖÐ AÐ VERULEIKA.
Topp5.is
S.V. / MBL
Sýnd kl. 6
Skemmtileg ævintýramynd með íslensku tali.
Skemmtileg ævintýramynd
með íslensku tali.
ROBERT Altman uppgötvaði ekki
samtengda söguformið en hleypti í
það nýju blóði með Short Cuts
(’93). Síðan hefur fjöldi leikstjóra
fetað þessa vandrötuðu slóð, nú
síðast Rússinn Serebrennikov með
sínum meinfyndnu Rekkjusögum.
Ramminn utan um flestar sög-
urnar er svefnherbergið og tengi-
liðurinn er að sjálfsögðu hjarta
þess, rúmið – og múslí og döðlur,
ekki má gleyma þeirra leynd-
ardómsfullu tilveru. Það má segja
að hann komi persónum sínum að
óvörum, enda maðurinn sjálfsagt
berskjaldaðastur á þessum stað í
tilverunni.
Serebrennikov hefur sínar und-
arlegu sængursögur úti á lands-
byggðinni, þar sem miðaldra mað-
ur er að stjana við viðskotailla og
aldurhnigna móður sína. Áfram
fikrar myndin sig í sama herbergi
í íbúð systur hans í borginni. Hún
er með hálfum huga að fleka ung-
an hermann á milli þess sem hún
talar við manninn sinn í gemsann
og soldátinn geltir í bakgrunn-
inum.
Næsta herbergi er á hóteli, tveir
hommar eru að undirbúa sig undir
átök næturinnar en ýmislegt verð-
ur til þess að tefja leikinn. M.a.
hringir eiginkona annars þeirra og
hann heyrir ekki betur en hund-
spott gelti í íbúðinni. Sem er graf-
alvarlegt mál, hann er með slæmt
ofnæmi fyrir dýrahárum.
Rekkjusögur minnir örlítið á
Tíu, aðra hátíðamynd eftir Ír-
anann Kiarostami. Báðar end-
urspegla þær þjóðfélagsástand en
Serebrennikov er á mun léttari
nótum, háðskur og ádeilinn. Það
er mikil lausung og upplausn í
Rekkjusögum sem geta hæglega
verið að endurspegla rótleysið í
landinu eftir fall kommúnismans.
Spillingin er gömul saga og ný.
Persónurnar rembast eins og rjúp-
an við staurinn að fá einhverja
ánægju út úr athöfnunum í rúm-
unum, en það er alltaf einhver
skrattinn í veginum. Í sumum til-
fellum bregst getan en yfirleitt
skortir væntumþykjuna og bröltið
endar með ósköpum.
Menn geta spáð í Rekkjusögur á
ýmsa vegu en fyrst og síðast er
hún kaldhæðin og óvenjuleg
skemmtun.
Múslí og döðlur
KVIKMYNDIR
Regnboginn: AKR 2005
Leikstjóri: Kirill Serebrennikov. Aðalleik-
endur: Marina Golub, Olga Khokhlova,
Natalya Kolyakanova, Iya Savvina.
70mín. Rússland. 2005.
Rekkjusögur (Bed Stories /Postelnyye
stseny) Sæbjörn Valdimarsson
„Menn geta spáð í Rekkjusögur á ýmsa vegu en fyrst og síðast er hún kald-
hæðin og óvenjuleg skemmtun,“ segir m.a. í dómnum.
ÆVINTÝRIÐ sjálft er hefðbundið
en yfirbragð Strengja er því
óvenjulegra og glæsilegra. Persón-
urnar í myndinni eru hálfur annar
tugur strengjabrúða og strengirnir
sjálfir hafa mikilvægu hlutverki að
gegna í útliti og skapa nánast
ójarðneska stemningu. Brúðurnar
sjálfar eru hjarta myndarinnar,
sannkölluð völundarsmíði unnar af
snillingnum Bernd Ogrodnik, sem
býr í norðlenskum fjallasal. Brúður
hafa verið sárasjaldgæfar í kvik-
myndum undanfarna áratugi, það
er aldrei að vita nema að nú verði
breyting á, svo vel hefur tekist til
hér, bæði hvað snertir skemmti-
gildið og listræna tjáningu.
Aðalpersóna Strengja er kon-
ungssonurinn Hal sem erfir ríki
eftir föður sinn sem féll fyrir eigin
hendi. Bróðir konungs hyggst not-
færa sér dauða hans sér til fram-
dráttar og tekst að villa Hal sýn og
senda hann í hefndarför til óvina-
ríkisins. Hún verður ekki til ónýtis
því í ferðinni kemst hann að sann-
leikanum um dauða föður síns,
kynnist ástinni og eykst að viti og
þroska.
Fantasían hljómar ekki
ókunnuglega, frá landi ævintýr-
anna og H.C. Andersen. Það sem
mestu máli skiptir er frásagn-
armátinn og töfrum líkur heimur
brúðanna og leiktjöld við hæfi. Allt
þetta ásamt blæbrigðaríkri tónlist,
gera Strengi að sérstakri upplifun.
Spurningin er hvort hún höfðar til
barnanna, þeirra sem hún er fyrst
og fremst ætluð. Brúðuleikarar eru
framandi í þeim afþreyingarheimi
sem þau eiga að venjast. Á hinn
bóginn er Strengir heillandi og
þakklátlega öðruvísi upplifun en
hinn almenni bíógestur á að venj-
ast.
Leikið á strengi
KVIKMYNDIR
Háskólabíó: AKR 2005
Strengjabrúðumynd. Leikstjóri: Anders
Rønnow Klarlund. Brúðusmiður: Bernd
Ogrodnik. Talsett. 88mín. Danmörk.
2004.
Strengir (Strings) Sæbjörn Valdimarsson
Í dómnum segir m.a.: „Persónurnar í myndinni eru hálfur annar tugur
strengjabrúða og strengirnir sjálfir hafa mikilvægu hlutverki að gegna í
útliti og skapa nánast ójarðneska stemningu.“
Í ENGUM aðskilnaði er ástandið í
deilumálum Palestínumanna og
Ísraela skoðað frá nýstárlegu
sjónarhorni. Kanadíski heimild-
argerðarmaðurinn Flanders ræðir
við tvö, samkynhneigð pör. Ann-
arsvegar Palestínumanninn Selim
og Ísraelinn Ezra, hitt parið eru
lesbíurnar Edit, sem er Ísraeli og
palestínska stúlkan Samira. Inn í
framvindu Enginn aðskilnaður,
sem var tekin á árunum 2002–
2005, er skotið myndskeiðum sem
foreldrar Flanders filmuðu á
fimmta áratugnum. Það er fróð-
legt að bera fólkið á myndunum
saman. Á gömlu myndinni er létt
og kátt yfir mannskapnum sem er
nýkominn til landsins, sem bíður
þeirra með öllum sínum fyr-
irheitum. Hvað varð af draumnum,
spyr maður sjálfan sig þegar
skoðaður er glundroðinn og rang-
lætið sem hvarvetna blasir við í
Engum aðskilnaði.
Í myndarbyrjun búa þeir Selim
og Ezra saman en þeim er gert
eins erfitt fyrir og hugsast getur.
Fordómarnir eru aukaatriði, að-
alvandinn liggur í að Salim er
meinað að dveljast á ísraelsku yf-
irráðasvæði, er landflótta maður í
eigin landi. Staða hans er talandi
dæmi um hvernig mannréttindi
Palestínumanna eru fótum troðin
af Ísraelsstjórn.
Svipaða sögu er að segja af Edit
og Samiru, en bæði pörin eru
virkir mótmælendur gegn stefnu
stjórnar Ísrael í málefnum Palest-
ínumanna.
Auðvelt er að skilja sárindin í
brjóstum Palestínumanna sem
voru, meðan á myndatökunni stóð,
sífelltað missa meira land undir
illa séð landnám ísraela. Á þau
svæði fá þeir ekki að koma öðru
vísi en til að taka þátt í uppbygg-
ingunni eða þrífa skítinn undan
landnámsmönnunum. Við Palest-
ínumönnum blasir hvarvetna við
hið síbreikkandi bil sem orðið er á
milli þjóðanna. Ísraelsmenn búa
við hagvöxt, gott vegakerfi,
örugga atvinnu, yfirráð og bestu
menntun á meðan Palestínumenn
mega þola fátækt, atvinnuleysi,
vont menntakerfi, húsnæði og
undirokun, svo eitthvað sé nefnt.
Ezra, Edit og Samira eru öll
virk í friðsamlegum mótmælaað-
gerðumgegn óréttlætinu sem birt-
ist í óteljandi myndum hvert sem
litið er og þó þau fái takmarkað að
gert þá sannar myndin að þjóð-
irnar geta, undir vissum kring-
umstæðum a.m.k., búið saman í
sátt og samlyndi.
Tveir heimar
KVIKMYNDIR
Tjarnarbíó: AKR 2005
Heimildarmynd. Leikstjóri: Elle Flanders.
85 mín. Kanada. 2005.
Enginn aðskilnaður
(Zero Degrees of Separation) Sæbjörn Valdimarsson
Hin skemmtanaglaða Paris Hilton er ekki við eina fjölina
felld í ástarmálunum. Nýverið sást
til hennar kyssa Stavros Niarchos
III sem er best þekktur fyrir að
sjást með Mary-Kate Olsen, en þau
hafa verið sundur og saman síðan í
apríl.
Paris og Stav sáust saman á næt-
urklúbbi daginn
áður en hún til-
kynnti um sam-
bandsslit sín og
Paris Latsis.
Samkvæmt sjón-
arvottum voru
þau ansi náin,
sáust kyssast og
hvísla í eyru
hvort annars. Stav er kominn af ríkri
grískri fjölskyldu rétt eins og fyrr-
verandi kærasti Parisar, þannig
sækjast sér um líkir.
Fólk folk@mbl.is