Morgunblaðið - 10.10.2005, Side 44

Morgunblaðið - 10.10.2005, Side 44
44 MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Frábær rómantísk gamanmynd sem steinliggur fyrir stefnumótið. Með þeim stórgóða John Cusack og hinni fallegu Diane Lane. Erfi ðasta brellan er að fá þá til að staldra við. Diane Lane John Cusack VARÚÐ: Þú gætir farið úr kjálkaliðum af hlátri  A.G. Blaðið ROGER EBERT Upplifðu stórkostlegustu endurkomu allra tíma. Óskarsverðlaunahafarnir Russell Crowe og Renée Zellweger fara á kostum í sterkustu mynd ársins. Óskarsverðlaunahafarnir Russell Crowe og Renée Zellweger fara á kostum í sterkustu mynd ársins. Upplifðu stórkostlegustu endurkomu allra tíma. Mynd eftir Ron Howard (“A Beautiful Mind”). Mynd eftir Ron Howard (“A Beautiful Mind”). Cinderella Man kl. 5.30 - 8.30 - 10.10 Charlie and.. kl. 5,45 - 8 Must Love Dogs kl. 6 -8 - 10.10 Strákarnir Okkar kl. 6 - 8 - 10 KVIKMYNDAHÁTÍÐ 29. september til 9. október Kings game / Kónga kapall - Sýnd kl. 5.40 - 10.10 Vinningsmynd hátíðar Sýnd kl. 7.40 Með Steve Carell úr “Anchorman” og “Bruce Almighty” ROGER EBERT Skelltu þér á alvöru mynd. Það er alltaf hægt að þek- kja myndir sem eiga eftir að keppa um Óskarinn. R.H.R / MÁLIÐ Mándagur kl. 5.40 og 10.10 Þriðjudagur kl. 8 fi mmtudagur kl. 10 AUKASÝNING Á KEPPNISMYND KVIKMYNDAHÁTÍÐARINNAR Í REYKJAVÍK Vegna mikillar aðsóknar og eftirspurnar verður þessi frábæra spennumynd sýnd í örfá skipti. KONGEKABALE / KÓNGAKAPALL STEMNINGIN var í einu orði sagt, rafmögnuð, þeg- ar hljómsveitin Sigur Rós steig á svið í Hollywood Bowl, síðastliðið mið- vikudagskvöld, fyrir fram- an hátt í tíuþúsund manns. Á undan hafði strengja- kvartettinn Amina séð um að hita tónleikagesti upp, eins og á öllum fyrri tón- leikum sveitarinnar á þess- ari hljómleikaferð. Lögin sem Sigur Rós lék, voru bæði af gömlum og nýjum toga þó að bróðurparturinn hafi verið af nýjustu plötu sveit- arinnar Takk, sem slegið hefur í gegn um allan heim. Líkt og fyrri daginn var mikið lagt upp úr mynd- rænum þætti tónleikanna og léku myndbrot og ljósadýrð um hljóm- sveitina meðan á tónleikunum stóð. Eftir tvö uppklappslög steig hljómsveitin svo aftur á svið ásamt liðskonum í Aminu og ómaði tón- leikastaðurinn, sem er undir beru lofti, af lófaklappi í dágóða stund. Fræga fólkið í Hollywood lét sig ekki heldur vanta, Ron Jeremy, Eric Szmanda (CSI: Las Vegas) og leik- arinn Jason Schwartzman (Rush- more) voru á meðal áhorfenda en þarna voru einnig nafntogaðir Ís- lendingar, svo sem Ragnheiður Ragnarsdóttir sundkona úr KR, Sig- urjón Sighvatsson athafnamaður og Gottskálk Dagur Sigurðarson leik- ari. Fjölskyldur og vinir Sigur Rósar höfðu einnig gert sér ferð vestur til að fylgjast með sveitinni og ekki var laust við að andlit þeirra geisluðu af stolti og hrifningu í lok kvöldsins. Tónleikarnir voru þeir næstsíð- ustu á Bandaríkjatúr sveitarinnar Uppselt hefur verið á flesta tón- leikana en að sögn Orra Páls Dýra- sonar voru tónleikarnir á miðviku- daginn þeir fjölmennustu sem Sigur Rós hefur ein spilað á. Framundan er svo stutt stopp á Íslandi þar sem farið verður í hljóð- ver og tekin upp smáskífa og mynd- band við hana en þá eru fyrirhugaðir tónleikar á Íslandi í nóvemberlok. Það verða fyrstu tónleikar hljóm- sveitarinnar hérlendis í rúm þrjú ár. „Við erum allir mjög spenntir fyrir tónleikunum heima, sérstaklega út af því að við höfum ekki spilað þar í langan tíma,“ sagði Orri Páll eftir tónleikana. Takk-tónleikaferðalag- inu lýkur svo næsta sumar og verður þá næstum ár að baki síðan það hófst. Orri Páll Dýrason trommuleikari baðaður bláleitri skímu og reyk. Sigur Rós heillaði áhorfendur í Hollywood Bowl upp úr skónum með tónlist sinni. Morgunblaðið/MÁI Hollywood-skálin er glæsilegur útileikvangur sem rúmar um 18 þúsund tónleikagesti. Rafmögnuð stemning Meðlimir Sigur Rósar og Aminu þakka áhorfendum í lok tónleikanna. Tónlist | Sigur Rós lék fyrir þúsundir í Hollywood Bowl við frábærar undirtektir Matthías Árni Ingimarsson skrifar frá Kaliforníu Breski söngvarinn Boy Georgevar handtekinn á heimili sínu í New York á laugardag, grunaður um að hafa fíkniefni í fórum sínum, auk þess sem talið er að hann hafi gefið ósanna lögregluskýrslu. Söngvarinn, sem heitir réttu nafni George O’Dowd, hringdi í lögregl- una úr íbúð sinni í Litlu-Ítalíu og sagði að innbrot hefði verið framið. Lögreglumenn sem komu á vett- vang fundu kókaín við tölvu í íbúð- inni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Kona sem var í íbúðinni sagði að meira kókaín væri í henni og vinnur lögregla nú að rannsókn málsins. Boy George hefur oft komist í kast við lögin vegna fíkniefnamis- notkunar. Hann var eitt sinn söngv- ari hljómsveitarinnar Culture Club sem trúlega er þekktust fyrir lögin Do You Really Want to Hurt Me og Karma Chameleon. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.